Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 17 pílagríma, og hefur verið þar allar þessar aldir síðan og er enn sjúkrahús.. Við fórum í gegn um St. Páls hlið, en þar er verið að grafa upp fornminjar frá keisaratímabilinu. Þar rétt hjá er píram- ídi um 2000 ára gamall en eins og nýhlaðinn. Við fórum í St. Pálskirkju. Hún er reist á gröf Páls postula, sem var hálshöggvinn vegna trúar sinnar. Hún er næststærsta kirkjan í Róm. Þarna eru mikil listaverk og miklar skreytingar. Þarna eru myndir af þeim 266 páfum, sem verið hafa. í katakombúnum Næsta fórum við í katakomburnar. Kristnir menn voru greftraðir þar á 1. öld e.K. og þær voru í notkun þar til á 5. öid. Katakomburnar eru alls um 70 kílómetrar á lengd, og eru sums staðar 4 hæðir eða gólf. Grafirnar eru eins og hólf í veggina sem líkin voru sett í og múrað fyrir. Nú hefur múrinn molnað úr og líkin löngu orðin áð dufti. