Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1983 9 á vettvangi dagsins menningarmál Halldór Kristjánsson: Var annarra kosta völ? ■ Ólafur Ragnar Grímsson skrifar um spámannlega andagift sína, þar sem hann hafi fyrir kosningar varað kjósend- ur við þeirri ríkisstjórn sem nú er komin á íslandi. í sambandi við stjórnina er rétt að reyna að meta hverra kosta var völ og um hvað annað var að ræða. Nú mun vera fullt samkomulag um það, að aflafé íslendinga sé til muna minna en undanfarin ár. Jafnframt því virðast allir viðurkenna, að undanfarið höfum við safnað skuldum og með því bætt við það sem við höfum lifað á. Nú sé okkur rétt og nauðsynlegt að stöðva skuldasöfnun. Ef við hættum nú að lifa á lántökum um leið og aflafé okkar minnkar, er ástæða til að spyrja hvort einhver skilyrði séu til almennra kauphækkana. Hvernig stendur á þeim, ef svo skyldi vera? Hér er engra kosta völ annarra en þrengja hag einhverra. Einhverjir verða að þola skertan hlut. Eitthvað verður að spara. Þá er spurningin, hverjir eigi að una skertum hlut og hverjir þoli það? Menn segja, að þar dugi ekki að einblína á launþegana. Sumir nefna atvinnuvegi og fyrirtæki sem verði að bera sitt. Hvaða atvinnuvegir eru aflögufærir? Er það sjávarútvegurinn? Er það land- búnaðurinn? Er það iðnaðurinn? Ég held að flestir svari þessu neitandi. Þá er það verslunin. Þar hafa vissir þættir skilað góðum hagnaði undanfarið. Hins vegar er verslunin mjög misjafnlega ábatasöm og arðvænleg og fer það eftir því hvar er verslað og með hvað er verslað. Þetta gerir erfiðara fyrir að setja almennar, fastar reglur til að skammta versluninni viðunandi hlut. Á hitt má svo líta, að verulega mun draga úr ýmsum þeim viðskiptum sem arðvænleg- ust hafa reynst. Kaupgetan hlýtur að minnka og viðskiptahallinn verður ekki jafnaður í bili nema með minnkuðum innflutningi. Hægt er að minnka innflutning með minni fjárfestingu. Flestir virðast nú sammála um, að til þess ætti að grípa. Þá er stundum talað um að miklum árangri mætti ná með því að hætta óarðbærri fjárfestingu. Auðvitað ber að vera þar vef á verði, en margt kann þó að orka tvímælis þegar til kemur að meta einstök verkefni. Hitt er framtíðarmál, að auka fram- leiðni og hagræða hlutum, svo að meira komi til skipta. Það vilja allir en það bætir ekki hlut eins né neins fyrr en það er orðið. Það dugar ekki til, að mæta þeim greiðslum sem gjaldfallnar eru. Þessar staðreyndir valda því, að meg- inþorri raunsærra manna, lftur á það sem óraunhæft bull, að nú sé unnt að komast hjá því að skerða kaupmátt launa almennt. Og menn trúa því, að hvaða ríkisstjórn sem væri, hefði gert það og sú stjórn, sem brostið hefði kjark til þess, væri ekki gæfuleg. Hitt er jafnvíst, að um leið og kaup- máttur launa dregst saman, þarf að gera vissar ráðstafanir til liðsinnis þeim sem þyngst framfæri hafa, mest skulda eða verða að stofna til skulda. Þetta vill núverandi ríkisstjórn gera og við skulum sjá hvernig það gengur. Hér skal engum getum að leitt, hvort einhverjir og hverjir þá, hafa ekki þorað að bera ábyrgð á ríkisstjórn eins og stendur á. Ekki skal heldur ræða hver teikn eru til þess, að Alþýðubandalagið hefði viljað stjórna með