Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1983 7 ■ Peter Dillingham hefur reynst simpansanum Benjie fyrirmyndar faðir. Peter sem er vörður í dýragarðinutn í London hefur alið Benjie litla upp síðan hann var tekinn frá móður sinni. Núna, eftir sérstaka umönnun er Benjie tilbúinn til að fara í simpansanýlenduna í dýragarðinum í London. á þennan sama hátt. Hvernig er þessi samvinna þín og skáldanna til komin? Ég hringdi til þeirra og skýrði fyrir þeim hugmyndina og ég fékk mjög góðar undirtektir hjá þeim öllum. Ég valdi skáldin, en þau völdu ljóðin og öll völdu þau ljóð sem ekki höfðu birst áður. Eitt þeirra hefur svo birst í ljóðabók sem kom út fýrir nokkrum vikum. Þetta eru ekki myndskreyting- ar við ljóðin í venjulegum skiln- ingi. heldur miklu frekar svar mitt við hverju Ijóði fyrir'sig, ég hafði ekkert samráð við höfund- ana og spurði þá ekkert um þeirra hugsanir í tengslum við 1 ljóðin. Myndirnar lýsa einungis mínum eigin skilningi og skvnj- unum við les.tur Ijóðanna. Geturðu lýst þeirri tækni sem notuð er við steinprent? Já, það er notaður í þetta sérstakur steinn sem aðeins finnst á ákveðnum stað í Þýska- landi og hefur þann eiginleika að hann tekur bæði við vatni og feiti. Steinninn er slípaður þar til hann er orðinn algerlega flatur og síðan er teiknað beint á hann með feitum túss. Síðan er lagt sérstakt efni yfir og þrykkt og síðan valsað. Þetta er í rauninni sama prinsippið og notað er við offsett prentun. Að lokum. Hvaðan ertu og hvers vegna fluttist þú til íslands? Ég kem frá Austurríki og kom hingað árið 1960, strax og ég hafði lokið myndlistarnámi í Vínarborg. Upphaflega ætlaði ég að vera hér á sjó í þrjá mánuði, en það reyndist mér ekki n-óg. svo að sjómennskan teygðist upp í 2'/i: Síðan fór ég að vinna að myndlistinni og íl- engdist hér. Líklega hef ég bara kunnað svona vel við mig. Það var mjög gott fyrir mig sem myndlistarmann að fara á sjóinn. Það myndaðist ákveðin fjarlægð milli mín og námsins, menntunin var auðvitað eftir, en ég öðlaðist nýja reynslu og kynntist nýjum sjónarmiðum. Annars ólst ég upp í sveit og það er grundva.llaratriði að þekkja þetta tvennt, sveitina og sjóinn. - JGK ■ Bahr og Palme Varhugavert fyrir sænska þingmenn að ræða við CIA Var Palme að hefna sín vegna Bahr-málsins? ■ SIÐUSTU vikur hafa orðið verulegar umræður um viðtöl, sem sænskur þingmaður átti við starfsmann eða starfsmenn amerísku levniþjónustunnar, sem venjulega gengur undir skammstöfuninni CIA. Umræður þessar hafa leitt í Ijós, að það getur verið varhuga- vert fyrir stjórnmálamenn, a.m.k. frá hiutlausu landi, að hafa samskipti við leyniþjón- ustumenn erlendra ríkja, og þó einkum, þegar risaveldin eiga hlut að máli. Sænski þingmaðurinn, sem komiö hefur við sögu í framan- nefndum umræðum. heitir Carl Bildt og á sæti á þingi fyrir íhaldsflokkinn, Moterata Sam- lingspartiet. Carl Bildt hefur gegnt því hlutverki í þinginu fyrir flokk sinn, að vera sérstakur fulltrúi og talsmaður hans í öryggismál- um. Sem slíkur hlaut hann sæti í stjórnskipaðri nefnd, sem. fékk það verkefni að semja skýrslu um meintar kafbátanjósnir innan sænskrar landhelgi. Álit nefndarinnar var birt 26. apríl síðastliðinn. Fáum dögum síðar fór Bildt til Bandaríkjanna. Þcssa för fór hann ekki sem fulltrúi flokksins heldur sem meðlimur kafbátanjósnanefnd- arinnar. Bildt hafði sem meðlim- ur hennar fengið aðgang að mörgurn leynilegum gögnum. Ferðina fór hann til að afla sér frekari þekkingar um varnir gegn kafbátanjósnum. Meðan Bildt dvaldi í Washing- ton ræddi hann við ýmsa em- bættismenn hjá ráðuneytum og fleiri stofnunum, þar sem áður- nefndrar þekkingar var að leita. Sænska sendiráðið hafði milli- göngu um þessar viðræður. A.m.k. tveir menn frá sendiráð- inu voru viðstaddir allar viðræð- urnar og sendu utanríkisráðu- neytinu nákvæmar skýrslur um þær. Af hálfu bandarískra yfirvalda var svo óskað eftir viðræðum við Bildt. Tilmæli þessi komu til sænska sendiráðsins. Það hafði í framhaldi af þessu milligöngu um, að Bildt ræddi við ameríska flotaforingja, ásamt íulltrúa frá leyniþjónustunni. Fulltrúar frá sendiráðinu voru viðstaddir við- ræðurnar. FLJÓTT á litið mun þetta ekki þykja varhugavert. en eigi að síður hefur ríkisstjórnin taliö rétt að gagnrýna þetta opinber- lega og hafa blöð og fleiri aðilar orðið til að taka undir það. Einkum er þetta gagnrýnt frá því sjónarmiði, að Bildt hafi átt sæti í kafbátanjósnanefndinni og verið að ýmsu leyti á vegum ■ CarlBiIdt hennar. Hann hafi