Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 sagði afar rólega: „Shirley, jafnvel þessi mýfluga hefur sál." „Nehru var, náttúrlega, frumspeking- ur," heldur hún áfram, „eins og Indira dóttir hans er líka." Pað var líka annar vinur hennar Anwar Sadat, sem hún dáði mjög. „Sadat ræddi mikið um dulræn efni og sagðist hafa náð innri uppljómun þegar hann var í algerri einangrun. Að íhuga, beina athygli sinni að fugli eða sólarlagi, skoða sinn eigin nafla eins og oft er sagt, er ekki eigin- gjörn athöfn. Dýpsta sambandið sem við eigum er það sem við eigum við okkur sjálf. Þú spurðir mig áðan hver væri stærsta ást lífs míns og ég hugsaði mikið um hvernig það mundi líta út á prenti ef ég segði: „Eg". En sannleikurinn er sá að því betur sem þú skilur sjálfan þig því betur skilurðu aðra. Og það er það sem ég er að reyna að gera." Vinir- hennar, sem flestir eru blaða- menn og stjórnmálamenn hafa ýmsar skoðanir á „frumspekilegu pælingunum" hennar. „Góð vinkona mín, Bella Abzug hristir höfuðið þegar ég tala um þetta og segir: „Guð minn góður, Shirl!" En hún myndi aldrei reyna að telja mér hughvarf." Shirley hefur haft efni á því að safna sér reynslu og staðfesta skoðanir sínar smám saman. Hún borðar ávexti, græn- mcti og baúnir úr heilsubúðinni til þess að halda „sálrænum sveiflum" sínum ofarlega. „Og þegar mér finnst ég svo í takt við alheimsöflin að ég þurfi á jarðsambandi að halda borða ég steikur. Úr þeim fæ ég þá fljótvirku orku sem ég þarfnast stundum," segir hún, „en fyrir hana greiði ég síðan með lægri sveiflum og verkjum í vöðvum." Hún segist ekki mjög góð í hugleiðslu („annaðhvort reikar hugurinn eða ég sofna") en hún ástundar jóga-öndunaræfingar. Hún hef- ur sjálf orðið fyrir þeirri reynslu að sálin yfirgaf líkamann um stund og hefur að lokinni áralangri leit og rannsóknum látið af ótta sínum við hið dulræna. „í fyrstu óttaðist ég blekkinguna því ég var viss um að það væru svindlarar í þessari grein eins og í öðrum. Svo að ég leitaði til ýmissa andlegra kennara í ýmsum löndum og komst að því að þeir sögðu mér allir það sama - jafnvel um fyrri líf mín. Ég ákvað því að ég yrði að taka þetta alvarlega.” Núna álítur Shirley að heimurinn sé á barmi andlegrar endurfæðingar (og það mun vera efni næstu bókar hennar) og þó að „dulsálarfræðin í Kreml" sé háþróuð álítur hún að endurfæðingin hefjist í Ameríku, vegna þess að „við berum svo mikla virðingu fyrir frelsi einstaklingsins. Forfeður okkar, Wash- ington, Jefferson og Hamilton, voru ailir frumspekingar. Lincoln hafði sína eigin sálrænu miðla í Hvíta húsinu." Máttarstólpar þjóðanna á miðilsfundum Þó að flest fólk hiki við að viðurkenna opinberlega að það trúi á þessa endur- fæðingu, veit Shirley að það er til. „Ég hef séð bankastjóra, lækna, embættis- menn og viðskiptajöfra leita ráða hjá miðlum. Ég hef setið með þeim fundi þar sem þeir spyrja æðri máttarvöld um efnahagsmál, verðbréfamarkaðinn, úr- ræði við heimskreppunni og OPEC.“ Þessu til nánari skýringar nefnir Shirley miðilsfund sem hún hljóðritaði, þarsem nokkrir skurðlæknar í Beverly Hills og taugaskurðlæknir frá háskólanum í Kali- forníu (UCLA) leituðu læknisfræðilegr- ar leiðbeiningar. Þegar á allt er litið finnst henni viðbrögð Ameríkana við kvikmyndum á borð við ET og Gandhi lýsa því best hversu fúsir þeir bíða endurfæðingarinn- ar. „í þeim segir ein lítil geimvera og ein jarðnesk vera sama hlutinn, og einmitt það sem áheyrendur vilja heyra - nefni- lega að til sé önnur vídd." Ymsir umbótamenn í Hollywood eru á sálrænu línunni, eftir því sem Shirley segir. „George Lucas, sá sem gerði Star Wars, sagði mér að honum hefði verið beint til þess andlega að gera myndina. Stanley Kubrick (leikstjóri 2001 og A Space Odyssey) er einn af mestu frum- spekingum þjóðarinnar." Og eins og Shirley lýsir því er ekki víst að gjáin á milli þessara andlegu ofur- rnenna og annarra sé svo breið. Hvar hittast Shirley og félagar hennar, kvik- myndafrumspekingarnir, svo til að tala saman? „Ó, á veitingastað yfir glasi af Martini - eða tveimur - rétt eins og allir aðrir." ISLENSKA BONDANS DEUTZ 07 gerð driffjöður framkvæmda og afkasta ☆ AFL ☆ AFKÖST lírARÐSEMI S) H AMAR HF WVéladeild KHD Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.