Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1983
5
■ Það þótli tíðindum sæta í Danmörku
er islensk stúlka varð fyrst kvenna til að
Ijúka sveinsprófi í málaraiðn. Þessar
úrklippur eru úr Dagens Nyheder, Aft-
enposten og Ekstrabladet.
Dea iarste kflndelige
Malemend.
tn» u*«r h* «11« (ukt*I
Ojiflaj M x » 411»t i r. im í»r -,t tmúmwtt
> WcUífJfftt. 6M3rdfcjl*«f esrrí»p;r^(í.Tn»ítr«m«
VíttnK iöiattttiwíwtlk.
f Hg
l:í» tsu
t ífcw»ta*feö‘.fem Nra
li U:»r.sríX .Rjt b;r.S(
r-UR* U(
rffr uWKÍtr* uw«i Ml
í.íjowioi'j* Xu íw ■■HHCjtórí JH
nt*!is«tt tt*»
*».«rt fu e?«. M
rott* ben* Asrrojtó
<;bi*rao3. ttetjntrítei
Vabtal iðriuíuul !u BK ,^É|
k wn N {<4^ brw
Dea farete kvind;lige
Maiersvend
£n MaleravstuJ.
tV*t* Cvfc t« *mar 0*l*nUaaU mv »*l«(«l<&»ti
tt*fW*A tn Wtiltfi CpamtfíawUti.
trn* n att utn l«fW |*í«»b«. Um Vtfennw t*r
í»1«IUfirt % «*t> iWíJnwbWiíiftM*. w*. efttt t»e>
ítwte-tow nðtoUt. tsv *ms* f« itótt
C«t*rftuö< I WWfV'
tn mtt 0»tawbtti*t« « ete&fcwsbtti**-
1« Ut fittíttl : itM» i **»ll**it. *» >
M fðf!* Vttloe «*» bat Ut » #•**•
U»n U4 í»f<<rí*(#HBS*»tti»<»» 9*nUtt
9:*«•»«*.*(**,u?x
t-mfiMt« C*f\#««r>4 »«U*«i«k Vifts »« <
■ wUmttit btt » V«!» Usf« 8w *«* we ö*taAf«Þ
Í*B «fWttwtt*"> b»t «*a fW « «t taö« W»b* f
a*t. smiío. «*>(«» « na* 2* •« kw u*;
i *«W*V»«R f« Sbntwrs* «1 ubWaw í«» * **
k.-ttfif* fcw* fcSnm lit QíítttA
Auita Atnadvittt.
<H«r ter tot* Lamrt «c *mk»S*
(^MoWiai < Mtel«r*Tor.fl. !>»öí*
aa*p* Piífo tir «yii* xoM H»0*r *í;
Ugt Sr«trff#jr»v* #«r á«t v«-»iíi<
líufl «c «i
L*MwrdWí«r frs Krjfejwvíi. i*
3«rt tsott »y*T3»*f>t 4Mm*W, ?Í;«W
4 Jístwwa, <r«tt«S »od«r K«i*ua*!*i
Qiurrgaantt yrrli*r*> X*d*>'tm «$ U*
rfiwT Kjná tf*v* 6ú)?«kI* <rvxt**f
Wtta ‘Öygtíghwá i *jt >’»*, N»«*r fenr;
«» U>H «d:*»rt, tíí báím ti;
Ím#w tU lílttnd, d«r •tnU'&m kta
WÍM tmbi «e dttköttttm «ft*t ttta
Eomémm Ao«W.
?w wjjí íifi* N MnAste.l 'Xftí ifeíd!
fiafe*) #rml»»tti», f«* f*r c&»3f 6ae»brpf*w
JSttWrfttjfi U í 4ku» ú tomtræuttmtílfo**
mu 9Wi**á*í&. ti U&.ÉmSbtolHn,'Ím
fctt *m tttfiáW* í U*r 15 fetltts*
u*m CttittntrtcdW. Ta tetenu^unra fetnttf *)-
t<te! U %itm Vtr*«íi«bf fcrs* ^wnatit. StsfcM
wfe e*r«w>'« T.*fe*«í Sr.'eflttttt i« fer
« &*fee >*» r<*ale wtílfir, «»«im**Bbf Ctte. tn
«4f itUnutuU atx tetórlífi*!* íeraixitó fet
fertl'S Cpte*ili»aliffe.
