Tíminn - 26.06.1983, Side 18

Tíminn - 26.06.1983, Side 18
SllNNUDAGUR 26. JUNI 1983 ■ A flugvelli hér á Islandi var a stríðsárunum breskur hermaður á verði við flugvélar sveitar sinnar, honum leiddist mikið þetta kvöld. Hann óskaöi sér að heima í Englandi biði hans stúlka og hann gæti skrifast á við hana. Það hefur verið hálfkalt og hann var einn og líklega engin stúlka í lífi hans um þær mundir. Heima í Englandi, um sama leyti, var lögst fyrir að kvöldlagi stúlkan E. Coop- er, örþreytt en lá andvaka. Hún var ekki aö hugsa um neitt sérstakt, of þreytt til þess. Þá fannst henni hún hafa fyrir augunum mynd á stærð viö frímerki í cnda blás gcisla sem stafaöi frá augum hennar sjálfrar. A myndinni umlukti kaldur nöturleiki flugmann í varðstööu við flugvél. Stúlkan reis upp viö dogg undrandi og myndin hvarf. Hún sagði fjölskyldu sinni af þessu atviki við næsta tækifæri og það glcymdist fljótt í stórvið- buröum styrjaldaráranna. Mörgum árum seinna var hún, gift kona, í heimsókn hjá tengdamóöur sinni. Tengdamóðirin sýndi henni gaml- ar myndir eins og tcngdamæður gera og þar á meöal eina scm sonur hennar.haföi scnt henni frá Islandi meðan hann var í hernum breska í stríöinu. Myndin var al manni á verði viö flugvél, kuldalegur bakgrunnur. Konan kannaöist þegar viö sem erum af því gerð. Drættir í svipmóti efnisheimsins. Það verður því að líta til þeirra frumeininga ef skýra á það svip- mót og vitleysa að snúa þessu orsaka- samhengi við. Atóm er ekki til í tíma og Fjarstæðukenndar staðreyndir Furðulegt. En svona er það. Tími og rúm eru grindin sem gefur flugvélinni útiitið, ckki skýlið sem hún er geymd í svo að líking sé notuð. Og sé hægt að sætta sig við þetta - skammtaeðlis- fræðingar verða að gera það, þeir sem einkum fjalla um gerðir atóma - er eðlilegt að álykta að með breyttu ástandi efnis breytist tími og rúm. Agnirnar eru ekki á ferð um rúmiö hcldur er það miklu fremur afleiðing af tilvist þeirra. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt svo að fullvíst er talið að tími efnis sem er á ferð líður hægara en efnis sem er í kyrrstöðu. Og fræðin sýna aö rafcindir atóms (elek- trónur) geta viö árekstur sín í milli, sem mjög oft kemur fyrir, kastast inn í fortíð sína. Og ber þá rafcindin með sér upplýsingar um framtíð sína fram til árekstursins. Fjarstæðukennd yfirlýsing en engu að síður staðreynd. Slíkt er alltaf að gcrast. Hvað er draugur ? Þorsteinn Antonsson skrifar myndina. Sýnin var of smágerð til aö hún heföi getað þekkt manninn áf hcnni og honum kynntist hún ekki fyrr en löngu eftir að myndin var tekin. Hvaö gcröist? Annar Englendingur, E. Thaxter, átta eða níu ára gamalt stúlkubarn, vaknaði um nótt eina í herbergi sínu viö aö albjait var og allt þar með öörum ummerkjum en verið hafði. Hcrbergið var hiö sama og rúmið á sama staö en annað. Allt var meö nýjabrag, mjög kvenlegt. Skrautlcg rúmábreiða, rósótt veggfóöur og á vegg hengu tvær myndir í hjartalaga römmum. Þessi sýn hvarf svo. Nokkrum vikum síðar kom ný stúlka í bekkinn sem E. Thaxtervar í, bekkjar- systurnar urðu vinkonur og þegar sú þeirra sem sýnina sá kom í fyrsta sinn heim til hinnar blöstu