Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stcfánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttlr. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorstelnsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Afturgöngur í Þjóðviljanum ■ Þegar Alþingi kemur næst saman verða mættir þar allir þeir þingmenn Alþýðubandalagsins, sem sæti áttu á síðasta þingi, nema einn, Ölafur Ragnar Grímsson. Brottför hans af þingi stafar af því, samkvæmt hans eigin sögn, að sterk öfl innan Alþýðubandalagsins unnu að því að fella hann í prófkjöri og tókst það. Ólafur Ragnar vill samt ekki gefast upp, heldur hefur ákveðið að leggja til orustu við hin sterku öfl í Alþýðubanda- laginu. Þetta hyggst hann gera á þann hátt að feta sem dyggilegast í fótspor þeirra manna, sem upphaflega ruddu braut þeim flokki, sem nú kallar sig Alþýðubandalag. Það var trú þessara manna, að umbótaflokkar eins og Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, stæðu bylting- arflokki þeirra mest í vegi. Sjálfstæðisflokkurinn var látinn afskiptalaus að mestu, og meira að segja höfð við hann náin samvinna á ýmsum sviðum, m.a. í verkalýðshreyfingunni meðan verið var að brjóta niður völd Alþýðuflokksins þar. Endalok baráttunnar átti þó að vera uppgjör við Sjálf- stæðisflokkinn, þegar búið væri að ryðja Framsóknarflokkn- um og Alþýðuflokknum úr vegi. Ólafur Ragnar Grímsson hefur hafið mikil skrif í Þjóðvilj- anum í anda þessara brautryðjenda Alþýðubandalagsins. Dag eftir dag hefur hann fyllt heilar opnur í Þjóðviljanum með níði og óhróðri um Framsóknarflokkinn og þá einkum um formann hans, Steingrím Hermannsson. Því fer fjarri að ástæða sé til þess að fást sérstaklega við hinar margvíslegu blekkingar, sem er hrúgað saman í þessum æsingaskrifum. Af sögulegum ástæðum er hins vegar ástæða til þess að vekja athygli á því, að umrædd skrif Ölafs Ragnars eru eins og endurtekning á því sem Þjóðviljinn skrifaði um Hermann Jónasson og Eystein Jónsson árum saman. Það er engu líkara en Ólafur Ragnar hafi flett upp í árgöngum Verkalýðsblaðsins og Þjóðviljans frá vinstri stjórn- arárunum 1934-1938, og skrifað upp skammir um Hermann Jónasson og snúið þeim upp á Steingrím Hermannsson. Margir aðrir árgangar Þjóðviljans gætu komið til greina, t.d. þegar hagsmunir þjóðarinnar hafa knúið Framsóknarflokk- inn og Sjálfstæðisflokkinn til samstarfs. Framsóknarmenn munu nú eins og áður, láta sér slík skrif í léttu rúmi liggja. Þessi skrif munu líkt og svipuð skrif Þjóðviljans áður fyrr falla dauð og ómerk. Þau sanna nú eins og þá, að Framsóknarflokkurinn er traustasta vígi framtaks og samvinnu einstaklinganna sem á undanförnum áratugum hefur lyft þjóðinni úr örbirgð til bjargálna. Árangur þessa starfs vilja byltingaröfl Alþýðubandalagsins leggja að velli. Þau telja sig hafa mesta möguleika á rústum núverandi þjóðfélags. Framsóknarflokkurinn hafði þor til þess undir handleiðslu þeirra Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar að taka á sig ábyrgð vegna erfiðra efnahagsráðstafana til að koma í veg fyrir, að fjárhagur og atvinnurekstur þjóðarinnar hryndi, eins og fór í Nýfundnalandi á kreppuárunum milli heimsstyrjaldanna. Nú er þjóðin að mörgu leyti stödd í svipuðum sporum. Steingrímur Hermannsson hefur sýnt með forustu sinni að Framsóknarflokkurinn víkur sér ekki undan erfiðum skyldum, þegar mest ríður á. Hann er trúr stefnu þeirra Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, sem Þjóðvilj- inn lofar réttilega nú, en gerði sannarlega ekki, þegar þeir stóðu í svipuðum sporum og Steingrímur Hermannsson nú. Hinir hyggnari og gætnari foringjar Alþýðubandalagsins gerðu rétt í því að reyna að stöðva þessar endurtekningar á fyrri skrifum Þjóðviljans. Annars færu menn að halda, að þeir væru enn við sama heygarðshornið og gömlu leiðtogarnir og létu sér þessi vinnubrögö Ólaís Ragnars því vel líka. Þ.