Tíminn - 26.06.1983, Síða 14
14
SUNNUDAGUR 26. JUNI1983
_
HHHBHflHHHHHHÉHHHHHHMHHHHHfl
15
;M|
■
«9
í eftirfarandi samantekt um ævi Can-
aris, sem jafnan var titlaður flotaforingi,
er stuðst við ýmsar heimildir en einkum
og sér í lagi nýlega bók eftir þýska-
blaðamanninn og sagnfræðinginn Heinz
Höhne, sem einnig hefur skrifað bók
um SS-samtökin og lengi hefur fengist
hér á ensku: The Order of the Death’s
Head. Höhne hefur að ýmsu leyti kom-
ist að öðrum niðurstöðum en þeir sem
áður hafa ritað um Canaris (Abshagen,
Buchheit) og yfirleitt á mjög jákvæðan
hátt. En hefjum nú frásögnina.
I Canaris fæddist sem fyrr sagði 1887 -
Istaður: smáþorpið Aplerbeck nálægt
| Dortmund. Hann var af rótgrónum
kaupsýslu- og iðnaðarmannaættum sem
smátt og smátt höfðu komist til nokk-
urra metorða í samfélaginu og faðir
hans var ágætlega stæður iðnrekandi.
Fjölskyldan hafði í heiðri fornar dyggðir
Þýskalands og byltingarseggir leyndust
ekki innan hennar. Æska Canaris var
ánægjuleg en fremur tilþrifalítil. Hon-
I um gekk vel í skóla en blandaðist skóla-
félögum sínum lítt; hann var feiminn og
hlédrægur en um leið næstum óeðlilega
framgjarn og djarfur þegar hann vildi
svo vera. Ungur heillaðist hann af þýska
flotanum, sem um þetta leyti var í
hraðri endurnýjun undir forystu Tirpitz,
og þrátt fyrir ákafa andstöðu fjölskyldu
sinnar gekk hann í flotann árið 1905.
Hann stundaði nám í foringjaskóla og
stóð sig afar vel og 1908 var hann skip-
aður undirliðsforingi á beitiskipinu
Bremen. Hann hafði þá drukkið í sig,
umhugsunarlaust, alla fordóma og allar
skoðanir sem troðið var í nemendur í
foringjaskólanum; það, ásamt uppeld-
inu, gerði að verkum að hann var til
dauðadags ákaflega íhaldsamur maður
og einstrengingslegur; dáði alla tíð
hernaðarmóralinn og stéttaskiptinguna
í Þýskalandi keisarans. í raun var hann
keisarasinni löngu eftir að keisarinn var
farinn frá.
Skörp greind og
miklir hæfileikar
Um borð í Bremen vakti Canaris
strax athygli fyrir skarpa greind og
mikla hæfileika; hann eignaðist fáa eða
enga vini en flestir viðurkenndu að hann
væri mjög efnilegur ungur maður.
Bremen hélt sig aðallega undan strönd-
um Suður-Ameríku og Canaris varð
mjög góður í spænskri tungu svo hann
var gjarnan fenginn til að túlka milli
þýsku yfirmannanna á skipinu og aðila í
landi. Þannig kynntist hann mörgum
sem áttu eftir að leggja honum lið síðar.
Er fram liðu stundir var Canaris skipað-
ur liðsforingi um borð í beitiskipinu
Drcsden og er fyrri heimsstyrjöldin
braust út sumarið 1914 var það statt í
Karabíska hafinu. Mestallur þýski flot-
inn var þá innikróaður í höfnum sínum
við Norðursjó en nokkur skip voru hing-
að og þangað um hnöttinn og var þeim
ætlað að stunda árásir á kaupskip
bandamanna. Það gerði Dresden fram
á haust, en ekki með miklum árangri, og
í september flutti skipið sig inn á Kyrra-
hafið þar sem allstór flotadeild þýskra
skipa var á siglingu undir stjórn flotafor-
ingjans von Spee, greifa. Dresden slóst
í för með þeim og tók þátt í orrustunni
undan Coronel í Chile þegar þýsku her-
skipin gereyddu breskri flotadeild sem
að vísu taldi mun ófullkomnari skip.
