Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1983 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1983 $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 INGVAR HELGASON HF. s.uas, SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐ ______________________13 lumsjón: Samúel Örn Erilngsson ■ Flosi Kristjánsson, áður en hann fór til London, með farmiðann. leikinn, og má t.d. sjá regnslár lúðrasveitarihnar á efri rnyndinni, til vinstri yfir fána og annað lanslegt. Á neðri myndinni sjást áhangendur Man. United, kátir og hressir strákar, deila með sér regnkápu og bjór. ■ ■■■■■■■■■■■■!■■■■■■■ og auðvitað verður heitt á könnunni Gunnar heill ■ Gunnar Gíslason landsliðsmaður í handknattleik og knattspyrnu, tognaði í leik fslands og Spánar um síðustu helgi, en er nú víst orðinn góður. Hann átti að leika í gærkvöld með KA í annarri deildinni, og ef það yrði í lagi, mundi hann vera með á morgun. „Ef aftur á móti það kemur í Ijós, að Gunnar gengur ekki heill til skógar, eða meiðslin taka sig upp aftur, mun ég að sjálfsögðu velja annan mann í stað hans“, sagði Jóhannes Atlason landsliðs- þjálfari í knattspyrnu í blaðamannafundi í fyrradag. Ef til þess kemur, vildi Jóhannes ekki gefa upp hverjir stæðu næst hnossinu, en þau nöfn sem umsjón- armanni stðunnar detta helst í hug eru Sigurður Jónsson Akranesi, og Asgeir Elíasson fyrrum landsliðstengiliður sem nú er í góðu formi Olympíuhappdrættið skilaði 3,3 millj. kr.: Bjarni fékk 50 þúsund ■ Ágóði af Ólympíuhappdrætti Ólympíunefndarinnar var 3,3 milljónir íslcnskra króna. Peningarnir renna til íþróttamanna sem keppa munu á leikun- um, eða þeim sem möguleika eiga. Það er þó skýrt tekið fram við fyrstu styrkveitingu nú, að þeir sem nú hljóta styrk eru alls ekki öruggir um að fara til Los Angeles. Fyrstu styrkjunum hefur nú verið úthlutað, til að hjálpa íþróttamönnum sem möguleika eiga á að ná árangri á leikunum. Bjarni Friðriksson júdómað- ur fékk 50 þúsund krónur í styrk til að undirbúa sig fyrir leikana, einn júdó- manna, enda óumdeilanlega langbestúr júdómanna hér á landi. Frjálsíþrótta- mennirnir Óskar Jakobsson og Einar Vilhjálmsson fengu 40 þúsund kr. hvor, Þráinn og Vésteinn Hafsteinssynir, Þórdís Gísladóttir og Oddur Sigurðsson fengu 30 þúsund krónur hvert. Þá fékk skíðasambandið 100 þúsund krónur sem það útdeilir sjálft til sinna manna, en ekki er ákveðið hverjir fara fyrir hönd skíðafólks á vetrarleikana í Sarajevo. ■ Bjarni Friðriksson fékk styrk frá Ólympíunefnd. Hann sést hér þjarma að andstæðingi. ALtJT TKL Víð byg&jum á reynslunni ■ Atli Eðvaldsson ræðir víð dómara í landsleik á Laugardalsvelli. Þessi prúði íþróttamaður á örugglega eftir að gera fallega hluti fyrir gamla ísland á sunnudag. Landsleikurinn gegn Möltu: „Þetta verdur örugg- lega mjög erfitt” sagdi Atli Eðvaldsson, en hann kemur ásamt Pétri Ormslev með Arnarflugi heim í kvöld ■ „Þetta verður örugglega æðislega erfitt gegn Möltu“, sagði Atli Eðvalds- son knattspyrnumaður, sem kemur með einkaþotu Amarflugs til landsins á morgun ásamt Pétri Ormslev, en Araar- flug bauð KSÍ að sækja þessa