Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
■ í nýjasta hefti tímaritsins „Storð“ sem út
kom fyrir skömmu mátti líta grein eftir ungan
bókmenntafræðing og háskólakennara, Matt-
hías Viðar Sæmundsson, og hefur greinin
vakið verulega áthygli meðal þeirra sem reyna
að lesa í skýin yfir íslandi sem heimkynni
bókmennta. Þótt íslendingar hafi löngum
talið sig bókmenntaþjóð þá er það ekki tví-
mælalaus vísbending um ástandið hvort út
koma fimmtíu bækur um jólaleytið sem kref j-
ast þess að vera bókmenntir eða bara fimm.
Þar ráða auðvitað önnur lögmál og margar
vondar bækur geta borið vitni um afturför í
andlegu lífi á sama hátt og eitt snilldarverk
gæti verið byrjun á nýju blómaskeiði.
Grein Matthíasar Viðars er óvenjulega
skorinorð og við því að búast að einhverjum
hnykki við sumt af því sem hartn segir. Við
leituðum eftir því að mega ræða nánar við
hann um efni greinar hans og fylgir viðtalið
hér á eftir. Matthías er 29 ára gamall, lauk
kandidatsprófi í ísl. bókmenntum ogalmennri
bókmenntafræði frá Káskóla íslands 1980,
og dvaldi um hríð í Frakklandi við nám í
frönskum nútímabókmenntum. Hann kennir
um þessar mundir á námskeiði um ísl. skáld-
sögur við H.í. og einnig um strauma og
stefnur í ísl. bókmenntum frá 19. öld. Þá
kennir hann á námskeiði um smásögur við
skólann.
Þú deilir á skort á raunsæi í grein
þinni, Matthías?
„Já, ég tel að íslensk skáldsagnagerð
á síðustu árum hafi verið á hraðri leið
frá raunsæi, þrátt fyrir glamuryrði um
realisma og þess háttar. Ég get reynt að
skýra það dálítið nánar.
Mér eru þessar tískubókmenntir ekki
að skapi, því þær færa mér ekki neitt
nýtt, heldur umorða þær kunnuglegar
hugmyndir, kunnuglegar tilfinningar.
Að auki finnst mér vinnubrögð þessara
höfunda vera útþvæld. Nú mér finnst að
bókmenntir þurfi að hafa eitthvað nýtt
fram að færa, benda á nýjar leiðir, eða
möguleika til þess að vera, til að hugsa
og skynja. Þá þurfa þær að vera gagnrýn-
ar, ekki aðeins á manninn, tilveruna,
heldur líka tungumálið sjálft. Því skiln-
ingur okkar á lífinu, sjálfum okkur og
öðrum mönnum birtist fyrst og fremst í
tungumálinu.
Ég held að ný-realistum hafi sést yfir
að tungumálið sjálft er ekki raunsætt,
heldur er það merkingarhlaðið. Það er
pólitískt. Það heldur að okkur goð-
sögnum, sem við erum sjaldnast fyllilega
meðvituð um. Vilji höfundur skrifa
raunsætt út frá eigin brjósti, þá verður
hann að takast á við þá merkingarhefð,
sem samfélagið hcfur innrætt honum.
Hann verður að sundurgreina málið,
afhjúpa það. Það nægir ekki að nefna
hlutimeðnafni.þvíhluturogorðer ekki
það sama. Það verður að taka orðin sjálf
á beinið, ef við getum sagt svo, skoða
þau sem fyrirbæri út af fyrir sig og rífa
þau út úr sínu fordómafulla samhengi.
Ef við höldum áfram með þetta, þá
held ég að gildi bókmennta felist einkum
í því að þær sýna okkur aðstæður sem
við erum okur lítt meðvituð um, varpa
Ijósi á sjálfið og það sem gerist í kringum
okkur. „Þær sjá í gegn um okkur,“ eins
og leikritahöfundurinn Handke orðaði
það, gera okkur gagnrýnin á sjálf okkur
og umhverfið. Þetta held ég að sé
meginhlutverk bókmennta, eða a.m.k.
það sem ég sæki til þeirra. Þær gera fólki
kleift að lifa meðvitaðra lífi, m.ö.o. að
virkja sköpunargáfuna í lesandanum
sjálfum.
Kafka orðaði þetta svo: „Til hvers að
lesa bók, ef hún vekur okkur ekki með
hnefahöggi á höfuðkúpuna. Bók á að
vera öxi á freðann í okkur, þann sem er
innra með okkur.“
Hvar er það sem „ný-realisminn“
bregst að þínu mati?
