Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 6
6
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
OLAFSBOK
Senn lýkur áskriftasöfnun að ÓLAFSBÓK, sem kemur
út á næstunni.
Bókin er gefin út til heiðurs Ólafi Jóhannessyni,
fyrrverandi ráðherra, sem varð 70 ára í. mars s.I. Efni
hennar er um Ólaf eða tengt honum:
• Viðtal Gylfa Gröndal við Ólaf Jóhannesson: Bernsku-
dagar og skólaár.
• Eiríkur Pálsson skrifar um meira en hálfrar aldar
kynni sín af Ólafi Jóhannessyni, í Menntaskólanum á
Akureyri, í lagadeild Háskólans og allar götur síðan.
• Jóhann Þorvaldsson segir frá því, þegar kaupfélags-
stjórnin á Siglufirði reyndi að halda völdum eftir að
hafa lotið í lægra haldi, og hlut Ólafs Jóhannessonar í
lögfræðilegri lausn málsins.
• Dr. Armann Snævarr skrifar um lögfræðirit prófes-
sors Ólafs Jóhannessonar.
• ÞórVilhjálmsson skrifar um stjórnarfarsréttinn, aðal-
kennsiugrein próf. Ólafs Jóhannessonar.
• Dr. Páll Sigurðsson skrifar um kennarann Ólaf
Jóhannesson.
• Ágúst Þorvaidsson skrifar um stjórnmálaferil Ólafs
Jóhannessonar.
• Grímur Gíslason lýsir Ólafi Jóhannessyni, þingmanni
Norðurlands-vestra.
• Stefán Guðmundsson segir frá kosningaslag.
• Páll Pétursson skrifar um Ólaf Jóhannesson, sam-
þingsmann sinn úr Norðurlandskjördæmi vestra.
• Viðtal við Guðmund Benediktsson í forsætis ráðu-
neytinu.
• Magnús Torfi Ólafsson segir frá þætti Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna í myndun og endalokum ríkis-
stjörnar Olafs Jóhannessonar 1971-1974.
• Bogi Sigurbjömsson skrifar um byggðastefnu ríkis-
stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971-1974.
• Þórarinn Þórarinsson skrifar um landhelgismálið.
• Viðtal við Baldur Möller í dómsmálaráðuneytinu.
• Dr. Guðmundur Alfreðsson skrifar um landhelgisút-
færsluna 1972 og Alþjóðadómstólinn í Haag.
• Viðtal við Þórhall Ásgeirsson í viðskiptaráðuneytinu.
• Halldór E. Sigurðsson skrifar um samstarf við Ólaf
Jóhannesson í ríkisstjórnunum 1971-1974 og 1974-
1978.
• Bjöm Bjamason skrifar um störf sín í stjórnarráðinu
með Ólafi Jóhannessyni og síðan á Morgunblaðinu.
• Alfreð Þorsteinsson skrifar um Ólaf Jóhannesson,
þingmann Reykvíkinga.
• Viðtal við Ingva S. Ingvason í utanríkisráðuneytinu.
• Guðmundur Eiríksson skrifar um Jan Mayen.
• Eiríkur Tómasson skrifar um löggjafarstörf Ólafs
Jóhannessonar ráðherra.
• Leó E. Löve segir frá kynnum sínum af Ólafi Jóhannes-
syni, fyrst sem föður Guðbjartar vinar síns, og síðar
sem vini og samherja.
• Ritaskrá Ólafs Jóhannessonar.
Ritnefnd skipa: Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, formað-
ur, Björn Sveinbjörnsson, hæstaréttardómari, Halldór E. Sig-
urðsson, fv. ráðherra, Leó E. Löve, lögfræðingur og Stein-
grímur Jónsson, bókavörður.
Þeir sem þess óska geta orðið áskrifendur að bókinni
og fá um leið nafn sitt skráð í heillaóskaskrá sem
prentuð verður fremst í henni.
Þegar hafa borist margar áskriftir, en þeir sem ekki
hafa tilkynnt áskrift bréflega eða símleiðis eða skráð
sig á áskriftalista, geta hringt í síma 17165.
Svarað verður kl. 9-20 í dag og næstu daga hjá
útgáfunni, semer ísafoldarprentsmiðjah.f. Einniger
opið um helgina.
