Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 4
4
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
■ Sigríður Magnúsdótlir ásanit bnrnum sínum árið 1906. Efri röð f.v.; Steinunn
Jnhanna, Ásta Kristín, Pálheiður, Ársæll ng Guðrún. Neðri ruð: Magnús Ársæll.
Pórhallur, Sigriður Magnúsdóttir, lngibjörg Jónheiður og Guðbjörg.
■ Málaranemi í Reykjavík. Frá vinstri: N.S. Berthelsen, málarameistari, Ludvik
Einarssun, Asta og Ragnheiður Berthelsen. Myndina tók Magnús Ólafsson er þau
máluðu í alþingishúsinú um 1905-1906.
■ Ásta ásamt dætrum sínum, Lisali
Thoni og Brynhildi Norman. Myndin er
tekin árið 1926.
„Hun er skörung- ~
/ / ^ t/ málara mlnni
ur hún Asta mín!”
■ „Eitt sinn náði ég í flatningshníf og fór að
gera að grásleppu niðri við sjó. Þá beit
skollans hnífurinn svo vel, að ég sneiddi
framan af vinstri vísifingri og skar dálítið í
aðra tvo. Ég vafði höndina inn í hvíta svuntu
mína. Hún var orðin rauð af blóði, þegar ég
kom heim.
Mamma kom á móti mér, því að spölkorn
var frá húsinu eftir stígnum niður að skúrnum.
Hún batt fljótt um sárið og reyndi að láta
sepann sem hékk laus gróa við.
Þegar hún var búin að þessu, leið yfir mig.
Þá dreymdi mig, að sjálfur skaparinn, góð-
mannlegur og hvítskeggjaður eins og ég
ímyndaði mér hann í bernsku, stæði hjá mér
og segði við mig:
„Málaðu nú, barn, malaðu!“
Eg leit í kringum mig og sá fagurt sólariag.
Allt var svo undarlega bleikt og rautt.“
En þaö var bið á því að Ásta færi aö
mála. Eins og ofangreind saga ber með
sér var Ásta í nánari tengslum við
íslenska sjávarsíðu en iðnskólann í
Kaupmannahöfn. Hún fæddist í Narfa-
koti í Njarðvíkum í júlímánuði árið
1883, eða fyrir rétt rúmlega hundrað
árum. Dóttir Árna Pálssonar bónda og
barnakennara og Sigríðar Magnúsdótt-
ur. Átti sex systur og þrjá bræður og var
sjálf næstclst.
Ásta ólst upp við talsverða velsæld, á
þeirra tíma mælikvarða, fram að ferm-
ingu eða svo en þá tóku við fiskileysisár
sem bundu cnda á hið blíða vor ævi
hennar, eins og hún orðar það í ævisögu
sinni. Hún vandist snemma vinnunni,
var föður sínum að jafnaði til aðstoðar
úti við, en Steinunn,eldri systir hennar,
hjálpaði móður þeirra inni við. Hún reri
stundum með föður sínum til fiskjar,
þótti nokkuð fiskin og fann ekki til
sjóveiki, enda var hún staðráðin í að
verða sjómaður. Hún var nokkuð mikil
fyrir sér í bernsku - eins og efnisbarna
er háttur - þannig var hún eitt sinn
næstum búin að drekkja sér er hún lagði
ein af stað í róður - sjö ára gömul. Hún
var komin vel út á víkina þegar hún sá
tveimur bátum ýtt úr vör og reru þeir
kappróður til hennar og tókst að ná
henni. En grannkona hennar-fjörgöm-
ul - sem sá hvað í telpukorninu bjó sagði
oft hásum rómi og einmitt við þctta
tækifæri: „Hún er skörungur hún Ásta
mín, já, hún er skörungur."