Þetta var mesti sigur þýska flotans í fyrri
heimsstyrjöld. Þrátt fyrir þennan sigur
var þýska flotadeildin þó í ómögulegri
aðstöðu, hún var fjarri heimastöðvum
og fékk ekki nauðsynlegar vistir nema
'með höppum og glöppum. Von Spee
ákvað því að reyna að brjótast í gegnum
herskipakeðju Breta í Norðursjó og ná
til heimahafnar, en á leiðinni datt hon--
um í hug að ráðast á bresku birgðastöð-
ina á Falklandseyjum. Þegar þangað
kom brá Þjóðverjum í brún. Stór og öfl-
ug bresk flotadeild hafði komið til Falk-
landseyja daginn áður og var nú að taka
vistir áður en haldið skyldi í leit að von
Spee og skipum hans. Bresku skipin
voru mun kröftugri og hraðskreiðari en
hin þýsku svo von Spee lagði á flótta.
Það voru mistök því eina von Þjóðverja
lá í að ráðast beint í höfnina með
skothríð áður en bresku skipin næðu
upp dampi en þegar komið var út í elt-
ingaleik á opnu hafi var ekki að sökum
að spyrja. Þungu beitiskipunum Scharn-
horst og Gneisenau, léttu beitiskipunum
Núrnberg og Leipzig og öllum aðstoðar-
skipum var sökkt án þess að bresku
skipin yrðu fyrir skoti. Aðeins eitt þýsku
skipanna komst undan: Dresden.
Skipulagði
njósnakerfi
Þessi orrusta var háð 8. desember
1914 og næstu mánuði reyndi Dresden
að leynast en Bretar lögðu mikla áherslu
á að ná skipinu. Canaris reyndist yfir-
mönnum sínum á beitiskipinu ómetan-
legur. Hann fór oft í land og skipulagði
njósnakerfi sem gera skyldi Þjóðverjum
aðvart um ferðir breskra skipa og hann
reyndi einnig að útvega hrjáðu skipi
sínu vistir, einkum kol, sem mjög voru
af skornum skammti. Fyrstu mánuðina
eftir orrustuna við Falklandseyjar gekk
þetta vonum framar en allir vissu að
endalokin voru þó ekki langt undan. 14.
mars 1915 var Dresden við stjóra á
eynni Mas a Tierra undan ströndum
Chile þegar öflug bresk flotadeild kom
aðvífandi. Undankoma var óhugsandi í
þessu tilfelli svo Canaris var sendur með
hvítan fána yfir í bresku skipin til þess
að tími gæfist til að sökkva beitiskipinu
áður en landgöngusveitir Breta gerðu
árás um borð. Þetta bragð tókst; Canar-
is tafði tímann eins lengi og hann gat og
að lyktum tókst Þjóðverjum að sökkva
skipi sínu. Áhöfnin var flutt í hálfgild-
ings fangabúðir á eynni Quiriquina þar
sem hún var kyrrsett til stríðsloka. Can-
aris gat ekki sætt sig við aðgerðarleysið.
í ágúst 1915 komst hann undan, reri til
meginlandsins og fór því næst með
leynd yfir til Argentínu þar sem margir
urðu til að aðstoða hann.
