Tíminn - 05.03.1983, Side 7
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983
7
■ Cheyenne, 14 ára gömul dóttir Marlons og Taritu, á heima á
Tetiaroa, ásamt móður sinni og bróður. Henni leist bara vel á
væntanlega stjúpmóður sína.
eru því mjög mótfallin, að hún
giftist tvífráskildum manni.
Nágrannarnir, sem láta ekk-
ert framhjá sér fara, halda því
fram, að þessi andstaða for-
eldra Yachio sé Marlon hið
mesta kvalræði og eigi mestan
þátt í því, að Marlon, sem nú
er orðinn 110 kíló, heldur
áfram að fitna og fitna. - Mar-
lon er sjúkur af ást og bara etur
og etur. Hann á eftir að deyja
úr ást sinni á Yachio, segja þeir
og hrista höfuðin.
ir
hans
Rods
■ Rod Stewart gerði fyrir
skemmstu stórinnkaup í tísku-
skóverslun í Los Angeles.
Hann festi kaup á 14 pörum á
módeldömuskóm fyrir einar
litlar 64.000 krónur!
Þetta hefði varla þótt í frá-
sögur færandi, ef hann hefði
haft konu sína Alana í huga.
Það hefði þótt heldur frá-
sagnarverðara, ef hann hefði
ætlað að færa einhverri vin-
stúlku sinni skóna að gjöf. En
engum datt í hug rétta lausnin.
- Ég er svo Ijónheppinn að
vera smáfættur, sagði rokk-
söngvarinn og upplýsti þannig,
að skórnir voru ætlaðir honum
sjálfum. - Dömuskór koma
einfaldlega í miklu meira úrvali
en karla og eru miklu fallegrí.
skömmu.
„Hann var haldinn um síðustu
helgi og stóð í tvo daga. Þátttak-
endur voru 175 konur svo nátt-
úrulega bar margt á góma. Þó
held ég að umræða um Kvenna-
athvarfið hafi sett einna mestan
svip á fundinn. Við glöddumst
mjög yfir að það er komið í höfn,
enda var einróma samþykkt að
senda því 50.000 krónur að gjöf,
- ekki veitti af. Einnig var
samþykkt að skora á ríki og
borg að fjármagna athvarfið.
Eftir fundinn var öllum fundar-
konum boðið í kaffi í Höfða.“
-Skiptið þið ykkur af stjórn-
málum?
„Við erum ópólitískar, en
auðvitað finnst okkur eðlilegt,
að konur beiti sér fyrir því að
konur komist til áhrifa, hvort
sem er í pólitík eða annars
staðar.
■ Unnur Schram Ágústsdóttir,
formaður Bandalags kvenna í
Reykjavík.
Við hörmum hvað konum
gengur illa að brjóta sér leið inn
á Alþingi um prófkjörin, en mér
sýnist sárafáar hafa náð öruggum
sætum. Það verða alltaf til í
þjóðfélaginu mál sem flokkast
undir kvennamál, og á þeim taka
aðeins konur. En í þessu
sambandi er aðeins við konur
sjálfar að sakast, það er þeim
sjálfum að kenna að þær eru
ekki fleiri á þingi svo dæmi sé
tekið. Staðreyndin er nefnilega
sú að þær eru flestar ófúsar að
styðja kynsystursínar. Hvaðsent
veldur. Og meðan svo er verður
jafnréttið aðeins í orði en ekki á
borði.“
Bandalag kvenna í Reykjavík
er til húsa að Hallveigarstöðum
á horni Garðarstrætis og Tún-
götu, en Hallveigarstaðir eru
sameignarfélag Kvenréttinda-
félags íslands, Kvenfélaga-
sambands íslands og Bandalags
kvenna í Reyfkjavík. Félögin hafa
aðstöðu í risi og kjallara hússins,
en borgardómaraembættið í
Reykjavík hefur 1. og 2. hæðina
á leigu. Sjó. ,
erlent yffirlit
■ FYRRA þriðjudag fór fram
prófkjör í Chicago, sem hefur
vakið öllu meiri athygli í Banda-
ríkjunum en nokkurt annað,
þegar undan eru skilin prófkjör
í sambandi við forsetakosningar.
