Tíminn - 29.09.1983, Side 8
8.
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur j
Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja 1
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson-.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Afvopnun og mannrétt
indi eru mál dagsins
■ Við upphaf allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna eru veður öll
válynd í veröldinni. Efnahagsþrengingar og skortur ógnar fjölda
þjóða, stríð geisa og vígbúnaðarkapphlaupið æsist fremur en hitt
þrátt fyrir samningaumleitanir um að draga úr vígbúnaði. Ef ekki
tekst að ná samkomulagi um fækkun meðaldrægra kjarnorkueld-
flauga í Evrópu á næstu tveim mánuðum verður þeim fjölgað svo
um munar. Sú aðgerð Sovétmanna að skjóta niður vopnlausa
farþegaflugvél sem villtist inn á þeirra umráðasvæði setur sinn svip
á þinghaldið. Utanríkisráðherra þeirra mætir ekki til leiks og
þegar Bandaríkjaforseti boðaði eftirgjöf til að liðka fyrir samning-
um um takmörkun kjarnorkuvopna var sovéska sendinefndin víðs
fjarri og einu svörin sem bárust voru hvatskeytslegar orðsendingar
um að forsetinn væri ekki viðræðuhæfur.
Þetta lofar ekki góðu um framhaldið en samt má ekki leggja
árár í bát. Þjóðir heims verða að láta sér skiljast að samningaleiðin
er hin eina færa eins og nú standa sakir. Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra rakti þessi mál í ræðu sinni á allsherjarþinginu
og ítrekaði að þátttaka íslands í samtökunum er hornsteinn
utanríkisstefnunnar. Er utanríkisráðherra hafði rakið ástand
heimsmála, sagði hann: „Þótt harma beri að Sameinuðu þjóðunum
hefur ekki orðið ágengt eins og vonir stóðu til, megum við ekki
gefast upp. Þessi örlagaríku mál er snúast um stríð eða frið hljóta
stöðugt að vera til umræðu og úrlausnar á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna, á allsherjarþinginu og í Öryggisráðinu. Þjóðir heimsins
verða að halda áfram að tala saman, en mega ekki láta vopnin ög
valdið útkljá málin. Það er einkum mikilvægt fyrir smáþjóðir, eins
og okkur íslendinga, að Sameinuðu þjóðirnar starfi markvisst,
þótt seint kunni að miða, svo að lög og réttur sé virtur í
samskiptum þjóða á milli. Sameinuðu þjóðunum verður að takast
að afstýra hættu á stórstyrjöld og breyta til þess starfsháttum við
lausn deilumála. Vandamálið er að uppræta þá gagnkvæmu
tortryggni, sem ríkir milli þjóða heims. Sum ríki, en sem betur fer
fá, virðast vígbúast til að fylgja eftir útþenslu- og yfirráðastefnu,
og önnur ríki eru tilneydd vegna þessa að svara með varnarvið-
búnaði.