Með vegabréf frá Chile upp á vasann
steig Canaris síðan um borð í hollenskt
kaupskip á leið til Amsterdam, með
viðkomu nteðal annars í Falmouth á
Bretlandi! Canaris er sagður hafa vingast
við marga Breta um borð og ofan í
kaupið leiðbeint breskum tollyfirvöldum.
um skipið þegar til Falmouth kom án
þess nokkurn grunaði að hann væri ekki
sá sem hann sagðist vera. En allt um
það; Canaris komst að lokum frá Hol-
landi til Þýskalands, gaf skýrslu um
ferðir Dresden en var fljótlega skipaður
í nýtt verkefni. Þýskir kafbátar voru
farnir að láta að sér kveða í Miðjarðar-
hafinu en skorti tilfinnanlega upplýsing-
ar um ferðir kaupskipa og herskipa
bandamanna. Ákveðið var að setja upp
njósnamiðstöð á Spáni og Canaris send-
ur þangað. Hann náði góðum árangri og
reyndi meðal annars að gera út birgða-
skip fyrir þýsku kafbátana, en áður var
Canaris þó farið að þyrsta í meira
spennandi starf. Hann reyndi að komast
til Þýskalands gegnum Ítalíu en var
handtekinn er uppgötvaðist hver hann
var. Canaris slapp úr fangelsinu en varð
að fara aftur til Spánar.
Ævintýraleg för f rá
Spáni
Það var ekki fyrr en í september 1916
að Canaris komst frá Spáni og þá með
ævintýralegum hætti. Kafbátur hafði
verið sendur til að ná í hann og fór
Canaris til móts við kafbátinn í dálitlum
fiskibáti sem stuðningsmenn Þjóðverja
gerðu út. Á nákvæmlega þeim stað þar
sem kafbáturinn átti að koma upp á
yfirborðið lá hins vegar franskt beitiskip
og svo virtist sem yfirmenn þess grunaði
að eitthvað væri á seyði því þeir höfðu
góðar gætur á fiskibátnum. Kafbáturinn
dólaði um niðri í sjónum lengi vel en
skaust loks upp á yfirborðið við hlið
spænska bátsins, Canaris stökk í flýti um
borð og kafbáturinn fór beina leið niður
áður en franska beitiskipið gat beint
byssum sínum að honum. Kafbáturinn
sigldi síðan til stöðva sinna í Austurríki-
Ungverjalandi og Canaris hélt heim til
Þýskalands. Hann vildi sjálfur helst fá
yfirstjórn yfir tundurskeytabáti en var
póstaður í kafbátadeildina og mestallt
árið 1917 fór í æfingar og þjálfun. í
nóvember 1917 fékk hann bráðabirgða-
stjórn yfir kafbáti í Miðjarðarhafinu og
þótti standa sig Ijómandi vel. Þó hann
jafnaðist ekki á við frægasta kafbátafor-
ingja Þjóðverja á þessum slóðum, Arn-
auld de la Periere, sökkti hann mörgum
skipum, lagði tundurdufl og svo fram-
vegis. í maí fékk hann sinn eigin kafbát,
UB-128, og var við stjórn hans í Miðj-
arðarhafinu til stríðsloka. Þegar fréttist
að Austurríki-Ungverjaland hefði gefist
upp var biluðum kafbátum sökkt en tíu
nothæfir sigldu heim, og þar á meðal
kafbátur Canaris. Skömmu áður en lagt
var í þá siglingu bárust fréttir að heiman
sem í eyrum Canaris og annarra rótgró-
inna hernaðar- og keisarasinna boðuðu
ekkert gott: Þýskaland sjálft hafði gefist
upp, keisarinn sagt af sér ogbyltingarást-
and ríkti í landi Bismarcks.
Kaos í Þýskalandi
Hér er ekki rúm til að segja í löngu
máli frá ástandinu í Þýskalandi fyrstu
árin eftir lok stríðsins. Látum nægja að
segja: það var kaos! Kommúnistar reru
öllum árum að byltingu að fyrirmynd
bolsévíka í Rússlandi og höfðu góðan
stuðning meðal óánægðrar alþýðu, sem
og meðal margra óbreyttra hermanna
sem höfðu fengið meira en nóg af
stéttaskiptingu og kúgun í hernum. Á
móti kom að aðrir flokkar hermanna,
einkum yfirmenn, mynduðu hinar svo-
nefndu Frei Korps-sveitir sem börðu á
kommúnistum og öðrum óhæfumönnum
(að þeirra áliti). Canaris, sem leist engan
veginn á að öllum hinum gömlu gildum
Þýskalands væri varpað fyrir róða, skip-
aði sér þegar í flokk með Frei Korps-
mönnum og hafði samband við marga
þeirra næstu misserin. Frei Korps-for-
ingjarnir voru, sumir hverjir, eins og
smákóngar sem réðu hver yfir sínum
hluta Þýskalands og unnu margan hræði-
legan verknaðinn. Canaris var, skal’
tekið fram, enginn ofbeldisseggur og
reyndi að stemma stigu við beitingu
óþarfa valds en umfram allt var hann þó'
sannur Frei Korps-maður. Hann var þó
einnig stuðningsmaður Noskes, sósíal-
ista sem reyndi að koma á reglu, og um
tíma var Canaris mjög náinn aðstoðar-
maður hans. Hann hafði alltaf mörg járn
í eldinum, hann Canaris. í janúar 1919
myrtu skoðanabræður hans og félagar
kommúnistaleiðtogana Rósu Luxem-
burg og Karl Liebknecht, sem ein höfðu
nógu mikil áhrif til að koma Þýskalandi
undir stjórn kommúnista, og þó Canaris
■ Wilhelm Canaris var mótsagnakenndur maður sem átti
viðburðarika ævi. Hann fæddist i Þýskalandi 1. janúar 1887 og
þjónaði með mikilli sæmd i flotanum i fyrri heimsstyrjöld; fyrst á
vikingaskipinu Dresden sem tók meðal annars þátt i sjóorrustunum
frægu við Coronel og Falklandseyjar, siðan stundaði hann njósnir á
Spáni og var loks kafbátsforingi í Miðjarðarhafinu. Eftir strið var
Canaris virkur i Frei Korps-hreyfmgu þýskra hægrimanna og var
mjög viðriðinn morðin á kommúnistaleiðtogunum Rósu Luxemburg
og Karl Liebknecht. Er Hitler komst til valda batt Canaris trúss sitt
við hann, sannfærður um að Austurríkismaðurinn gæti endurheimt
dýrð Þýskalands, og sem yfirmaður leyniþjónustu hersins gerði
Canaris sitt til að elta uppi óvini rikisins, innan lands og utan. Er
seinni heimsstyrjöidin braust út fóru að renna tvær grímur á okkar
mann. Hann rækti starf sitt af stakri trúmennsku og var, bæði af
Hitler og bandamönnum, talinn mikill njósnameistari, en jafnframt
átti hann aðild að allskonar samsærum gegn Hitler og
nasistastjórninni. Árið 1944 var hann handtekinn og settur í
fangelsi; hann var tekinn af lífi nokkrum vikum áður en Þýskalands
gafst upp árið eftir. Síðan hefur hann gjarnan verið talinn ein
aðalhetja hinnar sundurleitu andspyrnuhreyfingar í Þýskalandi en
Wilhelm Canaris var sjaldan allur þar sem hann var séður.
lifppiil
Niósnameistari Hitlers
hafi ef til vill ekki vitað um morðin
fyrirfram tók hann mjög ríkan þátt í að
hylma yfir með morðingjunum, sem
flestir voru hermenn. Að því kom að
dómstóll tók málið fyrir - einn dómar-
anna var enginn annar en Wilhelm
Canaris! Hann gerði sitt ýtrasta til að fá
sakborningana sýknaða eða að minnsta
kosti tefja rannsóknina eins og kostur
var en að lokum voru nokkrir þeirra þó
dæmdir í fangelsi. Canaris var ekki af
baki dottinn; með fölsuð skilríki mætti
hann í fangelsið þar sem þeir voru í
haldi, krafðist þess að fá leiðtoga þeirra
lausan undir einhverju yfirskini og tókst
það. Dæmdur morðinginn flýði síðar úr
landi. Þetta heitir að leika að minnsta
kosti þremur skjöldum.
