Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1983, Blaðsíða 2
•• 2' SUNNUDAGUR 26. JUNl 1983 ■ Hafa Loftleiðir stjórnað verðlagn- ingu gistirýmis hér á landi? - það cr ein niðurstaðan sem María kemst að í ritgcrö sinni. „Rangt að verðleggja gisti- rými einungis í dollurum” RÆTT VIÐ MARÍU RÚRIKSDÓTTUR, VIÐSKIPTAFRÆÐING, SEM RITAÐI LOKARITGERÐ SÍNA UM VERÐLAGNINGU GISTIRÝMIS ■ „Verölagning á gistirými íslenskra liolela," er yfirskrift á lokaritgerð eins viöskiptafneðinemans við II.I. nú í vor, en þessi nemi, María Kúriksdóttir, frá ísafirði útskrifast einmitt frá II.í. stðdeg- is í dag sem viöskiptafræöingur. Mér lék hugur á að forvitnast órlítið uni efni ritgcröar Mariu, og þá einkum helstu niðurstöður, og sló því á þráðinn til hennar nú í vikunni, þar sem hún er við slörf á Hótel Rcynihlíö við Mývain, nú í sumar. María tók málaleitan niinni vcl, þannig að helstu punktar samtals okkar fara hér á cftir. „Rangt að verðleggja í doIlurum“ - Hvaö finnst þér vera markveröast í þessari ritgerö þinni, María? „Þaö er nú fyrst til að ncfna þessa verölagningu í dollurum. Mér finnst rangt að vcrðleggja allt í dollurum, raunar er þaö að mínu mati alveg út í hött. har með erekkert tillit tekiö til alls þess fjölda fcröamanna sem kemur liing- aö til lands frá Evröpu. Vcrðlagningin er á engan hátt miöuö viö þá, en þeir eru um 60% allra feröamanna sem koma til landsins. Þaö er spurning hvort ekki er htegt aö aöhiga vcrðlagninguna á gisti- rými hérá landi aö fleiri mörkuöunt. Ég tel aö þaö sé vel mögulegt, og aö það ætti að gcfa upp verö í flciri gjaldmiölum en dolliirum. Dollarinn hækkar um liðlega 100% yfir áriö, miðaö viö þróun pen- ingamála að undanförnu, franski frank- inn hækkar miklu minna, cn ég nefni liann bara sem dæmi um evrópskan gjaldmiðil. Þá er gistirýmið orðið miklu dýrara fyrir Frakka og hækkun komin langt umfram verðbólguhækkunina." - Veistu ástæöur þess að þessi vcrð- lagning er cinungis í dollurum? „Mér hefur skilist að það sé vegna þess aö svo mikill hluti viöskipta okkar fer fram í dollurum. Fiskverðiðerákveð- iö í dollurum o.fl. o.fl.. Auðvitað er algjörlega vonliiust aö nota íslcnsku krón- una, því fölk myndi ekki líta við því veröi sem boðið væri í íslensku krón- unni. Dollarinn hefur því cinnig veriö notaður sem viömiöun, til þess aö hafa einhvern fastan punkt. Nú. eftir því sem ég kemst næst, þá telja þeir sem stjórna verðlagningunni hálfvonlaust aö vera með verðin í pundum, frönkum og þýskum mörkum einnig. Þcir vilja liklega halda sig við dollarann." - Getur þ;i verið að hér sé um fyrir- slátt að ræða, hjá þeim sem stjórna verðlagningunni, þar sem það er örugg- lega mestur gróði af því að skrá verðin einungis í dollurum, a.m.k. miðað við vcrðlagsþróun að undanförnu? „Ja, það eru náttúrlega stundum góð- æri, en stundum koma slæm ár. Þegar staða dollara versnar, þá árar heldur illa. margir þeirra sem ég leitaði til þegar ég var að vinna ritgerðina, sögðu að góðu og slæmu árin jöfnuðu sig upp hvort á móti öðru, en persónulega tcl ég að hér sé um alranga afstöðu að ræða. Það sem við eigum að hugsa um. og stefna að, er að fá ferðamennina hingað - það er aukaatriði hvort góð ár jafna sig upp á móti slæmum á einhverju vissu árabili. Það er erfitt íyrir okkur að fá