Tíminn - 05.03.1983, Side 5

Tíminn - 05.03.1983, Side 5
„REIKNA EKKI MEÐ ÞVÍ AD SAMNINGAR NAlST’ segir Guttormur Óskarsson um samningaumleitanir vid „göngumenn” ■ „Þeir hafa ennþá ekki farið fram á það við kjördxmissambandið að fá að merkja lista sinn sem BB-lista, þannig að ég get ekki sagt um það hvernig kjördæmissambandið komi til með að afgreiða það mál“, svaraði Guttormur Oskarsson, form. Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra. En hann kvað stjórn kjör- dæmissambandsins uppstillingarnefnd hins vegar koma saman til fundar n.k. sunnudag til að ganga endanlega frá framboðslista flokksins í kjördæminu. Spurður um samningaumleitanir og hugsanlega samninga við „göngumenn" um stuðning við lista Framsóknarflokks- ins hvaðst Guttormur aldrei hafa reiknað með því að slíkir samningar næðust. -HEI Framsóknarmerm á Norðurlandi vestra: ,ÍEST FYMR FLOKKINN AB BÁDIR AEHLAR RIÓH FRAM” — segir Grfmur Gíslason ■ „Menn hafa rætt þessi framboðsmát hér í mestu rólegheitum og bróðemi og komist að því - að ég held frá báðum hliðum - að þessi gangur mála verði ekki stöðvaður, þ.e. að það sé ómögulegur hlutur að láta þessi tvö framboð falla saman í eitt. Hins vegar er hér vaxandi skilningur á því að þetta sé bæði eðlilegt og ekki hjá því komist, enda best fyrir flokkinn að báðir aðilar bjóði fram nóna“, sagði Grímur Gíslason á Blöndu- ósi, formaður Framsóknarfélags Austur- Húnvetninga, spurður hvort sameining væri úr sögunni. Grímur sagði hafa verið boðað til funda stuðningsmanjia BB-lista á laugar- daginn kemur bæði á Blönduósi og Hvammstanga. Á þeim fundum verði kjörnar nefndir til að sjá um uppstillingu á listann eða því vísað til þeirra nefnda sem þegar hafa verið kosnar. Jafnframt verði sótt um það til kjördæmisstjórnar flokksins - og síðar flokksstjórnar ef á þurfi að halda - að heimild verði veitt til þess að merkja listann sem BB-lista. „Aðalatriðið er svo að þessu loknu, að þá verður þessu vísað formlega til fram- sóknarfélaganna hér í sýslunni og lagt til að þau beri BB-listann fram í nafni félaganna, þ.e. að hann verði studdur af framsóknarfélögunum. Og ég tel það engan efa að það er yfirgnæfandi meiri- hluti fyrir því a.m.k. í öllum framsókn- arfélögunum hér í A-Hún.", sagði Grímur. Grímur endurtók að hann teldi vax- andi skilning á því að æskilegast sé að listarnir fari fram sem nokkurskonar „tvíburar" og að menn vinni síðan skynsamlega að því að fá sem flesta til að kjósa Framsóknarflokkinn. -HEl ■ Margarita Zimmermann. ■ Söngkonan fræga, Margarita Zimm- ermann frá Argentínu syngur fyrir Tón- listarfélagið í Reykjavík í kvöld kl. 21. Tónleikar þessir verða í Háskólabíói en ekki Austurbæjarbíói einsog venjulegt er. Þetta eru sjöttu tónleikar sem Tón- listarfélagið heldur fyrir styrktarfélaga sína í vetur. Undirleikari verður Bandaríkjamað- urinn Dalton Baldwin, en hann er fastur undirleikari margra frægustu ljóða- söngvara heimsins og hefur leikið hér oft áður, t.d. með Gerard Souzay og Elly Amelin, sem munu koma með honum hingað á Sönghátíð ’83 í júní nk. og syngja þar og kenna. Á tónleikunum mun Margarita Zimmermann syngja allfjölbreytta efnis- skrá, ítölsk lög eftir Caldara, Pergolesi og Raynaldo Kahn, rússnesk lög eftir Cui, Dargomijski og Tsjækofsky og loks þjóðlega tónlist spánska eftir Granados og De Falla. Tónlistarfélagið kl. 21 íkvöld: Margarita Zimmer- mann í Háskólabíói Zola á Kjarvalsstödum og sýning fréttaljós- myndara á sama stað ■ Reykvíkingum gefst nú kostur á að sjá nýja hlið á franska rithöfundinum Emil Zola, hann var sem sé einn af fremstu snillingum Ijósmyndalistarinnar og sýning á ljósmyndum hans stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Það er menn- ingardeild franska sendiráðsins og Ljós- myndasafnið sem hafa í sameiningu efnt til