Canaris verður óvinsæll
Með tímanum komst sæmileg ró á í
Þýskalandi, þó hið nýja lýðveldi, sem
kennt var við Weimar, væri að vísu
aldrei traust í sess. Canaris var enn í
flotanum en sýslaði sitt af hverju sem
ekki þoldi dagsljósið; hann var til að
mynda mjög virkur í þeim hópi þýskra
herforingja sem vildu beita sér fyrir
endurhervæðingu Þýskalands, og reyndi
í því skyni að ná samningum við ýmis
ríki um að þau byggðu þýskteiknaða
kafbáta og fleira, svo listin félli ekki í
gleymsku og dá meðal Þjóðverja. Þetta
gekk svona upp og ofan og er fram liðu
stundir var Canaris orðinn mjög óvinsæll
meðal frjálslyndari og róttækari manna
í landinu, bæði fyrir hlutdeild sína að
morðunum á Luxemburg og Liebknecht
og svo aðild sína að endalausum samsær-
um hægrisinnaðra herforingja, sem
reyndu að treysta árhif sín í hinu nýja
lýðveldi. Þeir vildu hefja herinn til vegs
og virðingar á ný og notuðu til þess
hvaða ráð sem gáfust. Þau voru ekki öll
jafn fínleg og er kom fram undir 1930
var Canaris orðinn svo illa þokkaður hjá
stjórnvöldum landsins, sem vildu fara
mun hægar í enduruppbyggingu hersins
en hann og hans nótar gátu sætt sig við,
að yfirmenn hans í hernum skipuðu
honunt að hætta öllum afskiptum af
stjórnmálum. Canaris varð fúll og leiður
og bjó sig undir að segja sig úr flotanum.
Þá vildi svo til að kominn var fram á
sjónarsviðið maður sem deildi ýmsum
hugsjónum með Canaris og virtist hafa
afl til að framkvæmá þær, en það var
Adólf Hitler.
Samband Canaris við
Hitler
Samband þeirra Canaris og Hitlers
hefur mörgum reynst erfitt að ráða í.
Svo mikið er víst að nasisti var Canaris
ekki, í venjulegri merkingu orðsins, þótt
hann ætti samciginlega með nasistum
óskina um að Þýskaland risi úr öskunni
eins og fuglinn Fönix og yrði aftur
heimsveldi og hvaðeina sem því fylgir.
Canaris bar hins vegar ekki skynbragð á
það, til að byrja með, hvað nasisminn
stóð fyrir að öðru leyti - síðarmeir varð
honum það alltof ljóst. Með því að lýsa
sig stuðningsmann nasista tókst Canaris
aftur að komast inn í hringiðu stjórnmála
hersins og um svipað leyti og Hitler var
gerður kanslari var Wilhelm Canaris
skipaður yfirmaður leyniþjónustu
hersins, Abwehr, eins og þjónustan var
jafnan kölluð. Hann var hæstánægður
því eins og fleiri var hann farinn að líta
á sig sem stórkostlegan hæfileikamann
er njósnir voru annars vegar. Sú mýta
var lengi viðloðandi í þýska hernum, og
reyndar í nasistaflokknum lika. Canaris
hófst handa um að hefja Abwehr til vegs
en mjög hafði borið á því að aðrar
leyniþjónustudeildir reyndu að þrengja
að þeirri sem hann hafði nú verið settur
yfir. Næstu árin hafði Canaris nóg að
starfa. Hann reyndi að byggja upp
njósnakerfi í öðrum löndum, en með
slæmum árangri yfirleitt, og hann átti í
stöðugum deilum við Gestapo og SS um
starfsviðið innanlands. Þar gekk á ýmsu
og fagnaði Canaris sigri en oftar mátti
hann lúta lægra haldi fyrir lögregluapp-
arati nasistaflokksins. Þar fór fremstur í
flokki Reinhard Heydrich en honum
hafði Canaris kynnst nokkuð vel
snemma á þriðja áratugnum þegar hann
var um stundarsakir yfirmaður á einu
hinna fáu herskipa Þýskalands en þar
var Heydrich ungur kadett. í þá daga
hafði þeim orðið vel til vina og ekki
skorti svo sem kumpánlegheitin milli
þess sem þeir rifust um völdin á fjórða
áratugnum. Canaris og Heydrich fengu
sér venjulega útreiðatúr á morgnana
áður en þeir héldu til vinnu og voru þá
ekkert nema bliðuhótin. Síðar varð
Walter Schellenberg félagi Canaris í
þessum reiðtúrum en hann var enn
svarnari óvinur Abwehr-foringjans.