Ca» « *» *ra ?«rftr#fufc»,|os: fer*fcjt*nM fcttt
W8r!t-ttrf Í8 jfó&rerttWWni, m'W Wfc
«1*r*Kft<«M KtótBtr. fcttr trsí« tvUfe* f*r fifKt
■ „Þessi skóli er ekki fyrir konur“, var
svarið sem Ásta fékk þegar hún sótti um
inngöngu í eina málaraskólann í Kaup-
mannahöfn - Tcknisk Selskabsskole.
Hún tók nú saml sveinsprófið árið 1907
og sveinsbréfinu hér að ofan veilti hún
viðtöku, úr hendi borgarstjórans, við
hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Kaupmanna-
hafnar.
■ Þessi inynd var tekin í Hamborg árið
1911, en þá fóru Ásta og Karen Hansen
á mót málarameistara sem þar var
haldið. Ásta er yst til vinstri.
...........................:*»•*««■ »»»«»»»**.I
J«* *»****»***»**«»»*»*»* ****■»*»•«»»*** •<■»»••«•••»«,
»•«•»•••••• u.
*% 1t u ya u n & t n
!! >
:: ? ? 4v
jj ^is'ía ArnaíltáHir
*• ~
«•
jj JRaícrnuBÍrií, 13rí»rr ^'ítrnmBgnör 19
••
::
jj nubeffller nll lil Iþ'ngft heuitnrettðe, snn-
gcimnjjs- snitt jHnhrlnrbejhr,
Hi wnhernle ^lriser.
»rl
if»I«foa „Mgm 833 e"
a:
•»«»*•«»»**»»•*•*»***»»«**»«*»*••»«•«»»*••»**»»«•»**•»»»»*»«**♦«■»•**»»»•«»»;•**r
•••»»•••«•••«»•••»••*•■•»*•••»•••••*••«•■•««»•••••••••«••••«»•••••*•»•»«»•••■*»*•*
■ Auelvsineamiði um samstarf Ástu oe Karenar.
■ Magnús Á. Árnason ILstnfelari dvaldi eitl ár hjá systur sinni í PaintRoberts og
byggði sér þar vinnustofu. Myndin cr lekin þegar Haildór Laxness kom í heimsókn.
F.v. Magnús, Brynhildur, Laxness, Sigríður Elísabet, Jóhann, seinni maöur Ástu,
Ásta og Hejgi.
heim og byrjuð að læra að mála átti hún
ekki alltaf sjö dagana sæla. Hún varð oft
fyrir aðkasti vegna starfsins sem hún
hafði valið sér. Stundum sýndi fólk
henni óþolandi dónaskap, en einnig
kom fyrir að fólk hrósaði þessari ný-
breytni. En ýmsir þurftu að venjast því
að kona ynni karlmannsverk og reyndi
að rétta úr kútnum.
Ásta vann hjá Berthelsen gamla í um
það bil þrjú ár. Henni féll vel við
"innuna, samstarfið við Berthelsen var
gott og þeim systkinunum tókst á þessum
árum að sameinast hjá móður sinni. Um
helgar fór fjölskyldan í kirkju eða á
stúkufund í Góðtemplarareglunni en
mesta ánægju hafði Ásta af því að fara í
leikhúsið. Hana dreymdi um að eignast
sitt eigið hús en fyrst þurfti hún að Ijúka
náminu, aura einhverju saman til að hún
kæmist til útlanda og gæti tekið próf í
faginu.
Með Vestra til
Köben
Ásta hélt til Kaupmannahafnar með
gufuskipinu Vestra í byrjun septcmber
árið 1906. Hún vann sér fyrir farinu með
því að annast á leiðinni barn sem þurfti
nauðsynlega að komast til Kaupmanna-
hafnar til lækninga við illkynjuðum sjúk-
dómi. Kona nokkur um borð gaf henni
heimilisfang stofnunar sem tók á móti
útlendum stúlkum. Þurfti hún því engu
að kvíða, en gerði sér vonir um að sér
mundi vegna vel. Samt leitaði hugurinn
héim, til móður hennar sem ekki var
nema rétt mátulega hrifin af þessu
ferðalagi dóttur sinnar og kom ekki
niður á bryggju til að kveðja hana. Hún
ætlaði að fagna heimkomu dóttur sinnar
því betur. Og Ásta ætlaði sér að snúa
aftur heim. Annað kom ekki til mála,
það var svo ótalmargt sem batt hana við
landið. Það var þó hvorki trúlofun né
hjónaband, ó nei: „Ég var nú það langt
komin í málaraiðninni, að ég mundi vera
fær um að sjá fyrir mér sjálf alla ævi.“
Ásta flutti þegar inn á stúlknaheimilið
Betaníu í Kaupmannahöfn. Þar var
önnur íslensk stúlka fyriren heimilið var
hið kristilegasta. Stúlkurnar áttu að vera
komnar fullklæddar í setustofuna klukk-
an hálfátta á hverjum morgni og var þá
lesin morgunbæn og sálmar sungnir. Að
því loknu var snæddur morgunverður.
Á kvöldin urðu stúlkurnar að vera
komnar heim klukkan tíu, nema þær
hefðu sérstakt leyfi. En klukkan tíu voru
ljósin slökkt og þá átti allt að vera orðið
hljótt.
Forstöðukona Betaníu, frk. Nielsen,
hjálpaði Ástu við að sækja um inngöngu
í eina málaraskólann sem starfræktur
var í Kaupmannahöfn - Teknisk Sel-
skabsskole. Svar skólastjórans var stutt
og laggott: „Þessi skóli er ekki fyrir
konur.“
Það hnussaði í frökeninni við svarið
og hún kom Ástu fyrir hjá konunglegum
hirðmálurum sem tóku að sér að búa
hana undir sveinsprófið sem átti að fara
fram um vorið. Hún vann hjá þeim um
veturinn en þegar leið að vori var hún
send á vinnustofu prófessors Overgaards
sem hafði fallist á að undirbúa hana enn
frekar undir sveinsprófið. Overgaard var
bæði listmálari og myndhöggvari og
kennari við akademíuna. Hann hafði
kennt bæði Einari Jónssyni og Ásgrími
Jónssyni. Hjá Overgaard málaði Ásta
gipsmyndir og sitthvað fleira, en síðar
var fenginn húsamálari til að veita henni
tilsögn í marmaragerð, trjáeftirlíkingu
og öðru sem hún þurfti að kunna fyrir
prófið.
Ástu þótti sérstaklega gaman í tímun-
um hjá prófessor Overgaard og þegar
þau kvöddust trúði hún honum fyrir því
leyndarmáli sínu að hana hafði alltaf
langað til að verða listmálari, en talið
hagkvæmara að verða húsamálari.
Overgaard gaf henni þá skriflcg með-
mæli til íslenskra yfirvaida með hvatn-
ingu um að styðja hana á listabrautinni:
• „Meðmælin varðveitti ég sem sjáaldur
auga míns, en áræddi aldrei að notfæra
mér þau.“
„Den förste kvindelige
malersvend“
Hinn 5. apríl árið 1907 voru sveinsbréf
afhent með pompi og pragt í ráðhúsi
Kaupmannahafnar. Borgarstjórinn
ávarpaði hina 73 prófsveina og gat
sérstaklega þess óvenjulega atburðar að
íslensk stúlka væri í hópi þeirra. Hann
sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem
stúlka lyki sveinsprófi í málaraiðn í
Danmörku.