þessa merka menningarviðburðar. Sýningin hefur vakið einróma lof þeirra sem hana hafa séð. Ástæða er til að hvetja fólk til að líta við á Kjarvalsstöðum um helgina og skoða þessa sýningu, en þess má geta að um síðustu helgi sáu hana um 1400 manns. Sýningunni lýkur á þriðjudags- kvöld. Ljósmyndalistin skipar raunar háan sess á Kjarvalsstöðum um þessar mundir því þar sténdur einnig yfir árleg sýning fréttaljósmyndara. Gefst þar gott tæki- færi til að rifja upp minnisverð augnablik liðins árs. ■ Þar kom snjórinn aftur og enn þurfa Reykvíkingar að draga fram skóflur og vendi til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum. (Tímamynd Árni) Mótmæla kflóaskatti ■ Vegna framkominna hugmynda ríkisvaldsins um kílóaskatt á bifreiðar hafa eigendur þungaflutningatækja á Akureyri sent frá sér eftirfarandi mót- mæli: „Við undirritaðir viljum mótmæla kröftuglega framkomnum hugmyndum ríkisvaldsins.um kílóskatt á bifreiðar í atvinnurekstri, þar sem gjöld á þessi tæki eru þegar langt umfram það sem eðlilegt getur talist“. Lelkfélag Reykjavíkur: Jói sýnd- ur áfram ■ Vegna mikillar aðsóknar að leikriti Kjartans Ragnarssonar, Jóa, hefur verið ákveðið að halda áfram sýning- um um sinn. Þegar hafa um 25 þúsund manns séð þessa sýningu en sýningar eru orðnar 120. Næsta sýning er á sunnudagskvöld. í kvöld er Salka Valka á fjölunum í Iðnó, en þetta er ein viðamesta sýning sem LR hefur sett á svið. í henni taka þátt 16 leikarar í 30 hlutverkum. Hassið hennar mömmu verður einn- ig sýnt annað kvöld á miðnætursýningu í Austurbæjarbíói, sem hefst kl. 23.30. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Þjóöleikhúsid um helgina: Oresteia og Lína langsokkur ■ Önnur sýning gríska þrílciksins Orcsteia verður í kvöid í Þjóðleikhús- inu kl. 20.00. Þetta er í fyrsta sinn sem þctta leikrit er sýnt hérlendis cn er hið eina sem varðvcist hefur í heilu lagi af gömlu grísku þríleikjunum. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Lína langsokkur verður sýnd þrisvar yfir hclgina, kl. 121 dag og kl. 14.00og 18.00 á morgun. Uppsclt hefur vcrið á allar sýningar til þcssa og hafa rúmlega 11.000 manns séð þetta vinsæla vcrk til þessa. Ölfusborgir: Ráðstefna Æ.S.Í. um atvinnumál ungs fólks ■ Nú um helgina gengst Æskulýðs- samband íslands fyrir ráðstcfnu um „Atvinnumál ungs fólks”. Ráðstefnan er haldin til að fjalla um þróun atvinnu- mála og mögulcika er blasa við ungu fólki í atvinnulífinu. Á ráðstefnunni verður leitast við að leita leiða svo að það stórfellda atvinnuleysi er herjað hefur á nágrannalönd okkar og sér- staklega á ungt fólk, taki sér ekki bólfestu. Ráðstcfnan erhaldin í ölfus- borgum. Á ráðstefnunni verða þessar fram- sögur: Ágúst Einarsson: Atvinnuhorfur í sjávarútvegi. Guðrún Hallgrímsdóttir: Störf í iðnaði. Sigríður Skarphéðinsdóttir: Hvernig er tekið á móti ungu fólki, sem er að koma út í atvinnulífið? Asmundur Stefánsson: Atvinn- uþróun. Sigurjón Bláfeld: Nýjar búgrpinar. Sigfinnur Sigurðsson: Atvinnumál ungs fólks og tölvubyltingin. Vilhjálmur Egilsson: Þjóðhagsleg hlutverk atvinnugreina. Ingi Tryggvason: Atvinnumöguleik- ar ungs fólks í landbúnaði. Kristján Jóhannsson: Atvinnu- möguleikar ungs fólks í iðnaði. Á eftir verður unnið í umræðuhóp- um en gert er ráð fyrtr að ráðstefnunni Ijúki kl. 16.00 á sunnudag. Aðildarfélög Æ.S.Í. eru: íslenskir ungtemplarar, Ungmennafélag íslands, Bandalag íslenskra skáta, Stúdentaráð Háskóla íslands, Sam- band íslenskra námsmanna erlcndis, Randalag íslenskra sérskólanema, Landssamband mennta- og fjölbraut- aiskólanema. Iðnemasamband Islands, Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins, Samband ungra jafnað- armanna, Samband ungra sjáífstæði- smanna og Samband ungra framsókn- armanna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.