Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDA.GUR 2. OKTÓBER 1983
27
■ „Maison de France" eftir tilræðið í Berlín á dögunum.
Þar sem þeir mændu vonaraugum til
Rússlands keisaranna, álitu Tyrkir þá
fjandmenn ríkisins, sem með öllum
ráðum yrði að útrýma. Súltaninn Abdúl-
hamid lét myrða 300 þúsund Armena á
árunum 1894 -1896 og varð það nokk-
urs konar forleikur að brottvísun þeirra.
Hinir þjóðernissinnuðu ungtyrkir,
sem frá 1909 voru allsráðandi í tyrknesk-
um stjórnmálum, töldu að ekkert gæti
komið í veg fyrir hnignun ríkisins annað
en það að aðskilnaðarsinnum, eins og
Armenum, yrði að fullu útrýmt. Þeir
notuðu sér hryðjuverk sem fáeinir Arm-
enar höfðu framið sem ástaðu til þess að
hefjast handa.
^rið 1915 var gefin út tlskipun frá
in'.íanríkisráðherranum Talat-Pascha:
„Réttur Armena til þess að Lúa og vinna
á tyrknesku landi er hér með ao öllu leyti
niður felldur." Og: „Nú skal bundinn
endir á tilveru þeirra hér í þessu landi...
Sama er hve grimmúðlegar þær ráðstaf-
anir verða sem við grípum til, - ekki skal
tekið tillit til aldurs né kynferðis.“
í tilskipun um brottflutninginn segir:
„Ákvörðunarstaður skal vera útrým-
ing.“
Með blessun
stórveldanna
Harmleikurinn fór fram fyrir framan
nefið á stórveldunum og án þess að þau
segðu eitt einasta orð: 1.2 eða 1.5
milljón Armena fórust úr hungri, sjúk-
dómum og kulda í þessari kerfisbundnu
drápsherferð. Þegar Armenar með
blessun stórveldanna lýstu yfir stofnun
ríkis árið 1918, hafði miklum hluta
þjóðarinnar verið útrýmt. Aðeins So-
vétríkin veittu nýja ríkinu stuðning og
sáu til þess að austurhluti þess var gerður
að sovétlýðveldi árið 1920. Vesturhlut-
ann rifu Tyrkirnir í sig.
Pessar hrellingar lömuðu allt þrek
Armena í 50 ár. Þeir voru nær rændir
allri þjóðarvitund. Þeir dreifðust um
heim allan og reyndu að koma undir sig
fótum að nýju. Draumurinn um frjálsa
Armeníu var úr sögunni og engin ríkis-
stjórn lét það sig neinu skipta. Það varð
hlutskipti armensku postulakirkjunnar
að sjá um að öll þjóðmenningin glataðist
ekki.
Þegar þeir 100 þúsund Armenar sem
bjuggu í Beirút minntust þess er þjóð
þeirra var hrakin í útlegð fyrir 50 árum
árið 1965, var önnur þjóð farin að láta
til sín heyra, þjóð sem misst hafði
heimkynni sín fyrir 20 árum. Það voru
Palestínuarabar, sem nýlega höfðu þá
stofnað samtök sín PLO. Þeir höfðu nú
hafið vopnaða baráttu gegn ísrael. í
augum margra ungra Armena varð
þetta að nokkurs konar herákalli. Þeir
gerðu bandalag við Palestínuarabana,
þyrstir í að hefjast handa og reyna að
endurheimta glatað þjóðarstolt. Hatrið
gaus upp enn að nýju.
„Tími sáttanna og eftirmælanna er
liðinn,“ segir í Armensku ávarpi til
þjóðarinnar, sem Parísarblaðið „Libér-
ation“ birti. „Það er ekki hægt að gráta
út frelsið, menn verða að berjast fyrir
því.“ Bylgja hermdarverka Armena tók
nú að rísa.
