Tíminn - 05.03.1983, Side 17

Tíminn - 05.03.1983, Side 17
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983 17 i umsjón: B.St. og K.L. andlát Hersilía Sveinsdóttir, fyrrverandi skóla- stjóri, lést að heimili sínu 2. mars. Baldrún Laufey Árnadóttir, frá Hrísey andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 2. mars. Guðrún Pálsdóttir, Rauðholti 11, Sel- fossi, andaðist í Borgarspítalanum 1. mars. Guðrún Guðmundsdóttir, Hlíðarvegi 80, Ytri-Njarðvík, lést 27. febr. að Sólvangi í Hafnarfirði. Hún verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, laugardaginn 5. mars kl. 2 Erla hefur haldið eina sýningu á verkum sínum áður. Sýndi hún árið 1975 í sýningarsal að Skipholti 37 og hlaut ágæta dóma. Á sýningunni í Ásmundarsal verða 49 myndir og eru allar til sölu. I myndum Erlu kennir margra grasa og myndefnið mjög fjölskrúðugt. Hún vinnur í olíu, pastel, klippimyndum og fleiri aðferð- um, en sýnir nú eingöngu pastelmyndir. Sýning Erlu í Ásmundarsal stendur frá 5.-Í3. mars og verður opin virka daga frá kl. 16.00 til kl. 22.00, en frá kl. 14.00 til kl. 22.00 um helgar. Árnað heilla 75 ára er í dag Gestur Ólafsson kennari Ákureyri. Lovísa Þorvaldsdóttir, Skeiðarvogi 135, Reykjavík er 70 ára í dag sunnud. 6: mars. Lovísa er ekkja eftir Stefán Jónsson, námsstjóra, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hún er stödd hjá syni sínum og tengdadóttur að Steinahlíð 4 b á Akureyri. pennavinir ■ 15 ára norskur piltur óskar eftir bréfa- skiptum við stráka og stelpur á aldrinum 13-16 ára. Áhugamál hans eru fótbolti, gítarleikur, myntsöfnun og stangveiðar og mótorhjól. Nafn hans og heimilisfang: John-Olav Johansen 7748 Sætervik, Post, b, 15 Sör-Tröndelag Norge sundstaðir Reykjavik: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 6-17.30. Kvennatimar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð i Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í síma 15004, í Laugardalslaug í síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15—19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug i Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatimi á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatim- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opiö kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðiud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 I apríl og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — I maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi simi 1095. Afgreiðsla Reykajvík, simi 16050. Sím- svari i Rvík, sími 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 flokksstarf Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík heldur fund að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18 þriðjudaginn 8. mars n.k. kl. 20.30. Lagðar verða fram tillögur uppstiliir.ganefndar um skipan sæta á framboðslista framsóknarmanna i Reykjavík vegna næstu alþingis- kosninga. Stjórn Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Góugleði Framsóknarfélaganna í Reykjavík p h ■ , ' í i 1* é ÆÉ Ólafur Asta Þráinn Haraldur Aðgöngumiðar á Góugleði Framsóknarfélaganna í Reykjavík sem haldin verður í Leikhúskjallaranum í kvöld, laugardaginn 5. mars verða afgreiddir í dag að Rauöarárstíg 18 kl. 10-15. Verði einhverjir miðar óseldir verða þeir afgreiddir við innganginn en Leikhúskjallarinn opnar kl. 18.00. Svelnn Grétar Borðhaldið hefst um kl. 19.00. Aðgöngumiðaverð aðeins kr. 350. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Höfn Hornafirði Árshátíð Framsóknarfélags A-Skaftfellinga verður haidin að Hótel Höfn laugardaginn 5. mars kl. 20. Góð skemmtiatriði. Þátttaka tilkynnist fyrir 28. febr. hjá Ásgerði í síma 8265 og hjá Hannesi í síma 8576. Síðast komust færri að en vildu. Skemmtinefnd. Aðalfundur Framsóknarfélags A-Skaftfellinga verður haldinn laugardaginn 5. mars kl. 14.00 í húsi Slysavarnarfélagsins. