Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1983 fréttir ÞAÐ ER MIKILL VANDI AÐ RATA RETTA LEIÐ Rabbað við Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra 77 ■ „Mér er það ljóst að það verður erfitt að tryggja Gskveiðíflotanum góða aflcomu á næstu árum. Allar upplýsingar sem fyrir liggja benda til þess að ástand fiskistofiia sé ekki nxgjanlega gott. Ég leyfi mér þó að vona að hér sé fremur um að ræða svartsýnar spár en bjartsýnar. Það hefiir alltaf veríð þannig í gegnum árin að afli hefur brugðists um einhvem tíma og síðan aukist aftur. Og þótt rannsóknir hafi aukist mikið, er vitneskjan ekki og verður senniiega aldrei, nægjanleg í þessum efnurn." Þetta sagði Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, þegar hann var spurður hvemig hægt yrði að tryggja hinum dýra og afkastamikla fískiskipaflota lands- manna arðbær verkefni miðað við ástand fiskistofna við' landið og þar með sjó- mönnum viðunandi kjör. Halldór hélt áfram: „Það er líka mikið atriði fyrir flotann í framtíðinni að fiski- mið verði ekki ofnýtt. Ef það verður gert versnar afkoman þegar til lengri tíma er litið. Þess vegna verður í þessu sambandi að hugsa um alllanga framtíð. Það getur verið nauðsynlegt og réttlætanlegt að taka á sig nokkra aflaminnkun, sem þýðir þá það, að þjóðfélagfið verður að vera tilbúið til að rýra kjörin um stundarsakir til að geta bætt þau aftur síðar. Það liggur í því mikill vandi að rata þessa braut og ég held að ef það tekst ráðist fram úr þessu.“ - Ef ekki tekst að auka aflann er þá yfir höfuð mögulegt að halda viðundandi fiskverði til sjómanna? Betri nýting „í mínum huga er það enginn vafi að helsta leiðin til að greiða hærra fiskverð og þar með bæta kjör sjómanna er að nýta aflann betur. Gera úr honum meira verðjnæti á erlendum mörkuðum. Við fáum annað slagið slæmar fréttir af smáfiska- drápi, fiski sem fer í gúanó, skemmdri vöru á erlendum mörkuðum og svo framvegis. Það verður náttúrulega alltaf svo að ýmislegt gerist neikvætt í þessari rás frá veiðum til markaðar. Fiskurinn kemur ekki jafnt og þétt inn á færiband. Við búum við það að hann gefur sig á misjöfnum árstímum og veiðin er þar af leiðandi mjög mismunandi. Það skapar að sjálfsögðu vandamál í framleiðsíunni. Og mér er það fullkomlega Ijóst að í sjávarút- vegi er ekki hægt að vinna eins kerfísbund- ið og í iðnaði. Stundum finnst manni að fólk haldi að þetta sé eitthvað svipað því að framleiða bíla á færibandi - þar sem tiltölulega auðvelt er að binda alla vinnsl- una í einhvers konar kerfi. í sjávarútvegi er við náttúruna og alla hennar duttlunga að fást og vinnsluna þarf að aðlaga að þeim skilyrðum sem ekki verður breytt. Þó er enginn vafi á því að margt má gera. En það verður ekki gert fýrst og fremst úr stjómarráði íslands heldur af því fólki sem vinnur við þetta; bæði til sjós og lands og á erlendum mörkuðum. Ráðuneytið getur svo greitt fyrir samstarfi milli þessara aðila.“ Eftirlit ekki endilega rétta aðferðin - Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir rányrkju á fiskstofnum. - Ert þú til dæmis hlynntur því að eftirlit með smáfiskadrápi verði hert? „Það er að sjálfsögðu hægt að auka eftirlit en að mínum dómi er það ekki endilega rétta aðferðin. Meðan ég var við nám í Bergen i' Noregi, heyrði ég einu sinni þá sögu, að ungir menn voru sendir til eins af ráðstjómarrfkjunum til að kynna sér smásöluverslun. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þar var iýmun miklu minni en t.d. í Noregi. Eftirlitið var líka mörgum sinnum meira. Eftirlit kostar heilmikla peninga og það er spuming hvort það var ekki dýrara en rýmunin sem tókst að koma í veg fyrir. Eftirlit má ekki koma eftirlitsins vegna - það sem þarf að koma er virðing bæði þeirra sem við sjávarútveg starfa og „Eftiriit er að mínum dómi ekki endilega rétta aðferðin...“ annarra í þjóðfélaginu. Menn verða að gera sér grein fyrir, sem ég held að a.m.k. flestir sjómenn geri, að með smáfiskadrápi er verið að ganga á eigin auðlindir, sem em undirstaða okkar lífs í þessu landi.“ Sjómenn gera sér grein fyrir vandanum - Nú vitum við að smáfiskadráp hefur verið stundað í stómm stfl... „Það er alltaf hægt að réttlæta einstaka slys og í veg fyrir þau verður aldrei komist. Ég hef umgengist marga sjómenn og veit að þeir gera sér þennan vanda ljósan betur en flestir aðrir. Þeir eru í mestri snertingu við miðin og kynnast þeim af eigin raun - og hverju það munar að afla arrnars vegar vel og hins vega illa. Þeirra tekjur ráðast af þvf og þess vegna hef ég þá trú að þeir fari með gát í þessu sambandi.“ - Snúum okkur að endumýjunfiotans. Er tímabært að byggja fleiri skip og þá hvers konar? - Eiga íslenskar skipasmíða- stöðvar einar að sjá um endumýjunar- og viðhaldsþörfina? „Ég tel ekki tímabært að stækka flotann eins og nú standa sakir og hef í reynd fáa hitt sem em mér ósammála hvað það varðar. Hitt er svo annað mál að það verður að halda flotanum við. Það verður að fara út í nýjungar því öll vitum við að það sem gengur vel núna þarf ekki að ganga vel eftir nokkur ár. Oft og tíðum hafa orðið mjög miklar og skyndilega byltingar í sjávarútvegi. Við munum eftir sfldveiðunum, togaraflotanum og loðnu- veiðunum, sem duttu niður jafitvel snögg- ar en komu til. ' Raðsmíðaverkefni - litlir togarar Um framtíðina halda menn því gjaman fram, að endumýjunarþörfin sé mest hjá bátaflotanum. Nú er í gangi raðsmíða- verkefni sem er undir þeim merkjum að hann verði endurnýjaður. Tilfellið er samt að þar er verið að byggja litla togara, að vísu útbúna fyrir línu- og netaveiðar. En því er haldið fram að þeir muni aldrei stunda annað en togveiðar. í mínum huga brennur sú spurning hvort ekki er rétt að byggja ódýrari skip sem eyða lítilli olíu og gera þau út á línu. Norðmenn eru nú að auka mikið línu- veiðar. Ef að vel tekst til í sambandi við þróun beitingavéla getur það skipt sköpum varðandi línuveiðar. Og að sjálfsögðu þurfum við að hafa vakandi augu fyrir öllum nýjungum í því sambandi. Jafn- framt þarf að leggja áherslu á að halda þeim flota sem fyrir er gangandi og búa vel að honum. Varðandi íslenskar skipasmíðastöðvar er að sjálfsögðu æskilegt að þær fái sem mest af þeim verkefnum sem til falla. Viðhaldsþörf flotans er nú vaxandi og henni á að sinna eins og hægt er hérna heima. Einnig er ljóst að endurnýjunat^ verður alltaf þörf og auðvitað á að smíða' ný skip á íslandi eins og kostur er. Hitt má ekki gleymast að ef byggð eru óhagkvæm skip og of mörg er verið að varpa vanda iðnaðarins yfir á sjávarút- veginn og það kemur ekki vel út fyrir heildina. Það er sárt til þess að vita að ný íslensk skip, a.m.k. mörg hver, eiga sér lítinn eða engan rekstrargrundvöll.'1 Samningar við E.B.E? - Sókn í nýjar tegundir? „Ef við byrjum á kolmunnanum þá var það mjög merkileg tilraun sem þeir á Eldborginni frá Hafnarfirði gerðu. Við vitum að Færeyingar hafa stundað kol- munnaveiðar með góðum árangri. En í vor mistókst þetta hjá Eldborgar- mönnum vegna þess að fiskurinn kom aldrei yfir miðlínu Efnahagsbandalags- ins og Færeyja, hélt sig allan