Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
nútrmlnn
Bubbi
á Austur
landi
■ Bubbi Morthens heldur tónleika
á Austurlandi vikuna 3.10 -9.10. Á
tónleikunum leikur Bubbi lög af
sólóplötu sinni „Fingraför“ og einnig
lög af eldri plötum. Tónleikarnir
verða sem hér segir:
Mánudag 3. okt. kl. 21.00
Félagsheimilinu Þórshöfn.
Þriðjudagur 4. okt. kl. 21.00
Valaskjálf Egilsstöðum.
Miðvikudagur 5. okt. kl. 21.00
Félagsh. Herðubreið Seyðisfirði.
Fimmtudagur 6. okt. kl. 21.00
Félagsh. Félagslundur Reyðar-
firði.
Laugardagur 8. okt. kl. 21.00
Egilsbúð Neskaupstað
Sunnudagur 9. okt. kl. 21.00
Félagsh. Sindrabær Höfn Hurna-
firði.
KUKL
Sem heild
og littar
einingar
■ „Svona urðu Sex Pistols til“ sagði
Gulli gítarleikari hljómsveitarinnar Kukl
þegar okkur ásamt Sigtryggi trommu-
leikara var rætt um tilurð þessa einkenni-
lega fyrirbæris. Sem kunnugt er gaf
hljómsveitin Kukl út tveggja laga plðtu
með lögunum Söngull og Pökn (fyrir
byrjendur) daginn áður en hún spilaði í
fyrsta sinn opinberlega í Laugardalshöll.
Það sem kanski helst vakti athygli við
þessa hljómsveit var að hún var sam-
bland af meðlimum úr hljómsveitunum
Þeyr (Gulli og Sigtryggur), Purrki Pill-
nikk (Einar Örn), Tappa Tíkarrass
(Björk), Van Houtens Koko (Einar
Melax) og Spilafiflum og Iceland (Birgir
Mogensen). Vegna þessa voru margir
svo andstyggilegir að segja að Kukl væri
„súpergrúppa“ og jafnvel gekk það svo
langt að einn útvarpsmaður talaði um
hana í sambandi við gömlu súpergrúpp-
una Blind Faith.
Fullyrðing Gulla hér að ofan um Sex
Pistols er hluti af svari hans við þeirri
spurningu minni hvernig þessi mann-
skapur lenti saman undir einu nafni og
Von-
brigði til
Svíþjóðar
— Kakófónía gefin
út í Bretlandi
■ Hljómsveitin Vonbrigði mun
fara utan til Svíþjóðar um miðjan
næsta mánuð og eiga þeir að spila á
unglingahátíð í Stokkhólmi þann 14.
okt. n.k.
Þessi hátíð er svipuð þeirri og
Tappi tíkarrass fór á í Noregi í fyrra
en þá lék Tappinn í Club 7 og vakti
mikla athygli. Ekki er áformað að
Vonbrigði spili á fleirum en einum
tónleikum.
í kjölfar farar þeirra til Svíþjóðar
verður nýjasta plata þeirra, Kakó-
fónía svo gefin út í Bretlandi, seinni
part október, og er það á vegum
Shout-útgáfunnar sem gefið hefur
fleiri íslenskar plötur út í Bretlandi.
- FRI
Q4U á
hreint
■ Gunnþór Sigurðsson bassaleikari
Q4U hafði samband við Nútímann
til að fá mannaskipan þeirrar hljóm-
sveitar á hreint, með stóru Hi. „Það
virðast vera um tuttugu manns í
sveitinni eftir því sem maður heyrir
en hún er nú skipuð mér, Ellý og
Danna og við erum að leita að
trommuleikara", sagði hann.
Jóhann (Jói Motorhead) gerði sem
sagt stuttan stans í Qinu og mun
hann vera genginn til liðs við Mogo
Homo eftir því sem Nútíminn kemst
næst.
- FRI
„FIMMTA SÆTIB
GALOPID FYRIR
ÖLLU, JAFNVEL
SELLOLEIKARA”
— Frakkarnir lauma sér inn um bakdyrnar
á Njálsgötunni
■ „Högum okkur eins og
skcpnur“... þetta var hið fyrsta sem
blaðamaður heyrði áður en hljóm-
sveitin Frakkarnir laumaðist inn úr>
dyrunum á Njálsgötunni en þar sem
hann átti ekkert postulín til að fela
lét hann þetta í léttu rúmi liggja.
Frakkarnir reyndust svo þegar til
kom stilltir og prúðir menn.
