Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 2. OKTOBER 1983 23 umsjón: Friðrik indriðason og Bragi Ólafsson hvers vegna. Það er óhætt að láta hann taia aðeins meira um það: G: Guðni Rúnar (annar umsjónar- manna Áfanga) skrifaði niður þessi nöfn á blað með það fyrir augum að mynda hljómsveit fyrir lokaþátt Áfanga. Hann langaði til að sjá hvort þessir einstakling- ar gætu unnið saman, ræddi um það við 1 Ásmund Jónsson og bar það undir út- varpið, síðan talaði hann við okkur sjálf. Upphaflega var pælingin að við myndum líka vinna saman í litlum einingum innan þessa hóps, t.d. ég og Björk, Sigtryggur og Björk, Einar Melax og Sigtryggur og svo framvegis. Þó að hljómsveitin hafi komið fram þarna í útvarpinu sem ein heild ætlum við líka að vinna eins og ég var að tala um og þá ekki undir Kukl nafninu. Einar Örn er farinn út núna en við munum vera í sterkum tengslum við hann, taka upp músík og senda honum út. Einnig gæti gerst að við færum út til hans og gerðum eitthvað. Auk þess er Nitsirk Rúkúk, tyrkneski gítarleikarinn okkar sem spilaði í Pökn á plötunni, með Einari úti. En þetta með Sex Pistols; Malcolm MacLaren umboðs- maður þeirra skrifaði á sínum tíma niður nöfn Johnny Rotten og hinna og vildi fá þá saman. MT: Hvaðan kemur nafnið Kukl? S: Nafnið varð bara til á meðan við tókum upp plötuna, það getur staðið í sambandi við margt, meðal annars það sem margir héldu að við værum að fást við áður. Án þess að fara út í þá sálma má t.d. geta þess að einu sinni kom að mér kona sem ég þekkti og sagðist þykja afar miður að ég væri að grúska í svartagaldri. Fólk hafði afskaplega skrýtnar hugmyndir um Þey, hélt m.a. að þessi andfasíska hljómsveit héldi upp merki Hitlers. En með laginu Rúdólf, laginu sem kom öllum þessum leiðinlega orðrómi á kreik, vorum við bara að sýna hvað það er auðvelt að ná undir sig völdum með því að espa upp hatur hjá fólki og ná fullkominni stjórn á því. NT: Standið þið með einhverri á- kveðinni pólitík eða eruð þið baraifiokk- „óflokkaöir" friðarsinnar? G: Fyrst er aðná „fjölskyldufriðinum” áður en hægt er að biðja um alheimsfrið með góðri samvisku.' Talið barst nú óhjákvæmilega að því scm við köllum stjórnmál og í framhaldi af því komu þeir Gulli og Tryggur með mjög sanngjama lausn á skrípaleik stjóm- enda. Einfaldlega að borga þeim laun samkvæmt Dagsbrúnartexta til þess að þeir skildu hvar landsmenn stæðu. NT: Nú hafið þið gefið í skyn að þið væruð bjartsýnishljómsveit en umslag og textar plötunnar virðast gefa allt annað í skyn S & G: Það er mikið að gerast í tónlist okkar, yfirleitt eru öll hljóðfærin að í einu og mikill hávaði. Framsetningin er létt þótt undirtónninn sé kannski ekkert spaug og lögin mun agaðri en við höfum áður fengist við. Við erum alls ekki að reyna leiða einhverja bölvun yfir hlust- endur, textarnir fjalla að mestu um ultra nútímastress, hvernig karlmennirnir haga sér drumbslega gagnvart konunum (sbr. Söngull). Hávaði ermjögskemmti- legur, hann framkallar nýja hljóma, þegar hann glymur í eyrunum, t. d. þegar þú heyrir tvo tóna í miklum hávaða geta þeir margfaldast og orðið að fleiri sjálf- stæðum tónum. NT: Að lokum: haldið þið að þið getið náð einhverri „almenningshylli" með því að starfa eins lauslega og slitrótt og ráð standa til? S & G: Það er öruggt að Kukl verður aldrei starfandi hljómsveit í þeim skiln- ingi að þeysa út um landið og vera í stöðugri opinberri aksjón. Þessi hópur verður bar til, í alls konar formum, vegna þess að okkur finnst gaman að gera tónlist