viö henni myndirn- ar tvær í hjartalaga römmum. Smám saman lærðist henni að allir þeir hlutir sem hún hafði séð í sýninni vortt raun- verulega til heima hjá vinkonunni. Löngu síöar komst hún að þvi að móðir vinkonunnar hafði átt heima í húsinu sent hún bjó í á þessum árum, þá nýgift. Sá E. Thaxter aftur í tímann? Og varð hvatinn ;tö því óorðinn atburður, sá að vinkonurnar tvær kynntust? Verður reynsla E. Cooper skýrö með sama hætti? Eða eru þessar sögur einfaldlcga ósannar? Þær eru valdar úr fjölmörgum úr bók Joan Forman „Gríma tímans" (The Mask of Timc). vönduðu og að- gengilegu riti um „hinn dulræna þátt í tímahvörfum og vitrunum." Líklega er flest það sem áunnist hefur í dularsál- fræði tekið með í riti þessu, ég mun cinkum styðjast við það í viðleitni minni til að hlaða að titilspurningunni um afturgöngur. Núoröiö læra nemar í skyldunámi um frumeiningar ails efnis. atóm, þessi níu- tíu og tvö mismunandi sett af ögnum sem efnisheimurinn er geröur af. saum- nál og stjarnan Júpíter, ég og þú. Aöferðir við að beita skilningarvitunum á þennan efnisheim, menningarlega ákvarðaðar, lærir sami hins vegar ekki að greina á því skólastigi og reyndar ekki heldur við almennt nám síðar; tími og rúm eru í tilliti okkar, tilvistarlegra útlaga fyrir tilstilli menningarhefðar, sjálfstæður veruleiki. Hlutir færast eða eru færðir um rúmið sem mælt verður með kvarða og er til þótt það sé gjörtæmt af öllu innihaldi. Tíminn líður: hít sem stækkar og í er troöið sögum af gerðum manna og atvikasögu náttúrunnar sjálfrar. Ým- ist vísvitað eða lögmálsbundið. Og þessi fræði gera ráð fyrir að agnirnar, sem mynda hvert atóm, hrærist í þessum víddum, tíma og rúmi. Það gera þær ekki. Tími og rúm eru hvort tveggja afleiðing efnisins - kraft- birting þess fyrir skilningarvitum okkar Efni er samanþjöppuð orka, við bruna losna bindingar milli atóma og þar með þessi orka, bruninn, en losni þær bind- ingar sem halda ögnum atómsins saman veröur sprenging, kjarnorka leysist úr læðingi. Á hinn bóginn er hægt að búa til efni úr orku: tveimur Lasergeislum er beint hvorum gegn öðrum og sé vissum skilyrðum fullnægt breytist Ijós í efni. (Laser cr sveiflufirrt Ijós). Efni og orka eru tveir eiginleikar sama fyrirbrigðis. Orku stafar frá öllu cfni í bylgjum. Hvort tveggja, efni og orka, er sífelld- lega háð brcytingum í hnignunarátt eða þróunar cn geta ekki hætt að vera til annaðhvort sem efni eða sem orka. Magnið er óbreytanlegt. Þar sem efni er ákveöið ástand orku eru tími og rúm (að líkindum) til eingöngu scm afleiðing tilveru og hegðunar orku í hinum ýmsu myndum hcnnar. I atóminu virðist ekki eitt leiða af öðru heldur ríkja hcndingar og glundroði - líkt og um frjálsan viija væri að ræða. Orka hefur á sér ýmis snið, þyngdar- aflssvið, rafsvið, segulsvið. En að líkind- um eru þessi snið sitthvcrt ásigkomulag eins og sama fyrirbrigðis - en Einstein varði stórum hluta ævi sinnar til að finna eðlisgerð þess og það hefurengum tekist enn. Menn hefur greint á um hvort öll okkar gerð sé lögmálsbundin eða stjörn- ist að einhverju leyti af frjálsum vilja okkarsjálfra. Nú þegarvísindi í nútíma- skilningi hafa veriö tjl