ferðamenn hingað frá Evrópu, cinkum núna þar sem evrópskir gjaldmiðlar standa illa gagnvart dollara, og því hafa ferðirnar fyrir Evrópubúa, og gistingar hér á landi hækkað alveg gífurlega, þannig að þcir hafa hætt við að fara hingað í stórum stíl. Þetta held ég að sé cin mcginorsökin fyrir því að fjöldi ferðamanna hingaö til lands eykst ekki, heldur stendur í stað. Ég veit að á ferðaskrifstofum í Eng- landi og Vestur-Þýskalandi sem semja við íslcnsk hótel, til dæmis, eru verðin gefin upp í pundum eða mörkum, þegar leitað cr til skrifstofanna sjálfra unt upplýsingar, en í bæklingum sem gefnir eru út t.d. af Ferðamálaráði - þar eru öll verð einungis í dollurum, og það eru nú einu sinni þeir bæklingar sem dreift er hvað víðast til íslandskynningar, svo hinn almenni gestur, sem ætlar sjálfur að leita sér einhverra upplýsinga, t.d. um verð á gistirými, hann fær einungis upplýsingar í dollurum." „Framan af leiddi Hótel Loftleiðir verðlagningu gistirýmis“ - Að hvaða niðurstöðu kemstu helst um verðlagningu á gistirými íslenskra hótela? „Mér virðist sem Hótel Loftleiðir hafi leitt verðlagninguna framan af. Það hefur að því er ég tel, breyst síðastliðin þrjú ár, eða svo, en fram til 1980 stjórnaði Hótel Loftleiðir verðlagning- unni. Það er auðvitað mikið mikið dýrara gistirými í Reykjavík, en úti á landi. Að vísu er erfitt að miða við þá tíma sem eru í dag, því hótelin í Reykjavík bjóða íslendingum gistirýmið á allt að helmingi lægra verði en útlendingum. Það er staðreynd að íslendingar sem gista t.d. á Loftleiðum, þeir borga ekki nema ca. helming af verði því sem útlendingar verða að greiða fyrir samskonar gistingu. Mér finnst það alveg út í hött að hafa tvenns konar verð á gistirými - annað fyrir útlendinga og hitt fyrir íslendinga, en það er náttúrlega tilkomið vegna þessarar verðlagningar í dollurum - það myndi enginn íslendingur greiða um- reiknað dollaraverðið í íslenskum krónum." - Sýnist þér að nýting á gistirými sé ráðandi þáttur þegar gistirýmið er verðlagt? „Ekki held ég að það sé mikil fylgni þar á milli. Mér sýndist, þegar ég leit á þennan þátt, sem ég kannaði að vísu ekki mjög náið, að nýtingin yfir sumar- mánuðina væri svo há á flestum stöðum, að ekki væri um slíkt að ræða. Nýtingin er yfir 80% á velflestum stöðum, flest árin, þessa þrjá sumarmánuði." María sagði mér að hún hefði gert alls konar vísitölur og samanburð á launum, verðbólgu o.fl. í öðrum löndum. Mark- verðast í þeim útreikningum sagði hún vera að það hefði komið í Ijós að greinileg fylgni væri á milli vísitölu ferðamannafjöldans og vísitölu kaup- máttar. Sem dæmi nefndi hún að 1972 í Englandi hefði vísitala ferðamannafjöld- ans verið liðlega 160 og vísitala kaup- máttar svipuð. 1974 hins vegar þá væri vísitala ferðamannafjöldans í kringum 70 og kaupmáttar í kringum 80. Báðar vísitölurnar hefðu síðan farið upp í 100 árið 1975. ■ Hótel Reynihlíö, við Mývatn, þar starfar María í sumar. ■ Hótel ísafjöröur, - María segir gistirými úti á landi vera miklu ódýrara en í Keykjavík. ^ ■ Maria segir hótelin í Reykjavík undirbjóöa verð á gistirými þegar íslendingar eru annars vegar, og segir hún ástæðuna vera þá að gistirýmið er verölagt í dollurum. t i i ....... ■—* “ "

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.