Tíminn - 26.06.1983, Side 6

Tíminn - 26.06.1983, Side 6
SUNNUDAGUR 26. JUNI1983 ■ Með fjölskyldunni: (Frá vinstri) Bryndís, Birna, Pétur og Helgi með Heiðu Kristínu í fanginu. ■ Helgi hefur hreiðrað um sig í kjallaranum heima hjá sér. Þaðan talar hann tn iandsinanna. „Það er hægt að lýsa öllu í útvarpi nema ballett” - SIGURBORG RAGNARSDÓTTIR RÆÐIR VIÐ HELGA PÉTURSSON FRÉTTARITARA RÍKISÚTVARPSINS I WASHINGTON ■ ..Helgi l’étursson, Washington." Þeir sem hlusta á Iréttatíma Ríkisút- varpsins kannast eflaust tlestir við ofan- greind orð. En það eru sjálfsagt fáir sem gera sér grein fyrir að öflun og úrvinnsla frétta- efnis er aðeins hrot af mörgum verkefn- um fréttamanns Ríkisútvarpsins í Was- hington. Til ttð lorvitnast hvernig Helga tekst að láta alla enda ná saman fylgdist ég með honum dagsstund síðla maítnánað- ar. Útskýring á málum f remur en beinar f réttir „Pað fyrsta sem þarf að átta sig á hér er tímamismunurinn," tjáði Helgi mér í upphafi spjtills okkar um verkefni dagsins. „Á sumrin er fjögurra klukku- stunda mismunur á íslenskum og ame- rískutn tíma en fimm klukkustundti munur á veturna. I’essi mismunur setur mér auðvitað vissar skorður í frétta- vinnslu." hélt Helgi áfram. „Athurðir gerast hér vitanlega allan daginn og fram eftir kvöldi. Öll umræða sem hér fer fram að kvöldi gerist um miðja nött á íslandi. Þessi tímaniismun- ur verður til þess að margt af því efni scm er nýtt af nálinni veröur eins og gamlar lummur er heim kemur. Þess vegna sendi ég fremur viðhrögð við hinum ýmsu fréttum hcldur en heinar fréttir. Fréttastofan heima hefur auðvit- að hein samskipti í gegnum fjarrita o.fl.. og þar af lciðandi er verið aö hnoða saman fréttir heima á sama tíma og ég ligg hér á niínu griena eyra. Það er sjaldnar að ég fari á fætur um miðja nótt til þess að senda efni í hádcgisfréttatíma Ríkisútvarpsins sem þýðir að þá þarf ég að vera kominn á ról klukkan um 5 að morgni til fréttascnd- inga heim. Þaðcr í sjálfu sér fátt hér sem fer framhjá fréttastofunni heima. Það eru t'remur viðhrögð og þróun mála sem ég þarf að fylgjast með. Erlendir frétta- menn geta aldrei verið betri eða verri en „local pressan", heimafólkið." Málefni er sérstaklega höfða til íslendinga „Venjulegur vinnudagur liefst með því að morguninn nota ég til að fletta blöðum, fylgjast með fréttum útvarps og sjónvarps og ekki má gleyma símanum sem óspart cr notaður til að hringja á viðkomandi staði í ráðuneytin o.fl. Sem sagt ósköp svipað og vinnutil- högun er háttað heima. í flestum tilvik- um reyni ég að afla frétta er sérstaklega höfða til íslcndinga. Fylgist t.a.m. með ferðum íslenskra ráðamanna sem leggja lcið sína' til þessa hcimshluta. Það má ekki gleymast að við höfum mciri tengsl viö Bandaríkin á sviöi viðskipta og stjórnmála en nokkurt annað ríki. Mcö fullri virðingu lyrir öllunt þá kemur okkur í sjálfu sér ekki við hvað gerist í Danmörku, þaö skiptir a.m.k. ekki höfuðmáli. Viðeigum 'mikil viöskipti við Noiðurlönden þeir kaupa lítið af okkur. Hér eru fyrst og frcmst viðskipta- og sfjórnmálahagsrriunir. varnarsambandiö o.fl. hlutir sem ég hef reynt að fjalla um." Of einhliða viðskipti „Fiskmarkaðirnir standa hér auðvitað á gömlum merg en auk þess eru Islend- ingar að þreifa fyrir sér á ýmsum öðrum sviöuni s.s. allur ullar- og niðurlagning- ariðnaðurinn. Fjölbreyttari fiskafurða- innflulningur, rækjur