Ásta hlaut verðlaunapening úr bronsi
ásamt heiðursskjali fyrir góða frammi-
stöðu og Kaupmannahafnarblöðin birtu
myndir og frásagnir af sveinsprófi
hennar. í tveimur blöðum voru fyrir-
sagnirnar eins: „DEN FÖRSTE
KVINDELIGE MALERSVEND.“
Ásta hafði sannarlega ástæðu til að
vera ánægð með árangurinn. Frk. Niel-
sen gerði það ekki endasleppt við Ástu,
hún hélt henni veislu í íbúð sinni, ræður
voru fluttar, Ásta fékk blóm og henni
var flutt Ijóð. En frk. Nielsen fannst ekki
viðeigandi að Ásta færi í samkvæmi
nýsveinanna og henni fannst hún gæti
ekki annað en hlýtt frökeninni eftir alla
góðvildina og greiðasemina. „En mikið
þótti mér súrt í broti að missa af þessu
samkvæmi! Ég sá eftir því alla ævi.“
Að þessu loknu fór Ásta aftur heim til
íslands. Hún vann fyrir farinu með því
að mála ýmislegt um borð í Kong Helge
á leiðinni heim. Mamma hennar stóð á
bryggjunni og fagnaði heimkomu dóttur
sinnar. Berthelsen gamli fagnaði einnig
heimkomu Ástu, nú stóð mikið til, nóg
aö gera í málaraiðninni því að „kongen
kommer, Ásta.“
Sumarið ieið fljótt, kóngurinn kom og
Ásta komst á þjóðhátíðina, og hafði nóg
að starfa til hausts. „Þetta sumar er bjart
í minningunni, enda var hamingjan mér
hliðholl.
Ég fékk meira að segja ofurlítinn
styrk tii framhaldsnáms."
Og um haustið hélt Ásta til Kaup-
mannahafnar á ný. Að þessu sinni komst
hún inn í Teknisk Selskabsskole og
stundaði hún þar nám á meðan pen-
ingarnir entust. Hún sótti hins vegar
ekki um vinnu í Kaupmannahöfn því þar
ætlaði hún ekki að ílendast. „Ég hugði á
enn meiri frama. Ég hafði frétt, að í
Hamborg væri málaraiðnin í miklum
hávegum höfð, og ákvað að reyna að
komast þangað um vorið.“
Fröken Nielsen útvegaði Ástu dvöl á
heimili sem kaþólskar líknarsystur ráku
í Hamborg og hét Martha Haus. Hún
fékk þegar vinnu hjá málarameisturum
tveimur, dönskum og þýskum, sem
höfðu þrjátíu málara í vinnu.
Það gerðist margt óvenjulegt í Ham-
borg. Þar kynntist Ásta Guðnýju Jörg-
ensdóttur sem hafði verið búsett í
Hamborg í tuttugu ár. Guðný þessi, sem
var saumakona, hafði upphaflega ætlað
til Kaupmannahafnar, til pilts sem hún
taldi sig eiga, en hann hafði farið á skóla
í Kaupmannahöfn. Hún fann aldrei
piltinn sinn og aldrei neinn pilt annan.
En „hæst hossaði hamingjan henni eitt
sinn er hún gisti á sveitabæ í námunda
við Höfn. Þar dvöldu þá tvö börn þessa
manns í sumarleyfi!"
Frúin í Hamborg
Ásta kynntist fleiri íslendingum í
Hamborg og einn þeirra kynnti hana
fyrir Fritz Liszmann listamanni sem
hafði lesið um hana í blöðunum og vildi
endilega kynnast henni. Þeim varð vel til
vina og Liszmann bað hennar en Ásta
gat ekki tekið ástum hans, bað hann að
vera áfram vinur sinn sem hann og gerði.
Ásta dvaldi lengst af í Hamborg á
meðan hún var í Þýskalandi, en fór eitt
sinn t!l Berlínar, því að Ársæll bróðir
hennar var kominn þangað, og hún hafði
séð auglýst eftir hvítlökkurum í blaði.