Um allan heim tóku nú Armenar að
láta í sér heyra, - París og í Belgrad, í
Róm og í Vín og loks í Tyrkiandi. Þeir
komu fyrir sprengjum í stöðvum tyrk-
neska flugfélagsins THY. Þeir myrtu
tyrkneska sendiráðsmenn. Þeir réðust á
banka og loks á sendiráð annarra ríkja,
sem hneppt höfðu landsmenn þeirra í
fangelsi, eins og gerðist í Berlín. Meira
en 50 manns hafa látið lífið í 140
tilræðum á þeirra vegum síðustu árin.
Réttlætisdómstóllinn
Hryðjuverkamennirnir nefna sig
„Réttlætisdómstólinn," eða „Leyniher-
inn til frelsunar Armena." Á þessu ári
kom „Armenski byltingaherinn“ til
sögunnar. Þeir vinna samkvæmt þeirri
reglu að ekki nema fáir liðsmanna
þekkja hverjir aðra. Þar til ísraelsmenn
réðust inn í Líbanon 1982 voru þessar
sveitir í Beirút. Nú eru þeir dreifðir um
Bekadal, þar sem Palestínumenn taka
þeim tveim höndum og einnig í Sýrlandi
og í íran og loks í Frakklandi þar sem
300 þúsund Armenar búa. Peninga og
vopn er talið að þeir fái frá Gadhafi í
Libyu og Kkomeni í íran. Þeir þjarma
líka að ríkum Armenum, sem verða að
kaupa sér öryggi með því að leggja út fé
fyrir málstað þjóðarinnar.
En um leið og þeir tortíma ókunnu
fólki, setja þeir eigið líf einnig í hættu.
Fimm armenskir hryðjuverkamenn, sem
tóku tyrkneska sendiráðið í Lissabon,
sprengdu sjálfa sig í loft upp, þegar
portúgalska lögreglan réðist til inn-
göngu.
„Við höfum ákveðið að eyðileggja
þetta hús og hverfa sjálfir undir rústir
þess,“ sagði í bréfi Armenanna til frétta-
stofunnar UPl. „Þetta er hvorki sjálfs-
morð eða geðveiki, heldur fórn á altari
frelsisins.“
í Beirút tökum við Nasar Daghliari
tali. Auk hans sitja með okkur fjölskylda
hans og ættingjar í svörtum sorgarklæð-
um. Sonur hans, hinn 19 ára gamli
Vatsche Daghlian, var einn hinna fimm
samsærismanna, sem sviptu sig lífi í
Lissabon. Faðirinn talar með skjálfandi
röddu sem er nærri að bresta. Þegar í
þriðju setningunni sem hann segir er
harmleikurinn kominn inn í efnið:
„í fjölskyldu okkar voru 85 manns,“
segir hann. „82 hafa farist í fjöldamorð-
um,“ segir þessi 65 ára gamli maður.
Hann einblínir á gólfið og nú er að sjá
sem óhugnaðurinn hafi altekið hann.
„Einhverntíma sór ég að einn daginn
mundum við ná hefndum á þessum
fjandmanni. Nú gleðst ég vegna þess að
sonur minn hefur séð um að svo varð.“
„Hvar er faðir minn“
Vatche Daghlian, 19 ára bifvélavirki,
var hæglátur og þegjandalegur ung-
lingur. Hann vissi ekki mikið um gang
stórpólitíkurinnar, en hann sat og hlust-
aði þegar faðir hans sagði frá örlögum
þjóðar hans. Hann vissi að örlög fjöl-
skyldu hans voru dæmigerð fyrir örlög
flestra Armena. í hæsta lagi átti hann
það til að raula armenskan byltingar-
söng, sem snerist allur um harmleik
þjóðar hans. „Hvar er farði minn?“ segir
í viðlaginu. „Tyrkirnir hafa deytt hann
föður minn.“
„Mamrna," hvers vegna áttir þú aðeins
fjögur börn,“ sagði hann eitt sinn. „Þú
hefðir átt að eiga átta börn, - fjögur fyrir
sjálfa þig og fjögur fyrir ættjörðina.“
Ekki grunaði móður hans hvað hann átti
við. Ekki heldur þegar hann sagði æ ofan
í æ: „Markmið lífsins er að hafa eitthvað
til þess að deyja fyrir, eitthvað sem er
meira virði en efnisleg gæði, meira en ég
sjálfur."
