Tíminn - 03.06.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 03.06.1983, Qupperneq 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Johanna B. Jöhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjornarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Friðrik Indriðason, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Siml: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasólu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Sundrungin í Sjálf- stæðisflokknum ■ F»ótt Gunnar Thoroddsen sé látinn af störfum sem forsætisráðherra og hafi tekið sér hvíld á farskipinu Eddu, eins og hann verðskuldar eftir mikið erfiði, verður ekki annað séð á Morgunblaðinu en að ríkisstjórn hans sé enn aðalandstæðingur þess og ekkert sé meira áríðandi en að beina öllum tiltækum vopnum gegn henni. Morgunblaðið heldur áfram að berjast gegn stjórn Gunnars og kenna henni um nær allt sem miður fer. Það sé hennar sök að núverandi ríkisstjórn komi til valda undir erfiðustu kringumstæðum. Síðasta hálmstrá Mbl. í þeim efnum er að vitna í forustugreinar Tímans og telja, að þar hafi það loks fundið allan sannleikann. Við þessu væri ekkert nema gott að segja, ef sá böggull fylgdi ekki skammrifi, að þau ummæli sem Mbl. vitnar til, eru tekin úr samhengi og rangtúlkuð. Það er furðulegt, að jafngreindir menn og Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson skuli ímynda sér, að hægt sé að telja lesendum Mbl. trú um að það sé fráfarandi ríkisstjórn að kenna, að fiskafli hefur dregizt saman og aldrei meira en á síðustu vetrarvertíð. Það er jafn fjarstætt að ætla að sannfæra lesendur blaðsins um að það sé sök stjórnar Gunnars að skreiðar- markaðurinn í Nígeríu hafi brugðizt og verðfall orðið á mörgum útflutningsafurðum. Þannig mætti halda áfram að telja upp margar óvið- ráðanlegar ástæður, sem valda erfiðleikunum nú og Mbl. reynir að færa á reikning ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsen. Hitt er hins vegar rétt, að erfiðleikarnir væru minni og viðráðanlegri, ef ríkisstjórnin hefði fylgt áfram niðurtaln- ingaraðgerðunum, sem hófust í ársbyrjun 1981. Þrátt fyrir það væri samt fengizt við mikla örðugleika af óviðráðan- legum ástæðum. Lítil ástæða væri til þess að taka þessi skrif Mbl. alvarleg, ef þau væru ekki að miklu leyti völd að þeirri sundrungu, sem hefur ríkt í Sjálfstæðisflokknum síðustu misseri í sambandi við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, og blaðið reynir enn að viðhalda með skrifum sínum, þótt ríkisstjórn Gunnars sé farin frá. Það er fólginn í því viss háski fyrir þjóðina og þær efnahagsaðgerðir sem verið er að framkvæma, ef stærsti og valdamesti flokkur þjóðarinnar hcldur áfram að vera eins sundraður og raun ber vitni. Þessi hætta eykst enn við það, að stærsta, útbreiddasta og áhrifamesta blað landsins elur á þessari sundrungu eftir megni ogvirðist verðavel ágengt í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. íslenzka þjóðin er óumdeilanlega stödd í miklum vanda, eins og raunar flestar þjóðir - af völdum þeirrar efnahagskreppu, sem ríkir í heiminum. Við þetta hefur svo aflaleysið bætzt. Það verður ekki komizt út úr þessum ógöngum, nema með róttækum aðgerðum, sem óneitan- lega fylgir nokkur kjaraskerðing í bili, en raunverulega eru þó gerðar til að afstýra meiri kjaraskerðingu síðar, en leggja í staðinn grundvöll að betri og bjartari framtíð. Þessar ráðstafanir ná því aðeins fram að ganga, að Sjálfstæðisflokkurinn gangi heilshugar að verki. Morgun- blaðið gæti gegnt hér mikilvægu hlutverki. Það gæti beitt áhrifum sínum til að stuðla að friði í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna skal þeim Styrmi og Matthíasi gefið þetta heilræði: Reynið að gieyma Gunnari Thoroddsen og vinnið að því að gera Sjálfstæðisflokkinn samstæðari og starfhæfari. Þ.