Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 4
ÁRMÚLA11 SfMIB150a
LAUGARDAGUR 4. JUNI1983
MÝlR Gr/?o
SLÓT7UTÆT/7M/P
GYRO sláttutætararnir eru löngu
landsþekktir og hafa um árabil verið
með vinsælustu sláttutæturum
hérlendis.
Nýju Gyro sláttutætararnir eru nú
með nokkrum nýjungum:
* Rafmagnsstýring á túðu - ná-
kvæmari stjórnun
+ Fljótleg gróf- og fínstilling á
stubbstærð
* Slétt burðarhjól minnka viðnám
* Auðveldaritengingogaftenging
* SH-1500 D er nú í öflugri út-
færslu.
Bændur, nú eru síðustu forvöð á að
panta GYRO sláttutætara fyrir
sumarið. Hafið samband við okkur
sem alira fyrst.
Áætlað verð á GYRO sláttutæturum
(Gengi 1.6.1983)
SH-1100 D
SH-1300 D
SH-1500 D
kr. 69.100.
kr. 74.400.'
kr. 80.600.-
fréttir
„Einhverntímann
hlýtur sólin að
koma til okka^
— sagði Jón á Hvanná sem samglaðst hefur
Sunnlendingum að undanförnu
Jökuldalur: „Við bíðum cnn eftir hlý-
indunum, því segja má að hér sé
heldur vetrarlegt ennþá og lítið gengið
á snjóinn. Hér hefur verið þrálát
norðan og norðaustanátt, en þó bót í
máli að úrkomur hafa ekki verið
miklar. Við höfum glaðst með ykkur
þarna syðra yfir sólskininu og hlýind-
unum og einhverntíma hlýtur að koma
að okkur“, sagði Jón V. Einarsson
bóndi á Hvanná á Jökuldal, er við
spjölluðum við hann s.l. þriðjudag. Þá
sagði Jón hitann vera 2-3 stig og slíta
niður snjó. Það væri hálfgerð hunds-
lappadrífa, en festi þó ekki á jörð.
Grassprettu sagði Jón að sjálfsögðu
enga ennþá þó aðeins væri farið að örla
fyrir grænum lit sums staðar á túnum.
Að áburði væri enginn farinn að huga
ennþá, enda borgaði það sig engan
veginn. Bæði sé, að illgerlegt sé að
flytja hann enn vegna þungatakmark-
ana og hins vegar að túnin séu svo
blaut að útilokað væri að dreifa
honum. Vegna þungatakmarkananna
væri varla hægt að segja að bíll fari hér
um veg númer eitt.
Sauðburðurinn kvað Jón hafa geng-
ið þokkalega. Fé hafi verið á húsi fram
undir þetta, en sé nú víðast farið að
sjást útivið þótt ennþá verði að gefa.
Eflaust væri víða farið að verða fram-
orðið í heyjunum. -HEI
Þórshöfn
Ekki
sólar-
dagurí
3 vikur
Ungmennafélag íslands UMFÍ
Sauðárkrókur: „Aðalfundur Verka-
mannfélagsins Fram lýsir áhyggjum
sínum yfir þróun og ástandi atvinnu-
mála í bæ og héraði undanfarna mán-
uði, en sem kunnugt er hefur verið í
vetur langt um meira viðvarandi at-
vinnuleysi meðal verkafólks en um
langt skeið“, segir í ályktun fundarins
sem haldinn var 26. maí s.l.
Bent var á minnkandi afla og
ískyggilegan taprekstur útgerðarfélags
Skagfirðinga sem sérstök áhyggjuefni.
Jafnframt var bent á að í sumar lýkur
að mestu vinnu við tvær til þrjár
stórbyggingar sem margir hafa haft
vinnu við. Óvissa virðist einnig ríkja
um framkvæmdir við Blöndu á þessu
ári. Veruleg vinna verði þó hins vegar
við skólabyggingar og vonir standi til
að framkvæmdir hefjist við steinullar-
verksmiðju.
Fundurinn skorar á bæjarstjórn
Sauðárkróks að láta fara fram úttekt á
atvinnumálum og horfum í þeim í
næstu framtíð. Með því móti ætti að
vera hægt að draga fram líkur á því
hvort búast megi við atvinnuleysi næsta
vetur. -HEI
-1 * r niiftiiiaai
■ Verkalýður á Sauðárkróki hefur áhyggjur af atvinnuástandinu á staðnum, m.a. af ískyggilegum taprekstri Útgerðarfélags
Skagfirðinga. Mynd M (5.
■ Kennarar og nemendur Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki ganga
fylktu liði frá kirkju eftir slit skólans þetta vorið.
