Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 1
Sumargetraunin - fyrsti getraunaseðiilinn birtur - sjá bls. 2 Blað Tvö 1 blöð 1 í dag Helgin 4.-5 júní 1983 127 tölublað 67. árgangur Kartöflubændur í Þykkvabæ óhressir SITJA ENN UPPI MED 48% AF UPPSKERU SfÐASTA ARS ■ „Um þessi mánaðamót var enn nær helmingurinn af kart- öflunum hér í Þykkvabænum ófarinn á markað, eða 48%. Fram undir þetta hefur salan verið alveg óskaplega treg hjá okkur - fyrst núna að það er að lifna yfir þessu. Við reyndum að ná samstöðu um að láta mæla hjá öllum og Grænmetisverslun- in átti að taka jafnt af mönnum samkvæmt þeirri mælingu. Samt kemur þetta enn einu sinni þann- ig út að okkar kartöflur verða einhvernveginn alltaf síðastar á markað". Þetta sagði Yngvi Markússon í Oddspart i í Þykkva- bæ í gær. Yngvi kvað landssamtök kart- öflubænda nú búin að ákveða að láta fara fram tvær og jafnvel þrjár mælingar yfir næsta kart- öfluúthald til að reyna að fyrir- byggja þetta framvegis. Yngvi kvað þetta valda mönnum margskonar erfið- leikum. Þegar komi fram á vor aukist rýrnun og vinnan verði meiri við flokkun og pökkun kartaflanna, einmitt á sama tíma og allir eru 'önnum kafnir við niðursetninguna. „Við erum líka heldur óhressir yfir því að ekki skyldi vera verðlagt hjá okkur núna um mánaðamótin, en kartöflur voru þá hafðar útundan. Þarna er verið að brjóta á okkur lög, því auðvitað eigum við að fá okkar 8% verðbætur núna eins og aðrir launþegar í landinu, en það er ekkert tillit tekið til þess, vegna einhverrar togstreitu hjá fulltrú- um í sexmannanefndinni,1' sagði Yngvi. Tekið skal fram að sú 9% hækkun sem varð á kartöfluverði 1. júní fór ekki til bænda heldur upp í hækkaðan umbúðakostn- að. En búast menn ekkí við að sitja uppi með eitthvað af þess- um kartöflum úr því að helming- urinn er enn óseldur í júní? „Þegar framleiðendum sem keypt er af fækkar svona mikið verður það svo mikið sem fer á hverjum mánuði. Það hefur skeð í mörg ár að við höfum einir verið eftir með miklar birgðir um þetta leyti. En kartöflurnar hafa þó venjulega verið búnar undir lok júlí. Það hefur aðeins einu sinni skeð á undanförnum árum að þetta hef- ur náð saman, þ.e. að gömlu kartöflurnar voru ekki búnar þegar þær nýj u komu á markað. “ - HEI HALUNN Á, B.Ú.R. 112 MILUONIR KR. gengistapið segir Björgvin ■ „Bæjarútgerðin er með tals- verðar skuldir erlendis og þessar skuldir eru gengistryggðar þann- ig að 100% verðhækkun dollar- ans á síðasta ári ásamt vegur þyngst í Guðmundsson fjármagnskostnaði á langstærst- an hlut í þessari útkomu. Þar er annars athyglisvert að þegar fjármagnskostnaður og afskriftir hafa ekki komið inn í dæmið er Lokaæfing „vikingasveitar” lögreglunnar: TVEIMUR MÖNNUM VAR RIARGAÐ ÚR GÍSUNGU ■ Tveir menn voru tcknir í gíslingu af hópi manna vopn- uðum haglabyssum við Korp- úlfsstaði á fimmtudagskvöldið. Ræningjamir kröfðust lausn- argjalds fyrir gíslana og einnig að fá flugvél til umráða til að komast úr landi. „Víkinga- sveit“ lögreglunnar í Reykja- vík var kvödd til og henni tókst að yfirbúga ræningjana þegar þeir voru að stíga upp í flugvél- ina en áður hafði verið gengið að kröfum þeirra. Sem betur fer er þessi frétt ekki sannleikanum