þeim flokki, sem nú þykir henta að hafa að grýlu á Framsóknarkjósendur. Látum allt slíkt liggja milli hluta. Og hlustum á raunhæf- ar tillögur hvaðan sem þær koma. Framsóknarflokkurinn er kominn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur hann gert, vegna þess að honum þótti meiri líkur til að með því samstarfi yrði tekið á þeim efnahags- vanda, sem yfir vofir, svo sem þarf. Um það hafði ekki náðst samkomuiag við Alþýðubandalagið. Það þurfti því ekki yfirskilvitlega andagift til að láta sér detta í hug, að sá flokkur, sem vildi hjöðnun verðbólgunnar, neyddist til að leita samstarfs annars staðar, ef Alþýðu- bandalagið sæi ekki að sér. Það samstarf var fullreynt. Það kemur reýnsla af þessari ríkis- stjórn eins og öðrum og eftir því verður hún dæmd. Það væri skynsamlegt fyrir andstæðingana að bíða með hrakspárn- ar. Og of snemmt að hlakka. Það er kannski áhætta að fara í ríkisstjórn, eins og sakir standa. En þeir, sem ekki eru menn til að taka áhættu, eru ekki menn til að stjórna. Svo dæmir framtíðin. H.Kr. H ramsókn er orðín íhaldsflokkur Olujur Rui'rjar Gritmso/i skrifar Konur síofna fridarhreyfmgu sswsa Kfntthagsaðgerðirnar Richard Hammer: The Vatican Connection. Penguin Books 1983 334 bls. ■ Stundum er sagt að sannleikurinn sé lyginni líkastur og það á vel við um efni þessarar bókar. Hún segir frá sönnum atburðum, en er þó líkust reyfara. Sagan hefst á lögreglustöð í New York. Lögreglunni berast kærur og kvartanir yfir því að glæpamannahópar séu teknir að gerast full ágengir í Playboyklúbbi einum í borginni, ónáða gesti, krefji starfsfólkið um peninga og neyði gengilbeinurnar og samkvæmis- dömur staðarins til að gerast vændiskon- ur og hirði síðan allar tekjur þeirra. Vatican GtmECTIOH THE EXPLOSIVE EXPOSÉ OFA BILLIOPi- DOLLAR COUHTERrEIT STOCK ANDTHE CHURCH t'; Mafían og páfa- garður Fyrst í stað verður lögreglunni heldur lítið ágengt í viðureigninni við óaldar- seggina, en brátt rekur að því að lög- reglumenn verða þess varir að einn helsti mafíósi borgarinnar er að snuðra kringum staðinn. Honum er veitt eftirför og þá tekur leikurinn áð æsast. Mafíósi þcssi hafði aðalaðsetur á bar einum skammt frá miðborg New York og rak þaðan ýmislega starfsemi, sem þó reynd- ist erfitt að sanna því vitaskuld var lögreglan illa séð á stað sem knæpunni þeirri. Lögreglumönnunum tókst þó að fá heimild yfirvalda til að hlera símann á barnum og það sem laganna verðir komust þá að var það allt annað og meira en þeir höfðu búist við. Mafíukempan stýrði liði sínu í gegn- um símann og það sem hann fékkst aðallega við voru viðskipti með stolin og fölsuð skuldabréf, falsaða peninga, stol- in og fölsuð verðbréf og fleira í þeim dúr. Brátt kom í ljós að starfsemi hans var ekki bundin við Bandaríkin ein heldur átti hann í viðskiptum við evr- ópska „viðskiptajöfra", suðurameríska eiturlyfjasmyglara, í stuttu máli kjarn- anna úr svindlaraliði veraldar. Hvað eftir annað fengu lögreglu- mennirnir nægar sannanir til að hand- taka mafíósann og fjöldamarga aðra fjármálamenn, en þeir biðu jafnan átekta í þeirri von að málin skýrðust enn frekar. Það sem þeir voru einkum að fiska eftir var, að í hleruðum samtölum höfðu „fjármálamennirnir" hvað eftir annað nefnt páfagarð, án þess þó að lögreglumennirnir fengu séð hvernig hann tengdist starfsemi þeirra. Að lokum voru þó nokkrir lykilmenn handteknir og þeim boðið að velja á milli margra ára fangelsisvistar eða að gefa upplýsingar og lifa síðan undir eftirliti lögreglunnar. Þeir völdu síðari kostinn og kom þá í Ijós, að hér var um að ræða eitthvert stórbrotnasta fjármála- svindl sem sagan kann frá að greina. í umferð voru milljónir á milljónir ofan af fölsuðum og stolnum verðbréfum, sem notuð voru þannig að þau voru lögð á bankahólf sem trygging og síðan fengust alvöru peningar að láni frá sömu bönkum og þeir voru notaðir til að byggja upp enn meira fjármálaveldi. Síðan voru ný fölsuð verðbréf tekin í notkun og notuð á sama hátt og þannig koll af kolli. Inn í málið drógust ótal margir peningamenn frá Bandaríkjun- um, Þýskalandi, Italíu, Sviss, Austurríki og víðar að, þ.á.m. ítalskur bankajöfur, sem hafði byggt upp allt veldi sitt með þessum hætti og síðan gefið stórar fjár- hæðir í kosningasjóð Nixons árið 1972. Páfagarður tengdist málinu með þeim hætti að bandarískur kardináli, sem hafði með höndum fjármálastjórn Vati- kansins hugðist rétta við bágborinn fjár- hag hans með því að kaupa af fjármála- hringnum fölsuð verðbréf fyrir hvorki meira né minna en eina billjón dollara. • Af þeim kaupum varð aldrei og undir lokin treystust bandarísk stjórnvöld ekki til að láta rannsaka málefni kirkjuhöfð- ingjanna niður í kjölinn, m.a. af ótta við að missa atkvæði bandarískra kaþófikka í næstu forsetakosningum. Og um það bil er rannsókninni lauk opinberlega höfðu lögreglumennirnir, sem önnuðust hana fengið sterkar grunsemdir um að John B. Connally, fyrrverandi fjármála- ráðherra Bandaríkjanna væri tengdur öllu saman. Það var þó aldrei sannað, en ýmsum þótti skrýtið hve skyndilega rannsókninni lauk og hve væga dóma ýmsir höfuðpaurarnir fengu. Eins og sagt ‘var í upphafi er þessi bók öíi líkust reyfara, en þó mun hvert einasta orð í henpi vera deginum sann- ara. Bókin er stórfróðleg fyrir þá sök að hún veitir íslenskum sakleysingjum glögga innsýn inn í líf og lífsmáta þeirra manna, sem Fifa fyrir það eitt að hafa fé af náunganum með ólöglegum hætti. Hér er ekki um að ræða smáglæpamcnn, i sem stela nokkrum krónum af vegfar- endum í myrkri heldur menn sem hugsa í milljónum dollara og velja sér ekki ómerkilegri fórnarlömb en fyrirtæki á borð við Coca Cola, Pan American og ríkissjóð Bandaríkjanna. Þeir starfa um öll lönd og þá gilda engin landamæri. Skrýtnast er þó að þeir eru svo uppteknir við að græða og svindla að þeir virðast aldrei gefa sér tíma til að njóta fjárins. Höfundur bókarinnar er Richard Hammer, velþekktur blaða- og frétta- maður í Bandaríkjunum. Hann hefur m.a. starfað sem ritstjóri The New York Times og hefur samið nokkrar bækur. Þessa bók byggði hann m.a. á samtölum við Joe Coffey, lögreglumanninn, sem hafði veg og vanda af rannsókn þessa mikla fjármálasvindls, en hann varð aftur frægur í Bandaríkjunum er hann var einn af stjómendum leitarinnar að morðingjanum fræga Sámi frænda. Jón Þ. Þór Jón Þ. Þór skrifar um erl. bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.