Þ. Ahyggjuefni ■ Hin mikla hækkun á búvöruverði hefur sætt mikilli gagnrýni enda er hækkunin meira en þrisv- ar sinnum hærri en Iauna- hækkunin um s.l. mán- aðamót. Áðuren endan- lega var búið að reikna út búvöruhækkunina birti Tíminn viðtal við Jón Helgason landbún- aðarráðherra og var hann spurður um hvort það væri ekki áhyggju- efni að búvörur muni hækka mun meira en kaupið. Jón svaraði: - Vissulega er það áhyggjuefni að það skuli þurfa að koma fram önnur og meiri hækkun á búvöruverðinu en á launum í landinu. Bráða- birgðalögin kveða á um að kaupliður bóndans skuli hækka til jafns við önnur laun, þannig að sá þáttur búvöruverðsins verður í samræmi við það. En vegna þess hve verðbólgan er orðin mik- il hafa hins vegar safnast upp kostnaðarhækkanir, bæði nú undanfarna 3 mánuði og aðrar jafnvel upp í heilt ár, t.d. áburð- arverðið. Hækkun á áburði hefur ekki komið inn í verðlagsgrundvöll í heilt ár. Pótt sexmanna- nefndin sé enn ekki búin að reikna út hið nýja verð þá er þó ljóst að hækkanir á búvörum verða nokkru meiri en hækkun launanna. Síðar í viðtalinu sagði landbúnaðarráðherra: - Búvörur er stór liður í neyslu fólks og því eðlilegt að verðbreyting- ar á þeim veki athygli. Hinu er ekki að neita að of lítið hefur að mínu mati verið gert af því að auka skilning fólks á því af hverju þetta kemur svona út. Eg held jafn- framt að það sé ákaflega mikilvægt að skapa með þjóðinni eðlilegt viðhorf til landbúnaðarins. Að öllum sé ljóst hve þýðing- armikill grundvöllur landbúnaðurinn er fyrir þjóðféiagið. Þá á ég ekki aðeins við efnahagslega, heldur og á ýmsan annan hátt. Landbúnaðurinn er t.d. undirstaðan undir búsetu manna víðast hvar úti um land, undir- staða þess að byggja landið allt, sem Fram- sóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á. - Útflutningsbæturnar hafa einnig lengi verið mörgurn þyrnir í augum? - Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin telur nauð- synlegt að draga úr þörf- inni fyrir útflutningsbæt- ur, enda áreiðanlega ávinningur fyrir alla, að sem minnst þurfi að nýta af þeim. Við höfum á hinn bóginn lagt áherslu á að sá réttur og það öryggi sem þær veita verði ekki afnuminn. M.a. er það öryggis- ákvæði fyrir neytendur til að tryggja það að ávallt verði til nægilegar búvörur til neyslu innan- lands, þótt einhverjar árferðissveiflur verði. Á það atriði leggja allar þjóðir gífurlega og vax- andi áherslu m.a. í lönd- unum hér í kring um okkur. Sú stefna ná- grannaþjóðanna er t.d. ein orsökin fyrir því hve þungt er fyrir fæti með útflutning héðan. Ráðstafanir þessu líkar hlutu að koma ■ Magnús Bjarnfreðs- son fjallar um efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnar- innar í vikulegri kjallara- grein í DV og segir m.a. þar: •'Óhætt er að fullyrða að almenningur tekur ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar með jafnaðar- geði, að minnsta kosti enn sem komið er. Allir viðurkenna að eitthvað þurfti að gera, allir bjuggust við harkalegum aðgerðum og menn eru hreint ekki búnir að átta sig á því enn þá, hvaða afleiðingar ráðstafanirn- ar hafa. Kannski er það í raun svo tð enginn viti það með vissu, hvorki stjórn né stjórnarand- staða. Því miður er það svo að opinberum reikni- meisturum gengur furðu- lega illa að sjá fyrir af- leiðingar stjórnunarað- gerða hérlendis, ef til vill á hin brjálæðislega verð- bólga þar sök á og þó kannski allra helst allur sá feluleikur sem í kring- um hana er leikinn. Það var ljóst af við- tölum þeim, sem tekin voru við almenna vegfar- endur í ríkisfjölmiðlun- um daginn sem stjórnin tók við, að þeir eru reiðu- búnir til þess að gefa henni tækifæri til þess að stjórna. í raun og veru má segja að viðbrögð almennings hafi verið furðanlega jákvæð, því að það eina sem hann vissi Ijóslega um aðgerð- irnar var að í þeim fólst afnám verðbóta og að nokkru leyti samnings- réttar um ákveðinn tíma. Ég held að almenning- ur hafi gert sér grein fyrir því að ráðstafanir þessu líkar hlutu að koma. Hinn