ogskelfiskurýmiss konar. Markaður er að opnast l'yrir lax og lambakjöt. Því er ekki að lcyna að Bandaríkjamenn kvarta um aö þetta séu of einhliða viðskipti; við seljum þeim vörur en kaupum ekki nóg af þeim í staðinn. Þetta eru í stuttu máli þeir ■málaflokkarsem ég hef rcynt aðsinna". Postþjónustan er óútreiknanleg „Það er auðvitað mikið samhand á milli mín og fréttastofunnar heima. Eins og áður er getið eru þeir með alla atburöi en það eru viðbrögð við ýmsum málum scm þcir vilja fá og reyni ég að sinna því eins og hægt er. Einnig sendi ég efni um aðra hluti sem ekki voru eins í brenni- depli og þola þá lengri hið. Pistlar um menningarmál ýmiss konar. lifnaðar- hætti þessarar þjóðar eða annað forvitni- legt. Þessir pistlar eru sendir á spólum öfugt við fréttaefnið sent serit er símleið- is beint. Eg er farinn að valda fólki vandræðum sem er á leið heim til Islands vegna sífcllds kvahhs um að taka fyrir mig spólur. Póstþjónustan er óútreikn- anleg hér og ekkert á hana að treysta. Flug Flugleiða til og frá Baltimore (skammt frá Washington) er svo nýtil- komið að áður þurfti að senda allt til New York. Sagðist Helgi stundum hafa lent í vandræðum að koma sjónvarpsefni til og frá New York. Það fór a.nt.k. á milli■ nokkuð ntargra handa aður en Banda- ríkin voru kvödd." Helgi vildi koma á framfæri þakklæti til starfsmanna Flug- leiða og íslenska sendiráðsins hér og í New York fyrir mikla hjálp að koma fréttacfni heim til íslands. Aldrei annað en hálfkák „Tíminn frá hádegi fram undir klukk- an 5 fer oftast í lestur og undirhúning námsins. Helgi hefur vcriö hér í tæp tvö ár. Hann byrjaði á því að Ijúka B.A. prófi í fjölmiðlafræði og er langt kominn með meistaranám í sömu fræðum. Fyrir- lestrar og tímasókn cr síðan frá kl. 5 síðdegis og fram cftir kvöldi. Ef meiri- háttar verkefni eru framundan s.s. rit- gerðir eða próf cT ckki um annað að ræða cn leggja nótt við dag. Námið og vinnan kcmur auðvitað hvað niöur á ööru. Þetta verður aldrei annað en hálfkák þar til ráðinn verður fréttamaður í fasta stöðu hér á fullum launum. Sá möguleiki hefurverið kann- aður en virðist of kostnaðarsaamur, Hin Norðurlöndin hafa hér fjöldann allan af fréttamönnum í fullu starfi. Þannig hafa Svíar t.d. 10 manna starfslið bara í New York. Helgi kvaðst vera fréttastofa Ríkisút- varps og Sjónvarps í allri N-Ameríku, S-Ameríku og Kanada. Hann vildi samt ekki viðurkenna að hann ynni vcrk 10 manna fyrir utan fullt háskólanám. „Ha. ha, langt í frá að svo sé." sagði Helgi og hló dátt; „vantar þar mikið upp á.” „Ef ísland ætlar að hafa fréttamann í föstu starfi einhvers staðar erlendis þá á hann að vera staðsettur hér fyrst og fremst og síðan í cinu Norðurlandanna, t.d. í Kaupmannahöfn og svo c.t.v. í Brússel eða sunnar í Evrópu. Hér eru 800 erlendir fréttamenn í fullu starfi." Miðdepill hins vestræna heims Svo við víkjum aftur að háskólanám- inu, hvers vegna varð American Uni- versity fyrir valinu? „Hann er þekktur fyrir mjög góða deild í „Broadcast Journalism", fjölmiðlafræði. Columbia- háskólinn í New York hefur einnig mjög góða deild. En Washington varð fyrir valinu vegna þess hve mikill miðpunktur þessi staður er í hinum vestræna heimi. allrar þeirrar umræðu scm hér fer fram. Hér er miðstöð allra tengsla sem við höfum við Bandaríkin. Mikið af tíma mínum hefur einnig farið í sjónvarpstökur, klippingar o.fl. Ekki hefur