samkvæm að öðru leyti en því að þarna var um að ræða lokaæfingu hjá 12 manna hópi lcgreglumanna sem þjálfaður hcfur vcrið sér- staklega til að bregðast við atvikum af þessu tagi. Að sögn Bjarka Elfassonar yfirlögregluþjóns er með þessu verið að búa lögregluna undir atvik, s.s. gíslatöku, bankarán ■eða önnur ofbeldis- og hermd-_ arverk, sem aðrar þjóðir hafa þurft að glíma, við í auknum mæli. Bjarki sagði að atvikið á æfingunni hefði verið valið sem hugsanlegur möguleiki en tengdist ekki neinu sérstöku tilefni að öðru leyti. Hann sagði líka að æfingin hefði tekist vel og gengið cftir áætl- un. -GSH þessu dæmi framkv.stjóri hagnaður af rekstrinum og betri útkoma en í fyrra þegar þessum liðum hefur verið sleppt,“ sagði Björgvin Guðmundsson fram- kvæmdastjóri B.Ú.R. í samtali við Tímann í gær, en 112 milljón króna halli varð á rekstri Bæjar- útgerðar Reykjavíkur á síðasta ári. Halli af rekstri togara fyrir- tækisins nam þar af 94.3 milljón- um. Á hinn bóginn var hagnaður af rekstri fiskiðjuvers, saltfisk- og skreiðarverkunar og nam hann 38.6 milljónum króna. Afskriftir voru reiknaðar 41.1 milljón. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði er hann gerði grein fyrir reikningum borgarsjóðs að tölur um afkomu Bæjarútgerðarinnar bæru með sér að brýnt væri að leysa fjárhagsvanda fyrirtækisins með því að lækka fjármagns- kostnaö og væri nú unnið að því. Að sögn Björgvins Guð- mundssonar hefur stærstur hluti fjármagnskostnaðarins myndast hjá Fiskveiðasjóði og er nú unnið að því að koma vanskUa- skuldum fyrirtækisins þar í skil, - en jafnframt binda menn vonir við að ríkisvaldið geri einhverjar þær aðgerðir sem létti á fjár- magnskostnaði útgerðarinnar. -JGK . ' .'UTTTSli I Tt' | ^ ér ' . * Sjómannadagur inn á sunnudag — fyrsta skóflustungan tekin í dag að vernduðum þjónustuíbúdum aldraðra ■ „Gamall draumur á að ræt- ast í tengslum við þcnnan sjó- mannadag“, sagði Pétur Sig- urðsson formaður Sjómanna- dagsráðs er blaðamaður Tímans ræddi við hann í gær um sjó- mannadaginn sem er næstkom- andi sunnudag. „Á laugardagsmorgun verður tekin fyrsta skóflustungan að vernduðum þjónustuíbúðum fyrir aldraða sem verða í teng- ingu við Hrafnistu í Hafnarfirði hvað þjónustu og öryggi varðar. 1. áfanginn er 30 íbúðir. Þær eiga að vera í eigu fólksins sjálfs eða félagasamtaka. Stefnan er að fyrstu íbúarnir geti flutt inn á sjómannadaginn að ári liðnu. Þá rætist draumurinn." Aðspurður sagði Pétur að sjómannadagurinn væri með klassísku sniði í ár. „E.t.v. dreg- ur það eitthvað úr aðsókninni hér í Reykjavík að sama dag er landsleikur í knattspyrnu, en vonandi verður það ekki rnikið. Það hefur sýnt sig að born og unglingar kunria vel að meta ■ sjómannadaginn. Nú svo'kemur Sjómannadagsblaðið út að venju.“ Það kom fram í samtalinu að frá síðasta sjómannadegi hafa aðeins látist 3 sjómenn en það er langlægsta talan sem hefur verið. Það hefur komið fyrir að minnst hefur verið 40 sjómanna á sjó- mannadaginn. „Þessa fækkun dauðsfalla á sjó vil ég þakka áróðri vegna björgunarstarfa, stórkostlegri vinnu Slysavarnar- félagsins og auknum öryggisút- búnaði á skipum“, sagði Pétur. -Jól

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.