tvo frábæru leikmenn KSÍ að kostnaðar- lausu eftir að þeir hafa leikið með Dusseldorf gegn Frankfurt í síðasta leik Búndeslígunnar í dag. „Það er sama hver andstæðingurinn er, við leikum alltaf eins og hann leyfir okkur, og frammistaða okkar er yfirleitt slakari gegn slakari liðum. Það var grátlegt að tapa fyrir þeim í fyrra, en nú verðum við hreinlega að vinna,heiður okkar er í veði. Og ég vona sannarlega að við fáum mikinn og góðan stuðning frá áhorfendum." „Það verður mjög gaman að koma heim og leika þennan leik“, bætti Atli við. - Kvíðirðu því ekki að leika tvo erfiða leiki í röð, hvorn daginn, heldurðu að þú verðir ekki þreyttur á sunnudag? „Nei, þetta verður allt í lagi, maður er vel undir þetta búinn, og þessi vika hefur verið þannig, að ég kvíði þessu ekkert og ætti að geta sýnt mitt besta, ég hlakka til að leika sem miðframherji með lands- liðinu, það hef ég ekki gert áður, þó að ég hafi leikið þessa stöðu síðan ég kom hingað til Þýskalands,“ sagði þessi geð- þekki afreksmaður að lokum. Guðgeir viðrar keppnisskóna gegn Stuttgart í stjörnuleiknum ■ Guðgeir Leifsson, knattspyrnumað- urinn knái, sem lék sem atvinnumaður bæði í Belgíu og Sviss á árum áður, hefur eins og Tíminn skýrði frá fyrir löngu, tekið fram skóna, og æft á fullu undir stjórn belgíska þjálfarans Colonoval, sem tók við þjálfun hjá Víkingum fyrir nokkru. Colonoval setti það að skilyrði, þegar hann tók við liðinu að Guðgeir tæki fram skóna, enda var Guðgeir undir stjórn Colonovals þegar hann lék með Charleroi í Belgíu. Líklegt er að Guðgeir leiki sinn fyrsta leik 11. júní, þegar hann leikur með stjörnuliðinu sem mætir Stuttgart þá. Ekki er að efa að gaman verður að sjá Guðgeir með öilum hinum þekktu leik- mönnum sem leika munu með stjörnu- liðinu, og svo síðar með Víkingum í íslandsmótinu. Stjörnuliðið verður annars þannig skipað: í markinu mun standa hinn frægi hollenski landsliðs- og Ajaxmarkvörður Schrijvers, bakverðir Anglais frá WBA í Englandi og Hamilton frá Sunderland, miðverðir Sævar Jónsson CS Brugge og Jóhannes Eðvaldsson Motherwcll, miðjumenn Arie Haan Standard Liege, Guðgeir Leifsson Víkingi, Roger Henrotay fyrrum landsliðsmaður Belg- ■ Guðgeir hristir nú rykið af keppnisskónum. íu og Gary Rowell Sunderland. Frammi verða líklega Pétur Pétursson og Lárus Guðmundsson, og fleiri íslendingar hafa verið nefndir í sambandi við stjörnulið- ið, svo sem Ragnar Margeirsson, Hörður Hilmarsson og Guðmundur Þorbjörns- Samaranch, forseti Alþjóða Olympíunefndarinnar: Kemur til íslands í næstu viku! Knatt- spyrnu- skótí KR ■ Knattspyrnuskóli KR er nú að byrja sitt fjórða starfsár. í sumar verða þrjú námskeið í gangi á sama tíma í stað tveggja áður og nú fá 6 ára börn aðgang að skólanum. 10-12 ára krakkar verða í skólanum alla virka daga kl. 9.30-11, 8-9 árakl. ll-12.30og6-7 ára börn kl. 13.30-15.00. Niðurröðun námskeiðanna verður sem hér segir 1. 2. 3. 4. 