Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
11
■ Bragi Þórðarson hefur nú tekið
saman sjöunda bindið af Borgfirskri
blöndu.
■ Gils Guðmundsson ritaði sögu
Skallagríms hf.
hatrið völdin en gamalt leyndarmál
snerti þá báða.
Priðja bindið í bókaflokknum Leiftur
frá liðnum árum kemur út í haust, í
samantekt sr. Jóns Kr. ísfeld. í þessu
bindi er sagt frá margháttuðum þjóð-
legum fróðleik, svo sem reimleikum,
dulrænum atburðum, skyggnu fólki,
skipsströndum og skaðaveðrum. Meðal
frásagna í bókinni er „Réttvísandi
kompás", en þar greinir frá hrakningum
Jóns Halldórs Gunnarssonar frá Djúpa-
vogi í fárviðrinu 18. desember s.l.
Nú hefur Gils Guðmundsson ritað
sögu Skallagríms h.f. og kemur hún út
nú í haust undir nafninu Hf. Skallagrím-
ur 50 ára. í bókinni fjallar Gils m.a. um
upphaf Faxaflóaferða, stofnun félagsins,
skip þess og fólksflutninga, m.a. norður
í land í tengslum við ferðir þess til
Borgarness. Þá lýsir hann einnig þeim
breytingum sem urðu með tilkomu nýrra
skipa. Fjöldi mynda af skipum og at-
burðum tengdum sögunni prýða þessa
bók.
Falllilífasveitin eftir norska rithöfund-
inn Asbjörn Öksendal er einnig væntan-
leg, en áður hafa komið út á íslensku
eftir hann bækurnar „Þegar neyðin er
stærst“, „Gestapo í brándheimi" og
„Föðurlandsvinir á flótta".
Fallhlífasveitin hafði það hlutverk að
stofna skæruliðasveitir og berjast við
nasista í Noregi. Þess má geta að bækur
Öksendals eru skráðar eftir viðtölum við
fólkið sem hlut átti að máli.
Af skáldsögum má geta um Njósna
hrínginn e sem er ný spennusaga eftir
bandaríska höfundinn Duncan Kyle.
Þá koma út á vegum Hörpuútgáfunnar
þrjár nýjar ástarsögur: Hamingjuleitin
eftir ensku skáldkonuna Nettu Muskett;
Eg veit þú lifir eftir Erling Poulsen og
Ast og launráð eftir Bodil Forsberg.
Þess bera
menn sár
— ný skáldsaga Ragnars
Þorsteinssonar er meðal
Er vogin íólagi?
Ef svo er, haf ió þá samband við
vogaverkstæói okkar að
Smiðshöfða 10. Slmi 8 6970
ÓlAfUR OI'SIA-SOM & CO. HF.
VOGAÞJÓNUSTA
SMIÐSHOFÐA 10 SÍMI 86970
Auglýsingasími
TÍMANS er 18-300
NÝOG BETRI
OPNARIDAG.
A l)HÖFÐABAKK/\ 9
Tíl sýnis eru nýir bílar. ÞýsW ^læsivagfnamir
OPEL REKORD og OPEL ASCONA.
JapönsLu hörhutólin ISUZU TROOPER og
ISUZU PICK-UE
OPIÐ KL. 10-17
BIFREIDADEILD SAMBANDSIKS
BILASALA
HOFÐABAKKA 9-SIMI 86750
þess sem Hörpuútgáfan
sendir frá sér í ár
Snjóruðnings tæki:
Framleiðum snjóruðnings-
tennur fyrir vörubíla og
dráttarvélar. Pantanir þurfa að
berast sem fyrst svo hægt
verði að afgreiða
r fyrri part vetrar
H Um þessar mundir eru íslensk bóka-
forlög í þann veginn að senda út sína
árlegu framleiðslu og verður forvitnilegt
að fylgjast með því hvað í henni leynist.
Við byrjum á því að kanna hvað Hörpu-
útgáfan á Akranesi gefur út að þessu
sinni.
Pá er efst á blaði íslandsferð sumariö
1857, ferðabók eftir Nils Olson Gadde,
en bókin kom fyrst út í Svíþjóð árið 1976
með ýtarlegum formála eftir Ejnar Fors
Bergström og eftirmála sem OIov Isak-
son ritaði.
í bókinni er greint frá leiðangri sem
fjórir Svíar fóru frá Kaupmannahöfn til
íslands í því skyni að kanna náttúru
landsins, Vatnajökul og skriðjökla hans.
Nils Olson Gadde, síðar læknir og
prófessor í Lundi, var einn leiðangurs-
manna og vann hann lýsingu sína á
leiðangrinum upp úr minnisblöðum sín-
um og fjölmörgum sendibréfum sem
hann skrifaði í ferðinni. Bókina prýðir
fjöldi mynda.
Gadde lýsir einkum mannlífi og >
kjörum þjóðarinnar, síðum og venjum
en hann lýsir einnig náttúru landsins og
þeim erfiðleikum s'em þeir félagar urðu
að yfirstíga vegna óblíðrar veðráttu og
straumharðra vatnsfalla.
Umsjón með íslensku útgáfunni hefur
Þorvaldur Bragason landfræðingur.
Gissur Ó. Erlingsson þýddi bókina á
íslensku en dr. Sigurður Þórarinsson fór
yfir þýðinguna og gaf góðar ábendingar.
Frá heimabyggð og hernámsárum eru
frásöguþættir eftir Óskar Þórðarson frá
Haga í Skorradal. í bókinni segir höf-
undur frá ýmsum sérstæðum atburðum
sem hann hefur reynt, m.a. rjúpnaveið-
um og slarksömum ferðalögum, ýmsum
dulrænum atburðum o.fl. Þá segir hann
frá athafnamanninum Steindóri Einars-
syni, en Óskar var afgreiðslumaður á
Steindórsstöðinni og lýsir hann því sem
þar var á seyði. Loks greinir hann frá
starfi sínu hjá hernámsliðinu í Hvalfirði
og hermönnunum sem þar dvöldu.
Þá verður sjöunda bindi Borgfirskrar
blöndu gefið út í haust, en Bragi Þórðar-
son hefur tekið þá bók saman. Efnið er
með sama sniði og áður, safn af þjóðlífs-
þáttum, persónuþáttum og gamanmál-
um.
A síðasta ári kom út fyrra bindi
bókarinnar Hver einn bær á sína sögu
sem er saga Ljárskóga í Dölum. Nú er
síðara bindið væntanlegt en í því er lýst
árshring í lífi og störfum fólks eins ^g
StálIækni sf.
Síðumúla 27, sími 30662.
hann var á íslenskum bóndabæ á fyrstu
tveimur áratugum þessarar aldar.
Þá er 'væntanleg ný íslensk ástar- og
örlagasaga eftir Ragnar Þorsteinsson,
Þess bera menn sár. Sagan greinir frá
æskuvinunum Haraldi og Karli sem
ólust upp við gjörólíkar aðstæður, annar
var sonur fátækrar verkakonu, hinn var
frá auðugu kaupmannsheimili. Báðir
lögðu síðan hug á sömu stúlkuna og
skildu þá leiðir. í stað vináttunnar tók