Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1983
11
bridge■■ :
Tóku grásleppuna
fram yfir spilin
■ Um síðustu helgi héldu Stykkis-
hólmsbúar mót í tiiefni af 20 ára afmæli
bridgefélagsins á staðnum. Eins og nú er
að verða hefð á svona helgarmótum
voru góð verðlaun í boði og lengi vel leit
út fyrir að þátttaka yrði mjög góð þrátt
fyrir að veðrið væri ekki sérlega hagstætt
til innisetu.
En eins og svo oft áður hættu margir
við á síðustu stundu, bæði heimamenn
•og aðrir. Að vísu má segja að heima-
menn hafi verið löglega afsakaðir því
grásleppan varð allt í einu svo auðginnt
að menn gátu ekki fórnað öruggri veiði
fyrir sýnda. Því tóku aðeins 22 pör þátt
í mótinu.
Á þessu móti voru svo fastir liðir eins
og venjulega: Jón Baldursson vann, að
þessu sinni mcð Sigurði Sverrissyni. í
fyrstu verðlaun voru ferðavinningar frá
Úrval og menn hafa hlerað það að Jón
ætli að setja á stofn eigin ferðaskrifstofu
næsta vetur til að losna við eitthvað af
öllum ferðavinningunum sem hatm hefur
unnið í vetur.
í öðru sæti voru Skagamenn: Alfreð
Kristjánsson og Skúli Ketilsson og í
þriðja sæti voru svo heimamenn: feðgam-
Ellert Kristinsson og Kristinn Friðriks-
son
Einnig fengu Guðjón Pálsson og
Flemming Jessen aukaverðlaun fyrir að
fá hæstu skor í einni setu, en þeir fengu
43 stig af 50 mögulegum.
Bikarkeppnin
Eitthvað af leikjum úr fyrstu umferð-
inni er nú lokið en mér er aðeins
kunnugt um úrslit í einum þeirra: Vil-
hjálmur Pálsson frá Selfossi vann Gylfa
Baldursson úr Reykjavík. Öllum
leikjum á að vera lokið fyrir Í9.júní.
Bridgefélag
Menntaskólans á
Laugarvatni
í aðalsveitakeppni félagsins tóku þátt
7 sveitir sem er mjög góð þátttaka í 200
manna skóla. Úrslitin voru þessi.
Sveit Sigga 109
Mývatnssveitin 86
A.A.sveitin 85
í sigursveitinni spiluðu Hermann
Erlingsson, Magnús Pálsson, Gylfi
Gíslason og Ólafur Týr Guðjónsson en
þessir piltar urðu einnig Framhaldsskóla-
meistarar í sveitakeppni í vetur.
Efstu pör í aðaltvímenningnum voru:
Sigurpáll Ingibergsson -
Gunnar Þ. Jónsson 65
Þorsteinn Sverrisson -
Bjarni R. Brynjólfsson 45
Hermann Þ. Erlingsson -
Magnús Pálsson 44
Bridgefélag kvenna
í 4rðu umferð parakeppninnar fengu
þessi pör hæsta skor:
Ingibjörg Halldórsdóttir -
Sigvaldi Þorsteinsson 199
Kristjana Steingrímsdóttir -
Þórarinn Sigþórsson 198
Erla Sigurjónsdóttir -
Kristmundur Þorsteinsson 191
Esther Jakobsdóttir -
Svavar Björnsson 184
Ragna Ólafsdóttir -
Ólafur Valgeirsson 182
Efstu pör eftir 4 umferðir eru nú:
Esther Jakobsdóttir -
Svavar Björnsson 736
Kristjana Steingrímsdóttir -
Þórarinn Sigþórsson 698
Ólafía Jónsdóttir -
Baldur Ásgeirsson 696
Sigríður Pálsdóttir -
Óskar Karlsson 683
Júlíana ísebarn -
Örn ísebarn 683
Þorgerður Þórarinsdóttir -
Steinþór Ásgeirsson 679
Síðasta umferð mótsins verður spiluð á
mánudagskvöld í Domus Medica.
Bridgedeild Skagfirðinga
Þriðjudaginn 31. maí var spilaður
tvímenningur í tveim 10 para riðlum.
Efst urðu eftirtalin pör:
A - riðiil
1. Baldur Ásgeirsson -
Magnús Halldórsson 129
2. Agnar ívarsson -
Guðmundur Kr. Sigurðsson 124
3. Birgir Sigurðsson -
Hjörtur Bjarnason 122
4. Sigmar Jónsson -
Vilhjálmur Einarsson 113
B - riðill
1. Guðrún Hinriksdóttir -
Jón Andresson 129
2. Högni Torfason -
Steingrímur Jónasson 126
3. Bjarni Pétursson -
Ragnar Björnsson 121
4. Björn Hermannsson-
Lárus Hermannsson 113
Næsta þriðjudag verður enn spilaður
tvímenningur og er þátttaka öllum
heimil.
Spilað er í Drangey, Síðumúla 35, og
hefst keppni kl. 19.30 stundvíslega.
Bridgefélag Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag voru afhent
verðlaun fyrir helstu keppnir vetursins.
Ennfremur var spilaður léttur Rú-
bertu-bridge og lauk honum með yfir-
burðarsigri Guðmundar Sigursteinsson-
ar og Kristínar Kristinsdóttur sem hlutu
46 stig. Næstir komu Stefán og Ragnar
með 17 stig.
Næstkomandi þriðjudag vcrður spil-
aður eins kvölds tvímenningur og verður
það að öllum líkindúm síðasta spila-
kvöldið á þessu starfsári nema mæting
verði því betri. Spilað er í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi og hefst spila-
mennskan kl. 19.30 stundvíslega
Keppnisstjóri verður sem fyrr Hermann
Lárusson.
Stjórnin.
ALLIRÞURFA
AÐ ÞEKKJA
MERKIN!
Sölumaður
óskast í Bifreiðadeild okkar nú þegar. Æskileg er
Samvinnuskólamenntun eða hliðstæð menntun
og hæfileikar í mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar hjá starfsmannahaldi.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARMÚLA3 SlMI 81411
Sumartískan frá
Marks & Spencer
er komin í kaupfélagið
^KAUPFEIAGIÐ
■ \ '
I
- ' ■':-:p