Tíminn - 31.07.1983, Qupperneq 10
SUNNUDAGUR 31. JÚLÍ 1983
10
(
■ Ke)>urdar8amkeppní Islands er app-
aral sem rekiii helur veriii um margra
áratuga skeið. Keppni þessi snýst um
það, eins og hvurt barn veit.lað velja
fegursta íslendinginn af kvenkyni og
hlaut1 hún ævinlega slíka umfjöllun í
fjiilmiðlum að eftirsóknarvert þólti að
veljast í keppnina svo rnaður minnist nú
ekkí li að vinna hana. Fegurðarsam-
keppni íslands var lengi vel einráð á
ntarkaði liinnar kvenlegu fcgurðar en
svo fóru flciri f\rirliæri sömu gerðar að
skjóta upp koilinum svo sem kcppnin
uin fulltrtia ungu kynslóðarinnar og
fegurðarsamkeppni ýmissa íslcnskra að-
ila, eins og ferðaskrifstofanna Útsýnar
og Sunnu, sem sáu þarna auðvelda leið
til að selja sína vöru.
Nú er svo komiö að vart verður
þverfótaö fyrir alls kyns fegurðarsant-
keppnu;n og fyrirsætukeppnum. I'annig
stendur Tiskublaðið Ltf fyrir fyrirsætu-
keppni um þessar mundir og er sigurveg-
aranuni að sjálfsögðu lofaö gulli og
gnenum skógum. Nýbúið er að kjósa
Stjörnu llollywood og Sólarstjörnu
Úrvals. I»á æflar Samúel ekki að lúta sitt
eftir liggja - það blað helur mi tekið upp
samvinnu við ,,karlatimaritið“ (þannig
kynnt í Samúel) Pcnthouse sem „birtir
gjarnan fallegar myndir af fallegum
fáklæddum stulkuin" eins og stendur í‘
Samúcl en þar stendur hins vegar ekkert
um það hvers eölis þær inyndir eru.
I'essa fegurðarsamkeppni Pelithouse
■ Magdalena Schram: „Fegurðar- og fyrirsætukeppnir eru afleiðing af sama
hugsunarhættinum, sama mynstrinu og veldur því að konur eiga alitof lítinn hlut í því
hvemig heiminum er stjórnaö."
■ Bryndis Schram: „Þó að okkur langi persónulega ekki til að láta stilla okkur upp
á svið og meta okkur eins og hverjar aðrar skepnur, getum við ekki fordæmt þær
stúlkur, sem sjá þarna leið til þess að hagnast.
ER FEGURÐARSAMKEPPNI
BÍSNESS EÐA ÁRÓÐUR ?
— Helgar-Tíminn ræðir við Bryndísi Schram ritstjóra Tískublaðsins Lífs og Magdalenu
Schram, sem er í ritnefnd Veru, blaðs Kvennaframboðsins í Reykjavík
kallar Samúel ennfremur „glæsilegustu
fegurðarsainkeppni í iieimi" og mun þá
lial'a peningasjónarmiðið eitt að leiöar-
Ijósi. Fkki treystir Samúel sér þó til þess
að þýða titil þeirrar stúlku sem valin
verður heldur kallar blaöiö hana „Stúlku
ársins". Kéltur tilill er á liinii lióginn
„One Million Dollar Pct ol' the Year“
eða „Einnar milljón dala gæludýr
ársins."
Nú, svo er hin árlega Fegurðarsam-
keppni íslands nýafstaðin með tilhcyr-
andi pomp og prakt að hefðhundnum sið
væntanlega en nú brá svo við að ekki var
látiö nægja að fegurðardrottningin frá í
fyrra léti af hendi kórónu sína hcldur var
eftirmynd liennar steypt í tertuinót og
síöan étin upp til agna. Þótti þá ýmsum
skjóta skökku við, sérstaklega þeim sem
töldu rétt kvenna hafa fariö vaxandi í
þessu þjóðfélagi siðasta áratuginn eöa
svo - hlutgerving konunnar hlyti að vera
komin á nokkuð hátt stig þegar menn
væru farnir að leggja sér líkama hennar
til munns - þó aldrei nema á táknrænan
hátt væri.
En hvernig í ósköpunum stendur á því
að fegurðarsamkeppnum og fyrirsætu-
keppnum fjölgar þegar bjartsýnt kven-
réttindafólk heldur að réttur kvenna
fari vaxandi? Er sá vaxandi réttur
kannski bara óskhyggja eða fela fyrir-
bæri á borð við fegurðarsamkeppni og
fyrirsætukeppni annars vegar og jafn-
rétti hins vegar ekki í sér ncina
mótsögn? Helgar-Tíminn leitaði álits
Bryndísar Schram ritstjóra Tískublaðs-
ins Lífs og Magdalenu Schram sem er í
ritnefnd Vcru, tímarits Kvennafram-
boðsins í Reykjavík, á þessari þróun.
„Getur verið að þetta sé kreppucin-
kenni," segir Bryndís. „í krcppum beita
menn örþrifaráðum til aðgræða peninga
og fegurðarsamkeppni er náttúrlega
mjög góð leið til að græða peninga. í
gcgnum þær koma nýjar stúlkur inn á
fyrirsætumarkaðinn og þær eru notaðar
til að selja vörur. Fyrir þá scm eru að
auglýsa vörur eða ferðalög er þetta mjög
góð leið til að koma vörum sínum á ,
framfæri og selja þær.“
„Annað kreppucinkenni sem mér!