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnurmál Mætum öll. Stjórnin. Bingó á Hótel Heklu Muniö bingóið n.k. sunnudag á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Sala bingóspjaldanna hefst kl. 13:30, og þá verður salurinn opnaður. Byrjað verður að spila kl. 14:30. Umsjónarmenn eru Baldur og Birgir Ragnar. Kaffiveitingar. - Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. FUF, Reykjavik. Reyknesingar Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi efna til flokksfunda með frambjóðendum á eftirgreindum stöðum: 1. Framsóknarhúsinu í Keflavík laugardaginn 5. mars kl. 14.00 fyrir Suðurnesjasvæðið allt að Grindavík undantekinni. 2. Goðatúni 2 Garðabæ mánudaginn 7. mars kl. 20.30 fyrir Garðabæ og Bessastaðahrepp. 3. Húsnæði flokksins að Hverfisgötu 25 Hafnarfirði fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30. 4. Húsnæði flokksins að Hamraborg 5 Kópavogi laugardaginn 12. mars kl. 13.30. 5. Félagsheimili Seltjarnarness mánudaginn 14. mars kl. 21.30. Meðal þess sem rætt verður á þessum fundum er kosningaundirbún- ingurinn. Áríðandi er að sem flest áhugafólk flokksins mæti á þessa fundi. Seltirningar Aðalfundur framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn í Félags- heimili Seltjarnarness mánudaginn 14. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Frambjóðendur flokksins í Reykjaneskjördæmi ræða kosninga- undirbúning. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið, nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Vesturland - kosningaskrifstofa Opnuð hefur verið kosningaskrifstofa fyrir Vesturlandskjördæmi að Brákarbraut 1 Borgarnesi. Starfsmaður á skrifstofu er Egill Ólafsson. Opið verður fyrst um sinn frá kl. 13-17 sími 93-7633 Akranes Almennur fundur Framsóknarfélaganna á Akranesi verður haldinn mánudaginn 7. mars kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins Jón Sveinsson, Ingibjörg Pálma- dóttir og Steinunn Sigurðardóttir ræða fjárhagsáætiun Akraneskaup- staðar og stofnana hans. Allir velkomnir Framsóknarfélögin Skákmót Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík heldur skákmót sunnu- daginn 13. mars 1983. Mótið verður haldið í húsnæði Framsóknar- félaganna í Kópavogi að Hamraborg 5 og hefst kl. 14 (10 mín. mót) Aðgangur ókeypis. FUF Reykjavík Akureyri og nágrenni Framhaldsstofnfundur Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni verður haldinn á Hótel KEA laugardaginn 12. mars og hefst kl. 14. Dagskrá: Lög félagsins. Önnur mál Áhugafólk á aldrinum 14-35 ára á Akureyri og nágrenni er hvatt til að mæta. Stjórnin. Viðtalstímar Ólafur Haraldur Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, og Haraldur Ólafsson, dós- ent verða' til viðtals að Rauðarárstíg 18, Reykjavík, laugardaginn 5. mars n.k. kl. 10 -12. Reykjaneskjördæmi Framsóknarflokkur hefur opnað kosningaskrifstofu fyrir Reykjanes í Hamraborg 5 (3. hæð) Kópavogi. Opið verður fyrst um sinn kl. 17-19 virka daga sími 41590 Kosningastjóri er Þráinn Valdimarsson. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Kaffi og rabbfundur með eldri konum félagsins verður mánudaginn 7. mars að Rauðarárstíg 18 kl. 16. Viðtalstímar borgarfulltrúa Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi og Gylfi Guðjónsson arkitekt verða til viðtals á Rauðarárstíg 18 n.k. laugardag 5. mars kl. 10.30-12.00. Auk þess að sitja í borgarstjórn er Gerður Steinþórsdóttir í fræðsluráði og félagsmálaráði. Gylfi Guðjónsson á sæti í byggingarnefnd stofnana í þágu aldraðra. Laus staða Laus er til umsóknar staða námstjóra í starfsfræðslu og námsráðgjöf. Námstjórinn skal m.a. vinna að skipulagi starfsfræðslu í skólum, gerð kennsluefnis, safna og dreifa upplýsingum til skólanna um atvinnulíf landsmanna og námsleiðir og veita kennurum leiðbeiningar um starfsfræðslu. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní n.k. Umsóknir skal senda tii menntamálaráðuneytisins fyrir 1. apríl n.k.,’ ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið 1. mars 1983

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.