Tíminn - 05.03.1983, Side 9

Tíminn - 05.03.1983, Side 9
á vettvangi dagsins ss* BÐNAR TÐUUR AF RAFORKU- “' SðUI OG SKÖTTUM 6.5 MIIIJ. ~ DOUARA FRA 107511L1982 Nýju samningarnir miklu hagstædari, þegar á móti blæs, eins og tvö undanfarin ár Um endurskoðun samninga við Alusuisse ■ í umræðum um álsamningana að undanförnu hefur af hálfu iðnaðarráð- herra verið vegið að þeim, sem áður fyrr hafa staðið að samningum um álbræðsl- una við Straumsvík, bæði upphaflega og við endurskoðun þeirra 1975. Margt er athugavert og villandi í því, sem haldið hefur verið fram í þessu máli, auk þess sem vandséð er, hverju það þjónar málstað íslendinga eða samstöðu þeirra í samningum við Alusuisse, að reynt sé að stofna til illdeilna um allt, sem aðhafst hefur verið í þessu máli, áður en núverandi iðnaðarráðherra tók við völdum. Þess vegna þykir okkur undir- rituðum ástæða til þess að láta frá okkur fara eftirfarandi athugasemdir varðandi þetta mál. 1. Samningarnir 1966 Upphaflegu álsamningarnir voru gerðir á tímabili mjög lítillar verðbólgu, og hafði verð á orku og áli verið stöðugt um langt árabil. Voru því ekki skilyrði til þess að ná í þeim samningum viðun- andi hækkunarákvæðum á þeim tíma. Erum við ekki í vafa um það, að flestir, ef ekki allir, sem skoða þessi mál af sanngirni, munu viðurkenna þetta, og er það reyndar gert í greinargerð fyrir nýframlögðu frumvarpi iðnaðarráðherra o.fl. um hækkun orkuverðs til ÍSAL. Nokkrum árum eftir gerð álsamning- anna urðu veruleg umskipti í efnahags- málum í heiminum, og fór verðbólga vaxandi, sérstaklega eftir hinar miklu olíuverðshækkanir á árunum 1973-1974. Var því brátt Ijóst, að nauðsynlegt væri að leita eftir endurskoðun álsamning- anna með tilliti til hinna breyttu við- horfa. Var málið fyrst tekið upp í viðræðum Magnúsar Kjartanssonar, iðn- aðarráðherra, við forráðamenn Alu- suisse haustið 1973. Leiddu þær viðræður ekki til niðurstöðu, endaolíuverðshækk- unin þá enn á frumstigi. Haustið 1974 var málið tekið upp að nýju af Gunnari Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, og fól hann viðræðunefnd um orkufrekan iðnað að vinna að framgangi málsins í samráði við hann. Áttum við undirritaðir drýgstan þátt í þessum við- ræðum, en auk okkar voru þá í viðræðu- nefndinni þeir Ingi R. Helgason, hrl., Ragnar Ólafsson, hrl. og Sigþór Jó- hannesson, verkfræðingur. Leiddi þetta starf til þess, að 10. desember 1975 var undirritaður samningur milli ríkisstjórn- ar íslands og Alusuisse um veigamiklar breytingar á fyrri samningum aðilanna. 2. Yfirlit um samningana 1975 Endurskoðun álsamninganna 1975 hafði þríþættan tilgang. í fyrsta lagi var samið um verulega hækkun á orkuverði og ákvæði um það, að orkuverð skyldi breytast í ákveðnu hlutfalli við hækkun verðs á áli. í öðru lagi var samið um breytingu á skattákvæðum, sem leiddi til jafnari og öruggari skattlagningar, jafn- framt því sem komizt yrði hjá geysilegri auknin^u á skattinneign ÍSAL hjá ríkis- sjóði. í þriðja lagi var samið um sölu á orku til stækkunar álversins um 20 MW, 60% af þeirri orku var afgangsorka. Var forgangsorkuverðið mun hærra en í eldri samningnum. í greinargerð, sem fylgdi frumvarpi til Alþingis um þessa breytingu samnings- ins, kemur fram, að beinn fjárhagslegur hagur af samningnum gæti orðið mis- munandi mikill, eftir því hverjar ytri aðstæður yrðu. Einnig yrði ávinningur- inn minni, ef verðbólga á samningstím- anum yrði mjög mikil eða afkoma áliðn- aðarins mjög hagstæð. Hins vegar tryggði samningurinn jafnari tekjur og meira öryggi á erfiðleika- og samdráttar- tímum. Nú er því hins vegar haldið fram af iðnaðarráðherra, að samningurinn hafi beinlínis haft í för með sér fjárhags- legt tjón fyrir íslendinga. Hér er um villandi og einhliða niðurstöðu að ræða, svo sem nú mun nánar rakið. 