Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 16
16
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
■ Við vorum svo heppin hjónin, að
nafn Óskars kom upp í „Sumargetraun
Tímans" og vann hann þar með ferð
fyrir tvo til Rimini á Ítalíu.
Af gömlum og góðum íslenskuin sið
viljum við þakka fyrir okkur, því við
höfðum mjög mikla ánægju af þessu
ferðalagi, því bæði var það fróðlegt og
eins góð afslöppun.
Ef til vill hefði einhver gaman af að
lesa ferðasöguna, og fara með okkur í
huganum, og þess vegna skrifa ég um
það helsta sem skeði.
16. ágúst flugum við beint til Rimini.
Fyrir okkur var þetta þægilegt og rólegt
flug. Hlín Gunnarsdóttir fararstjóri tók
á móti okkur, keyrði farþega á sín hótel
og gaf okkur á leiðinni helstu upplýsing-
ar. í íbúðinni beið okkar léttur matur,
og var það ósköp notalegt.
Daginn eftir mættu allir á kynningarf-
undi. Þar voru 5 fararstjórar, sem gerðu
grein fyrir aðstöðu og skoðunarferðum.
Við pöntuðum í nokkrar ferðir. Seinni
part dagsins gengum við um og lærðum
að rata um nágrennið.
Mikill mannfjöldi var á götunum og
mest allt ítalir í sumarfríi. Það er alltaf
ánægjulegt að sjá íbúa landa sem heim-
sótt eru, hafa ráð á að fara sjálfir í
sumarfrí. Við kynningu eru ítalir mjög
hjálpsamir, vingjarnlegir og heiðarlegir,
í það minnsta á Rimini, en það er víst
ekki hægt að segja allstaðar annars
staðar á Ítalíu.
Eldsnemma næsta dág fórum við til
Feneyja. Fararstjóri var Gulla. Leiðin
lá um Pósléttuna, frjósamasta hluta
landsins. Þarna er ræktað hveiti, sykur,
mais og tóbak, svo eitthvað sé nefnt,
einnig tré til pappírsgerðar. Tekur 5 ár
að rækta trén, þar til hægt er að nytja
þau.
St. Markúsartorg
Feneyjar eru 118 talsins og eru tengdar
með meira en 400 brúm. Þær byggðust
aðallega þegar veldi Rómverja leið undir
lok við innrás barbara, en þá flúði fólkið
út í eyjarnar og fenin.
SÖGUR ÉR ÍTALÍUFÖR
Hjónln Elsa Fríðriksdóttir og Óskar Jóhannesson unnu Ítalíuferðina
í áskrifendagetraun Tímans. Hér segir Elsa lesendum frá ferðinni
baða sig í, heldur einnig til að hittast og
spjalla saman. Á dögum Ágústusar voru
reistar byggingar, sem enn eru heillegar.
Á 5. öld leið keisaratíminn undir lok.
Barbaramir eyðulögðu mannvirki og
allt fór niður á við. Róm reis aftur úr rúst
um 600, þegar Gregorius gat sameinað
kirkjuna um eina trú og endurheimt
virðingu biskupa og kirkju, Róm naut
virðingar á ný.
Á 15. öld hófst endurreisnartímabilið.
Á 19. öld er Ítalía sameinuð í eitt ríki,
og hefur síðan verið stjórnað frá Róm.
Þar em nú um 3 milljónir íbúa. Eina
stóriðjan þar er kvikmyndaframleiðsla,
ef hægt er að kalla hana það. Okkur var
sagt að Róm væri ekki fomminjagarður,
heldur lifandi borg, með fögur torg og
gosbrunna. Okkur var boðið að vera
eins og heima hjá okkur, því þama væm
rætur okkar eigin menningar.
Við komum um hádegi til Rómar,
fómm á gott hótel, borðuðum og fórum
síðan á söguslóðir. Fyrst var farið að
ánni Tíber. Eru 20 brýr yfir hana og elstu
brýrnar 2 eru út í eyjuna Tíber, en þar
var frá því á 3. öld f.K. hjúkmn veikra
Þegar við komum til Feneyja fór allur
hópurinn í gondóla, nokkrir í hvern.
Það var sérkcnnilegt að fara eftir síkjun-
um og gondólinn leið áfram hljóðlaust.
Einn ræðari er á hverjum bát, og rær
hann á mjög fagmannlegan hátt. Þessi
bátsferð minnti á þær sögur og bíómynd-
ir, sem áttu að ske á Feneyjum.
Við stigum þar næst á þurrt land og
gengum eftir mjóum götum, þar sem
varð að ganga í einni röð, svo hægt væri
að mæta þeim sem á móti komu. Við
komum síðan á St. Markúsartorg. Þar
var mikill mannfjöldi í sömu erindagj-
örðum og við, - að sjá þetta mikla og
merkilega torg, með sínar fjögru byg-
gingar, sem eru kringum það.