Kjarni vandamálsins er sífelld viðleitni til afskipta og yfirráða
yfir málefnum annarra ríkja, samfara skerðingu mannréttinda og
misskiptingu auðs þjóða á milli.“
Um mannréttindamál sagði utanríkisráðherra m.a.: „Trúokkar
á grundvallarmannréttindum, mannhelgi og manngildi er staðfest
í mannbréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þau ákvæði
mega ekki halda áfram að vera dauður bókstafur eins og raun ber
nú vitni í stórum hluta heims. Brúa verður það hyldýpi sem skilur
á milli hátíðlegra skuldbindinga og raunverulegra efnda. Það
verður best gert með því að koma á og styrkja stjórnskipulag
lýðræðis, þar sem réttur einstaklingsins er virtur og tryggður, þar
sem ríkisvaldið er þjónn fólksins en ekki kúgari þess.“
Stefna íslands er sem fyrr að krefjast gagnkvæmrar, alhliða
afvopnunar undir alþjóðlegu eftirliti, og lagði utanríkisráðherra
áherslu á það. Og sérstaklega varaði hann við þeirri hættu er stafar
af því að flytja vopnabúnað í hafið: „Við íslendingar byggjum
afkomu okkar fyrst og fremst á auðlindum sjávarins. Við höfum
því miklar áhyggjur af vígbúnaði í hafinu. Lítilsháttar óhapp, að
ekki sé talað um meiriháttar slys, getur haft alvarlegar afleiðingar
fyrir fiskistofna okkar og þar með allan efnahag. Þetta skiptir ekki
eingöngu íslendinga máli. Verndun hafsins sem matarkistu fyrir
milljónir sveltandi manna er lífsnauðsyn og okkur er öllum skylt
að vinna saman að því að koma í veg fyrir hvers konar mengun
hafsins. Okkur ber sífellt að hafa þetta í huga og haga gerðum
okkar samkvæmt því.“
Einir sér eru íslendingar kannski ekki mikils megnandi að hafa
áhrif á gang alþjóðamála en með nánu samstarfi við önnur
Norðurlönd á vettvangi SÞ getum við látið rödd okkar heyrast og
haldið uppi kröfunni um gagnkvæma afvopnun og að mannréttindi
séu virt. Þetta eru mikilvægustu málin í dag. . OO
SEPTEMBER 1983
Asetningur
búfjár
Ólafur R. Dýrmundsson
landnýtingarráðunautur
skrifar um ásetning búfjár
eftir erfitt sumar í Frey:
„I ritstjórnargrein síðasta
tölublaðs Freys fjallaði Jónas
Jónsson búnaðarmálastjóri
um harðnandi árferði, erfiða
heyskapartíð víða um land
og horfur á lélegum heyfeng
í mörgum héruðum.
Víðast hvar mun grænfóð-
urspretta vera léleg, bygg
þroskast illa og horfur á
kartöfluuppskeru eru afar
slæmar. Ffætt er við að dilkar
verði sums staðar rýrir á
þessu hausti. Sumarsins 1983
mun verða minnst sem ein-
staks kulda- og rigningasum-
ars á sunnan- og vestanverðu
landinu.
Þótt heyfengur sé í góðu
meðallagi í sumum sveitum
er fullvíst að mjög víða þarf
að huga vandlega að ásetn-
ingi búfjár í haust..Eftir síð-
astliðinn vetur og vor mun
vera tiltölulega lítið af hey-
fyrningum L landinu, og þær
eru jafnvel alls engar á því
norðanverðu. Nú kemur sér
vel að framleidd eru um
10.000 tonn af graskögglum í
landinu, en þó er sú fram-
leiðsla ekki svo mikil sem
skyldi vegna óhagstæðs tíð-
arfars. Mikil úrfelli hafaeinn-
ig aukið þurrkunarkostnað
flestra verksmiðjanna. Þótt
auðvelt sé að flytja inn fóður-
bæti frá útlöndum er vitað,
að verð á fóðurkorni fer
hækkandi um þessar mundir.
Hin mikla áburðarhækkun í
vor er enn í fersku minni og
óhætt er að fullyrða, að það
fóður, sem bændur hafa aflað
eða þurfa að nota fyrir búfé
sitt, verður tiltölulega dýrt.
Miklu máli skiptir að það
verði nýtt á sem hagkvæmast-
an hátt.
Eðlilegt er að tengja ásetn-
inginn stöðunni í framleiðslu
og markaðsmálum. Við sam-
drátt mjólkurframleiðslunn-
ar hefur kúm verið fækkað
töluvert síðustu árin. Sumar-
kuldar og rigningar hafa víða
dregið úr nytinni, og hætt er
við að léleg hey segi til sín á
mörgu kúabúinu í vetur. Nú
þegar hefur komist á jafnvægi
í mjólkurframleiðslunni, og
því er eðlilegt að mjólkur-
kúastofninum verði viðhald-
ið sem næst óskertum.