3. Beinar tekjur af raforkusölu og sköttum Það var alltaf ljóst við samningsgerð- ina 1975, að á móti hækkun orkuverðs mundi koma lækkun á skatttekjum, mismunandi eftir árferði. Svo hefur einnig orðið raunin á. Eins og tðlur liggja nú fyrir, hefur tekuaukning af raforkusölu vegna þessara samninga orðið 24,9 milljónir dollara fram til ársloka 1982, en lækkun skatttekna 18,4 milljónir dollara, svo að nettóhagnaður íslendinga í beinum greiðslum hefur numið 6,5 milljónum dollara. Er þá hvorki tekið tillit til áhrifa lækkunar skattinneignar né tekjuauka vegna stækkunar álbræðslunnar, en að því verður vikið síðar. Um þessa tölulegu niðurstöðu er í sjálfu sér ekki ágreiningur. Hins vegar hefur ráðherra látið reikna þetta út að nýju miðað við þá forsendu, að allar kröfur ráðuneytisins um hækkun tekna á undanförnum árum vegna of hás verðs á súráli, rafskautum og fl., nái fram að ganga. Með þeim reikningi tekst að fá þá niðurstöðu, að tekjur íslendinga hafi á þessu tímabili orðið lægri en samkvæmt eldri samningunum. Það væri gáleysi af okkur að leggja mat á það, hvaða líkindi eru til þess, að allar kröfur um hækkun skatttekna ÍSALs nái endanlega fram að ganga, enda lítur nú út fyrir, að það mál fari í alþjóðlegan gerðadóm, og er niðurstaða þess þá enn í óvissu. Hins vegar er það í samræmi við upphaflegt mat á samningunum, að mjög mikil tekjuhækkun hjá ÍSAL í góðæri gæti leitt til þess, að þessar greiðslur yrðu í einstökum árum minni en samkvæmt eldri samningunum. Hins vegar er at- hyglisvert, hve miklu hagstæðari nýju samningarnir eru, þegar á móti blæs, eins og undanfarin tvö ár. Þannig hafa samanlagðar skatttekjur og tekjur af raforkusölu orðið meira en 9 milljónum dollara hærri á árunum 1981 og 1982 en þær hefðu orðið samkvæmt upphaflegu samningunum. Allt útlit er fyrir, að niðurstaðan verði svipuð á þessu ári. Þannig hefur endurskoðunin 1975 náð þeim tilgangi að tryggja öruggari og jafnari tekjur og koma í veg fyrir mikla tekjulækkun á erfiðleikatímum, en það skiptir þjóðarbú íslendinga ekki litlu máli, eins og nú standa sakir. 4. Hækkun lágmarksskatta Samkvæmt upphaflegu samningunum voru skatttekjur mjög háðar verði á áli og afkomu ÍSAL, og var lágmarks- skattur aðeins 240 þús. dollarar á ári. í samningunum 1975 var lágmarksskattur, sem er óháður afkomu, hækkaður í 20 dollara á tonn, sem er um 1,6 millj. dollarar á ári miðað við meðalfram- leiðslu ÍSAL. Var þessi breyting í samræmi við þá meginstefnu, sem hefur verið fylgt í samningum um álverð, að tryggja sem best öryggi teknanna, þótt á móti blési í rekstri ÍSAL. 5. Áhrif á skattinneign Það var einn af göllum þess skattkerf- is, sem samið var um í upphafi, að ÍSAL reyndist eignast mjög mikla skattinneign hjá íslenska ríkinu. Þótt um það sé deilt milli aðila, hvort slíka skattinneign mætti nota til annars en skattajöfnunar, var tvímælalaust mikilvægt, að þannig yrði frá samningum gengið, að ekki myndað- ist óhóflega mikil inneign af þessu tagi. Þeim tilgangi var náð með samningunum 1975, enda er skattinneign nú, að ófrá- dregnum umdeildum skattakröfum, rúmlega 6 milljónir dollara, en hefði verið yfir 26 milljónir dollara samkvæmt eldri samningunum. Munurinn er um 20 milljónir dollarar, og er enginn vafi á því, að þessi lækkun getur verið íslend- ingum mjög mikið í hag við vissar aðstæður, t.d. í öllum samningum um endurskoðun síðar meir, svo og við kaup íslendinga á álverinu eða hluta