Þetta var prófkjör hjá demó-
krötum um frambjóðanda þeirra
í borgarstjórnarkosningum, sem
eiga að fara fram í Chicago 12.
apríl næstkomandi.
Demókratar hafa ráðið lögum
og lofum í Chicago í hálfa öld.
Sigur í prófkjöri hjá þeim, hefur
þótt jafngilda sigri í sjálfum
borgarstjórakosningunum.
Um meira en tuttugu ára skeið
gegndi Richard J. Daley borgar-
stjóraembættinu. Honum tókst
að byggja upp svo öfluga kosn-
ingavél, að líklegt þótti að hún
myndi haldast lengi eftir að hann
væri fallinn frá.
Öll ríkisstjóraefni demókrata
í Illinois sóttust eftir stuðningi
hans og sama gilti um forsetaefni
■ Washington í hópi sigurglaðra fylgismanna
Washington vann óvænt
í prófkjörinu í Chicago
demókrata. Stuðningur Daleys
þótti trygging fyrir sigri ílllinois.
Það reyndist líka rétt, þegar
Daley féll frá 1976, að kosninga-
vélin myndi auðveldlega ráða
eftirmanni hans, en hann sat sem
borgarstjóri aðeins þann tíma,
sem eftir var af kjörtímabili
Daleys.
Sá, sem var tilnefndur eftir-
maður Daleys, Michael Bi-
landic, hafði lofað því, þegar
hann var tilnefndur borgarstjóri
af borgarstjórninni, að hann
myndi ekki gefa kost á sér aftur.
Þetta efndi hann ekki og bauð
sig fram í prófkjörinu, sem fór
fram 1979.
ÞAÐ VAR þá, sem Jane
Byrne kom til sögunnar. Hún
var þá 45 ára gömul og fráskilin.
Hún hafði unnið vel fyrir John F.
Kennedy í forsetakosningunum
1960, enda írsk eins og hann.
Eftir þetta komst hún í kynni við
Daley, sem hóf hana til metorða
og sýndi henni vaxandi traust.
Hins vegar samdi henni illa
við Bilandic og leiddi það til
þess, að hann rak hana úr emb-
ætti.
Þetta hefði Bilandic ekki gert,
ef honum hefði verið Ijóst, að
konur geta hefnt sín grimmilega.
Byrne bauð sig fram gegn Bi-
landic í prófkjörinu 1979.
Bilandic var svo óheppinn, að
rétt fyrir prófkjörið gerði mesta
snjóveður, sem orðið hefur í
Chicago. allar samgöngur stöðv-
uðustogBiIandic þótti reynast
sérstaklega Iítill skörungu; í
borgarstjóraembættinu. Þetta not-
færði Byrne sér og sigraði í
prófkjörinu með yfirburðum.
Byrne átti sigur sinn í próf-
kjörinu og síðar í borgarstjórn-
arkosningunum ýmsúm fylgis-
mönnum Daleys að þakka. Þeir
væntu þess, að hún myndi nú
taka við forustu í Daleyklíkunni.
Það brást, enda hafði hún klofn-
að í prófkjörinu.
Byrne taldi því hyggilegast að
koma uppsinni eigin klíku. Henni
varð vel ágengt og segir sagan,
að hún hafi einkum notið stuðn-
ings fyrirtækja sem skiptu við
borgina.
Nokkuð er það, að henni varð
vel til fjár, þegar hún fór að
safna í kosningasjóð sinn fyrir
prófkjörið nú. Fullyrt er að hún
hafi safnað 10 milljónum dollara
og hafi ekki minnstur hluti þess
fjár komið frá áðurnefndum
■ Byrne tók ósigrinum vel.
fyrirtækjum.
Það var fljótlega ljóst, að
Byrne myndi þurfa á öllu sínu að
halda í prófkjörinu, þótt hún
hefði þótt reynast vel að ýmsu
leyti sem borgarsjóri.
Fylgismenn Daleys voru ekki
búnir að gleyma því, að hún
hafði brugðizt þeim og reynt að
leggja samtök þeirra að velli.
