Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 ■ Helmut Pantenburg hoteleig- andi Hótels Petrisberg er svo stolt- ur af vini sínu, að ekki var við annað komandi en ég myndaði hann með flösku i hönd... Með Trier við fætur þér ■ „en bragðið er enn betra Prost!" A faralds- fæti Umm...ilmurinn er góður...“ Umsjón Agnes Bragadóttlr Hvað viltu meira, ef þú á annað borð dvelur í Móseldalnum? ■ „Ef þú á annað borð velur að hvílast hér, þá hefur þú elstu borg Þýskalands, Trier við fætur þér“. Þessi orð eru í kynningarbæklingi Hótels Petrisberg, í Trier, sem stendur í samnefndri hlíð (fjalli) fyrir ofan Trier, en þar er einmitt hið fegursta útsýni yfir borgina. Á meðan við áðum í Trier í heimsókn okkar í Móseldalnum gistum við í þessu fallcga og vinalcga hóteli, og eins og ég greindi frá fyrir skömmu þá tók ég smávital við eiganda hótelsins Helmut Pantenburg, en hótelið og svæðið þar í kring hafa verið í eigu Pantenburgfjöl- skyldunnar í 100 ár, eftir því sem hann sagði mér. Pantenburg nú virðist allt vera' mjög moderne hér í innréttingum, og húsið reyndar einnig, ekki trúi ég því að þetta sé gömul bygging? „Nei, það er alveg rétt. Við rifum gamla hótelið fyrir 15 árum og byggðum þetta þá í stað þess. Ég er mjög ánægður með nýja hótelið, en eins og þú séð er þú skoðar herbergin, þá hölum við reynt að gefa hverju herbergi fyrir sig sérstakan stíl, og höfum lagt í mikinn kostnað við að prýða herbergin góðum listaverkum og skúlptúrum." Það staðfestist hér með að orð Pantenburg eru síst ýkjur á því hversu sérlega smekklega og jafnframt hlýleg herbergi hótelsins eru útbúin. Pantenburg heldur áfram: „Já, ég sagðist ánægður með nýju bygginguna, en samt sem áður sakna ég þeirrar gömlu alltaf svolítið, því það hafði þessa gríðar- stóru verönd, þar sem Trierbúar sátu á sunnudögum, börn sem gamalmenni og sötruðu sitt kaffi, súkkulagði o.s.frv. og nutu útsýnisins yfir Trier, eftir að hafa lagt á sig göngutúr hér upp hlíðina frá Trier. Yfir því var viss sjarmi sem eftirsjá er að“ - Hvenær er háannatími hér hjá ykkur? „Eins einkennilega og það kann nú að hljóma, þá höfum við tvo háannatíma hér - annars vegar er það maí til júní tímabilið sem er einstaklega mikill anna- tími, en Móseldalurinn er líklega fallcg- astur í byrjun sumars, og þá flykkjast ferðamennirnir hingað, og seinni há- annatíminn er svo september til október, á meðan á vínberjatínslunni stendur. Þá er erfitt að fá herbergi í Trier, og yfirleitt í Móseldalnum öllum.“ - Hvað þá með þennan dæmigerða ferðamanntíma, júní — júlf? „Það hefur nú einu sinni verið lenska hér, að yfir þennan dæmigerða háanna- tíma þá hafa Þjóðverjar farið erlendis, og ferðast til landa, þar sem þeir hafa getiað verið á sólarströnd, eins og í Frakklandi, á Spáni, Grikklandi og ítal- íu, eða jafnvel á Bahamaeyjum, og því hefur ekki verið svo mikið um þýska feðamenn á þessum tíma, en það kann vel að vera að nú verði breyting á, því við eins og aðrir, virðumst hafa minna handa á milli akkúrat núna, sem kann aftur að þýða það að Þjóðverjar dragi úr utanförum sínum og ferðist meira í sumarfríum sínum hér innanlands.“ - Nú segir þú allt fyllast hér um vínberjatínslutímann. Eru Móselvínin aðalaðdráttarafl þessa fallega dals? „Nei, eins undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að vínin okkar ■ Útsýnið af svölunum yfir Trier er dásamlegt. Tímamynd — Agnes góðu,“ segir Panteberg um leið og hann bergir á dýrlega ljúfu Petrisberg Mósel- víni,“ séu í öðru sæti, en rómversku rústirnar í fyrsta, hvað aðdráttarafl fyrir ferðamenn snertir. Auðvitað erum við Trierbúar mjög svo stoltir af mannvirkj- um eins og rómversku böðunum, Porta Nigra, um rómverska leikvanginum og fleiri stórmerkum menjum sem við höfum varðveitt eins vel og við getum, enda leggjum við mikið fjármagn í viðhald og endurbætur á þessum víð- frægu mannvirkjum. Við stefnum á stórátak í þeim málum fyrir 2 þúsund ára afmælið okkar, sem er á næsta ári, eins og þú sjálfsagt veist.“ - Nú finnst mér vera nokkuð sérstakt og mjög svo rólegt yfirbragð sem þetta hótel hefur. Er það rétt skilið hjá mér, og ef svo er, hvað veldur? „Þetta er hárrétt hjá þér. Við höfum komið okkur upp okkar eigin ákveðna stíl, og honum viljum við fyrir.alla mun halda. Við stílum upp á fallegt umhverfi, listrænar innréttingar, góða þjónustu, rólegheit og útivist, og með því löðum við að okkur ferðamenn sem sækjast eftir því að hvílast vel, njota góðs aðbúnaðar, útivistar og friðar. Við vilj- um fyrir engan mun setja upp diskótek hér, eða fá danshljómsveitir hingað, því það hefði það einfaldlega í för með sér að Petrisberg yrði vinsælasti samkomu- staður unga fólksins í Trier, og þar með væri firðurinn úti.“ Við Pantenbúrg skálum á nýjan leik í Móselvíninu ljúfa, og látum viðtalinu þar með lokið. Ég verð þó að upplýsa það, áður en ég set síðasta punktinn á þessar síðu, að þetta hótel er talsvert miklu ofar gæða- lega séð, en gistihús þau sem ég sagði frá þegar ég var að ræða gistikostnað al- mennt í Mosel. Verðlag fyrir gistingu og morgunverð liggur eitthvað fyrir ofan 100 mörkin, á meðan að verðlagið á þeim gististöðum sem ég ræddi um síðast var á milli 40 og 50 mörk. Þótt þetta sé mun dýrara, þá finnst mér eins og það sé fyllilega þess virði að dekra öðru hvoru við sjálfan sig, og ef maður á annað borð sækist eftir því sem Pantenburg segist stefna að að bjóða, þá finnur maður virkilega að maður fær eitthvað fyrir rnörkin sín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.