Þeir kalla þetta fegursta torg, í heimi,
vegna þessara skrautlegu halla. Við
skoðuðum fyrst hertogahöllina. Hún var
aðsetur yfirvaldsins, hertogans og æðstu
dómara, allt frá 7. öld. Þarna átti
réttlætið að ríkja, eins og í Salómons-
dómi, þó það hafi kannske ekki alltaf
verið svo. Þarna eru ákaflega mikil
listaverk og loftskreytingar. Verkin eru
flest frá 15.-16. öld. Við gengum sal úr
sal orðlaus yfir þessu mikla skrauti. Við
fórum líka niður í fangelsið, var það
nöturlegur staður og það var gott að
koma út aftur í hitann. Við skoðuðum
líka glerverksmiðju og klukkuturninn.
Við vorum þarna þar til síðla dags og
lögðum síðan af stað til Rimini. Allir
ánægðir eftir þennan sérkennilega dag.
Næsta dag fórum við á ströndina og
slöppuðum af í yfir 30 stiga hita. Við
fórum að sjá „Litlu Ítalíu“ Það er líkan,
sem hefur verið gert af Italíu og gerð
hafa verið model eða eftirlíkingar af
merkum byggingum og staðsettar á þeim
stað á landinu, sem þær eru. Þetta eru
mjög vandaðar eftirlíkingar og gaman
að sjá þetta.
í Rómarferð
Næst lögðum við af stað í Rómarferð.
Fararstjóri var Ólafur Gíslason. Leið-
sögn hans er áreiðanlega einstök, því
hann talaði svo að segja stanslaust til
Rómar. Fræddi okkurum sögu landsins,
leiðina til Rómar og margt sem hafði
skeð á þeirri leið. Þar á meðal minnti
hann okkur á íslensku pílagrímana, sem
fóru eftir þessum sama vegi, stuttu eftir
kristnitöku á íslandi. Vegurinn heitir
Via Flaminia, og er sums staðar sami
vegurinn, er farinn var til Rómar, fyrir
Krists burð, en þar er hann krókóttur og
krappar beygjur. Við fórum í gegn um
fjallaskörð, þar er t.d. brú, sem er 2000
ára gömul og var notuð þar til í fyrra. í
gegnum aldirnar voru margar orrustur
háðar í þessum skörðum. Við borðuðum
í borg sem heitir Acqualagna. Fórum við
fram hjá borg sem heitir Cagli en þar
fundust fornminjar frá 8.-9. öld f.k.
Þarna er alls staðar mikil ræktun.
Varla sést búfénaður á beit, því jörðin
gefur meira af sér með því að rækta
annað. Stundum sjást samt 30-50 kindur
í hóp, er þá fjárhirðir sem gætir þeirra,
því það er fært frá og mjólkin notuð til
ostagerðar.
Við fórum í gegn um héraðið Umbríu,
það er kallað hið græna hjarta Ítalíu,
vegna gróðursældar sinnar. Þarna er
ræktað mais, tóbak, og sólblóm, svo
eitthvað sé nefnt. Það sem er mest
áberandi, er akur eftir akur af sólblóm-
um á mismunandi vaxtarskeiði. Öll snúa
blómin krónu sinni eins, hvort sem þau
eru í blóma eða eru að sölna. Það er
einkennilegt gangverk í náttúrunni.
Á söguslóðum
Við fórum fram hjá Assisi, borg
heilags Franz, og Spoleto þar sem á
hverju ári er haldin listahátíð. I vetur
söng Kristján Jóhannsson þarna í Ma-
dam Butterfly og vakti það verk mikla
athygli, vegna þess hvernig það var
uppsett. Við borðuðum í Narni og var
þá farið að styttast til Rómar. Ólafur
fararstjóri rifjaði upp sögu Rómar og
hvað það væri, sem við ætluðum að sjá.
Sagan hefst á goðsögninni um Rómulus
og Remus, sem voru aldir upp af úlfynju.
Rómulus varð á 8. öld f.k. fyrsti konung-
ur í Róm. Rómverjar urðu einráðir á
Miðjarðarhafinu. Júlíus Cesar gerði
fyrsta skipulagið af Róm og á hans
dögum var hún orðin fyrsta stórborgin,
í þeim skilningi. Hún var um 1 milljón
manna borg. Þarna voru listasöfn, fjöl-
margir leikvangar, veitingahús, hóf til
að dýrka guðina, veggblöð með nýjustu
fréttum, og baðhús, ekki aðeins til að
■ Baðströndin er margra kílómetra löng.