Tíminn - 05.03.1983, Side 12
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983
/ ' Hvað kosta fermingarmyndir? \ ' v ■ Barna- og fjölskylduljósmyndir, Austurstræti 6, R - / Fermingarmynda- takafinnif.: 12lappar Myndataka utan og2stækk. 13x18) venjulegsvinnutima 1720 170 Stækkunáelnnl mynd13x18 380 Steekkun á einni mynd 18x24 540 Polaroid myndataka iókuskín.,4myndir Verðgildirfrá Verbgildirtil 175 l.febrúar l.apríl
Hraðmyndir, Hverfisgotu 59, R 273 386 170 l.janúar Ekkí gefið upp
Ljósmyndarinn, Hryg^jarseli 16. R. 1850 170 375 5502) 180 1. janúar 25. mars
Ljosmyndastofa Garðabæjar, Iðnbúö 4, Garðabæ 1730 Ekkertaukagj. 420 560 l.febrúar l.maí
Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarss., Stigahlið 45, R 2060 165 385 525 200 1. januar l.april
Ljósmyndastofa Hannesar ftlss., Mjóuhltð 4. R 1751 Ekkertaukagj. 290 390 185 l.janúar l.aprii
Ljosmyndastofa Jóns K. Sæmundss., Tjarnargötu 10 b, R. 1750 Ekkertaukagj. 350 450 1. januar Ekkigefiðupp
Ljósmyndastofa Kópavogs, Hamraborg 11, Kóp 3000” Ekkertaukagj. 456 689 159 l.mars 1. apríl4’
Ljosmyndasfofa Kristjans, Skerseyrarveqi 7, Hafnarf 125031 Ekkertaukagj. 315 450 220 1. desember l.maí
Ljósmyndastofa Þóris, Rauðarárslíg 16, R 1660 165 385 470 1. janúar 15. mars
Ljósmyndastofan íris, Linnetstig 1, Hafnarf. 1859 Ekkertaukagj. 322 455 180 1. desember 1. maí
Ljósmyndastofan Loftur, Ingólfsstræti 6, R. 1925 120 380 535 205 l.mars 1. júni
Ljósmyndaþjonustan Mats Wibe Lund, Laugav 178, R. 1885 475 375 6152) 210 l.janúar 1. apríl
Minútumyndir, Hatnarstræti 20, R. 175 1. febrúar 1. april
Nýja myndastofan, Laugavegi 18, R. 1660 160 370 472 190 l.febrúar 1. júní
Studió Guðmundar, Einholti 2, R 1700 Ekkert aukagj. 370 472 170 1. mars 1-júní
Svipmyndir, Hverlisgötu 18, R 185 1. januar 15. mars
Athugasemdir:
11 Innifalið í verðinu eru 2 stækkanir 18x24 i stað 13x18 og postulínsdiskur með innbrenndri mynd
og er ekki hægt að fá þessa þjónustu án þessa.
2) 20x25 ístað 18x24.
31 Petta verð miðast við myndatöku á fermingardaginn, aðra daga kostar þessi þjónusta 1500 kr.
4) Verð á fermingarmyndum gildir til 1. maí.
■ Úr kjöthakki má laga fljótgcrðan
mat og kemur það scr vel fyrir þá, sem
alltaf eru að flýta sér. Enhaetter við að
margir verði leiðir á tilbreytingarlausum
kjötbollum, svo að hér á eftir fara
nokkrar uppskriftir til tilbreytingar.
Rússneskur kjöthakksrétt-
ur á pönnu
(2 skammtar)
U.þ.b. 150 g. kjöthakk
1 laukur
1 msk. smjörlíki
1/2 tsk. salt
örlítið af svörtum pipar
1 dl. fínthakkaðar súrsaðar rauðrófur
2 msk. fínthökkuð sýrð gúrka
1/2 dl. sýrður rjómi.
Hreinsið og hakkið laukinn. Steikið
hann úr smjörlíki. Setjið kjöthakkið út
í og brúnið það, en hrærið í á meðan.
Kryddið með salti og pipar.
Hakkið rauðrófur og gúrku. Blandið,
ásamt sýrða rjómanum, saman við brún-
að hakkið og hitið allt saman upp. Berið
fram með soðnum kartöflum.
Kjöthakk í súpu
(2 skammtar)
Kjötsúpaúrkjöthakki? Þaðeróvenju-
legt, en þessi réttur hefur þann stóra
kost, að það tekur ekki lcngri tíma að
■ Ef afgangur verður af hakkbrauðinu má sem hægast búa um hann og geyma hann í frystinum til síðari tíma. En það er
líka hægt að hita hann upp næsta dag og bera hann fram, t.d. með heitri sveppasósu.
KJOTHAKKSRETTIR
laga hann en að sjóða kartöflurnar,
þ.e.a.s u.þ.b. 20 mín. í hana þarf:
100 g kjöthakk
1 msk. smjörlíki
1 lítill laukur
3 dl hvítkál, skorið niður í fínar ræmur
1 lárviðarlauf
5 dl kjötkraftur (af teningi)
1/2 msk. soja
1 msk. sinnep
salt
pipar
steinselja
Brúnið hakkið í smjörlíki í potti.
