Tíminn - 05.03.1983, Side 3

Tíminn - 05.03.1983, Side 3
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983 3 fréttir ■ Starfsgleðin hún leynir sér ekki hjá blessuðum þingmönnum okkar! Þeir eru jafnvel svo vel að sér í málefnum þingsins, og því hvað um er verið að grciða atkvxði, að þeir þurfa ekki einu sinni að hxtta að lesa þingskjöl eða hxtta að bera saman bxkur sínar rétt á meðan atkvxðagreiðsla fer fram. Geri aðrir betur. Timamvnd - Róbert — segir Halldór Rafnar, sem vill segja sig úr stjórn safnsins ■ „Ég hef lýst því yfir að ég muni segja af mér sem stjórnarmaður hjá Blindra- bókasafni íslands á næsta stjórnar-- fundi," sagði Halldór Rafnar formaður Blindrafélagsins í gær í samtali við Tímann í gær, en ágreiningur kom upp í fyrradag varðandi ráðningu deildar- stjóra við safnið. Meirihluti stjórnar bókasafnsins hafnaði umsókn Arnþórs Helgasonar um starfið á þeim forsendum að það væri þannig vaxið að sjáandi maður yrði að annast það. „Vegna menntunar sinnar og reynslu tel ég Arnþór vel hæfan til starfsins," sagði Halldór." í þessu máli hefur komið upp þess háttar ágreiningur um starfs- getu blindra, að ég tel það ekki leiigur fara saman að vera í stjórn safnsins og á sama tíma formaður Blindrafélagsins. En úr því sem komið er tel ég að menntamálaráðherra verði að höggva á hnútinn og taka ákvörðun í málinu." „Þetta mál er til skoðunar hjá mér," sagði Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra er blaðið bar málið undir hann í gær. „Það er það eina sem ég get sagt um það á þessu stigi. Það er ljóst að helst þarf stjórn safnsins og menntamálaráðu- neytið að leysa þetta mál í sameiningu." JGK Breytingar á reglugerd um ökupróf: Senda má próftaka í skriflegt próf aftur ■ Þrískipting hins almenna bifreiða- stjóraprófs, þ.e. skriflegt, munnlegt og aksturspróf, eru meginbreytingarnar varðandi hið almenna aksturspróf í drögum að nýrri reglugerð um öku- kennslu og próf ökumanna, sem kynnt voru í gxr á landsþingi Okukennara- félags íslands scm stendur yfir nú um helgina hér í Revkjavík. Jafnframt munu ákvxði um efni prófanna verða mun ■tarlegri en í eldri reglugerð, að sögn Olafs V. Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, er kynnti vxnt- anlega reglugerð. Gert er ráð fyrir að nemendur Ijúki fyrst skriflegu krossaprófi, og megi reyna við það allt að þrisvar með minnst viku millibili. Jafnframt er tekið fram, að komi síðan fram í akstursprófi að þekkingu próftaka í þeim efnum er skriflega prófið fjallar um sé mjög áfátt skuli vísa próftaka á ný í skriflegt próf. Prófið sem má taka allt að 45 mín. að leysa fjallar um umferðalög og reglu- gerðir, um bifreiðina og um slysahjálp einkum í umferðinni. Standist próftaki skriflega prófið kem- ur næst að því munnlega sem ætlað er til að komast að raun um hvort próftaki hafi þá þekkingu á gerð og búnaði bifreiða að hann geti haldið bifreið þannig við að ekki verði um óeðlilegar bilanir að ræða og jafnframt að hann geti fundið galla eða bilanir sem fram kunni að koma og skipti verulegu máli um öryggi. Munnlega prófið má reyna við tvisvar með minnst viku millibili. Hafi próftaki staðist bæði fyrrnefndu prófin kemur að akstursprófinu, sem reyna má við tvisvar. Þar nefndi Ólafur þau nýmæli helst að prófið skal fara fram þar sem flest umferðarmerki koma fyrir og einhverjar yfirborðsmerkingar cru á vegum. Jafnframt skal prófið fara fram á þeim tíma og þcim vegum að verulcga reyni á ökuhæfni próftaka. Tvö síðast- nefndu prófin skulu taka minnst 45 mínútur. - HEI Sighvatur grædir 35 þús. krónur med flutningnum ■ Það hefur vart farið framhjá blaða- lesendum, að formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, Sighvatur Björgvins- son, hefur nú flutt lögheimili sitt vestur á ísafjörð, og er nú skrásettur á Hernum. Menn hafa leitt getum að ástæðum þingmannsins fyrir þessum búferlaflutningum, en fæstir hafa sjálf- sagt gert sér grein fyrir þvf, að launa- tengdar greiðslur til hans stóraukast við þessa gerfiflutninga, því nú fær hann greiddar kostnaðargreiðslur, Í45 krónur á dag í dvalargreiðslur og 4000 krónur á mánuði til greiðslu á húsa- leigu. Á hinn bóginn fellur niður greiðsla til hans scrn nefnist dvalar- kostnaður í kjördæmi á miili þinga. Miðað við verðlag í dag, þá lítur dæmið hjá Sighvati svona út, á árs- grundvelli: miðað við sjö mánaða þinghald: Dvalarkostnaður, 145 krón- ur á dag, margfaldað með dagafjölda sjö mánaða, samtals 30.450 krónur, húsaleiga á mánuði, 4000 margfaldað með 7, samtals 28 þúsund krónur þanmg að gróft reiknað fær Sighvatur í vasa sinn tæp 60 þúsund fyrir að gerast ábúandi á Hjálpræöishernum á ísafirði, en missir þá jafnframt af grciðslunni scm ncfnist dvalarkostnað- ur í kjördæmi á milli þinga, en sú upphæð er á ársgrundvclli 25 þúsund krónur. Nettógróði búferlaflutning- anna cr því a.m.k. 35 þúsund krónur. - AB Blindum manni hafnað sem deildarstjóra Blindrabókasafnsins: RADHERRA VERÐUR AD HÖGGVA A HNdTINN” I Nafn Nafnnúmer Heimilisfang Q] Ég er áskrifandi að Tímanum □ Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum Undirskrift Hvert er hæsta fjall á íslandi? □ Keilir □ Esjan □ Hvannadalshnúkur í dag er birtur í fimmta sinn getraunaseðillinn í síðasta áfanga áskrifendagetraunar Tímans, en eins og fram hefur komið var drætti frestað til 24. mars vegna eindreginna óska kaupenda blaðsins á landsbyggðinni. Að þessu sinni verður dreginn úr stærsti vinningurinn, en hann er Daihatsu Charade 1983 að verðmæti 172 þúsund. Dregið verður úr innsendum seðlum frá þeim sem eru að gerast áskrifendur að Tímanum og verða seðlar að hafa borist fyrir 24. mars næstkomandi. Sá heppni ætti því að geta skipulagt ferðina um hringveginn í sumar tímanlega! Svarið spurningunni hér að ofan, útfyllið seðilinn og sendið síðan úrklippuna til Tímans, Síðumúla 15, Reykjavík, hið fyrsta. Merkið umslagið: Áskrifenda- getraun. Þeir sem eru skuldlausir áskrifendur að Tímanum þegar dráttur fer fram. þ.e. hinn 24. mars n.k. - geta tekið þátt í getrauninni. Það er því góður frestur sem menn hafa til þess að gerast áskrifendur og senda inn seðilinn. Því ekki strax í dag.?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.