Öðru máli gegnir um sauð-
féð og hrossin. Þótt sauðfé
sé nú orðið nær 17% færra en
það var fyrir fimm árum, og
samdráttur er í framleiðslu
sauðfjárafurða, verður mikið
af kindakjöti frá fyrra ári
óselt nú í byrjun sláturtíðar.
Frekari fækkun fjár er talin
óhjákvæmileg, enda raun-
hæfasta leiðin til að draga úr
framleiðslu dilkakjöts. Ef-
laust geta sumir bændur
fækkað sauðfé sér að skað-
lausu, og jafnvel til hagsbóta,
t.d. þar sem þröngt er orðið
í högum og afurðir lélegar.
Aftur á móti er ljóst að mörg
sauðfjárbú með nýlega fjár-
festingu í byggingum og vél-
um standa höllum fæti. Ýms-
ar jaðarbyggðir mega ekki
við teljandi samdrætti í sauð-
fjárrækt umfram þann sem
orðinn er. Okkur er því
mikill vandi á höndum, og til
of mikils er ætlast að nýbú-
greinar leysi hann í bráð.
Hross eru greinilega orðin
of mörg fyrir þá markaði sem
tiltækir eru fyrir hrossaafurð-
ir. Eftir því sem best verður
séð er unnt að fækka hrossum
töluvert, einkum stóði, án
þess að efnahagur bænda
skaðist. Sums staðar er farið
að sjá á beitilöndum vegna
óhóflegrar hrossaeignar. Þótt
hrossum sé víðast hvar ætlað
lítið fóður eru þau býsna
fóðurfrek í hörðum vetrum.
Þau þurfa meira en moð og
rekjur. Hagsmunafélag
hrossabænda vinnur ötullega
að markaðsleit, og vonandi
verður hægt að auka sölu
kjöts af afsláttarhrossum og
hefja markvissa grisjun
hrossa. Miðað við aðstæður
eru það búhyggindi að draga
stórlega úr ásetningi folalda í
haust.“
Stóðið
of margt
í sama blaði skrifar Andrés
Arnalds hjá Landgræðslu
ríkisins um stóðhross og
segir, að fjöldi hrossa í land-
inu hafi aldrei verið meiri en
nú. Sé hrossafjöldinn kominn
upp fyrir öll skynsamleg
mörk bæði hagfræðilega séð
og með tilliti til gróðurvernd-
unarsjónarmiða.
Það er einkum óhófleg
stóðhrossaeign sem er And-
rési þyrnir í augum og telur
hana ekki arðsama og stóðið
fer illa með gróðurlendi, sem
ekki er alltof mikið af hér á
landi. Reiðhestaeign telur
hann hins vegar í jafnvægi og
vel hirtir reiðhestar valda
ekki landníðslu. Hér verður
gripið ofan í skrif Andrésar:
Hross í landinu eru nú
talin vera um 54 þúsund,
samkvæmt skýrslum, en eru
sennilega enn fleiri. Þau taka
að líkindum allt að því jafn-
mikið fóður í beitilöndum að
vetrarbeit meðtalinni og allt
sauðfé landsins sem nú telst
vera 750 þúsund í haust og
fer sennilega enn fækkandi.
Sauðféð skilar um 38% af
heildarverðmæti búvöru-
framleiðslunnar, en hrossin
hins vegar ekki nema 1,5%,
skv. hagtölum, eða 25 sinn-
um minna. Mikil offram-
leiðsla er í báðum greinum,
miðað við núverandi mark-
aðsaðstæður. Þetta mikla
nauðsynjamál, að fækka
stóðhrossum, er því hag-
fræðilegs eðlis ekki síður en
gróðurvemdarmál. í raun-
inni má segja að málið snúist
um það, hversu stór stóð-
hrossastofninn þurfi að vera
til að anna eftirspurn eftir
lífhrossum og kjöti. Ég vil
leyfa mér að fullyrða að veru-
leg fækkun stóðhrossa, jafn-
vel um þriðjung til helming,
myndi ekki verða til þess að
skerða tekjur af hrossarækt-
inni í heild, jafnvel þvert á
móti auka þær. Arðsemi af
hrossaræktinni virðist eins og
er vera komin niður fyrir öll
skynsamleg mörk, og auk
þess verða stóðhrossin víða
til þess að skerða verulega
arð af sauðfjárræktinni. Mun
ég nú reyna að rökstyðja
þetta nánar.