í svo sem cins og 300 ár virðist ekki ástæða til að véfengja slíkt lengur. með tilliti til framan- greindra niðurstaðna er öllu heldur á- stæða til að spyrja: Hvernig getur vilji manns verið annað en frjáls fyrst vitund hans er orkusviö? Hvers vegna eru svokölluð yfirnátt úruleg fyrirbrigði ekki miklu algengari en þau eru fyrst maður- inn er vitund efnis um sjálft sig? Og það er notalegt að geta vísað til höfuðtrúar- bragða mannkynsins um hliðstæður. Menn geta búið til hiut úr Ijósi og því skyldi guð þá ekki geta gert það líka? Austurlandabúar hafa alltaf áiitið tíma og rúm blekkingu sem menn yröu að læra að hætta að sjá til að komast að sannleikanum um sjálfan sig. Leiðsögn jóganna: Kyrrðu hugann og sannleikur- inn mun opinberast þér. Mannsheilinn er móttökutæki Utgeislun mannslíkamans er núorðiö hægt að gera sýnilega með sérstakri Ijósmyndatækni. Bylgjusvið hugarins er kannað með sírita, tegundirnar eru þrjár: alfa, beta og þeta. Eitt þeirra orkusviða sem virk eru milli yfirborðs jarðar og jónsferunnar er rafsegulsvið sem kennt er við Schumann, örbylgjur sem smjúga nánast hvaðeina og komast a.m.k. heilhring kringum jörðina án þess aö missa kraft sinn (á 1/3 sek.). Tíðni þessara bylgna er nánast hin sama og hugar manns í sæmilega afslöppuðu ástandi, þ.e. þegar hann er ekki því einbeittari aö því að leysa ákveðið verkefni og hugurinn er nokkuð opinn fyrir sinni eigin sálgerð. Hugkyrrð á máli jóganna. Alfa á máli nútímafræða. Rannsóknir hafa sýnt að í þess konar hugarástandi upplifir fólk flest dularfull fyrirbrigði. Mannsheilinn er móttöku- tæki fyrir bylgjur af ýmsu tagi, greinir þær og skipar saman í mynstur sem við köllum sjónhrif eða áheyrn o.s.frv. Starfar líkt og sjónvarpstæki. En eins og ullt annað efni sendir hann einnig í sífellu frá sér bylgjur. Hitti svo á að þær bylgjur eru af svipaðri eða sömu tíðni (sveiflufjöldi á sek.) og ríkja umhverfis hann getur slíkt valdið ofskynjunum. Og þótt styrkur rafsviðs mannsheilans sé afar lítill getur samstilling þess og nefnds rafsegulsviðs, sem kennt er við Schumann, magnað hugarstarfsemi þess manns að því marki að hann „sendir út“. Við viss skilyrði starfar þá hugur annars mannssem móttökutæki. Hugsanaflutn- ingur er viðurkennd vísindaleg stað- reynd. Einnig hæfilciki til að færa vísvit- andi hluti úr stað með hugarstyrk sínum einum (þeir sem það geta eru líklega líffræðileg afbrigði). Sjálfsvitund efnis- ins, mannsins, verður til þegar vissum skilyrðum um orkusvið er fullnægt og hún er því ekki fremur en einingar atómsins til í tíma og rúmi heldur utan hvors tveggja. Hegðun atómsins er fyrir- sjáanleg og lögmálsbundin þótt hegðun eininga þess sé það ekki. Þegar þess er gætt og jafnframt að augnablikið, hin mennska nútíð, er vitund efnis um atburði sem eru að ger'ast í efni er full ástæða til að ætla að hægt sé að vita fyrir óorðna atburði eins og það heitir án þess að hringja í veðurstofuna. Sú er einmitt raunin og viðurkennt. Hver fruma mannslíkamans býr yfir erfðalykli sem er forrit að gerð þess líkama, nákvæm- lega, og hver veit nema sköpunarverkið sjálft sé með líku móti fyrirskrifað í hverri frumeiningu