Þ. skrifað og skrafað Ógeðá kurteisi ■ Ævar R. Kvaran skrifar grein í Morgun- blaðið um þéringar og þykir miður að þær eru að leggjast niður og enn verra það stílleysi í fram- komu fólks að kunna hvorki að þúa né þéra. En hann fjallar einnig um það ógeð sem alltof margir virðast hafa á kurteisi og eru það sann- arlega orð í tíma töluð. Hann segir m.a: „Nú á dögum er þýð- ingarlaust að þéra ókunnugan mann. Hann þúar mann á móti. Ann- aðhvort af því að hann er andvígur þéringum eða (og kannski öllu frekar) af því, að hann kann það ekki. Það virðist hafa orðið um það þegjandi samkomulag meðal ís- lendinga að hætta með öllu að þérast. Sjálfur te! ég að málfar þjóðarinnar hafi orðið fátæklegra fyr- ir vikið. Ein ástæðan til þess að íslendingar hafa lagt niður þéringar kann að vera það ógeð sem fólk hér á landi hefur á kurt- eisi. Nú er svo komið, að það þykir í senn asnalegt að sýna kurteisi og senni- lega einnig talið eitthvert veikleikamerki, bera vott um undirlægjuhátt við fólk - j afnvel hræsni. Svo mikið er víst að kurteisi þykir ungu fólki hlægileg og forðast hana eins og heitan eldinn. Þetta hefur tekist svo rækilega, að það er sjald- gæft að rekast á kurteist ungmenni. Það er margt gott og jafnvel merkilegt í fari okkar íslendinga, en ekki get ég ímyndað mér að nokkur maður, sem til þekkir, láti sér, koma í hug orðið siðfág- un í því sambandi. Þró- unin hér á landi stefnir í þveröfuga átt. Hér fer óhefluð framkoma og ruddaskapur sívaxandi. Það litla sem við kunnum að hafa iært af okkur siðfágaðri þjóðum er nú talið til tilgerðar og að- hlátursefni.“ Það er greinilegt að Ævar á hér ekki við þá kurteisi sem kenna má við hofmóð og yfirlæti, heldur að menn sýni náunga sínum tillitsemi í umgengni og hátterni. Ruddaleg framkoma og tillitsleysi við þá sem maður umgengst á miklu fremur skylt við yfirlæti. Tvær bækur hafa verið Hverjir hlýða kalli Bandaríkja- manna? Ólafur Ragnar Gríms- son hefur skrifað furðu- legar langlokur um stjórnarmyndunina síð- ustu og framsóknar- flokkinn. Það yrði til að æra óstöðugan að fara að elta ólar við þau skrif öll, enda dettur varla nokkr- um heilvita manni það í hug. En svolítið hefur skrifaðar á íslensku um kurteisi og eru nokkurs konar kennslubækur í framkomu og umgengn- isháttum. Fátt lesefni þykir íslendingum hlægi- legra. En þær umgengnis- venjur sem Ævar R. Kvaran lýsir í grein sinni eru ekki aðhlátursefni. Unga fólkið er ekki vandræðalegt í fram- komu af neinni ill- mennsku. Það lærir ein- faldlega ekki siðfágun af þeim sem eldri eru. Auð- vald og fjölmiðlar halda að því drusluverki í formi „ídóla“, sem segja öllum góðum siðun) stríð á hendur og éta eitur. samt verið fjallað um hugarástand fyrrverandi þingflokksformanns og m.a. gerir Haraldur Blöndal nokkra athuga- semd við fræði hans í D V í gær og skrifar þar m.a: nUndanfarna daga hafa birst breiðsíður í DV og Þjóðviljanum um hvert sé eðli Framsóknar- flokksins og forustu- mönnum þess flokks eru gefnar einkunnir eftir því, hvort þeir eru hlynntir samstarfi borg- aralegu flokkanna, eða hvort þeir vilja stjórna með Alþýðubandalag- inu. Ólafur Ragnar er mikilvirkastur þeirra höfunda, sem þannig hafa tekið sér fyrir hend- ur að lýsa Framsóknar- flokknum. Ekki erégviss um, að sá nemandi Ölafs í þjóðfélagsfræðum, sem skilaði ritgerðum um þjóðfélagsmál á þennan hátt, fengi hátt. Efast. stórlega um, að hann næði framhalds- einkunn, hvað þá loka- prófi. Sem dæmi um undar- legan málflutning Ólafs er, að núverandi ríkis- stjórn sé sérstaklega sett á laggirnar að kröfu sendiherra Bandaríkj- anna. Þessi skoðun var fyrst sett fram í leiðara Einars Karls Haraldsson- ar í Þjóðviljanum og hef- ur verið gripin á lofti af Ólafi. Þeir félagar hafa nefnt dæmi máli þessu til stuðnings, - t.d. skoðanir Ólafs Jóhannessonar á varnarmálum, andstöðu Steingríms Hermanns- sonar við álstefnu Hjör- leifs og aukin völd svo- nefndra NATO-manna í * Framsókn. Það eru fyrst og fremst framsóknar- menn, sem eiga að hlaupa eftir boðum og bönnum sendiherrans. Sjálf- stæðismenn sleppa gjör- samlega við áburðinn. Svona málflutningur er málflutningsmönn- unum til skammar, og ber meira merki þess að vera kastað fram í bræði yfir því að halda ekki lengur um stjórnvöl landsins, heldur en vera skynsamlegt innlegg í stjórnmálaumræðu. Sér- staklega er þessi mál- flutningur fyrir neðan. virðingu prófessors í þjóðfélagsfræðum. Það er hins vegar haft í flimt- ingum, að aðeins einu sinni hafi íslenskur stjómmálaflokkur farið eftir fyrirmælum og hót- unum frá bandarískum stjórnvöldum, - það var þegar Alþýðubandalagið greiddi í heilu lagi at- kvæði gegn því, að svo- nefndu hvalveiðibanni yrði mótmælt.“ Hægri og vinstri hlið Framsóknar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.