Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 10
EYSTEINN í eldlínu stjórnmálanna
■ „EYSTEINN - í eldlínu stjórn-
málanna", er víst síst ofnefni þegar
gera skil á lifshlaupi Eysteins Jóns-
sonar, sem hefur verið á kafi i
pólitikinni frá því 1927, eða í 56 ár,
setið sem ráðherra i ríkisstjornum í
liðlega 19 ár, setið á Alþingi í 41 ár,
en þangað kom hann fyrst 1933,
þannig að í ár er hálf öld frá því
Eysteinn settist fyrst á Alþingi. Það
er því vel við hæfi að meðal bóka i
bókaflóði þessa árs, verði bók um
Eystein, sem ber ofangreindan titil,
og er höfundur bókarinnar enginn
annar en Vilhjálmur Hjálmarsson
frá Brekku, samstarfsmaður og
góðvinur Eysteins um áratuga
skeið. Það er Vaka sem gefur bók-
ina út, og er hún væntanleg á
markaðinn ekki siðar en í nóvem-
ber, þ.e.a.s. fyrri hluti bókarinnar.
Ég sótti þá Vilhjálm og Eystein
heim, þar sem þeir sátu í stofu
Eysteins og ræddust við, eins og
mér skilst þeir hafi gert oft og
iðulega sl. tvö ár, á meðan Vilhjálm-
ur hefur aflað fanga i bók sína. Ég
vildi forvitnast um þessa bók og
afrakstur þessarar heimsóknar fer
hér á eftir.
- Vilhjálmur, hvenær varð hugmyndin
að þessari bók til?
„Ég held að það sé nú gömul hugsun
manna, a.m.k. okkar félaga margra, að
það væri nauðsynlegt að skrifa bók um
Eystein, vegna þess að hann er maður
sem hefur starfað í stjórnmálunum ára-
tugum saman og hefur vissulega markað
þar djúp spori Ég byrjaði á þessu verki
fyrir svona tveimur árum.“
- Nú segið þið að þetta sé ekki
viðtalsbók, hvers konar bók er þetta?
Vilhjálmur verður enn fyrir svörum,
því Eysteinn segist aðeins vera þolandi í
þessu verkefni og hann svari ekki fyrir
það. „„Þetta er bók um baráttu og störf
Eysteins, auk þess sem ég geri grein fyrir
í þessum fyrri hluta, fyrri dögum Ey-
steins, áður en hann kom í slaginn,
forfeðrum hans og fleiri. Það má segja
að bókin hefjist á forfeðrum Eysteins,
sem urðu sumir hverjir þjóðsagnaper-
sónur og eru bæði af austfirskum bænda-
og prestastéttum. Ef enn lengra aftur er
skyggnst, þá má rekja þessar ættir til
Skandinava og Engilsaxa. Nú ég segi
talsvert frá æskustöðvum Eysteins á
Djúpavogi, og uppvexti hans. Fyrri hluti
bókarinnar, sem kemur út nú í haust,
hann nærafturfyrirkosningarnar 1942.“
- Nú hefur þú sótt mikið til Eysteins,
þótt þetta sé ekki viðtalsbók. Er það þá
svo að þú hefur komið til hans, þegar þér
hefur þótt að eitthvað vantaði inn í aðrar
heimildir þínar?
„Já, það má kannski orða það svo. Ég
held að það forvitnilega við þessa bók
verði það að öðru hvoru fæ ég umsagnir
Eysteins um mál, eins og hann lítur á
þau í dag. Þar að auki hef ég grafið upp
heilmikið af heimildum úr fundargerð-
um Framsóknarflokksins, sem ekki hafa
verið birtar.“
- Eysteinn, hvernig hefur þinn hlutur
verið, við vinnslu þessarar bókar. Nú
kallar þú sjálfan þig þolanda í þessu
verki, hefur þú ekki einnig verið ger-
andi?
„Ég hef verið í hálfgerðri vinnu-
mennsku við þetta. Ég hef hjálpað til að
draga saman heimildir, gefa upplýsingar
og skýra einhver atriði, þegar eftir því
hefur verið leitað. Heimildakönnun er
náttúrlega ákaflega mikil í þessu, eink-
um þegar þess er gætt að m.a. verður
Bókaútgáfa Æskunnar sendir frá sér:
Poppbók og frásagnir af Mannlifi undir Jökli
■ Á haustmánuðum mun bókaútgáfa
Æskunnar senda frá sér Poppbók eftir
Jens Kr. Guðmundsson. í þeirri bók er
rakin stuttlega saga popptónlistar á
íslandi frá því er Hljómar hófu feril sinn.