þess. Við spurning- um um tilvistina sjálfa getur maður fengið gild svör með því að líta í eigin hugarrann. með því að þekkja sjálfan sig. Og því ekkert skrítið þótt höfuðtrú- arbrögð mannkyns hafi leitt í ljós sömu sannindi og vestræn efnishyggja. Upp og fram og til hliðar, þessar eru víddirnar sem skilningarvit okkar nema og í því rými gerast breytingar efnisins en ekki orkunnar og þar sem tíminn er afleiðing hvors tveggja verður líðandi hans ekki nema að hluta á sviði skilning- arvita okkar. I ljósi þess er hægt að álykta um afleiðingar þess að líkami lífveru deyr hvort sem líkami er óhjá- kvæmilegtskilyrði þess að vitund sé til eða hitt að hún lifi af líkamsdauðann. Vitundin er orka og ekki háð atburða- ferli líkamans nema að nokkru. Hún losnar úr viðjum efnisins og hættir e.t.v. um leið að vera til. En hvaö sem því líður er hún orkufyrirbrigði sem að einhverju leyti hefur alltaf verið óháð efninu og líklega getur hún skilið eftir varanlegri ummerki um sig en það er sjálft, Ýmislegt er athyglisvert í draugafræðum... Hvað er draugur? í kvikmyndum eru afturgöngur og þvílík. yfirnáttúrleg fyrirbrigði oftast látin vera mun vélrænni í allri hegðun en menn. Þetta er hefð, sama um draugasögur: vofurnar að Fróðá komu og hurfu alltaf um sama leyti. Ef vísa á að vera verulega drauga- leg þarf að vera í henni tvítekning. Kastaladraugurinn fer alltaf á sama tíma um sama ganginn með sama lagi og hrelli hann einhvern gerir hann það alltaf eins. Vofan við rúmstokkinn glennir sig en alltaf með líku lagi, lík endurkeyrslu á kafla í myndbandi. Ýmislegt fleira er athyglisvert í draugafræðum. Áður en til kastanna kemur kólnar, ótal sögur af því og af að nærstaddir fá óljósa aðkenn- ingu um einhverja vá „ líkt og augnablik- ið fyrir náttúruhamfarir. Finna til vægrar köfnunaraðkenningar, ógleði. Yfir- náttúrlegt fyrirbrigði birtist oftar vestan við þann sem verður þeirri reynslunni ríkari en á aðra vegi svo undarlegt sem það er. Schumannbylgjurnar, sem nefndar voru, berast yfirleitt frá vestri til austurs. Þær eru kröftugastar milli tólf og fjögur á nóttunni. Sé gert ráð fyrir að mögnuð geðbrigði manns geti haft áhrif á orkusvið um- hverfis hann þá stundina sem hann upph’fir þau, og ekkert er eðlilegra en ætla það, er einnig hægt að skýra dæmi- gerðan draugagang. Slíkar sögur, þær sem varla er hægt að véfengja, eru oftast nær af svipum sem hafa í frammi athafnir er einkennt hafa lífþeirra, sem þeir hafa svip af umfram aðra á þeim stað þar sem draugagangsins verður vart. Þrálát endurtekning gæti hafa leitt til hins sama og mögnuð geðbrigði í eitt skipti. Vofa birtist við vanabundnar athafnir þess sem hún hefur svip af og hún svífur einfaldlega í gegnum það sem í vegi hennar verður á þessu hringsóli sínu. Hún hagar sér eins og milli hennar og þess sem sér hana sé hvorki tími né breytingar á skipun hluta. Magnaðar draugasögur lýsa vofum sem vaða jörð- ina í hné - svífa í loftinu. Ellegar eru bara líkamshluti. Við vettvangsrann- sókn hefur komið í ljós að gólf hafa verið hækkuð eða lækkuð, jarðlög sigið eðH ofan á þau borið eftir atvikum og í samræmi við hegðun vofunnar. Hún er enn í sír.u