Þeir ákváðu fyrir þó nokkru að
bjóða fram gegn henni í prófkjör
inu og tefla fram syni Daleys,
Richard M. Daley yngri, sem er
saksóknari í einu borgarhverfinu
í Chicago.
Þetta var gert, þótt Daley
yngri hefði þann ókost að vera
lélegur ræðurmaður. Nafnið var
talið bæta það upp, því að enn
lifir mikið eftir af vinsældum
föður hans í Chicago.
Um nokkurra mánaða skeið
hafa fjölmiðlar víðs vegar um
Bandaríkin fylgzt með undirbún-
ingi prófkjörsins í Chicago. Því
var jafnvel spáð, að það gæti
orðið prófkjör aldarinnar.
LENGi vel var þess ekki
getið, að þriðji keppandi hafði
einnig komið til sögunnar. Hann
var talinn svo vonlaus, að ekki
tæki því að minnast á hann.
Hann varð þó að lokum sigur-
vegarinn.
Þriðji keppandinn var
blökkumaðurinn Harold Was-
hington.
Washington verður 61 árs
þremur dögum eftir að borgar-
stjórakosningin fer fram, fæddur
15. apríl 1922. Hann var í flug-
hernum á styrjaldarárunum, en
hóf síðan lögfræðinám og lauk
lagaprófi 1952.
Faðir hans hafði verið starfs-
maður hjá samtökum demókrata
og tók Washington við því að
honum látnum 1954. Hann
gegndi jafnframt ýmsum lög-
fræðilegum störfum.
Árið 1965 náði hann kosningu
til fulltrúadeildar þingsins í 111-
inois og nokkru síðar vann hann
sæti í öldungadeild þess. Þarátti
hann sæti til 1980, en þá náði
hann kosningu til fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings. Hann var
endurkosinn síðastliðið haust.
Þótt Wshington hafi yfirleitt
unnið sér gott orð, hefur hann
orðið fyrir vissum áföllum. Árið
1969 fékk hann dóm vegna þess,
að hann hafði látið borga sér
greiðslu fyrir verk, sem hann
hafði ekki unnið. Tveimur árum
síðar sat hann einn mánuð í
fangelsi vegna þess, að hann
hafði vanrækt að skila skatta-
skýrslum í fjögur ár.
Washington var iðulega
minntur á þetta í kosningabarátt-
unni og sagðist hann játa fúslega
brot sín og væri hann búinn að
greiða fyrir þau með mörgum
hætti. Svo virðist sem slík brot
þyki ekki mjög umtalsverð í
Chicago.
Meðan athyglin beindist að
Byrne og Daley, vann Washing-
ton í kyrrþey. Hann lagði mikið
kapp á að fá sem flesta blökku-
menn til að setja nafn sitt á
kjörskrá. Þátttakablökkumanna
hefur aldrei verið meiri. Vafalít-
ið átti það þátt í sigri Washing-
ton.
Fjárhagslega stóðu þau Was-
hington og Byrne ólíkt að vígi.
Hann safnaði hálfri milljón í
kosningasjóð sinn, en hún 10
milljónum.
Úrslitin í prófkjörunum urðu
þau, að Washington fékk 37%
greiddra atkvæða, Byrne 32%
og Daley 30%. Þátttaka hefur
aldrei verið meiri í prófkjöri í
Chicago.
Washington keppir við lítið
þekktan frambjóðanda republik-
ana í borgarstjórakosningunum
12. apríl. Margir óttast, að kyn-
þáttamál muni bera um of á
góma. Bæði Byrne og Daley
lýstu yfir fullum stuðningi við
Washington.
Blökkumenn eru nú borgar-
stjórar í nokkrum borgum
Bandaríkjanna, m.a. í Washing-
ton og Atlanta.
Úrslitin í Chicago geta haft
nokkur áhrif á val forsetaefna
hjá demókrötum. Mondale hafði
lýst stuðningi við Daley vegna
föður hans, en Craston hafði lýst
yfir stuðningi við Washirtgton.
Þórarinn EJ
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar lll