„Ég tel að „ný-realisminn“ svonefndi
gæli við sjálfsímynd okkar og staðfesti
kreddubundinn skilning okkar á tilver-
unni. Hann bendir að vísu á ýmislegt,
sem til betri vegar má færa í umhverfi
okkar, tilreiðir félagsleg vandamál og
lausnir þeirra, en hins vegar kveikir
hann ekki nýja sjón.
í eðli sínu þýðir skáldskapur
„sköpun", eitthvað sem verður til og
markmið hans hlýtur að vera að brjóta
niður allt það sem er endanlegt og
steingert, opna nýjar víddir og valkosti.
En þá getur hann ekki nýtt þekktar
aðferðir. Þær tilheyra liðnum tíma. Hver
og einn möguleiki er ekki til nema einu
sinni, hvort sem er í lífinu sjálfu eða
skáldskap. Þannig er frásagnaraðferð
raunsæ í fyrsta sinn sem henni er beitt á
raunveruleika, en úr því breytist hún í
stílhefð, ópersónulega venju, steingert
form. Hún verður óraunsæ vegna þess
að hún á ekki lengur upptök sín innra
með þeim sem skapar. Þá er það söguleg
staðreynd að stílhefð glatar ávallt lífs-
magni sínu með tímanum... í byrjun
svarar hún sérstökum þörfum, en síðan
festir hún sig í sessi og verður að
sannleik, sérstöku gildismati, stofnun.
Fátt er hættulegra nýrri sköpun en
sannindi sem menn hafa komið sér
saman um. í bókmenntum er slíkur
sannleikur kúgunartæki, veldur því að
menn tjá sig umhugsunarlaust, bundnir
einhverri kreddu, sem þeir álíta sjálf-
sagða.
Þannig hefur farið fyrir þessum svo-
kallaða realisma. í upphafi, í Evrópu 19.
aldar og hér á landi á fyrri hluta þessarar
aldar, var hann gagnrýninn og opinn,
vegna nýrrar sýnar í mannlegan veru-
leika. Hann var skapandi aðferð. Nú er
realisminn hinsvegardauttform, hjátrú,
innihaldslaust safn málvenja, sem færir
okkur ekkert nýtt.“
Gætir þú tilfært dæmi þessu til árétt-
ingar?
„Þctta sést held ég mæta vel, ef við
berum saman verk Laxness og verk
Gunnars Gunnarssonar annars vegar og
ný-realistana svonefndu hins vegar.
Munurinn er minni á Jónasi Hallgríms-
syni og Æra-Tobba. Ný-realistarnir
fjalla flestir um innanmein borgaralegs
þjóðfélags í samtíðinni, benda á misfell-
ur á ýmsum sviðum, svo sem slæmar
aðstæður á kvensjúkdómadeildum,
vinnustöðum og svo framvegis. Þeir
bera margir fram róttæka gagnrýni á
■ Einar Kárason
Egill Egilsson
Pétur Gunnarsson
Ása Sólveig
■ Vésteinn Lúðvíksson
Guðbergur Bergsson
■ Einar Már
Auður Haralds
„HVAR ER ISLENSKA SKALD-
SAGAN Á VEGI STÖDD?”
MATTHÍAS VEDAR SÆMUNDSSON, BÓKMENNTAFRÆÐINGUR OG KENNARI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS
SEGIR ÁLIT SITT HLÍFÐARLAUST OG HEGGUR Á BÁÐAR HENDUR
samtíð okkar. En mér finnst formið sem
þeir nota, tjáningaraðferðin, í engu
samræmi við sagða róttækni þeirra, því
realisminn sem bókmenntaaðferð
endurspeglar í dag viðtekna hugmynda-
fræði samfélagsins. Hann speglar endan-
lega geimsmynd, veruleika, sem er ein-
faldur, sjálfsagður, mælanlegur og heill,
þótt ýmsir hinna yngri höfunda færi fram
róttæka þjóðfélagsgagnrýni í sínum
verkum, þá ganga þeir í raun erinda
hinnar borgaralegu heimsmyndar, - þeir
eru „íhöld.“
Samkvæmt þessu viðhorfi til veruleik-
ans, þá er hlutverk rithöfundarins svipað
hlutverki fréttamannsins. En nú er það
einu sinni svo að skáldverk er hugarsmíð
en ekki félagslegur veruleiki.
Ný-realisminn þjónar rökhyggjunni á
einhlítan hátt, skrásetningin er aðalat-
riðið, skáldmálið aukaatriði. Þessi
viðhorf, að lífinu megi lýsa með upptaln-
ingu atvika og persóna speglast í þeim
ópersónulega fréttastíl, sem einkennt
hefur mörg verk þessarar stefnu."