Skolið og skerið niður smátt laukinn og
hvítkálið. Látið grænmetið stikna ásamt
hakkinu smástund. Bætið út í lárviðar-
laufi og kjötkraftinum. Látið sjóða undir
loki í u.þ.b. 10 mín. Kryddið með soja,
sinnepi, salti og pipar. Klippið steinselju
yfir. Berið fram með brauði
Pottréttur
(4 skammtar)
10 meðalstórar kartöflur
2 laukar
u.þ.b. 300 g hakk
1 dós tómatar
2 dl vökvi (safinn af tómötunum og vatn)
1 tsk. salt
örlítið af svörtum pipar
1 msk. kjötkraftsduft
1 msk. chilisósa eða tómatsósa
Flysjið kartöflurnar og laukana. Sker-
ið kartöflurnar niður í nokkuð þykkar
sneiðar, en laukinn í þunnar. Setjið á víxl
kartöflur, lauk og hakk í pott, hafið
kartöflur í efsta laginu. Blandið saman
safanum af tómötunum, vatni, salti,,
pipar, kjötkraftsdufti og tómatsósu og
hellið í pottinn. Látið sjóða undir loki
við vægan hita þar til kartöflurnar eru
orðnar mjúkar. Klippið steinselju yfir.
Hakkbrauð með lauk og
grænum baunum
(4 skammtar)
U.þ.b. 400 g hakk
3/4 dl rasp
2 dl mjólk
1-11/2 tsk. salt
svartur pipar
1 msk. hrár rifinn laukur
(1 egg)
3 laukar
frosnar, grænar baunir
Blandið fyrst raspinu saman við mjólk-
ina og látið standa í a.m.k. 10 mín.
Setjið út í hakkið salt, pipar og rifna
laukinn. Bætið raspblöndunni út í og ef
til vill einu eggi. Hrærið saman. Flysjið
laukana og skerið í geira
Smyrjið ofnfast fat. Setjið deigið í
fatið og myndir úr því hleif. Leggið
laukgeirana meðfram köntunum. Setjið
inn í 175° heitan ofn á miðrim. Ausið
soðinu.sem myndast, yfir hakkbrauðið
og laukgeirana nokkrum sinnum á með-
an á matreiðslunni stendur. Steikingar-
tími er u.þ.b. 50-60 mín. Látið baunirn-
ar malla með síðustu 5-10 mínúturnar.
Ef vill, má baka kartöflur samtímis í
ofninunt. Stórar bökunarkartöflur þurfa
u.þ.b. jafn langan tíma til að matreiðast
og hakkbrauðið.
Tíunda
verdkynning
Verdlags-
stofnunar:
Hvað kostar
fermingar-
myndin?
Verðmunur
mílli Ijós-
myndastofa
verulegur
■ Verðlagsstofnun hefur nú sent frá sér
sína tíundu verðkynningu og cr að þessu
sinni kannað vercS á myndatökum á 17
Ijósmyndastofum á höfuðborgarsvæðinu.
I'ar af eru 13 í Reykjavík. en hinar í
Hafnarfirði. Kópavogi ogGarðahæ.
Athyglin beindist einkum að fcrmingar-
myndatökum, enda fara nú fermingar í
hönd, og þar sem þjónusta þessi er utan
verðlagsákvæða, sá Verðlagsstofnun
ástæðu til að gera iteytendum grein fvrir
þeim verðmun. sem er á þjónustu Ijós-
myndastofa og jafnframt að hvetja til enn
frekari verðsamkeppni milli stofanna.
í Ijós kom, að verðmunur á fermingar-
myndum milli Ijósmyndastofa erverulegur,
enda það, sem i verðinu felst, mjög mis-
munandi. T.d. eru í luesta verðinu, 3LKK)
kr., innifaldar tvær stækkanir 18x24 em og
postulfnsdiskur með innbrenndri mynd. og
er ckki hægt að fá þessa þjónustu keypta á
viðkomandi stofu án disksins. í lægsta
verðinu, 1250 kr., eru hins vegar innifaldar
tvær stækkanir, 13x18 cm. Munurinn á
hæsta og lægsta verði er 140%.
Verðmunur á stækkunum
A myndastækkunum munar annars vcg-
ar 67% á hæsta og lægsta verði á myndum
af stærðinni I3xl8cm og Itins vegar 78,5%
af stærðinni 18x24 cm. Minnstur munur
reyndist vera á skyndimyndatöku í öku-
skírteini, cða 38,4%. ( öllunt tilvikum er
miðað við litmyndir.
Sérstök athygli er vakin á því, að verðið,
scm birt cr hér með, gildir í mislangan
tíma. I>á cr breytilegt, hvort tekið er
sérstakt gjald vegna mvndatöku utan
venjulegs vinnutíma (þ.e. um helgar). I
því sambandi vekur eftirtekt, að sú Ijós-
myndastofa, sem býður lægsta verðið,
tekur lægra verð á fermingardaginn en aðra
daga!
l’á er, eins og fyrr segir, mjög mísmun-
andi, hvað í verðinu felst og er neytendum
bent á að kynna sér það atriði vel. þegar
þeir bera saman verð á milli Ijósmynda-
stofa.