Þau vissu aðeins að hann æfði Kung-
Fu. Hann ræddi ekkert um að hann æfði
sig í skotfimi. Tíu dögum áður en hann
tók þátt í árásinni, fór hann að heiman
og sagði: „Ég ætla í tveggja mánaða frí
í Grikklandi."
Faðir hans andar þunglega og tárin
renna niður kinnar hans. En þá bresta
allar tilfinningar hans'fram, - sorgin,
hatrið, sársaukinn, stoltið. „Hefði ég
vitað hvað hann ætlaði raunverulega að
gera, hefði ég kysst hann og umfaðmað
hann.“ Og síðan: „Sérhver Armeni sem
lætur lífið vegna þessa er sonur minn.
Hann kann að deyja líkamlega, en í
anda lifir hann í hjörtum okkar allra."
(Þýtt AM-stytt).
Ert þú að leita að hillum í stofuna,
barnaherbergið, geymsluna, lagerinn
eða verslunina? Þetta er lausnin.
FURUHILLUR
Hillustærðir: 30x80 og 50x80
Uppistöður: 61, 112 og 176 cm.
Útsölustaðir: REYKJAVlK: Liturinn, JL-Húsiö, KÓPAVOGUR: BYKO, Nýbýla-
vegi 15, HAFNARFJÖRÐUR: Málmur, Reykjavíkurvegi, AKRANES: Verslunin
Bjarg, BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga, 3TYKKISHÓLMUR: Húsiö,
PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúö Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson, ÍSA-
FJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga,
EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Vérslunin
Dröfn, REYÐARFJÖRÐUR: Verslunin Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Verslunin
Þór, VlK I MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldurog
Einar, SELFOSS: Vöruhús K.Á.
r
Allt á sínum staö
Shmnm
skjalaskáp
Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö
viökomandi góðfúslega aö hafa samband viö oKKur sem
allra fyrst og munum viö fúsiega sýna fram á hvernig
ihdHHOH skjalaskápur hefur ,,allt á sínum staö".
Útsölustaðir:
ÍSAFJÖRÐUR, Bókaverslan Jónasar Tómassonar. BORGARNES, Kaupfélag Borgfirðinga.
SAUÐÁRKRÓKUR, Bókaverslun Kr. Blöndal, SIGLUFJÖRÐUR, Aðalbúðin, bókaverslun
Hannesar Jónassonar. AKUREYRI, Bókval, bóka- og ritfangaverslun. HÚSAVÍK, Bókaverslun
Pórarins Stefánssonar. ESKIFJÖRÐUR, Elís Guðnason, verslun. HÖFN HORNAFIRÐI,
Kaupfélag A-Skaftfellinga. VESTMANNAEYJAR, Bókabúðin. EGILSSTAÐIR, Bókabúðiri
Hlöðum. REYKJAVÍK, Penninn Hallarmúla. KEFLAVÍK, Bókabúð Keflavíkur.
Afi« SlSláS©BSJ & CO. UF
SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800
OLAFSBOK
ÁSKRIFTARSÍMI17165
Opid til kl. 20 í kvöld og næstu kvöld
J
PRENTUM
ísmrar
PLASTPOKA
PLASTPOKA OG PRENTUN FÆRÐU HJA
llnstns liF
BÍLDSHÖFÐA 10 VIÐ HLIÐ BIFREIÐAEFTIRLITSINS
SÍMI: 82655