og skapa eitthvað nýtt. En við erum til í að spila þegar við getum og ætlum að fara að taka upp bráðlega lög sem við sömdum fyrir Áfanga þátt- lnn - BRA Himnaríkis í den tid og á heildina litið er þessi skffa góður gripur í þungasafn- ið, fyrir þá sem ekki þekkja AC/DC er gott að slá nú til og „Flick the Switch“ - FRI HeHahristingur ■ AC/DCFIickoftheSwitch/Steinar AC/DC er ein fremsta þungarokk- sveit heimsins um þessar mundir og eru Ástralíustrákamir vel að þeirri vegsemd komnir þótt mér hafi per- sónulega þótt þeir ívið of rólegir í gegnum tíðina. Flick of... skartar foringja þeirra Angus Young á forhlið aibúmsins en hann er einn „stærsti" persónuleiki þessarar tónlistar og sem slíkur nýtur hann sín best á sviði, raunar þykir AG/DC yfirleitt takast mun betur upp „live“ heldur en á plastþrykkinu. Fé- lagi minn Ssv hefur þannig setið í grennd við hann á tónleikum er Angus hristi svitann í lítratali yfir fremstu áheyrendur og hefur Ssv ekki verið samur maður síðan. Flick of... byrjar fremur rólega, (það skal tekið fram hér að með „rólega“ er átt við meðalgóða AC/DC keyrslu sem er nóg til að hrista heilann á nágrannanum í þriðju íbúð frá þér, ef græjurnar eru á annað borð stilltar vel yfir 100 desibelin sem aðsjálfsögðu er bráðnauðsynlegt fyrir þessa tónlist), fyrstu lögin „Rising Power, This house in on fire, Flick of the < Switch og Nervous Shakedown" renna Ijúflega í gegnum hlustirnar en síðan kemur síðasta lagið „Landslide“ þar sem Angus og félagar skrúfa tempóið vel upp, raunar hefur það lag á sér jiokkuð gott „Detroit“ yfirbragð. Seinni hliðin er mun fjörlegri, og þar eru tvö bestu lögin á plötunni, að dómi undirritaðs, „Badlands“ og „Brain Shake“ góð riff og kraftmikill söngur Young berja • á hlustunum eins og kellingin hans Jóns míns að hliðum Fágað pönk ■ Rudimentary Peni, Death Church/ Gramm „Allt fólk er sjálfstætt, háð sjálfu sér. Við veljum að velja ekki og við veljum að velja“ See Bee. Rudimentary Peni er bresk hljóm- sveit, á anarkista-pönk línunni svipað og Crass.en þeirra pönk cr af fágaðri gerðinni, stutt lög og mikil keyrsla með beittum textum einkenna tónlist þeirra. Þessi plata, Death Church, er gefrn út á Corpus Christie merkinu sem er útgáfufyrirtæki Crass en þessar tvær hljómsveitir hafa átt mikið samstarf á undanförnum árum. Rudimentary Peni hófu feril sinn með því að gefa út 12 laga 7 tommu plötu, svipað og Purrkurs Pillnikk platan Tilf, á eigin mcrki en síðan hófst samstarfíð við Crass og gáfu Crass-Rekords út næstu plötu þeirra Farce. Death Church er sem sagt þriðja plata þeirra og fylgir hcnni viðamikið textablað með boðskap hljómsveitar- innar og textum laga, sem er bráðnauð- synlegt því textinn vill oft fara forgörð- um í keyrslunni. Svipað og gcrist hjá Crass eru textarnir vel 50% af tóniist- inni, mjög flóknir á köflum, sem sagt plata sem þú þarft að nota sellurnar við að hlýða á ekki síður en bara hlustirn- ar. - FRI Bókahillur - stereoskápar Breiddir: 60 cm, 90 cm, 119 cm Vorum ad fá bókahillur og stereoskápa í miklu úrvali. Sendum í póstkröfu. Handhægar pakkningar. HÚSGA GNASYNING sunnudag kl. 2-5 Full búð af fallegum vörum Verið velkomin Vönduð vara, okkar takmark [S&fan SIMI44544 Olympia compact Rafeindaritvél í takt við tímann Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappírsfœrslu og dálkasetningu er stjórnað án pess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturpétting og ýmsar leturgerðir. KJARAIM ARMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.