Má enn biðja þig um dæmi?
„Já, hér gríp ég niður í bókinni
„Einkamál Stefaníu," eftir Ásu Sól-
veigu:
„Ég finn stæði hjá Iðnaðarbankanum,
labba þaðan í Landsbankann og borga
víxil, kaupi mér naglalakk í Myrru og
rekst inn til Snæbjarnar.“
Þetta væri nú í lagi ef bókin öll
einkenndist ekki af þessum stíl. En gildi
skáldskapar felst í því að hann sýnir
okkur inn í hugarheim og hann varpar
birtu á hátt okkar á að skynja veruleik-
ann. Þetta gerir skáldskapur í táknrænni
lýsingu, mynd eða frásögn, sem þjónar
sama hlutverki. Hann verður í eðli sínu
líking, táknmynd, dæmi um okkar innra
líf, en ekki endurspeglun eða smækkun
útgáfa á ytri veruleika. Þegar allt kemur
til alls og við skoðum verk ofan í kjölinn,
þá sjáum við að það er innri veruleiki
skáldsins sjálfs sem fyllir út í myndflöt-
inn. Mannlýsing, umhverfislýsing, sýn,
það sem skáldinu er veruleiki. Veruleik-
inn sjálfur er ekki í bókmenntum, aðeins
hugmyndir okkar um hann.
Þessu finnst mér að ný-realisminn hafi
ekki gert sér grein fyrir. Ég tel að þær
almennu forsendur sem hópur rithöf-
unda sem kemur fram á áttunda áratugn-
um gengur út frá séu því í raun rangar.
Ég hef bent á fleiri dæmi en „Einkamál
Stefaníu“, svo sem „EIdhúsmellur“ eftir
Guðlaug Arason. „Pabbadrengi" eftir
Egil Egilsson, „Vatn á Myllu Kölska"
eftir Ólaf Hauk og „Eftirþanka Jó-
hönnu,“ eftir Véstein Lúðvíksson. Nú
tek ég þessar bækur einungis sem dæmi
og er ekki kominn til með að segja að
allt það sem þessir höfundar hafi látið
frá sér sé einskis nýtt. Þvert á móti er
margt af því sem Ólafur Haukur og
Vésteinn hafa skrifað athyglisvert. Þá
bendi ég fyrst og fremst á þeirra fyrstu
verk.“
En hvað um þátt skáldgáfunnar?
„Það er ekki nóg að geta raðað saman
orðum á áferðarfallegan hátt. Það sem
úrslitum ræður hlýtur að vera þessi
tilvistarlega barátta við málið sjálft, - að
líta ekki á orðin sem fastar stærðir,
eitthvað sem er sjálfsagt og auðvitað. Þá
ætti ekki að þurfa að minnast á þá
frumforsendu að hafa innsæi í mennskan
veruleika.
Hvað er skáld? Það er sá sem brýtur
upp á nýjum hlutum, vekur athygli
okkar á því sem við erum okkur ekki
meðvituð um og víkkar út skynjun
okkar."
Þykir þér leiðin liggja frá hinum
svonefnda ný-realisma um þessar
mundir?
„Já, mér finnst vera ákveðin hreyfing
í hlutunum núna, það er kannske rangt
að tala um kynslóðaskipti, því það er
ekki um marga höfunda að ræða í þessu
sambandi. En engu að síður er greinilegt
að menn eru orðnir þreyttir á ný-realis-
manum og vilja prófa eitthvað nýtt.
Markmið ný-realistanna var efalaust í
upphafi að endurnýja hið realiska form.
Þeir hafa ætlað sér að miðla nýjum
veruleika í þessu formi sem þeir hafa
talið virkt enn. En mistök þeirra lágu
sennilega í því að þeir endurmátu formið
ekki til fulls og gengu ekki götuna til
enda.
Endurmat finnst mér að finna t.d. í
verkum þeirra Einars Más og Einars
Kárasonar. Þeir fara reyndar ekki sömu
leið og módernistarnir gömlu, þ.e. þeir
gefa söguþræðinum ekki á kjaftinn og
viðhalda ýmsum gömlum sögusniðum.
En engu að siður eru þarna ný vinnu-
brögð á ferðinni."
Telur þú að samtími okkar nú geri
fremur kröfu til nýrra vinnubragða en
skeið fyrri kynslóða á öldinni?