tímann Efnahagsbandalagsmegin. Og meðan við höfum ekki gagnkvæma samninga um veiðar á þessum stofni verður erfitt að gera út á hann. Skipin verða að geta elt stofninn sem aldrei er að vita hvert fer. Þetta sýnir að það er mikilvægt fyrir okkur að hafa gagnkvæm réttindi varð- andi veiðar á kolmunna. - Nú er okkur heimilt að veiða kol- munna í færeyskri landhelgi - eru í gangi viðræður við EBE um veiðiheimild-' ir innan landhelgi bandalagsins? „Það hafa verið í gangi viðræður um þetta vandamál en engin lausn fengist. Það er nú einu sinni þannig að íslending- ar hafa löngum verið þeirrar skoðunar að fiskurinn við landið væri svö mikill að það þyrfti ekkert annað að sækja og þegar loks væri búið að koma útlending- um af miðum okkar þyrfti ekki að hafa áhyggjur í landinu. Allir vilja halda sínu Varðandi fiskveiðar vilja allir halda sínu alveg eins og við viljum halda okkar. En samt mun ég leggja á það áherslu að við höfum augun opin og ■ „Það er nú einu sinni svo að við íslendingar höfiim verið þeirrar skoðunar að fiskurinn við landið væri svo mikill að við þyrftum ekki annað að sækja...“ gerum allt til að tinna okkar skipum verkefni, sem skila útgerð þeirra arði.“ - Djúprækjuveiðar? „Rækjuveiðar hafa aukist mjög á undanförnum árum og það er skoðun margra áð enn sé hægt að auka hana. Rækjuleitin hefur tekið mörg ár og það er mikilvægt að halda henni áfram. Það er til dæmis vitað um rækju í Húnaflóa utanverðum og fyrir Austurlandi sem á hvorugum staðnum er veidd. Það er að vísu ekki vitað hvað hún er í miklu magni eða hvernig hægt er að nýta hana. En það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að komast að því jafnframt nýtingarmöguleikum á öðrum fiskstofn- um sem ekki eru nýttir eins og skynsam- legt er. Markaður setur hömlur - Geturðu nefnt fleiri tegundir? „Það eru náttúrulega rhargar tegundir sem hugsanlegt er að nýta. Við getum til dæmis nefnt kúfiskinn. Hann er í miklu magni hér í kring um landið. Hins vegar er ekki enn búið að finna möguleika á að selja hann. En ef markaður finnst er um leið kominn góður grundvöllur fyrir kúfiskvinnslu. Það er víðar sem markaður setur okkur hömlur. Við vitum það að hægt er að veiða meira af síld en nú er gert - en við sjáum þá fram á að sitja uppi með hana óselda.“ - Stjórnun síldveiða hefur gefist vel hér við land - en í Noregi vitum við að veitt er af norsk-íslenska síldarstofninum inni á fjörðum - meðan síldin er enn smá. Hefur þú hugsað þér að reyna að fá Norðmenn til að hætta þessum veiðum eða minnka þær a.m.k.? „Stjórnun síldveiða hefur gengið sæmilega hér á landi undanfarin ár, en þar hafa átt sér stað mistök eins .og annars staðar. Það er öll stjórnun veiða erfið. Mönnum er það ekki tamt, eðli- lega, að búa við takmarkanir í sjósókn. íslenskir sjómenn eru vanastir þeim, hugsunarhætti að sækja á sjó án tak-. markana. Nú standa þeir allt í einu frammi fyrir nýjum viðhorfum, sem skapa margs konar vandkvæði. Ég mun reyna eins og ég get að hafa sem best samstarf við hagsmunasamtök í samb- andi við þessa stjórnun. Norsk-íslenski stofninn í sambandi við Norðmenn þá höfum við íslendingar alltaf lagt áherslu á það við Norðmenn að þeir minnkuðu sókn- ina í norsk-íslenska síldarstofninn. Við munum að sjálfsögðu gera það áfram, því það er mjög sorglegt hvað mikið hefur verið veitt úr stofninum við Nor- egsstrendur. Hins vegar mun þessi stofn í nokkrum vexti og vonandi verður það til þess að hann fer út á hafið á nýjan leik. Þótt ég geri mér ljósa grein fyrir því að það kunni að verða erfiðleikum bundið að koma síldinni í verð, ef hún fer að fást í verulega auknum mæli Ef við stöndum frammi fyrir því að hægt verði að veiða meiri síld en hægt er að nýta til manneldis er ekki útilokað að hægt verði að nýta hann til bræðslu. Aðaláherslan verður lögð á að nýta það sem hægt er að nýta með skynsamlegu móti.