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki
Fimmtán nýstúd-
entar útskrifaðir
Sauðárkrókur: Fimmtán stúdentar út-
skrifuðust frá Fjölbrautaskólanum á
Sauðárkróki við skólaslit sem fóru
fram í Sauðárkrókskirkju hinn 21. maí
s.l. Þá luku 13 prófi á iðnbrautum, 4
almennu verslunarprófi og einn nem-
andi lauk námi á tæknibraut. Verðlaun
voru afhent þeim nemendum sem
skarað höfðu fram úr í námi.
Síðasta haust innrituðust 206 nem-
endur í skólann. 38 þeirra hættu um
áramót, en 47 bættust við, þannig að
alls stunduðu 253 nám í skólanum í
vetur auk nemenda meistaraskóla og
kvöldskóla (öldungadeildar).
A annað hundrað manns stunduðu
kvöldnámið í vetur, en námsefni þar
samsvarar námsefni dagskóla. I meist-
araskóla byrjuðu 12 nemendur um
áramót, húsasmiðir, múrarar og pípu-
lagningamenn sem vilja afla sér meist-
araréttinda í iðn sinni. Tekur það nám
þrjár annir og fer fram seinni hluta
dags.
Skólameistari Jón Hjartarson gat
þess í skólaslitaræðu að viðhorf til
skólans mætti ráða af ýmsu. Hann gat
um hlýjan hug nemenda, foreldra og
annarra velunnara skólans. í því sam-
bandi nefndi Jón gjöf sem skólanum
barst nýlega frá Sigurði apótekara
Jónssyni á Sauðárkróki, vog sem notuð
verður við efnafræðikennslu.
Þórshöfn: „Nei, hér hefur ekki komið
sólardagur líklega í einar þrjár vikur,
eða síðan að það birti hjá ykkur þarna
fyrir sunnan, svo við bíðum hér eftir
betri tíð. Hitastigið hefur líka verið
ansi lágt til þessa, en vonandi að hann
fari nú að snúast með lægðinni á
Grænlandshafi", sagði Jón Kr. Jó-
hannsson á Þórshöfn sem við spurðum
almennra frétta þaðan s.l. fimmtudag.
„Já togarinn okkar hefur fiskað
mjög vel í vetur. Hann er búinn að
landa hér um 15-16 hundruð tonnum,
mest þorski en einnig hefur hann farið
tvo túra á skrap. Togarinn er nú búinn
að vera í slipp í viku, en fervæntanlega
á veiðar aftur nú um helgina. Það var
rétt verið að ljúka vinnslu afla hans úr
seinasta túr, svo búast má við að það
detti niður nokkrir dagar úr vinnu
þangað til hann kemur aftur. Bátarnir
okkar - um átta talsins - hafa fiskað
heldur lítið: Þeir hafa verið á netum,
handfærum og li'nu, en veiðin verið
mjög treg i öll veiðarfæri“, sagði Jón.
Hann kvað ennþá töluverðan snjó á
jörð í plássinu, m.a.s. í húsalóðum,
þannig að þeir hafa lítið getað hugað
að garðavinnu enn Þórshafnarbúar. „En
þetta verður nú fljótt að fara þegar
hlýnar“.
Jón kvað almenna útivinnu við
byggingar rétt hafa verið að byrja, en
það hafi ekki verið hægt vegna klaka
fyrr en þetta. Byrjað hafi verið á
uppslætti húss sem grunnurinn var
tekinn að í fyrra. „Nei, menn eru ekki
hættir að byggja hérna, það þýðir ekki
annað en að halda áfram meðan við
búum hér“, sagði Jón. „Menn eru
misjafnlega harðir", sagði hann þegar
haft var á orði að í sumum sveitarfé-
lögum hefur ekki verið sótt um eina
einustu lóð þetta vorið.
-HEI
Verkalyðsfelagið Fram:
Áhyggjur yfir þróun
-HEI
/2.
GÖNGUDAGUR
itHOLSKYiDUNNARc?
MJÓLKURDAGURINN
Verður sunnudaginn 12. júní
Undanfarin ár hafa ungmennafélögin á landinu gengist
fyrir sérstökum göngudegi sem nefndur hefur verið
Göngudagur fjölskyldunnar.
Að þessu sinni verður Göngudagur fjölskyldunnar
jafnframt Mjólkurdagurinn ’83.
Ungmennafélögin hafa skipulagt gönguleiðir, hvert í sínu
umdæmi, sem nánar verða auglýstar á hverjum stað
með veggspjöldum.
Mjólkurdagsnefnd sér þátttakendum fyrir hressingu á
leiðinni og fá þeir allir barmmerki sem
jafnframt er lukkumiði.
LUKKUNÚMERIN ERU10ALLS:
1. Vikudvöl fyrir tvo á íslensku sveitaheimili
með viðurkennda terðamannaþjónustu eða
vikudvöl á Hótel Sögu að vetri til.
2-10. Ýmsar mjólkurafurðir.
. Úrslit verða birt I dagblöðum helgina 18-19. júní.
Allir krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur!
Göngum saman - gleðjumst saman - öll saman