sem slíkur vitað um ýmislegt. sem ekki lá á almannafæri, og frá því sjónar- miði hafi leyniþjónustan talið fýsilegt að ræða við hann. Þeim viðræðum hafi hann átt að hafna, eins og allt var í pottinn búið. Það hefur komið fram í skýrsl- um frá sendiráðinu. að í þessum viðtölum hafi fulltrúi Ieyniþjón- ustunnar spurt um ýmis atriði kafbátanjósnaskýrslunnar, en eins og áður segir var búið að birta hana áóur en Bildt fór vestur. Ýmis atriði hennar eru hins vegar óljós eða frásögnin af þeim tvíræð. í hádegisverðarboði á vegum bandaríska utanríkisráðuneytis- ins tók Helmuth Sonnenfclt mikinn þátt í viðræðunum, en hann er talinn margfróður um Sovétríkin og átti sæti í öryggis- ráði Bandaríkjanna, þegar Kiss- inger var utanríkisráðherra. Það var Sonnenfelt, sem reif- aði það, að Svíar ættu að reyna að sökkva kafbáti. Fyrr yrðu þessum njósnum ekki hætt. Þó þyrfti ekki að sökkva kafbátn- um, ef áhöfnin gæfist upp og hægt væri að vfirheyra hana. Þeir, sem tóku þátt í borðhald- inu, voru yfirleitt sammála um þetta. Þá hófust umræður um það við hádegisverðarborðið. hvað Svíum bæri að gera þangað til að þeim hefði tekizt að sökkva kaf- báti cða ná áhöfninni. Það gæti m.a. komið til greina, að for- sætisráðhcrra Svíþjóðar sneri sér beint til leiðtoga Sovétstjórnar- innar. Þá var rætt um hvernig hann ætti að leggja málið fyrir undir þeim kringumstæðum og lagði Sonnenfelt á ráð um það. í tilkynningu, sem sænska stjórnin birti um málið 25. maí síðastliðinn, segir, að það hafi verið dómgreindarlaust af full- trúa í kafbátanjósnanefndinni að taka þátt í umræðum um það í Washington, hvernig Svíar gætu bezt náð árangri í stríðinu við kafbátanjósnirnar. Ola Ullsten, formaður frjáls- lynda flokksins, og Karin Söder, varaformaður Miðflokksins, hafa tekið undir þessa gagnrýni. Söder gerði það sökum fjarveru Fálldins, formanns Miðflokks- ins. Af hálfu íhaldsflokksins hefur verið reynt að gera lítið úr þessu máli og sagt að það væri uppblás- ið vegna þeirrar gagnrýni, sem Olof Palme hefur sætt fyrir að þiggja ráð frá Egon Bahr, tals- manni vestur-þýzkra' sósíal- demókrata í utanríkismálum. ÁSAKANIR á Palme eru þannig tilkomnar, að hann var formaöur í alþjóðlegri nefnd, scm vann að því að scmja tillögur um allsherjarafvopnun. I nefnd- inni áttu margir þekktir menn sæti, eins og Cyrus Vance, fyrrv. utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og David Owen, fyrrv, utanríkisráðherra Bretlands. Einn af nefndarmönnunum var Egon Bahr. Nefnd þessi. scm yfirleitt gengur undir nafninu Palme- nefndin, skilaði ítarlegu áliti og greinargóðum tillögum nokkru áður en afvopnunarráðstefna Sameinuðu þjóðanna kom saman á síðastiiðnu sumri. Þaö var ein af tillögum nefnd- arinnar að samið yrði um kjarn- orkuvopnalaust belti í Mið- Evrópu, 300 km breitt. Jafnhliða því yrði svo gengið frá samkomulagi, sem tryggði jafnvægi milli austurs og vesturs í Evrópu í hefðbundnum vopna- búnaði. Þefta tvennt yrði að fylgjast að. Sumir nefndar- manna, eins og Owen og Vance, vildu láta samkomulagið um hefðbundnu vopnin ganga fyrir. Eftir að Olof Palme kom til valda síðastliðið haust, ákvað hann að sænska stjórnin beitti sér fyrir samkomulagi um áður- nefnt 300 km breitt kjarnavopna- laust belti í Mið-Evrópu. í tilefni af því skrifaði sænska stjórnin öllum ríkisstjórnum Evrópu bréf, þar sem spurzt var fyrir um afstöðu þeirra. Bréf þetta skrifaði Palme í samráði við Egon Bahr. Senni- legt er að Bahr hafi ráðið miklu um orðalag þess. Svo fór að þetta bréf sænsku stjórnarinnar fékk aðeins já- kvæðar undirtektir austan tjalds, cn ríkin þar lýstu fylgi við 600 km breitt kjarnavopnalaust belti. Þegar hér var komið sögu, fóru íhaldsmcnn í Svíþjóð að gagnrýna bréf sænsku stjórnar- innar og þá einkum sökum þess, að þar hafði verið lögð minni áherzla á það en í Palme-tillög- unum, að samhliða yrði samið um jafnvægí í hefðbundnum vopnum. Sökum þess hefði svar ríkisstjórna í Vestur-Evrópu orðiö neikvætt. Það dró ekki úr þessari gagn- rýni þegar kunnugt varð um að Egon Bahr hafði átt þátt í því að semja bréfið, sagt var, að hann hefði hagað orðalagi þess þannig, að það kæmi vestur- þýzkum sósíaldemókrötum sem bezt með tilliti til þingkosning- anna þar.' Palme svaraði þessu rösklega og hefur ekki minnst rétt hlut sinn með harðri orðsendingu, sem hann sendi Sovétstjórninni í tilefni af kafbátanjósnunum. Þórarinn in Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ITI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.