Ritnefnd
Ásla
málari
fékk sér stundum mjólkurglas eða kaffi
og kannski eitt epli. „Þegar ég vandist
þessu varð ég ekki svöng“.
Þegar kom að verklega prófinu var
Ásta svo heppin að henni bauðst að mála
og skreyta biðstofu læknis nokkurs og á
munnlega prófinu átti hún m.a. að gera
kostnaðaráætlun við að mála tvöfalda
útihurð. Þegar hún svaraði hlógu dóm-
nefndarmennirnir. Hún hafði nefnilega
fengið út nákvæmlega sömu upphæð og
þeir höfðu gert ráð fyrir — hún hafði hitt
naglann á höfuðið.
Hún fékk virðulegt meistarabréf í
svörtu bandi með gylltri áletrun. En um
leið og henni var afhent bréfið var henni
sagt að hún mætti ekki setjast að í
Þýskalandi að svo stöddu. Og meistara-
'bréfinu fylgdi ekki réttur til að hefja
sjálfstæðan atvinnurekstur sem málara-
meistari - af því að hún var kona!
„Eg lét mér það í léttu rúmi liggja.
Ég var búin að fá nóg af Þýskalandi.
Ég ætlaði heim - með meistarabréfið
íannarri hendiogengilinn minn í hinni.“
Og Ásta fór heim og Guðný og barnið
með henni. Ekki þurfti hún að óttast
móttökurnar - henni var tekið með
kostum og kynjum. Og það var ekki
einasta fjölskyldan sem fagnaði henni -
áttatíu Reykvískar hefðarkonur með
Laufeyju Valdimarsdóttur og Guðrúnu
Jónasson í broddi fylkingar héldu henni
samsæti og buðu móður hennar líka.
Iðnó var blómum prýdd, ræður voru
fluttar fyrir minni þeirra mæðgna og
Ástu var fært skrautritað ljóð í fimm
erindum sem Jón Trausti hafði ort í
tilefni dagsins. „Daginn eftir var mér
sagt, að mörgum karlmönnum hefði
sárnað, að þeim skyldi ekki boðið til
veizlunnar.
Þá hló mér hugur í brjósti."
Mótmælaaðgerðir
eiginkvenna
Ásta gerði stuttan stans heima.
Skömmu áður en hún fór heim kynntist
hún danskri stúlku. Karen Hansen, sem
einnig var húsamálari. Karen stakk upp
á því að þær hæfu samstarf - þar eð þær
væru líkast til fyrstu málarakonurheims
- og settust að í Kaupmannahöfn. Ástu
þótti hugmyndin skemmtileg en vildi
hugsa málið. Það varð þó úr að hún sló
til, fór til Kaupmannahafnar og keypti
sér borgarabréf sem veitti henni fullan
rétt til að stunda iðn sína þar í borg.
Þeim starfsystrunum gekk samstarfið
vel. Einn af fyrstu viðskiptavinum þeirra
var vellrík kona sem bjó í gríðarstórri
villu í Klampenborg. Húsið var komið
nokkuð til ára sinna, en hafði samt aldrei
verið málað síðan það var byggt. Ástæð-
an var sú að kona þessi vildi ekki eiga
nein vjðskipti við karlmenn. Hún vildi
ekkert hafa með þá að gera! Og þegar
hún las í blöðunum að tveir kvenmálarar
væru teknir til starfa í borginni, lét hún
ekki segja sér það tvisvar, heldur hafði
samband við þær í hvelli. Hún var svo
ánægð með verk þeirra að hún útvegaði
þeim fleiri verkefni þegar þær höfðu
lokið við að mála 'núsið hennar.
Talsvert var skrifað í dönsk blöð um
Ástu og Karen og birtar af þeim myndir
við vinnu stna. Ekki voru þó allir jafn
hrifnir - eiginkonur málara efndu meira
að scgja til mótmælaaðgerða þar sem
þær voru að vinna, og létu ófriðlega. Þær
mótmæltu því að „þessar stelpur" skyldu
voga sér að taka vinnuna frá mönnum
þeirra og þar með brauðið frá börnun-
um. Ásta og Karen sögðust hafa fullan
rétt á við karlmennina til að vera húsa-
málarar. Eiginkonurnar æstust allar við
þetta svar og urðu Ásta og Karen að
kalla lögregluna til og unnu þær undir
lögregluvernd það sem eftir var dagsins.