Þessi pólitík og valdabarátta tók mestall-
an tíma Canaris á árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina og verður ekki rakin
nákvæmlega hér. Stöðugt var þrengt að
Canaris en hann hélt þó velli, ekki síst
vegna þess að hann hafði trúnað Hitlers
sjálfs. Hitler virti litla flotaforingjann
mikils (en Canaris hafði verið skipaður
flotaforingi eftir að hann varð yfirmaður
Abwehr), og trúði honum betur en
mörgum öðrum. Hélst þessi virðing
löngu eftir að Ijóst mátti vera að Canaris
hafði snúist gegn Foringjanum. Canaris
var fyrir sitt leyti mjög hrifinn af Hitler,
framan af, og sannfærður um að hann
myndi slípast því lengur sem hann yrði
við völd. En það fór sem kunnugt er á
annan veg og ekki í síðasta sinn sem
dómgreindin brást leyniþjónustuforingj-
anum.
„Síðan grét hann“
Við förum fljótt yfir sögu. Þess verður
hér með getið í einni setningu að Canaris
hafði mikil afskipti af borgarastyrjöld-
inni á Spáni og beitti sér mjög fyrir því
að Þjóðverjar styddu Franco gegn lýð-
veldissinnum. Aftur á móti fóru að
renna á hann tvær grímur er Hitler setti
sí og æ fram meiri og ósvífnari landa-
kröfur gegn nágrönnum sínum í austri.
Canaris varð að sönnu hlynntur því, eins
og flestir Þjóðverjar og Austurríkis-
menn, að Austurríki yrði innlimað í
Þýskaland, sem honum leist ekki á
yfirganginn gagnvart Tékkóslóvakíu.
Canaris þóttist viss um að frekja Hitlers
myndi á endanum leiða til styrjaldar við
vesturveldin og/eða Sovétríkin og hann
var nægilega raunsær til að sjá fyrir
hvernig sú styrjöld myndi enda. Raunar
var flotaforinginn okkar ekki einn um
það raunsæi. Kröfur Hitlers á hendur
Tékkóslóvakíu sannfærðu marga innan
þýska hersins um að hann stefndi beina
leið í stríð; sem flestirvissu.efþeirvildu •
vita, að Þýskaland gæti ekki unnið.
