Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 12
12
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
skólinn var ekki allur þar sem hann var
séður og ég hafði haldið hann vera, fyrst
sem nemandi og síðar sem kennari. Það
leið ekki á löngu áður en mér fór að líða
mjög illa þegar kom að prófum og
prófafyrirgjöf. Mér líður aldrei úr minni
svipurinn á litla, stóreygða drengnum í
fyrsta nemendahópnum mínum í 7 ára
bekk þegar hann tók við einkunnablaði
sínu eftir miðsvetrarpróf. (Þá voru börn-
in prófuð afar formlega í öllum greinum
um miðjan vetur, líka þau 7 ára sem
voru að byrja að læra að lesa. Þau voru
meira að segja prófuð í skrift.) Þessi litli
Ijúfur þekkti ekki stafina þegar hann
byrjaði að hausti sem var ekki nema
eðlilegt, sérstaklega þegar þess er gætt
að kennarar höfðu þá um nokkurt skeið
rekið áróður fyrir því að börnin kæmu
„óspillt" af hugsanlega rangri lestrar-
kennslu foreldra og annarra „fákunn-
andi“. En hann var iðinn og góður og
honum fór alveg eðlilega fram en ein-
kunnin var vitaskuld ekki há. Hann fékk
0.6. Hann skildi hins vegar ekki fíflsku
okkar hinna fullorðnu og hrópaði himin-
lifandi: „Ég fékk 6 í lestri". Þá leið mér
illa og ég hef ekki enn gleymt þessu. Um
kvöldið þegar ég fór að sofa var ég að
vona að hann hefði ekki komist að hinu
sanna. Vonandi hefur hann aldrei gert
það.
Nú kenni ég eldri nemendum en
skólinn er í megindráttum hinn sami þó
Þorsteinn Gylfason, lektor við Há-
skóla íslands:
Eitt er víst að ég vil ekki: ég vil ekki
að þeir verði fróðari í vor en þeir eru
núna, ekki að þeir viti meira en þeir gera
fyrir. Auðvitað fer ekki hjá því að þeim
bætist ný vitneskja á heilum vetri; en
mín vegna mættu þeir gjarnan í staðinn
gleyma öðru eins og helst meira til af því
sem þeir hafa innbyrt áður um dagana af
hverskonar fróðleik. í stað vitneskjunn-
ar vildi ég helzt að þeir efldust annars
vegar af skilningi og hins vegar af
dómgreind á viðfangsefni sín, í heim-
speki og kannski þá um leið á öðrum
sviðum líka. Og þar fór í verra, því að
hvorugt kann ég að kenna. Ég kann það
ekki fremur en ég gæti gert nokkurn
nemanda minn að betri manni.
Og samt streitist maður við; og ein-
staka sinnum er næstum eins og krafta-
verk hafi gerzt. f>að glæðist áhugi á
viðfangsefninu, ímyndunaraflið lifnar,
vinnugleðin margfaldast - og ungur
maður og ung kona sem áður voru reikul
og óviss um alla hluti vita nú hvað þau
vilja. Þau vilja skilja, og þau vilja
komast að eigin, sjálfstæðri niðurstöðu.
Þau vilja þetta af ástríðu. Og um leið
verður þetta unga fólk svo skemmtilegt
að það verður unun að umgangast það,
og maður þakkar fyrir hvern dag. En
varðveitir vonandi nægan skilning og
næga dómgreind til þess að þakka þessa
daga ekki sjálfum sér, heldur einhverju
öðru. Kannski bara því að lífið lifir.
Ólöf Knudsen, kennari við Verslun-
arskóla íslands:
■ Að sem flestir næðu prófi, og ekki
væri verra ef tekist hefði að vekja
smááhuga á faginu hjá stöku sál.
Jón S. Guðmundsson, kennari við
Menntaskolann í Reykjavík:
■ Þessari spurningu verð ég að svara í
tvennu lagi.
Ég vona að námið veiti nemendum
alhliða þroska, geri þá að menntuðum
mönnum í bestu merkingu þess orðs,
mönnum sem gleypa ekki hugsunarlaust
við hverri dægurflugu, heldur kunna að
greina kjarnann frá hisminu.
Sem móðurmálskennari hlýt ég að
óska að námið veki og glæði með
nemendum tilfinningu fyrir góðu og
vönduðu máli og áhuga, jafnvel ást, á
feðranna tungu, en slíkt hefur sjáldan
verið nauðsynlegra en nú, svo mjög sem
áhrifa erlendra mála, einkum ensku,
gætir hvarvetna.