þess. 6. Stækkun álversins Það var hluti saminganna 1975, að samið var um heimild til stækkunar álversins um 20 MW og raforkusölu til þeirrar stækkunar. Kom þessi stækkun í rekstur vorið 1980 . í samanburðinum hér að framan hefur ekki verið tekið tillit til þess, hver tekjuaukning hefur orðið þegar af þessari stækkun, en beinar tekjur af raforkusölu og sköttum vegna hennar nema nú 1,3 milljón dollara á ári, en auk þess hafa íslendingar að sjálf- sögðu haft miklar gjaldeyristekjur bæði vegna byggingar og rekstrar þessa hluta álversins, og er hér um að ræða verulega tekjuaukningu fyrir þjóðarbúið til fram- búðar. Þessi viðbótarorkusala er að 60 hundraðshlutum afgangsorka, en meðal- verð sama og á annarri orkusölu til ísal. Sé afgangsorkan reiknuð á sama verði og til Járnblendifélagsins, þýðir það; að forgangsorka til þessa hluta álversins er nú seld á um 12 mill á kWh. 7. Viðurkenning á endurskoðunarrétti Einn mikilvægasti ávinningur samn- inganna 1975 var, að þá var viðurkennt af hálfu Alusuisse, að breyttar aðstæður í umheiminum svo sem veruleg hækkun orkuverðs, gætu verið tilefni til þess að endurskoða samninga, jafnframt því sem beinlínis var samið um hækkunar- ákvæði í sambandi við orkuverð. Enginn vafi er á því, að þetta hefur verulega lagalega þýðingu fyrir íslendinga, ef til málaferla kynni að draga við Alusuisse út af endurskoðun samninganna. Jafn- framt gefur það íslenskum stjórnvöldum ástæðu til þess að taka upp viðræður við Alusuisse, hvenær sem hægt er að sýna fram á verulegar breytingar á forsend- um. Slík breyting á forsendum átti sér stað á árunum 1978 og 1979, er önnur stórhækkun á olíuverðlagi átti sér stað. Gagnstætt því sem átti sér stað eftir olíuverðshækkunina 1973-74 var að þessu sinni ekki þegar í stað efnt til samninga við Alusuisse með skírskotun til breyttra aðstæðna. Eftir slíkum samn- ingum varekki leitað, fyrren í sambandi við ákærur ráðuneytisins á hendur Alu- suisse um of hátt verð á súráli í árslok 1980. Er enginn vafi á því, að samnings- aðstaða hefði verið mun betri, ef hafist hefði verið handa strax í kjölfar hækkun- ar orkuverðs og á meðan áliðnaðurinn átti við blómlega afkomu að búa. Lokaorð Allir samningar eru háðir þeim að- stæðum, sem ríkjandi eru, þegar þeir eru gerðir, og engir samningar eru jafn hagstæðir, hvernig sem ytri aðstæður þróast. Þetta á vitaskuld við um samn- ingana 1975, eins og reyndar alla aðra samninga, sem íslendingar hafa gert í þessum efnum. Engu að síður teljum við augljóst, að með endurskoðun samning- anna 1975 hafi fengist verulega mikið öryggi um auknar og jafnari tekjur af starfsemi ÍSALen áðurvoru. Hinsvegar var ætíð Ijóst, að nauðsynlegt gæti reynst að endurskoða þá samninga að nýju, ef aðstæður breyttust verulega, eins og raun hefur reyndar á orðið. Það var því mikilvægt, að með þessum samningum var brotinn ís að því leyti, að íslendingar fengu í hendur betri rök og traustari rétt til þess að krefjast endurskoðunar, hve- nær sem verulegar breytingar yrðu á ytri aðstæðum þeim í óhag. Þann rétt teljum við unnt að sækja með samningum og byggjum þar m.a. á reynslunni frá 1975. Jafnframt er það skoðun okkar, að málstað íslendinga sé ekki vel þjónað með því að leggja megináherslu á deilur um þá samninga, sem gerðir hafa verið í fortíðinni við allt aðrar aðstæður, í stað þess að reyna með jákvæðum huga að læra af reynslunni og marka stefnu, er geti sameinað íslendinga um árangurs- ríka samningagerð í þessu máli. Reykjavík, 2. mars 1983. Ingólfur Jónsson Jóhannes Nordal Steingrímur Hermannsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.