Tíminn - 29.09.1983, Qupperneq 6
6______________
í spegli tímans
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983
F o rsetadótt i ri n
hneykslar
■ Það dugir ekki, þó að Ron-
ald Reagan og kona hans
Nancy séu þekkt að því að vera
pen og prúð. Bömin þeirra era
alltaf öðru hverju að koma
þeim í einhverja skömm. Núna
er það rétt einn umganginn
dóttir þeirra Patty, sem hefur
tekið upp ungpíunafn móður
sinnar og kallar sig Davis.
Patty stefnir að því hægt, en
örugglega, að verða leikkona,
rétt eins og foreldrarnir á
sínum tíma. Hún hneykslaði
foreldra sína núna fyrr í sumar,
þegar til hennar sást í gegn-
særri blússu og mátti greinilega
sjá, að hún var í engu innan
undir. En nú hefur hún gert
gott betur. Hún hefur tekið
tilboði um að leika á sviði og í
því hlutverki hylur hún ekki
nekt sína einu sinni með gegn-
særri blússu.
Þetta er fyrsta hlutverkið,
sem Patty fer með á sviði, og
verður leiksýningin færð upp í
Michigan. Þarleikur Pattv létt-
lynda stúlku, sem skiptir um
elskhuga eins og hreina sokka.
Þegar árin fara að færast yfir
hana, sest hún í helgan stein
sem eigandi sýningarsafns
kynlífsmynda.
- Mér er aiveg sama um
hvaða álit pabbi og mamma
hafa á þessu, segir Patty. - I
mínum augum skiptir það
mestu að mér var boðið hlut-
verkið og ég er hreykin af því.
■ Bandarísku forsetahjónun-
um þykir dóttir sín full óspör á
að sýna á sér hörundið.
■ Ríkasti skipaeigandi í heimi, Chrístina fær yfir sig kampavínsgusu líkt og snekkja
sem hleypt er af stokkunum með viðhöfn og svo er sungið og dansað af Ijöri.
HVER VAR KONflN SEM
IMNSAH ABORDINU?
—spurðu
túrist-
arnir á
Korfu
■ Það var líf og fjör í Gouvia á grísku eyjunni Korfu nú nýlega. Ferðamenn frá
Norðurlöndum og Bretlandi voru þar að skemmta sér ásamt fleiri túristum frá
mörgum löndum, og það var sungið og dansað og allir skemmtu sér vel. Allt í einu
stökk ein stór og myndarleg kona upp á borð og ruddi burtu flöskum og glösum
og pantaði fjörugt lag. Síðan benti hún tveimur ungum breskum piltum að koma
til sín upp á borðið. Strákarnir létu ekki segja sér það tvisvar en voru tU í tuskið.
Hljómsveitin spilaði og söng með kampavín og tóku þátt í inn hátt og snjallt: „Er þetta
og þjónar komu hlaupandi gleðinni. Þá spurði einn Bret- ekki hún Christina Onassis?"
Flestir í kríng um hann hlógu,
og sögðu eitthvað á þá leið, að
hún færí nú ekki að skemmta
sér með venjulegum túrístum
á knæpu, hún sem ætti heilu
skemmtisnekkjurnar og eyj-
arnar fyrir sjálfa sig og sína
gesti.
Þá kom þjónn til þeirra og
sagði, að Christina kæmi oft til
þeirra á Korfu til að skemmta
sér. Hún kynni vel við sig þar
og þetta værí hennar upp-
áhaldsstaður.
Annar breski strákurínn
heitir Robert Roe, tvítugur
gutti frá Cardiff, (sá Ijóshærði
á borðinu) en vinur hans tók
myndimar. Robert sagði að
þetta hefði verið rosalega
skemmtilegt-, og konan var
kát og hress, sagði hann. „Húu
lét sér ekki bregða hið minnsta,
þegar ég hellti yfir hana
kampavíninu! og svo dönsuð-
um við uppi á borði.
Ég fylgdi henni heim að
hótelinu hennar og kyssti hana
fyrír skemmtunina, og ég
hugsa bara að ég komi hingað
aftur næsta haust, hér er svo
skemmtilegt að vera“, sagði
ungi maðurinn frá Cardiff.
viðtal dagsins
■ Hjá Kaupfélagi Þingeyinga
hafa að undanförnu staðið yfir
tilraunir með nýja verkun á
kjöti. Höfundur að verkunarað-
ferðinni er Steindór Haraldsson,
búsettur á Akureyri. Við slógum
á þráðinn til Steindórs til þess að
forvitnast um hina nýju verkun-
araðferð.
„Þú meinar Lado-lambið“,
svarar Steindór. „Það er búin að
vera tilraunaframleiðsla á því í 4
mánuði, og hún lofar mjög góðu.
Þetta er ný vinnsluaðferð sem
beinist bæði að því að auka
geymsluþol og bragðbæta kjöt.
Þetta er ekki marinering þar sem
kjötið marinerast í ákveðinn
tíma í sérstökum legi og mjólk-
ursýrugerlar meyra það. Þarna
skeður þetta á miklu skemmri
tíma, þannig að engin gerjun á
sér stað. Kjötið cr sett í gegnum
ákveðna vinnslu, í ákveðnum
vélum, og við það næst fram
aukið geymsluþol og gott bragð
og kjötið meyrnar í leiðinni.“
Getur þú lýst aðferðinni betur.
„Aðferð sú sem notuð er við
verkun Lado-lambsins er bylting
frá því em áður var. Efnin sem
notuð eru gera kjötið meyit og
Lado-lamb — ný verkunaraðferð:
„BEINIST AD M/í
AD AUKA GEYMSLU-
ÞOL OG BRAGÐBÆTA“
— segir Steindór Haraldsson
höfundur verkunaraðferðarinnar
mjúkt. Fitubragð finnst ekki
lengur af kjötinu. Geymsluþol
eykst að miklum mun. Ég hef
valið saman ýmsar kryddtegund-
ir. Aðallega frá Austurlöndum
fjær. Blanda þessara kryddteg-
unda fellur vel að hinu eiginlega
bragði kjötsins. Undirstrikar það
vel og er um Ieið dálítið kröftug.
Nákvæmt hlutfall kryddsins og
annarra efna, sem notuð eru við
verkunina valda því að kjötið
kryddast í gegn og meyrnar á
mjög skömmum tíma. Þess má
geta að engin kemísk efni eru
notuð við framleiðsluna og mat-
vælafræðingar eru mjög hrifnir
af þessari aðferð þar sem ekkert
nítrít er notað, engin reykefni og
saltmagnið er lágt.“
Hvert verður framhaldið?
„Ég veit að þetta kemur innan
skamms á markað um allt land.
Ég á þessa uppfinningu og ég á
Steindór Haraldsson
Tímamynd G.K. Akureyri