Fiskileysið rétt fyrir aldamótin kom
illa niður á tslenskum alþýðuheimilunt
en menn voru ekk: í nokkrum vafa um
hvernig á því sióð: enskir togarar höfðu
smám saman eyðilagt hin fengsælu Faxa-
flóamið með yfirgangi ogofveiði. Heiftin
í garð Englendinga vegna landhelgis-
brota þeirra var slíkt að þegar enskur
togari strandaði þótti óhappið koma vel
á vondann. Sú velmegun sem Ásta segir
að einkennt hafi bernsku hennar fór
hnignandi þegar útgerðin brást; faðir
hennar missti húsið sitt og varð að sækja
vinnu í annan landsfjórðung. Ofan á það
bættist að hann missti heilsuna alda-
mótaárið og var þá ákveðið að Ásta færi
í fiskvinnu austur á Firði til að létta á
heimilinu. Hún hélt austur með föður-
bróður sínum og var búin að vera þar
mánaðartíma þegar fyrsta bréfið að
heiman kom. Það Var sorgarbréf þess
efnis að faðir hennar væri látinn.
Systkinin tvístruðust hvert í sína áttina
en móðir Ástu heimsótti hana er hún var
á heimleið frá því að flytja tvö af börnum
sínum til ættingja norður í landi: „Eg
festi varla blund fyrstu nóttina. Ég man,
að ég sat uppi og horfði á þessa elskulegu
konu.
Hún var orðin ekkja - með tíu börn.
Hvað gat ég gert til að hjálpa henni?"
Hvernig gat ung alþýðustúlka farið að
því að vinna fyrir svo stóru heimili? Ásta
fór aldrei í fiskvinnuna sem ráðgerð
hafði verið, því að frændi hennar hitti að
máli hefðarkonu á Seyðisfirði sem vildi
fá hana í vist til sín. Henni líkaði vistin
ágætlega en var síðan lánuð á annað
heimili sem henni líkaði verr. Auk þess
var vinnukonukaupið lágt en Ásta vildi
komast norður til Akureyrar og hitta
systkini sín þar. Auk þess hafði hún frétt
að þar væri síldarvinna fyrir kvenfólk og
hún lét sig dreyma um aðgeta unnið fyrir
fari suður til Reykjavíkur, því að þangað
var móðir hennar þá flutt.
Sótt um skipsrúm
„Allt í einu datt mér snjallræði í hug.
Ég skrifaði skipstjóra nokkrum, sem ég
þekkti úr Njarðvíkunum, og bað hann
um að útvega mér skipsrúm hjá sér. Ég
sagði honum eins og satt var, að ég gæti
ckki verið vinnukona lengur. Ég yrði að
fá hærra kaup, svo að ég gæti hjálpað
móður minni.
Svarið var algjör synjun. Skipstjóran-
um kvaðst að vísu vera kunnugt um, að
ég væri sæmilegur sjómaður, en
honum þóttt í meira lagi siðlaust af ungri
stúlku að ætla sér að vera ein innan um
eintóma karlmenn. Hann kvaðst aldrei
hafa heyrt neitt jafn fráleitt.'*
Ástu sárnaði að vonum svarið meir en
önnur högg sem hún hafði hlotið. Hún
komst norður, heimsótti systkini sín á
Hjalteyri en hélt síðan til Akureyrar.
Þar ætlaði hún í síldarvinnu en lenti
aftur í sama farinu: „varð barnfóstra hjá
ágætri konu.“ Ástu leiddist alltaf á
Akureyri og eignaðist fáa vini þar, þótt
flestir væru henni góðir. Það vakti undr-
un hennar hvað vinnukona séra Matthí-
asar Jochumssonar „gat verið kát og að
hún skyldi láta sér lynda að vera
vinnukona. Sjálf var ég döpur og niður-
dregin og sýknt og heilagt að hugsa um,
hvernig ég gæti losnað úr vinnukonu-
stöðunni."
Já, hún var skörungur hún Ásta, eins
og sú gamla sagði og ákveðin í að sætta
sig ekki við óbreytt ástand.
Akureyrardvölin var þó ekki með öllu
ill, því að þar endurnýjaði Ásta kynni
sín af málningunni, sem hún hafði haft
svo gaman af að „fjálgrast í“ hjá
mömmu sinni þegar hún málaði skólann
fyrir föður hennar forðum daga. Þá
hafði Ásta hrifist sérstaklega af bláa
litnum og á Akureyri rakst hún aftur á
þennan sama bláa lit á máluðu leikhús-
tjaldi. Hún fór heim eins og ástfanginn
unglingur, dreymdi litinn og gerðist
meira að segja svo djörf að spyrjast fyrir
um málarann! Og á næsta frídegi sínum
bankaði hún uppá hjá málaranum, sem
var Einar Jónsson, bróðir Eldeyjar-
Hjalta, og sagðist vilja verða málari.