fyrra umhverfi þótt það sé ekki lengur til frá sjónarmiði venjulegs manns. Skýringin á þessum fyrirbrigðum yfirleitt kann að vera sú að síendurtekin atburðarás hafi markað í orkusvið um- hverfisins, veggi gamallar byggingar t.d., svipmót hennar. Maður skynjar aldrei hlutina eins og þeir eru í sjálfum sér heldur ímynd sem verður til í huganum fyrir tilverknað orkusviðs. Og hlutur þarf því síður en svo að vera til staðar til að maður skynji hann, áreitið eitt skiptir máli í því sambandi. Á þeirri staðreynd byggist sjónvarps- og kvik- myndatækni. Furðufyrirbrigði eins og afturgenginn mannsfótur og við íslend- ingar þekkjum kannski sögu af tekur sig betur út með þessu lagi. Sé umhverfinu breytt að nokkru getur upptakan raskast; máðst að nokkru út. Annað aðalefni draugasagna er af reimleikum á stöðum þar sem slys eðá illvirki hafa verið framin og einmitt líklegt að þau mögnuðu geöbrigði sem þá verða hafi þau áhrif sem hér um ræðir sé slíkt mögulegt á annað borð. Svo og lát manna. Hljótum við að lifa af líkamsdauðann? Kuldinn, sem fylgir yfirskilvitlegu fyrirbrigði bendir til að það bindi orku í umhverfinu og eigi tilvist sína undir því. Ljósfyrirbrigða er oft getið, jafnvel könnumst við íslendingar við neistaflug í þessu sambandi. Vélræn hegðunin bendir til sama , að um eftirmynd sé að ræða en ekki manneskjuna sjálfa í neinum skilningi. Eftirhermuhneigð drauga er við brugðið, þeir glenná sig og geifla, þeir líkjast spegilmynd manns á gáruðu vatni. Það er orðið all almennt álit fræðimanna að slíkar náttúrlegar skýringar eigi við um fyrirbrigði drauga- sagna og skyld efni en ágreiningurinn einkum um hvers konar náttúrukraftar séu aö verki. Maður, sem sér draug sér ofskynjun fyrir tilverknað bylgna sem hafa svipaða tíðni og gerist með honum sjálfum á þeirri stundu. Hann túlkar utanaðkom- andi áhrif sem slík: sér eða heyrir. Hlutur eða hvaðeina annað verður hon- um tæki til að smeygja sér fram hjá vanabundinni tímaskynjun sinni og lifa í þess konar tíma sem orka getur af sér. En það er ekkert víst að hinn látni, sé hann enn til, sé sér vitandi um þetta mót. Allt eins getur verið að svipurinn sé ekki fremur sá sem hann hefur svip af en mannsmyndin á sjónvarpsskjánum;þul- urinn sem fréttirnar les. En með hliðsjón af þeirri heimsmynd sem vísindi nú bera fyrir almenning er þrátt fyrir það ekki lengur hægt að telja ólíkindi að maður lifi af líkamsdauðann eins og gert var á tímabili í sögu vestrænna vísinda. Þvert á móti er nær lagi að spyrja: Getur annað verið en maður lifi af líkamsdauðann? Og þá um leið: Hvernig er hægt að ímynda sér framhaldið? Sérhver maður lifir vitund- arlífi í undirvitund sinni sem hann veit lítið um og hefur enga vísvitaða stjórn á - þótt þversagnarkennt sé. Hverfur sálin þá til sameiginlegrar undirvitundar, orkusviðs af því tagi meðal annarra, og án þess að glata alveg einstaklingsein- kennum sínum. Og þegar skilyrði mynd- ast í efninu, vaknar þá þessi sál til virkni og rennur saman við það efni, eflist, heldur áfram, endurfæðist? Þegar á allt er litið er ekki undarlegra að fæðast tvisvar en einu sinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.