efnivið skort. Úr nógu var að velja varðandi Scandinavia Today sýn- inguna og er ég hræddur um að fólk hafi ícngið vænan skammt af því. Starfsmenn sendiráðsins hér, sendiherrann Hans G. Andersen, Sverrir Haukur Gunnlaugs- son sendifuíltrúi og Haukur Ólafsson ritari hafa allir reynst mér mjög hjálpleg- ir við fréttaöflun og vinnslu." Athyglisverðir fundir í „Foreign Press Center“ „í „Foreign Press Center" sem er opinbcr stofnun en um leiö áróðursstofn- un er ekkert dregur úr aö koma sínum málum á framfæri sæki ég athyglisverða fundi með fréttamönnum. Með athygl- isverða á ég þá við þá sem eru að einhverju leyti áhugaverðir fyrir íslend- inga s.s. Evrópusamskipti, varnarmála- umræða, eldflaugarjVopnaskak o.fl. Það er síðan háð hverjum og einum hvernig hann vegur og metur þetta efni og kemur því til skila. Þarna sitja ráðherrar og aðrir áhrifamenn iðulega fyrir svörum og er öll aðstaða til fréttavinnslu til fyrirmyndar. Auk þess reyni ég að fara til New York og sækja fundi Sameinuðu þjóð- anna á haustin og gera þeim skil. Einnig hef ég fylgst með og heimsótt fisksölufyr- irtækin í Harrisburg (Sambandið) og Coldwater (Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna). Viðskiptum Álafoss og Hildu h.f. hefur líka verið gefinn gaumur. Sam- skipti hafa verið við allar þær alþjóða- stofnanir sem hér eru og íslendingar starfa við s.s. Alþjóða Gjaldeyrissjóður- inn og Alþjóðabankinn." Hvernig samræmast ferðalög náminu? „Það er ekki um annað að ræða en svíkjast um, sleppa að mæta í tíma þegar svo stendur á. Annars reyni ég að fara fram og til baka samdægurs til New York, mér leiðist sú borg. Önnur ferða- lög taka stundum lengri tíma." 24 mánaða skóli En hvernig samræmist svona mikil vinna erfiðu háskólanámi? Það er auð- vitað lítið annað gert en lesið og unnið. Helgi hefur verið samfellt í skóla síðan hann kom hingað eða í næstum 24 mánuði. Lokaritgerð í meistaranáminu verður að bíða. Hún verður byggð á rannsókn sem Helgi hyggst vinna heima á íslandi. Það verður væntanlega nokk- urs konar úttekt á samskiptum blaða og fréttamanna við þingið og pólitíkusana heima. Hvenær er starfsdeginum lokið? Vinnunni er aldrei lokið. Blaðamenn geta aldrei stimplað sig út. Fyrirlestrar í háskólanum eru stundum til kl. 11 á kvöldin. Svo vinnudagurinn er oft æði langur. En hvernig er að vera gift manni sem vinnur allan sólarhringinn. Birna Páls- dóttir heitir eiginkonan og eiga þau þrjú börn; Bryndísióára. Pétur tæplegaS ára og Heiðu Kristínu sem fæddist í Was- hington, tæplega 2ja mánaða. Birna kvaðst sjaldan hafa séð eins mikið af manni sínum enda hefur Helgi hreiðrað um sig í kjallaranum heima hjá þcim og komið sér upp prýðilegri vinnu- aðstöðu þar. Þarna fara allar beinar fréttasendingar til Ríkisútvarpsins fram í gegnum síma. Að lokum hvernig leggst það í ykkur að vera á förum heim til íslands? „Okkur hefur líkað prýðilega hér. En það er margt spennandi að gerast heima, mörg verkefni sem bíða. Möguleikarnir eru ótæmandi í þessu starfi. Einsogeinn góður maður sagði eitt sinn. Það er hægt að iýsa öllu í útvarpi nema ballet. Við nánari athugun þá segja þessi orð ansi mikið. útvarpið býður upp á ótal mögu- leika." ■ Helgi á tali við Frank Jordan deildarstjóra fjölmiðladeildar American University. Hann er fyrrum fréttastofustjóri NBC sjónvarpsstöðvarinnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.