Einar tók Ástu alúðlega og gaf henni
allar nauðsynlegar upplýsingar, m.a.
þær að námið tæki fjögur ár. Ásta mátti
ekki til þess hugsa að þurfa að vera
fjögur ár til viðbótar „þarna í fjarlægð-
inni“ og hóf því undirbúning að ferð
sinni suður.
Fyrsta skrefið var að segja upp vistinni
sem henni fannst hálft í hvoru syndsam-
legt gagnvart sínum góðu húsbændum!
Hún herti þó upp hugann og fór síðan í
kaupavinnu á „fyrirmyndarheimili í
Eyjafirði", í því skyni aðgetaunniðfyrir
fargjaldinu suður. „En hvílík vonbrigði!
Hvílík svik! Hvílíkt himinhrópandi
ranglæti!
Mér hafði verið sagt, að ég fengi
kaupið greitt í peningum. Ég hafði
vonazt eftir að fá sex krónur á viku. En
í staðinn fékk ég hvítan vaðmálsstranga
og gamalt silfurúr, sem að vtsu gekk."
„Við skulum læra þér
að mála, Ijúfurinn mín“
Ásta fór aftur til Akureyrar, í öngum
sínum. Þar kom henni til hjálpar kona
nokkur, Hólmfríður Gísladóttir
Knudsen, móðir Jóhönnu hjúkrunar-
konu og Ósvalds kvikmyndagerðar-
manns og málarameistara, og dvaldi
Ásta á heimili hennar um hríð og leit
eftir börnum hennar. Svo kom síldar-
hrota og Ásta fékk vinnu við hana í
nokkra daga og á skömmum tíma gat
hún unnið sér inn fyrir fargjaldinu suður.
Ekki komst Ásta þó beint í málarasæl-
una fyrir sunnan, móðir hann bjó svo
þröngt að hún gat ekki búið hjá henni
„mér var því nauðugur sá kostur að fara
enn einu sinni í vist.“ Hún var þó ekki
lengi í þeirri vist, því að hún var ákveðin
í því að verða húsamálari og reyna að fá
kaup eins og karlmenn - hún hafði fyrir
móður sinni og yngri systkinum að sjá.
Húsmóðir hennar sýndi henni mikinn
skilning og kynnti hana fyrir útlærðum
málara, Jóni Reykdal. Jóni leist ekkert
á framtíðaráætlanir Ástu, hafði enga trú
á því að stúlka gæti lært að mála, innan
um trésmiði, múrara, járnsmiði og alls
konar handverksmenn, auk þess sem
það væri nokkuð erfitt að vera málari.
Hann vísaði henni þó með nokkrum
semingi áfram til félaga síns, N.S. Bret-
helsen málara. Sá var danskur og talaði
ýmist dönsku eða bjagaða íslensku.
Berthelsen varð agndofa af undrun þeg-
ar hann heyrði erindi Ástu og kallaði á
konu sína til að fullvissa sig um að hann
hefði skilið hana rétt: „Gud bevare mig!
Hvad siger du min pige? Skal du blive en
maler? For Himlens skyld!!“ En þegar
hann hafði loks sannfærst um að hann
skildi Ástu rétt tók hann ósk hennar vel:
,.Já, já. Við skulum læra þér að mála,
Ijúfurinn mín. Láttu bara sauma á þér
sloppur, elskan, og komdu svo til mín.
Og hafði húfa á höfðinum til að passa
brúna hárið þitt.“
Og þar með var Ásta byrjuð að læra
að mála hjá þeim málarameisturunum
Jóni Reykdal og Berthelsen gamla. Hún
þóttist þá fær í flestan sjó og fékk leigða
stærri íbúð fyrir sig og mömmu sína. En
kaupið var lágt og dugði ekki fyrir
brýnustu lífsnauðsynjum. Móðir hennar
þurfti að taka að sér þvotta og Ásta
bronsaði lampa fyrir fólk á kvöldin til að
drýgja tekjurnar.
Þó Ásta væri sæl með að vera komin