Þær héldu áfram vinnu sinni nokkurn
tíma en þetta atvik hafði að vonum slæm
áhrif á þær. Þeim þótti síður 'en svo
uppörvandi að geta átt slíkar árásir á
hættu.
Þó að samstarf þeirra Karenar gengi
vel tók Ástu að leiðast í Kaupmannahöfn
og hún ákvað að dveljast ekki lengi.
Þegar eiginmaður Steinunnar systur
hennar drukknaði skömmu síðar ákvað
hún að fara strax heim. Þær Steinunn
ætluðu að búa með móður sinni og
tveimur börnum Steinunnar og englinum
hennar Ástu.
■ Ásta málari ásamt Guðrúnu systur sinni og tveimur elstu börnum sínum, Njáli og
Sigriði Elísabetu sem hún kallaði Lisali. Myndin er tekin árið 1920.
■ Ásta málari að starii. Myndina tók bandarískur blaðaljósmyndari, en hún birtist
í The Seattle Star 14. apríl árið 1924.
Til Ameríku
Hér gefst ekki tóm til að fara nákvæm-
lega út í það sem á eftir fylgdi. En
starfsferill Ástu á íslandi var hafinn og
hann stóð í næstum áratug. Árið 1920
ákvað hún svo að breyta til og bregða sér
alla leið til Ameríku - en aðeins til árs
dvalar. í Ameríku ætlaði hún að hitta
kunningja sinn, sem var Svisslendingur.
Þau höfðu skrifast á í þrettán ár en aldrei
sést. Hann hafði lesið um hana í þýsku
tímariti ogskrifað henni. Nú ákváðu þau
að hittast.
Það teygðist svo úr árinu sem Ásta
ætlaði að vera í Ameríku. Hún giftist
nefnilega Svisslendingnum sínum, Jakob
Thoni, og eignaðist með honum dóttur.
Þremur árum síðar fórst Jakob er bfl
hans hvolfdi. Njáll, sonur Ástu sem þá
var kominn til þeirra, stóð á hliðarbretti
bílsins en sakaði ekki. Ásta sá slysið að
heiman og hljóp til þeirra með ungbarnið
á handleggnum. Maður hennar dó í
fanginu á henni.
Eftir lát Jakobs vann Ásta við húsa-
málun í Seattle en tveimur árum síðar
giftist hún Jóhanni Ólafi Norman. Þau
fluttu til Point Roberts og eignuðust þar
tvö börn, dóttur og son.
Ástu gekk erfiðlega að festa rætur í
Point Roberts, þótt henni gengi þar allt
í haginn. Hún fékk mikla vinnu og
hugsaði um það eitt að komast heim - til
íslands. Hún var staðráðin í að komast
heim 1930, þá voru fargjöldin niður-
greidd vegna þjóðhátíðarinnar. En þá
kom kreppan og vonirnar brugðust.
Árið 1936 misstu þau hjónin allar verald-
legar eigur sínar í eldsvoða, og þá var að
byrja að nýju.
„Ég fékk heimþrá minni svalað - að
nokkru leyti. Tvisvar sinnum hef ég
komist til íslands, en í bæði skiptin sem
gestur til skammrar dvalar."
I fyrra sinnið kom Ásta árið 1946 en í
síðara skiptið árið 1953. Hún hélt upp
á 70 ára afmælið sitt heima.
Ástu langaði alltaf til að verða listmálari
en gerðist húsamálari af því að það var
hagkvæmara. Hún fór svo í listaskóla á
gamals aldri til að svala þeirri æskuþrá
sinni og fékkst nokkuð við að teikna og
mála I tómstundum sínum síðustu árin.
Ásta fór ekki troðnar slóðir. Hún lenti
því iðulega á milli tannanna á fólki en
segir í ævisögu sinni að þegar hún líti um
öxl hafi þeir verið miklu fleiri sem sýndu
henni vinsemd, en hinir sem vildu bregða
fyrir hana fæti.
„Ég hef fengið minn skammt af með-
læti og mótlæti.
Líf mitt hefur verið eitt óslitið ævintýr.
Því var ekki til einskis lifað.“
Heimild:
Gylfi Gröndai: Ásta málari - sagan af óvenju-
legu Iffi og baráttu Ástu Árnadóttur. —Sl) j.