Frakkana skipa þeir Mike, Þor-
leifur, Finnur og Gunnar. Síðan er
Björgvin Gíslason með á gítar en
hann er ekki orðinn fastur meðlimur
í hljómsveitinni eins og látið var að
liggja hér fyrir viku...„svipað og
Þorsteinn Magnússon vill hann ekki
vera bundinn í bandinu“ segja þeir til
skýringar...“ og við viljum hafa þetta
fimmta sæti galopið fyrir öllu, jafnvel»
sellóleikara...“
Fæðingarhríðirnar hjá Frökkunum
fóru í gang einhverntímann um síð-
ustu jól er Þorleifur hætti með Egó.
Hann hafði þá til umráða æfinga-
húsnæði sem Egó var í, en það mun
vera í kjallara vélaverkstæðis ein-
hversstaðar í Sogavoginum... “
„þetta svæði er vaktað af Securitas
þannig að við erum alveg öruggir"...
Þorleifur: „Við Finnur og Gunnar
Ágústsson trommari byrjuðum að
djamma saman þarna eftir áramótin
og vorum að því frameftir vetri.
Síðan fengum við að koma fram í
Stúdíó 54 í Kópavogi nú í sumar en
þá vorum við í basli með að fá
söngvara. Þetta átti að vera áfimmtu-
dagskvöldi og um hádegið þann dag
hitti ég Mike og lét hann fá „grunn-
ana“ okkar og spurði hvort hann gæti
reddað þessu fyrir kvöldið."
Mike: „Ég hef verið í þó nokkrum
hljómsveitum en þetta er sennilega
skemmsti undirbúningstími sem
maður hefur haft. Ég fékk spólu í
hádeginu og samdi nokkra texta þá
um daginn og söng með þeim tvö lög
um kvöldið, þar á meðal lagið Boog-
ie-man en skömmu áður hafði maður
séð þessa svakalegu hryllingsmynd í
vídeóinu hjá Leifa um einhvern
náunga sem gekk um göturnar og
slátraði fólki. Önnur persóna í mynd-
inni sem var með á nótunum var svo
alltaf tuðandi á setningunni: Who is
that Boogie man.“
Nú var í byrjun hjá ykkur mikið
fönkívaf í tónlistinni en þetta hefur
breytst, hvernig stendur á því?
Frakkar: „Þetta hefur þróast
þannig. í byrjun var þetta bara
djamm og leitun að línu til að vera á
en við vorum ekkert að stressa okkur
á lagasmíðinni. Þegar Þorsteinn
Magnússón kom inn í sveitina þá
voru hann og Gunnar Ágústsson
trommari mikið inn í fönkinu og það
voru aðallega áhrif frá þeim sem
réðu þessu. Nú hafa mannaskipti
orðið, annar trommuleikari kominn
svo og Björgvin Gíslason og tónlistin
hefur þróast samsvarandi, Bjöggi er
mikill rokkari. Við erum samt sem
áður með sama grunninn áfram."
Umræðan breytist hér yfir í pæling-
ar um nýja lp plötu sem Frakkarnir
eru með í öðrum hliðarvasanum og
heyrst hefur að Jóhannes í Safari ætli
að gefa út.
Þorleifur: Þegar við lékum fyrsta
gigið í Safari var metaðsókn, á
sunnudegi, og Jóa leist vel á þetta
sem við vorum með, bauð okkur að
fjármagna plötu. Við eigum töluvert
efni til og förum væntanlega í Grett-
isgat nú um helgina í upptökur. Við
viljum fá Þorstein með á þessa plötu
en ekki er víst hvort verður af því.
Júlíus ‘Arnason tekur hana upp en
hann vann m.a. að Fingraförum
Bubba“.
Þið hafið leikið mikið í Safari,
m.a. sem danshljómsveit þar...
„Það kom þannig til að við vorum
búnir að fá þarna inni, í ágúst, á
fimmtudagskvöldi, en þá komu Stuð-
menn og vildu leika þetta sama kvöld
og fengu það eins og skot. Við aftur
á móti fengum að leika þarna föstu-
dags- og laugardagskvöldið..."
Mike: „Það var helv. gaman, mikið
stuð á liðinu, allirdansandi og maður
fann hitann í fólkinu vel...
„Annars hefur þetta verið upp og
niður hjá okkur. Síðast þegar við
vorum þarna var það hálfgerður
bömmer. Fáir mættir og aðeins tvær
stelpur á gólfinu. Er ég þakkaði þeim
fyrir heyrði ég einhvern út í sal segja:
„Þær hljóta að vera geðbilaðar...“
Raunar segja Frakkarnir að þeir
séu opnir fyrir því að troða upp sem
danshljómsveit...„en ekki á sveita-
böllum, við erum skemmtisveit, ekki
sjálfsmorðsveit"...
Jæja strákar og svona að lokum,
hvað er ríkisstjórnin að gera ykkur?
„Að öreigum.“
- FRI