„Ég held að allur tími kalli á slíka
glímu, en hins vegar er margt sem veldur
því að hún hefur legið í láginni á,
ákveðnum timabilum. En hugsanlega
kallar okkar tími mjög sterkt á endur-
mat, við sjáum heiminn í kringum okkur
núna og hvernig hann er.
Dæmi um tímabil er menn álitu vera
kreppu í íslenskum bókmenntum var
sjöundi áratugurinn, því þá komu fáir
höfundar fram og fá markverð verk voru
skrifuð. En þegar við lítum til baka þá
held ég að orðið „kreppa“ hafi ekki átt
við þarna og að það sé nær að lýsa
áttunda áratugnum sem „kreppu“ -
skeiði. Á sjöunda áratugnum komu
fram verk höfunda eins og Guðbergs,
Thors og Steinars Sigurjónssonar, sem
endurskópu íslenska skáldsögu. Á átt-
unda áratugnum héldu þessir menn auð-
vitað áfram að skrifa, en annað nýtt kom
lítið fram.
Nú hafa hins vegar á örfáum árum
komið fram athyglisverðir höfundar og
tel ég þar helst þá Einar Má og Einar
Kárason, Ómar Halldórsson og Anton
Helga Jónsson. Þessir menn hafa greini-
lega allt annað viðhorf til skáldskaparins
en „eldri kynslóðin", en hvort nýtt
blómaskeið er í uppsiglingu ætla ég ekki
að spá um nú.
Mér finnst hið gagnrýnislausa hugar-
far í verkum ný-realistanna ekki aðeins
koma fram í því að þeir halda svo fast í
hið gamla málkerfi og stílvenjur, heldur
sitja þeir einnig að miklu leyti fastir í
gamla tímanum hvað hugmyndir og
lífsviðhorf snertir. Þótt þeir gagnrýni
ákveðna þætti í okkar samtíð, þá koma
oft í ljós í verkum þeirra ákveðnar
goðsagnir, íhaldssöm, þjóðræknisleg
viðhorf, sem þekkjast hjá gömlum höf-
undum, sbr. sveitavalkostinn í verkum
Péturs Gunnarssonar og Vésteins Lúð-
víkssonar.
Við skulum líta á tíu ára tímabil,
1971, 1976 og 1981-1982. Á fyrsta árinu
1971, kemur út „Gunnar og Kjartan"
eftir Véstein, sem ryður ný-realismanum
braut. 1976 kemur svo „Punkturinn" út.
1982 kemur bok Einars Más, „Riddarar
hringstigans.“
Allar þessar bækur byggjast á ákveð-
inni Reykjavíkurlýsingu. En það er
athyglisvert að á meðan Reykjavík Pét-
urs og Vésteins er hin sama, Reykjavík
sem bær, þá er Reykjavík Einars Más af
allt öðru tagi. Mér finnst satt að segja að
raunverulega borgarlýsingu sjáum við
ekki fyrr en í verkum þessara yngstu.
Ég vil hér geta sérstaklega um Pétur
Gunnarsson, þar sem hann frá upphafi
hefur vakið mesta aðdáun og haft því
eðli sfnu þýðir skáldskapur „sköpun,“ eitthvað sem verður til og markmið hans hlýtur að vera að brjóta
niður allt það sem er endanlegt og steingert, opna nýjar víddir og valkosti,“ segir Matthias Viðar.
(Tímamynd Róbert)
nokkra sérstöðu í hópi eldri rithöfund-
anna. Hann fylgir sömu vinstri-sinnuðu
tískunni og þeir en útmálar hana á allt
annan hátt.
Pétur verður að manni um líkt leyti og
söguhetja hans Andri, þ.e. á sjöunda
áratugnum og lífsskoðun hans er greini-
lega mótuð af lífsróti þessara ára, blóma-
fári og súdentauppreisnum. Á sína vísu
tjá verk hans andrúmsloft þessa tíma og
hann er á vissan hátt talsmaður þessarar
kynslóðar. Þó koma hin neikvæðu teikn
þessa tíma lítt fram hjá Pétri, en þau
voru vissulega fyrir hendi, bæði sem
ástæða og sem möguleiki, - kjarnorku-
sprengja, lífsháskinn, ógnin, uppgjöfin
og martröðin.
í verkum sínum dregur Pétur upp
mynd af lífinu sem gamanleik og þegar
til róta er rakið, þá er veröld hans
auðveld og saklaus. Sumum rithöfund-
um nútímans svipar til hins kaldhæðna
trúðs, - hlátur og skop er blendið og
harmurinn og viðurstyggðin skammt
undan. En heimur Péturs Gunnarssonar
kjarnast hins vegar í græskulausum og
lífsglöðum hlátri og glettni, sem virðist
vera viðbrögð hans við veruleikanum.
Þetta kemur fram í galsafenginni kæti,
stíllegum uppákomum, orðaleikjum og
skopnæmu líkingamáli.
Ég er að mörgu leyti hrifinn af texta
Péturs og hann sker sig úr hópnum að
því leyti að hann gengur ekki að tungu-
málinu vísu. Það kann að stafa af því að
hann stendur að ýmsu leyti nær ljóði en
episkri frásögn og varpar einatt nýstár-
legu Ijósi á kunnugleg fyrirbæri með
frumlegri myndlíkingu og stílbragði frá
óvenjulegu sjónarhorni. Meginstyrkur
Péturs er þessi frjói leikur að máli og
persónulegi stílsháttur og honum tekst
oft að miðla mállegri reynslu.
En nýjungin ristir samt ekki djúpt í
sögum Péturs og hann fellur í sömu
gryfjuna og aðrir ný-realistar í einföldun
á veruleikanum. Hann á það sameigin-
legt með Ólafi Hauki, Guðlaugi og
Vésteini að hann lýsir fólki sem bundið
er og hreinlega skapað af samfélagi sínu.
Þetta er ein mesta takmörkun ný-realist-
anna sem hóps, þeir mikla um of hin
félagslegu áhrif á sköpun mannsins. Þar
af leiðandi flyst öll þeirra áhersla á
samfélagið en ekki manninn. Þeir líta
einatt á persónur sínar sem þolendur í
atburðarás og fórnarlömb. En mótun
manneskjunnar er miklu flóknari.
Manneskjurnar eru í senn engum öðrum
líkar og mörgum öðrum líkar, „eylönd"
og ekki „eylönd,“ í sannfærandi þroska-
sögu þá hlýtur höfundurinn að draga
saman alla þessa þætti, þá sálfræðilegu,
tilvistarlegu og félagslegu í eina heild.
Pétur hefur tilhneigingu til að drepa
alvörumálum á dreif, til þess að geta
haldi uppi dampinum, haldið hláturtaug-
unum virkum. Þannigverða fyrstu kynni
Andra af veruleikanum ósköp máttlítil,
en einstaklingurinn upplifir slík kynni
jafnan í neikvæðum árekstri, - hann
uppgötvar sérstöðu sína, ranglæti heims-
ins og fær tilfinningu fyrir sekt og
dauðanum. En á slíkum afdrifaríkum
stundum í lífi Andra er sem höfundur
missi málið.
Afstaða þessi er ekki aðeins fólgin í
lfífsmynd hans, heldureinnig í togstreitu
stíls og forms. Pétur hnitmiðar verk sitt
mikið og á margan hátt er það byggt upp
eins og ljóð. En slík formgerð krefst
táknlegrar dýptar, til þess að myndir risti
djúpt verða þær að tákna eitthvað. En
það er eins og textar Péturs hrannist upp
í útúrsnúningum og orðaleikjum og
slíkum orðhcngilshætti. Heilu kaflarnir
eru gjarnan skrýtlur, sem vissulega bera
vott um hugkvæmni en eru samt rislítil!
skáldskapur.
Mér finnst þessi stílsmáti verða Pétri
fjötur um fót, því ritháttur hans er
persónulegur og felst í frjálsum og
ófrjálsum leik að orðum, eins og ég áður
sagði. Hann takmarkar tjáningu hans,
svo stundum jaðrar við lágkúru.“
„Nú, bókmenntamenn hafa fylgt
straumnum og sogað í sig gildismat
ný-realismans. Gott dæmi er ritdómur í
blaði um bók Auðar Haralds, sem
raunar er heldur vond bók. En meginefni
dómsins var ádeila gagnrýnandans á
iðjuleysi kvenhetjunnar. Þetta iðjuleysi
passaði ekki við tölfræðilega útreikninga
gagnrýnandans, sem búinn var að kom-
ast að því að konur væru farnar út á
vinnumarkaðinn. Þetta er auðvitað öld-
ungis fáránleg afstaða til bókmennta.
Ég held að menn ættu að láta félags-
fræðinga um slíka hluti.
En rithöfundarnir eru að svara þarna
markaðskröfum og eru að reyna að vera
til „gagns“, gætum við sagt í hinni
daglegu baráttu. En ég held aftur á móti
að það sé lífsskilyrði fyrir bókmenntirnar
að rithöfundarnir haldi sig í sínum
„fílabeinsturni.“
-AM