í bókinni er birtur listi yfir allar helstu
hljómplötur af þessari gerð sem kornið
hafa út á tímabilinu og 25 poppsér-
fræðingar velja tíu bestu íslensku
hljómplötur allra tíma. Einnig eru viðtöl
við Bubba Morthens, Ragnhildi Gísla-
dóttur, Egil Ólafsson og fleiri tónlistar-
menn. Þá eru tglin upp öll hljóðritunar-
ver hérlendis ásamt hljómplötuútgef-
endum. Ennfremur eru einkenni hinna
ýmsu tónlistartegunda skýrðar og sér-
stakur kafli fjallar um söngtextagerð á
íslandi og greinir frá þróun hennar.
Ennfremur mun bókaútgáfa Æskunn-
ar senda frá sér bókina Við klettótta
strönd - Mannlífsþættir undan Jökli sem
skráðir eru af Eðvarð Ingólfssyni. í
bókinni er að finna frásagnir ellefu
einstaklinga sem að meira eða ntinna
leyti Itafa varið lífi sínu í hinu sögu-
þekkta umhverfi undir Jökli, „þar sem
inannlíf er öðruvísi en víðast hvar annars
staðar", ef marka má ummæli þekkts
Jöklara. 1 bókinni birtast ævisögubrot
viðmælenda; frásagnir af uppvaxtarárum
í sjávarþorpunum á Snæfellsnesi, sagt er
frá minnistæðu fólki, dulrænum atburð-
um undir Jökli og fleiru.
■ Eðvarð Ingólfsson skráði Mann-
lífsþætti undan Jökii.
■ Þær eru víst ófáar stundirnar sem þeir Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku og Eysteinn Jónsson hafa setið saman í stofukróknum hjá Eysteini, á meðan
Vilhjálmur hefur viðað að sér efni i ævisögu Eysteins. Tímamynd: Róbert.
höfundur að hafa undir höndum a.m.k.
40 árganga Alþingistíðinda, reiðinnar
ósköp af blaðakosti og gerðarbækur
Framsóknarflokksins sl. 50 ár, sem sum-
ar hverjar eru doðrantar miklir.
Nú ég hef reynt að tína til bréf,
bréfaafrit, minnisgreinar og afrit af orð-
sendingum, sem maður notaði lengi vel,
og þetta hef ég látið Vilhjálm fá.
Éghef haft miklaánægjuaf þessu.það
sem af er, og ég hef enga ástæðu til þess
að halda að það breytist. Óneitanlega
hefur þetta verið talsverð fyrirhöfn,
mest þó fyrir höfundinn.Samstarfið hefur
verið í góðu lagi eins og við önnur verk
sem við Vilhjálmur höfum haft með
höndurn."
- Vilhjálmur, var þetta meira verk en
þú áttir von á, og var eitthvað sem kom
þér sérstaklega á óvart?
„Ég gerði mér nú alltaf grein fyrir því
að þetta er mjög mikið verk, þannig að
umfang verksins kom mér ekki á óvart.
Ég hef, að ég hygg.unnið þetta frekar
hratt. Það er varla fátt sem hefur komið
mér á óvart, vegna þess að ég var
snemma svo pólitískur, að ég man meira
að segja eftir stemmningunni við kosn-
ingarnar 1923, þegar ég var 8 ára, en þá
var ég strax orðinn harðsoðinn í pólitík.
Ég man mjög vel.eftir því þegar Eysteinn
kom fyrst fram, og fyrstu útvarpsræðu
Eysteins man ég mjög vel, en það voru
fyrstu útvarpsræðurnar sem haldnar
voru.
Ég hef haft ákaflega mikla ánægju af
að rifja upp þessa hluti og skoða þá
nánar.“
- Þú hlýtur þó að hafa lært eitthvað
um Eystein sjálfan og hans líf, sem þú
ekki vissir áður.
Nú brosir Vilhjálmur í kampinn og
segir: „Ja, það er náttúrlega alveg sama
sagan og áður. Ég var búinn að vera
heimagangur árum saman áður en ég fór
að búa sjálfur hér í Reykjavík. Þegar ég
var á ferðinni hérna, þá var alltaf farið
til Eysteins. Ég þekkti því ekki einungis
húsaskipan á þessum bæ, heldur einnig
heimilishætti. Ég er því að fjalla um efni
sem mér er vegna aðstæðna velkunnugt
fyrir.“
Vilhjálmur segir mér frá því að í
bókinni sé gerð grein fyrir því þegar
Eysteinn kom hingað til Reykjavíkur og
hóf störf í stjórnarráðinu, en þar vann
hann í 4 ár og var síðan skattstjóri í 2 ár,
áður en hann var kosinn á þing 1933.
