Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1983
15
Freyr - Búnaðarblað
■ Apríl og maí-blöð búnaðarblaðsins
Freys, 79. árg. hafa borist Tímanum. í
þeim eru margar greinar og myndir og
efni sem viðkemur landbúnaðinum, svo
sem Innlend fóðurframleiðsia, erindi
eftir Áma Jónasson landnámsstjóra.
Mjaltatækni og fjósbúnaður, viðtal við
Pétur Guðmundsson hjá Véladeild
S.Í.S. „Frá framleiðsluráði landbúnað-
arins" heitir grein, þar sem sagt er frá
nokkrum málum, sem fjallað var um á
fundi ráðsins í mars sl.
í maíheftinu eru margar mjög fallegar
litmyndir, sem nefnast „Sumarleyfi í
sveit“ og Sigurgeir Ólafsson og Derek
Mundell hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins skrifa um „Notkun linurons
(Afalons) í kartöfluræktun", en undan-
farin 15 ár hefur illgresiseyðirinn Afalon
verið notaður í kartöfluræktun hér á
landi. Nú herma fregnir erlendis frá að
efnið hverfi ekki úr jarðveginum á einu
ári við norðlægar aðstæður, og er margt
að athuga í sambandi við það. Ritstjórar
Freys eru Matthías Eggertsson og Júlíus
J. Daníelsson.
Hesturinn okkar
■ Hesturinn okkar - tímarit Lands-
sambands hestamannafélaga hefur kom-
ið út í 24 ár. í þessu blaði eru inngangs-
orð eftir Kristján Guðmundsson. Síðan
er grein sem nefnist „Hún dró mig að sér
eins og segull" og er þar sagt frá
heimsókn að Háreksstöðum, og er grein-
in skreytt mörgum myndum. Hestavísur
eru í blaðinu eftir Höskuld Einarsson
frá Vatnshorni. Mynd er af honum með
greininni og nokkur minningarorð, því
að hann lést 1981 að Blönduósi, - en
vísur hans lifa. „Vilji er allt sem þarf“
nefnist grein þar sem sagt er frá heim-
sókn hestamanna til Hornfirðinga í
tilefni hálfrar aldar afmælis hestamanna-
félagsins þar. Fjórar leiðir í Gjáarrétt
(fyrri hluti) heitir löng grein eftir Þorkel
Jóhannesson og Óttar Kjartansson.
Myndir fylgja með í greininni. Margt
fleira er í blaðinu, svo sem frásagnir af
félagastarfi hestamannafélaga víðs vegar
um landið o.fl.
BYGGI
STÖRT OG SMÁTT
Hef flekamót, byggingakrana, 30 tonna bílkrana,
vörubíla, gröfur og loftpressu.
Fullkomið verkstæði - Góður mannskapur.
SIGFÚS KRISTINSSON
Byggingameistari - Bankavegi 3, Selfossi - Sími 1275
Verkstæði Austurveqi 42-44 -Sími 1550