Helga Sigurjónsdóttir, kennari við
Menntaskolann í Kópavogi:
■ Hefðirðu spurt mig að þessu fyrir
aldarfjórðungi þegar ég var að byrja að
kenna börnum, barnung sjálf og fákunn-
andi, býst ég við að hafa svarað eitthvað
á þessa leið: „Mér þætti mest um vert að
börnin hefðu tileinkað sér vel lestur,
skrift og reikning. Einnig meginatriði í
öðrum greinum s.s. landafræði, sögu og
biblíusögum. Allir verða að kunnanokk-
ur skil á þeim greinum eigi þeir að teljast
frambærilegir í þjóðfélaginu.“ Trúlcga
hefði ég bætt við dálitlum pistli um gildi
hárra einkunna i g heimalesturs og vand-
virkni en e.t.v. líka kvartað svolítið yfir
„lélegum" nemendum sem lítið gætu,
e.k. blessuðum krossberum sem væru
svo illa að guði gerðir gáfnafarslega að
ráða ekki við barnalærdóminn sinn og
sem væru okkur kennurunum einnig
hálfgerður kross. Mikið væri skólinn
annars skemmtilegur og góður ef öll
börnin gætu bara verið fyrirmyndarbörn,
prúð og stillt og „gáfuð“. Pá væri gaman
að vera kennari.
Satt að segja rennur mér kalt vatn
milli skinns og hörunds þegar ég horfist
í augu við sjálfa mig á þessum árum.
Samt er ég viss um að ég var ekkert verri
kennari en gengur og gerist og hef mér
ýmislegt til afbötunar. T.d. það að
þennan eina vetur sem ég sat í Kennara-
skólanum gamla við Hringbraut var mér
kennt að það væri „vísindalega sannað"
að um 10% barna væru með þeim
ósköpum gerð að þau gætu aldrei orðið
almennilega læs. Þá væru ekki meðtaldir
þeir sem teldust samkv, mælingum svo
lítið gefnir að þeir væru ekki í venju-
legum barnaskólum.
Nú veit ég fyrir löngu að þetta eru
hindurvitni og bábiljur eins og svo margt
í sambandi við svokallaðar fræðikenn-
ingar um greind og námshæfileika. Pá
ber fyrst að nefna að greindarhugtakið
er mjög illa skilgreint og illa skilgreinan-
legt eins og Jónas Pálsson, rektor Kenn-
araháskólans hefur margoft bent á. Bein
afleiðing þess arna hlýtur að vera að
greind verður illa mæld og vegin. Samt
er sífellt verið að því bæði formlega og
óformlega, í skólum og utan.
Hér er ekki tími til að fara nánar út í
þessa sálma en ég ætla að fara að nálgast
svarið við spurningunni. Eftir því sem
lengur leið og ég óx vonandi að viti og
þroska í starfinu, varð mér ljóst að
að góðir menn hafi með ýmsum ráðum
reynt að minnka harðneskju hans. Ég
veit að ég er í starfi mínu handhafi valds
sem mér ber að umgangast af varúð og
eins mikilli mildi og stofnunin leyfir. Ég
held að svar mitt verði fremur um það
hvað ég vil síst að börnin læri í skólanum
heldur en hvað þau læri þar. Þess vegna
óska ég öllum skólanemendum nú á
nýbyrjuðu skólaári þess að þeir læri ekki
að vanmeta sjálfa sig, að þeir glati ekki
heilbrigðri og sterkri sjálfsmynd (von-
andi hafa sem flestir hana, sumra hefur
e.t.v. þegar orðið fyrir hnjaski) að þeir
læri ekki að þegja þegar þeir hafa
eitthvað að segja, að þeir læri ekki að
meðtaka gagnrýnislaust það sem þeim er
sagt og að engum komi tifhugar að hann
sé svo vitlaus eða heimskur að hann geti
ekki lært almennan skólalærdóm, bæði í
grunnskóla og framhaldsskóla. Allt
þetta sem ég hef nú upp talið og ég vil
ekki að nemendur læri í skólanum
flokkast undir hið dulda námsefni sem
svo er kallað. Það stendur hvergi í fínum
námsskrám að skólinn eigi að kenna
nemendum þetta. Þvert á móti stendur
þar ýmislegt um að skólinn eigi að
þroska nemendur hvern eftir sínum
þörfum o.s.frv. Það eru orð töluð útí
vindinn. Tilfinningabæling, minnimátt-
arkennd, gagnrýnisleysi, hræðsla, lélegt
sjálfstraust, þetta er það sem of margir
nemendur tileinka sér í skólunum og
það líka þó að enginn kennari vilji það.
Helgar-Tíminn spyr kennara við upphaf skólaárs:
Hvað gleddi þíg mest
að nemendurnir
hefðn lært að vorí?