Stóðhrossa-
fjöldinn
hamlar
markvissri
kynbóta-
starfsemi
Hinn mikli fjöldi stóð-
hrossa stendur markvissri
kynbótastarfsemi í landinu
stórkostlega fyrir þrifum.
Þetta kom m.a. fram nýlega
í ágætu útvarpsviðtali við
Þorkel Bjarnason, hrossa-
ræktarráðunaut Búnaðarfé-
lags íslands. Sumir bændur
virðast halda að góður og
þekktur stóðhestur geti bætt
upp lélega meri og tíma helst
ekki að farga neinum grip,
jafnvel þótt ljóst sé að um
léleg hestefni sé að ræða.
Hjarðirnar eru því víða æði
blandaðar að gæðum. Nauð-
synlegt er að grisja stofnana
af hörku og halda aðeins eftir
því besta. Eftir slíka fækkun
myndu bændur fá hærra verð
fyrir lífhrossin sökum þess að
betri gripir væru á boðstólum
og minna framboðs.
Víða á landinu eru hrossin
þó enn einkum höfð til kjöt-
framleiðslu. Folalda- og
trippakjöt selst sæmilega.
Mikið offramboð er hins veg-
ar á kjöti af fullorðnu og hafa
birgðir hlaðist upp. Afföll af
þessu kjöti eru veruleg, þvf
að það geymist fremur illa í
frysti. Magn folalda- og
trippakjöts myndi ekki
minnka í hlutfalli við fækkun
stóðhrossa. Þar sem rúmt er
í högum, er algengt að fall-
þungi folalda sé í kringum
95-100 kg eða jafnvel enn
meiri. Mikið beitarálag sem
leiðir af miklum hrossafjölda
veldur því, að víðast hvar er
fallþungi folalda aðeins á
bilinu 60-80 kg og sums
staðar enn minni. Dæmi eru
til þess að meðalfallþungi
folalda á bæ hafi farið niður í
35 kg. Var það raunar eink-
um vegna mikils ormasmits,
sem náði að magnast upp í
haganum vegna þrengsla, en
einnig einfaldlega vegna þess
að folöldin höfðu ekki nóg í
sig til að vaxa eðlilega. Fall-
þungi folalda einn sér segir
þó ekki alla söguna. Mikið
beitarálag verður til þess að
draga úr viðkomu í hrossa-
stofninum. Þar sem hross eru
mörg, beitarálag mikið og
illa fóðrað yfir veturinn,
reynast merar oft geldar eða
þá að þær láta fóstri. Frjó-
semi meranna verður því
óeðlilega lítil, og lítið gagn er
af geldum stóðmerum, eða
öllu heldur minna en ekki
neitt.
Greininni lýkur svo:
Mikil offramleiðsla er hér
á landi bæði á sauðfé og
hrossum. Bændur eru nú að
laga sauðfjárstofninn að
markaðsaðstæðum og hefur
fé fækkað um 150 þúsund á
síðustu 5 árum. Hrossum
þarf einnig að fækka, ef sú
búgrein á að vera arðbær, og
hef ég reynt að færa að því
rök hér að framan. Færri
hross, betri hagar óg betri
fóðrun munu veita meiri arð
en óræktað stóð í ofsetnum
högum og vetrarsvelti.
Að lokum ber þó að leggja
áherslu á það sem höfuðmáli
skiptir ef bændur hyggjast
reka hér blómlegan búskap í
framtíðinni, en það er að
gæta þess að ganga ekki of
nærri gróðri Iandsins með
ofbeit, hvorki hrossa né
sauðfjár, svo að hann megi
frekar aukast en eyðast hér
eftir. Það er mál sem varðar
alla íslendinga.