gífurlegi samdrátt- ur í framleiðslu og þjóð- artekjum getur ekki þýtt nema annaðhvort kjara- rýrnun eða aukna skuldasöfnun erlendis. Við hana eru menn orðn- ir alvarlega hræddir og því sætta þeir sig við kjararýnunina eins og óumflýjanlegan hlut.11 Staða stjórn- arinnar Grein sinni lýkur Magnús þannig: i.Mér finnst því ljóst að hin nýja ríkisstjórn þarf víða að sigla milli skerja strax í upphafi ferils síns. Hennar bíða risavaxin verkefni við að rétta þjóðarbúið við eftir mikil áföll og röng viðbrögð. Meðal ' þeirra stærstu verkefna, sem bíða, eru samningar við svissneska auðhringinn um álverið í Straumsvík. Út úr víta- hring fyrrverandi iðnað- arráðherra verður að brjótast hið allra fyrsta og knýja fram stórhækk- að orkuverð. Líklegt er raunar að það verði ekki mjög torsótt mál, því að hinir erlendu eigendur vilja ábyggilega semja núna, úr því að þeir eru lausir við Hjörleif og þvermóðsku hans. En erfitt verk bíður þarna hins nýja iðnaðarráð- herra, Sverris Her- mannssonar. Takist hon- um að ná verulega hag- stæðum samningum ætti að vera unnt að lækka orkuverð og það þætti mönnum ekki amaleg uppbót fyrir vísitöluna í sumum landshlutum. Annað verkefni. sem við blasir og úrbóta er þörf í, eru húsnæðismál- in. Þar þarf að nýju að tryggja að venjulegt fólk geti komið sér upp hús- næði og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Alexander Stefánssyni gengur að koma skárra sniði á þessi mál. Þótt þessir tveir mála- flokkar hafi hér verið til nefndir og þar með ráð- herrar þeir, er með þá fara, má ekki líta svo á að ég telji þá eina skipta máli. Öll ráðuneyti eru þýðingarmikil og þá auð- vitað ekki síst fjármála- ráðuneytið, þar sem þungavigtarmaður í fjármálum hefur nú tekið sér sæti á ríkiskassanum og mun halda fast um aurana á komandi mán- uðum. En meira um það allt seinna." Óskhyggja eða atvinnu- vegur Björn Dagbjartsson skrifar í sama blað um ráðstefnu sem hann sat í Noregi og fjallaði um stöðu fiskeldis nú og í framtíðinni. Hann dreg- ur saman í grófum drátt- um þá þekkingu og reynslu sem fengist hefur í fiskeldi og bendir á að fiskeldi sé atvinnuvegur sem gerir kröfur til at- vinnurekendanna og starfsfólksins og hefur sín takmörk og vanda- mál. „Til að sigrast á þeim þarf ýmislegt fleira en hátíðarræður um nauðsyn nýrra bú- greina.“ Um framtíðarþróun- ina segir greinarhöf- undur: .lEkki vantar áhugann á þorskrækt hjá norskum athafnamönnum því að um áramótin síðustu lágu fyrir umsóknir um 115 þorskeldisleyfi hjá norskum stjórnvöldum. Hugmyndir þeirra sumra eru sjálfsagt tengdar því að smáþorsk- ur þykir ómissandi hátíð- armatur sums staðar í Skandinavíu og er þá í háu verði og stundum ófáanlegur. Þessar sér- stöku aðstæður mundu auðvitað ekki koma okk- ur eins að gagni. Nýlega birtist blaða- viðtal við Jón Jónsson, forstjóra Hafrannsókna- stofnunar, þar sem hann var spurður um fram- kvæmd þingsályktunar um þorskrækt hér á landi. Hann segir stofn- unina munu ráða sér- fræðing til að setja sig sem best inn í þessi mál og allt sem gert hefur verið í þessum efnum annars staðar í heiminum en ekki „fara strax að henda peningum í sjóinn.“ í ljósi þess sem á undan er rakið virðist þetta skynsamlegt. Þeir sem halda að þorskrækt muni leysa einhver efna- hagsvandamál hjá okkur fyrir næstu aldamót munu óhjákvæmilega verða fyrir vonbrigðum hvort sem Hafrannsókn- astofnun hendir pening- um í sjóinn eða ekki. Eins megum við ekki fá neina peningaglýju í augum þó að við sjáum einhvers staðar að Norð- menn selji mikið af eldi- laxi ogsilungi. Við getum ekki með nokkru móti vænst þess að þeirra reynsla og undirstöðu- þekking, sölustarfsemi og markaðir falli okkur í skaut fyrirhafnarlaust og án kostnaðar. Samvinna viö útlendinga þykir óhjákvæmileg þegar rætt er um svokallaða stór- iðju. Við skulurn ekki halda að við séum einir í fiskeldi heldur."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.