5. til að sitja fund ■ Juan Antonio Samaranch, formaður Alþjóða Ólympíunefndarinnar kemur hingað til lands í næstu viku, til að vera viðstaddur fund Norrænna Ólympíu- nefnda, sem verður hér á landi um næstu helgi. Samaranch er Spánverji, fæddur í Barcelona, og er 63 ára. Hann hóf feril sinn sem formaður spænska skautasam- bandsins og var aðalfararstjóri Spán- verja á Ólympíuleikana í Cortina 1956, Róm 1960 og Tókýó 1964. Hann varð norrænna Olympíunefnda meðlimur i alþjóðlegu Ólympíunefnd- inni árið 1966, og aðalfundarritari henn- ar tveimur árum síðar. Hann varð stjórn- armaður í framkvæmdanefnd Ólympíu- nefndarinnar árið 1970, og var kosinn varaformaður alþjóða Ólympíunefndar- innar árin 1974-1978. Hann var valinn forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar árið 1980, þegar Lord Killanin lét af störfum. Juan Antonio Samaranch kemur til landsins á fimmtudag. R eykja víkur- mót í frjálsum ■ Reykjavíkurmót í frjálsum íþróttum fyrir 18 ára og yngri verður haldið dagana 8. og 9. júní á Laugardalsvelli, og hefst mótið klukkan 19.00. Skráning er hjá Guðmundi í síma 1Ö082, eða 34812 til 6. júní. 6. júní - 22. júní 23. júní - 8. júlí 11. júlí - 26. júlí 27. júlí - 11. ágúst 12. ágúst - 29. ágúst Aðalkennari verður Ragnar Hermanns- son sem einnig kennir 5. flokki KR annað árið í röð. KR á bestu grasvelli í Reykjavík og fara námskeiðin að sjálfsögðu fram á þeim. Ef illa viðrar verða íþróttasalir félagsins notað- ir. Innritun stendur yfir á skrifstofu Knatt- spyrnudeildar KR í KR-heimilinu við Frostaskjól (s. 27181) og þar eru allar nánari upplýsingar veittar. ISTADAN | ■ Staðan i fyrstu deildinni er þessi: 'ÍBV............ 3 2 0 1 8-3 4 ÍA............. 3 2 0 1 3-1 4 KR ............ 3 1 2 0 5-4 4 Valur.......... 3 2 0 1 4-5 4 UBK ........... 3 1112-23 Þróttur........ 3 1114-53 ÍBÍ ........... 3 1113-53 ÍBK.......... . 3 1 0 2 5-5 2 Þór..........;.. 3 0 2 1 2-3 2 Víkingur...... 3 0 12 1-41 Mikil upplifun” S sagði verðlaunahafi Getraunaleiks _ Tímans eftir Wembleyförinal ■ „Þetta var óneitanlega mikil upp- § lifun,“ sagði verðlaunahafi Getrauna- a leiks Tímans eftir ferðina á Wembley ^ 21. maí síðastliðinn. Flosi Kristjáns-. j son, kennari í Hagaskóla og hvalskurð- rj armaður, prófarkalesari Tímans rji o.s.frv..., vann úrslitakeppnina í Get- raunaleiknum, sem var á miðviku-B dögum hér hjá okkur í allan vctur, og ■ fékk að launum ferð á úrslitaleikinn í ® bikarkeppninni ensku, milli Manchest-1| er United og Brighton hinn 21. maí. Leiknum lauk sem kunnugt er með|_ jafntefli 2-2 eftir framlengingu, og var leikinn að nýju fimmtudaginn á eftir, ■ og lauk þá með 4-0 sigri Man. Utd. „Þetta var alveg frábært,“ sagði- Flosi. „Öll fyrirgreiðsla Samvinnu-j ferða-Landsýnar var í fínu lagi, og allt stóðst. Það var mikil upplifun að fylgjast með sínu uppáhaldsliði (Man.i Utd.) og áhangendum þess, svo ogl Brighton og áhangendum þess. - En ég vissi aUtaf að minir menn mundu sigra þegar upp væri staðið.“ E I I i BIIILIAISIYINIIINIG LAUGARDAG og SUNNUDAG KL. 2-5 Sýndir verða: DATSUN CHERRY — sá ódýrasti miðað við útlit og gæði. DATSUN SUNNY — FaUegur og rennilegur DATSUN CABSTAR — vörubifreið OG TRABANT. Þeir þurfa engin slagorð Komdu bara ogskoðaðu þá Verið velkomin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.