“ - Nú er sjómannadagurinn á morgun - hver telur þú brýnustu hagsmunamál sjómanna núna? „Fyrir utan náttúrulega að þeirra kjör verði tryggð í nánustu framtíð eru öryggis- mál um borð í skipum stórt mál. Það sést best á því að þeir hafa tileinkað sjómanna- daginn öryggismálum, aðbúnaðar- og velferðarmálum - eiginlega fremur en kjaramálum. Enda er hvergi í atvinnulíf- inu jafn mikið um slys og hjá sjómönnum. Og það eiga margir um sárt að binda vegna slysanna. Þess vegna tel ég að það megi einskis láta ófreistað til að bæta öryggi sjómanna,“ sagði Halldór Ás- grímsson. - Sjó. Kveikt f Norðurtanga á ísafirði ■ Eldurkom upp í Hraðfrystihúsinu Norðurtanga á ísafirði um tvöleytið aðfaranótt sl. fimmtudags. Víst er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Vel gekk að slökkva eldinn með froðuslökkvitæki og litlar skemmdir urðu á húsinu að sögn slökkviliðsins á ísafirði. Skemmdir urðu þó umtals- verðar á frystikössum og einnig komst eldur inn í iítinn vélasai. Þá varð eitthvað tjón á raflögnum vegna hita. - GSH Listatrimm á sunnudags- kvöld: Tónar, Ijóð- og leiklist ■ Næsta listatrimm í Félagsstofnun stúdenta verður á sunnudaginn kl. 20.30. Það verður boðið upp á ljúffeng- an listakokteil, Blásarakvintett > Reykjavíkur leikur verk eftir Mozart, Malcolm Arnold og Jacques Ibert, svo og aukalög eftir pöntun. Ljóðskáldin Einar Ólafsson, Elísabet Þorgeirsdótt- ir og Ingibjörg Haraldsdóttir lesa úr verkum sínum og þeir Sjón og Einar Melax, einu nafni Sjólax, fremja „gjörningorðs og æðið tóna og hljóða.“ Blásarakvintettinn leikur aftur þriðjudaginn 7. júní og þá verður endurtekið Steinaspil og Músíkleik- verkið en þessi verk voru flutt í Félagsstofnun um síðustu helgi. - JGK Carl-Erik Ström: Ljósmynda- sýning f Norræna húsinu ■ Cari-Erik Ström frá Finnlandi hef- ur opnað Ijósmyndasýningu í Norræna húsinu og sýnir þar 30 svarthvítar myndir. Myndefnið sækir hann aðal- lega út í náttúruna og er sagt að hann leit- ist við að mynda hið óvenjulega og gera það venjuiegt. Hann hefur verið kall- aður „ljósmyndarinn sem er fljótari að hugsa en myndavélin;1 Hann er fæddur 1938 og hcfur fcngist við ýmsar listgreinar svo sem höggmyndalist, tónlist og skrifað tvær bækur. Carl-Erik hefur áður sýnt á íslandi, það var snemma árs 1977 og þá í hópi finnskra listamanna sem kalla sig „Sláttumennina." JGK Happdrætti SVFÍ: Lokaátak ■ Lokaátak er nú að hefjast í sölu happdrættismiða Slysavarnafclags Islands, en þeir voru sendir út í maí. „Dregið verður um glæsilega vinn- inga, samtals að verðmæti 2,5 milljónir króna, þ.e. 5 Mazda bifreiðir og 120 Electrolux örbylgjuofnar," segir í frétt frá Slysavarnafélaginu Agóða af happdrættinu verður varið til margs konar verkefna sem félagið vinnurað. M.a. verður hluti hans notað- ur til kaupa á sérstökum þrýstiklefa fyrir kafara, til að koma í veg fyrir svokallaða kafaraveiki. Búnaðinn er unnt að flytja hvert sem er, t.d. með flugvélum. í frétt SVFÍ segir, að mörg önnur fjárfrek verkefni bíði úrlausnar hjá félaginu. Má nefna kaup á fjarskipt- abúnaði björgunarmanna, viðhald á neyðarskýlum, sem eru um 80 talsins og byggingu fleiri skýla. - Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.