■ í fegurðarsamkeppnum eru konur metnar eins og hlutir eða dýr. Mörgum kann þó að þykja hlutgerving konunnar vera
komin á nokkuö hátt stig þegar menn eru farnir að leggja sér líkama hennar til munns - þó aldrei nema á táknrænan hátt
sé - en það gerðist í maímánuði síðastliðnum. Þá var fegurðardrottning íslands 1983 kjörin og krýnd en við sama tækifæri
var feguröardrottning íslands 1982 étin upp til agna!
dettur nú fyrr í hug," segir Magdalena,
„er að einmitt í kreppum hafa konur
alltaf vcrið kallaðar inn á heimilin og
útaf vinnumarkaðnum. Þetta er bara
hluti af því að það er veriðað reyna að ýta
konum inn í hina hefðbundnu kven-
ímynd."
„Ég gcri nú ckki ráð fyrir því," segir
Bryndís. „að þeir bísnessmcnn sem reka
fegurðarsamkcppni séu svo meðvitaðir og
hafi svo djúpan skilning á þessu að það sé |
tilbúið og ákveðið af þeirra hálfu að nú
eigi að snúa konunni aftur inn á heimil-
ið.“
„Ég átta mig alls ekki á þvi hvernig
þetta á sér stað," segir Magdalena, „en
það sem gerðist t.d. upp úr stríðinu,
þegar konurnar voru beinlínis sendar
heim eftir að hafa verið kallaðar út á
vinnumarkaðinn þcgar karlarnir fóru í
stríðið og vinnuafl vantaði, hefur alltaf
gerst. En hvort sem það er meðvitað eða
ekki breytir því ekki að þetta gerist,
kvenþjóðinni virðist vera stýrt á ein-
hvern dularfullan hátt og það er þaö sem ,
skiptir máli. Þetta fer af stað hvernig svo
sem það fer af stað. “
„Þetta er bara bísness...“
„Ég held að þetta sé bara bísness,"
segir Bryndís. „Ef við lítum til dæmis á
fegurðarsamkeppni Útsýnar þá vekur
hún athygli á ferðaskrifstofunni, eykur
aðsókn að skemmtunum sem fyrirtækið
heldur á Broadway og þannig tekst
Útsýn betur að kynna fcrðalög sem eru
sú vara sem ferðaskrifstofan er að selja.
Það eru alls staðar peningar í spilinu."
- Líkami konunnar er sem sagt notað-
ur til að selja vörur. Eru slík afnot af
kvenlíkamanum réttlætanleg?
„Ef konum finnst það samboðið virð-
ingu sinni, þá getum við engu þar um
breytt," segir Bryndís. „Það sem mér
finnst verst við þetta allt er að oftast eru
stúlkur sem taka þátt í fcgurðarsam-
keppni svo ungar að þær átta sig í
rauninni ekki á því, hvað um er að ræða.
Hégómleikinn rekur þær í keppnina og
það er fyrst og fremst skjallið sent þær
sækjast eftir - stundarskemmtun. En ef
stúlkur eru mcð bein í nefinu geta þær
auðsjáanlega hagnýtt sér þetta. Við
lifum í samfélagi þar sem markaðssjón-
armiðin ráða. Við erum alltaf að selja
eitthvað og það er að mínu áliti bara
stigsmunur á því hvað við seljum, hvort
sem það er röddin, fótfimi eða útlit. Ég
áfellist ekki stúlkur fyrir að selja útlit
sitt, svo framarlega sem þær álíta það
rétt sjálfar.
Þó að okkur langi persónulega ekki til
að láta stilla okkur upp á svið og meta
okkur eins og hverjar aðrar skepnur,
getum við ekki fordæmt þær stúlkur,
sem sjá þarna leið til þess að hagnast. Ég
vona bara, að þær hafi ekki hégómann
einan að leiðarljósi, því þá eiga þær bara
cftir að sjá eftir öllu saman. Hafi þær á
hinn bóginn markmið með þátttöku
sinni gegnir öðru máli, fegurðarsam-
keppni og fyrirsætukeppni opna klárum
og hörðum stelpum ýmsa möguleika. En
hafi þær ekki bein í nefinu þá hafa þær
ekki roð við bísnessköllunum. Þeir eru
hræðilega klókir og neyta allra bragða,
enda vita þeir að kvenlíkaminn trekkir
mest."
„Ég fordæmi auðvitað ekki þær
stúlkur, sem taka þátt í fegurðarsam-
keppnum," segir Magdalena, „heldur
fordæmi ég þau viðhorf, það kerfi, sem
elur af sér slíkar keppnir. Það er auðvit-
að bara sá hugsunarháttur sem býr að
baki kvennakúgun og misrétti kynjanna.
Við vitum vitanlega að kúgun kvenna
fyrirfinnst ekki bara í vestrænum mark-
aðssamfélögum heldur kemur hún fram
í ýmsum myndum alls staðar og það er
auðvitað mergurinn í málinu, hvernig
konum er stýrt og hvernig þær eru
gerðar að afnotaverum.
Að mínu viti er ekki hægt að réttlæta