Sömuleiðis hafði ofsóknarherferð sem
SS og Gestapo hófu á hendur einum
virtasta hershöfðingja landsins, Werner
von Fritsch, þau áhrif að herforingjarnir,
sem höfðu talið sig eiga í fullu tré við
Hitler og nóta hans, sáu að nasistarnir
stóðu fyrir eitthvað allt annað en þá
„heilbrigðu” íhaldsemi sem þeir sjálfir
voru fastir í - með tilheyrandi her-
mennskumóral og fastheldni í gatnla
siði. Um það leyti sem deilurnar um
Tékkóslóvakíu voru að komast á það
stig að stríð virtist óhjákvæmilegt fóru
ýmsir foringjar að undirbúa valdarán
hersins og Hitler skyldi tekinn af lífi,
Ganaris tók þátt í þessu ráðabruggi en
þó með hálfum huga. Rétt í þann mund
sem samsærismennirnir ætluðu að láta til
skarar skríða komu Chamberlain og
Daladier Hitler til hjálpar og Múnchen-
ar-samkomulagið var gert. Hitler hafði
enn einu sinni unnið sigur og andstæð-
ingar hans drógu sig í hlé í bili. Þegar
Hitler hóf svo landakröfur sínar gegn
Pólverjum fóru þeir aftur af stað. Sjálfur
yfirmaður herráðs Þýskalands, Halder,
var eitthvað viðriðinn samsærið og
undirbúningur var hafinn að því að setja
sig í samband við Canaris þegar stríðið
braust út í september 1939. Samsæris-
mennirnir höfðu orðið of seinir. Þegar
Canaris frétti að þýskar hersveitir væru
á leið inn í Pólland og Bretar og Frakkar
hefðu sett Hitler úrslitakosti sagði hann
við einn náinn aðstoðarmann sinn:
„Þetta merkir endalok Þýskalands." Síð-
an grét hann
En þáttur Canaris í stríðsrekstrinum
var nú samt sem áður ekki lítill. Njósnar-
ar hans reyndu vitanlega að afla þýska
hernum sem bestrar vitneskju um óvin-
ina, en þar að auki hafði Canaris sjálfur
átt mikinn þátt í að myndaðar voru
sérstakar víkingasveitir innan Abwehr
og fóru þær jafnan á undan meginhern-
um inn í þau lönd sem Hitler vildi leggja
undir sig og frömdu skemmdarverk og
ollu miklum usla.
Brandenburgar-
sveitirnar
Oftast voru þessar sveitir - Branden-
burgar-sveitirnar - klæddar einkennis-
búningum viðkomandi landa. Canaris
var mjög stoltur af Brandenburgar-sveit-
unum sínum og lagði sig allan fram við
undirbúning vtkingaferða þeirra, enda
þótt hann vissi, eða hefði átt að vita, að
þær gerðu ekki annað en draga stríðið á
langinn. Flotaforinginn gerði sér nefni-
lega alltaf grein fyrir því að sama hversu
vel Þjóðverjum gekk í byrjun, þá myndu
eir tapa stríðinu að lokum og því meiri
spellvirki sem þeir ynnu i öðrum
löndum, þeim mun hryllilegri yrði refs-
ingin. Hann var þar að auki í sannleika
sagt niðurbrotinn maður eftir að honum
bárust fréttir af þeim grimmdarverkum
sem SS-sveitirnar og jafnvel deildir úr
fastahernum unnu á hernumdu svæðun-
um; svona áttu þýskir liðsforingjar ekki
að haga sér, að því er hann vissi best. En
þrátt fyrir allt vildi Canaris ekki taka
þátt í samsærum andspyrnumanna, enda
þótt hann vissi um ýmis þeirra, því hann
var jú þýskur hermaður og föðurlands-
vinur. Þessi tvískinnungur reyndi mjög
á Abwehr-foringjann og hann eltist um
mörg ár á fáeinum misserum. Með
tímanum varð honum loks ljóst að ef
hann ætlaði að leggja sitt af mörkum til
að koma í veg fyrir algert hrun Þýska-
lands yrði hann að ganga röskar fram í
andspyrnunni, en víkjum að því eftir
augnablik. Segjum fyrst frá Abwehr á
stríðsárunum.
Sú goðsaga hefur myndast og viðhald-
■ Beitiskipið Dresden, sem tók þátt í omistunum við Coronel og Falklandseyjar,
Wilhelm Canaris kringum 1920
Rosa Luxemburg og Kari Liebknecht voru leiðtogar Spartakusar-hóps þýskra kommúnista. Canaris var
mjðg viðriðinn morðin á þeim.
■ Undirmaður Canaris, Hans
mönnum í té upplýsingar um yfirvofandi innrás
Þjóðveija. Honum var ekki trúað.
■ Canaris ásamt fjandvini sínum, Reinhard Heydrich. Þeir fóru í útreiðartúra á morgnana en plottuðu hvor gegn öðrum
eftir hádegi.