Vilhjálmur segir mér frá þessu, vegna
þess að Eysteinn nefnir þessi ár sín, áður
en hann tekur sæti á þingi: „Verklegt
nám í stjórnsýslu og pólitík.“ Hann hafi
verið í samstarfi við og lært af þeim
ráðherrum Jónasi og Tryggva. Þessi ár
segir Vilhjálmur vera a.m.k. öðrum
þræði, skýringuna á því hversu snemma
Eysteinn fer út í pólitíkina.
Einsogéggreindi frá í upphafsorðum,
þá átti Eysteinn á stnum stjórnmálaferli
sæti í 7 ríkisstjórnum, og eru þremur
þeirra gerð skil í fyrri hluta bókarinnar
um Eystein, þ.e. stjórn hinnar vinnandi
stéttar, sem er samstjórn með Alþýðu-
flokknum, hrein flokksstjórn Framsókn-
arflokksins í eitt ár og síðan þriggja
flokka kreppu- og styrjaldarstjórn, þjóð-
stjórnin.
Vilhjálmur segir að þótt hann hafi
eihkum rakið innihald bókarinnar út frá
stjórnmálalegu sjónarmiði, þá sé reynt
að bregða upp mynd af lífi Eysteins í
hcild og koma inn á fleiri þætti en
stjórnmálin. Frásagan sem slík, sé því
ekki einskorðuð við stjórnmál.
Talsverður fjöldi mynda verður í
bókinni, flestar eru þær úr einkasafni
Eysteins, en talsvert margar hefur Viþ
hjálmur fengið að láni annarsstaðar.
- Allir kannast við það að Vilhjálmur
er alkunnur sögumaður, og ég bið hann
því að segja okkur eina góða áður en ég
kveð, og leyfi þeim félögum að halda
áfram, því þeir eru komnir talsvert
áleiðis með síðari hlutann, en stefnt er
að því að hann komi út að ári og jafnvel
talið að sú áætlun geti staðist, þar sem
Vilhjálmur hyggst nú hætta þátttöku í
stjórn Sambands Sveitarfélaga á Austur-
landi og ætti þvt' að hafa meiri tíma fyrir
þetta verk. Vilhjálmur segir okkur eftir-
farandi sögu, sem að sjálfsögðu birtist í
bókinni: „Ja, mér dettur í hug, að þegar
ég var að vinna að fyrra bindinu, þá var
ég að blaða í ævisögu Halldórs Stefáns-
sonar fyrrum alþingismanns, en hann
var þingmaður í Norður-Múlasýslu, um
tíma var hann þingmaður í Norður-
Múlásýslu, þegar Eysteinn var í Suður-
Múlasýslu. Halldór segir frá því að vorið
1933 ríður hann frá Hallormsstað upp í
Fljótsdal, á framboðsfund þar, í feiknar-
legum hita, en veðurstofumælirinn á
Hallormsstað sýndi þá 32 gráður í
forsælu. Hann segir að menn hafi verið
mjög þjakaðir þegar þeir komu á fund-
arstað, og það svo mjög að einn fram-
bjóðandinn, Jón Sveinsson bæjarstjóri á
Akureyri hann sagði eftir að hann hafði
byrjað ræðu sína: „Nei, ég get þetta
ekki“, og gekk við svo búið úr ræðustól.
Það er svo jitlu eftir að ég hef lesið þetta,
að við Eysteinn erum að spjalla um
fyrstu framboðsferðina hans og þá dettur
það uppúr honum að stundum hafi
hlaupið galsi í mannskapinn. Meðal
annars hafi það gerst, þegar þeir koma
inn á Breiðdalsvík á mótorbátnum, að
þeir hafa kastað af sér klæðum þar, hann
og Arnfinnur Jónsson skólastjóri sem
var í framboði fyrir Kommúnistaflokk
íslands og kastaði sér til sunds út úr
bátnum. Að vísu hafi þeir verið snöggir
að koma upp aftur, því sjórinn hafi verið
ískaldur. Ég læt mér sisvona detta í hug
að það hafi verið sama dag að þeir upp
á Héraði voru að stikna úr hita, svo þeir
mega ekki mæla, og Eysteinn og Arn-
finnur niður við sjó fleygja sér fyrir borð
og taka sundtök. Þetta er sama sumarið,
og líklegt mjög að gott hafi verið veður,
þegar kapparnir stinga sér til sunds, ekki
hafa þeir gert það í þoku!“
- AB.