Hún sýndi sveinsbréfið sitt og meðmæli
frá Hamborg, en atvinnurekendurnir
hristu bara höfuðin. „Mér tókst víst
aldrei að koma þeim í skilning um að ég
var að sækja um vinnu fyrir sjálfa mig -
en ekki manninn minn!“
Þá fór Ásta til Dresden, sótti um
vinnu og fékk hana. Þar var hún heilt
sumar á ókunnum stað og kynntist
engum, nema þöglu myndunum í Dres-
dener Galleri.
Þegar Ásta var í lestinni á leiðinni frá
Kaupmannahöfn til Hamborgar dreymdi
hana að hún væri lítil telpa heima hjá sér
og léki „frúin í Hamborg“ með systkin-
um sínum og fleiri krökkum. En skyndi-
lega birtist frúin sjálf og var ásýndum
líkt og herfilegasta norn. Ogbörnin tóku
til fótanna í dauðans ofboði.
Og Ásta fór ekki alislaus aftur frá
Hamborg, en þar fór hún enn á móti
straumnum - eignaðist nefnilega son
hinn 10. ágúst 1908. Barnið fæddist fyrir
tímann og Ásta átti ekki eina einustu
spjör til að færa það í. Systurnar í
Martha Haus gáfu því föt og önnuðust
það af mikiili umhyggju fyrsta kastið.
Þær spurðu Ástu um föðurinn, hún sagði
hann væri við nám í Kaupmannahafnar-
háskóla og einskis væri af honum að
vænta. Þá vildu þær að hún gæfi barnið
en hún þvertók fyrir það. Hún vildi eiga
barnið sitt ein.
Skömmu síðar flutti Ásta af heimilinu,
í óvistlegt herbergi hjá aldraðri konu, en
barninu kom hún fyrir á barnaheimili
fyrir utan borgina. Hún hóf aftur vinnu
hjá meisturum sínum en vinnufélagarnir
höfðu komist á snoðir um það sem gerst
hafði í lífi hennar og hún þekkti þá ekki
fyrir sömu menn og áður. Einn daginn
keyrði svo úr hófi fram að hún gekk úr
vistinni. Henni var þá útvcguð vinna á
fínni vinnustofu en undi sér illa, enda
hafði hún heyrt að barninu liði ekki rétt *
vel. „Læknir hafði verið sóttur til hans.
Hann sagði, að barnið yrði að fá
móðurmjólk. Og þarna sat ég kófsveitt
í sumarhitanum og heit mjólkin streymdi
niður eftir mér allri.
Það var ekkert spaug að vera móðir -
í fjötrum."
„Þá hló mér
hugur í brjósti“
Þetta voru erfiðir tímar fyrir Ástu og
oft var þröngt í búi. Átakanlegast þótti
henni þegar tvísýnt var hvort hún ætti
fyrir barnaheimiiisgjaldinu. Einhverju
sinni átti hún rétt fyrir mánaðargreiðsl-
unni en ekki fyrir strætisvagnafargjald-
inu. Þá lagði hún af stað fótgangandi en
nam staðar á brú nokkurri, aðframkom-
in af þreytu og sulti. Hún horfði á vatnið
streyma í sífellu undir brúna og andartak
flaug að henni að gefast upp, gefa sig á
vald vatninu, og láta það bera sig til hafs.
En sólin skein og minnti hana á litla
barnið sem beið hennar.
Öryggisleysið og óvissan ógnaði Ástu
og hún ákvað því að skrifa Steinunni
systur sinni og trúa henni fyrir leyndar-
málinu. Hún fékk svar um hæl: barnið
var velkomíð til íslands.
Ásta ákvað nú að halda framhalds-
náminu áfram í Hamborg-hún strengdi
þess heit að fara ekki heim til íslands,
fyrr en hún hefði lokið meistaraprófinu.
Hún stundaði fyrst nám í kvöldskóla en
síðan tók sérhæfingarskóli við. Námið
var henni erfitt, þar sem það fór fram á
framandi tungu og ekki batnaði fjárhag-
urinn. En alltaf lagðist henni eitthvað til,
hún lifði aðallega á síld og þurru brauði,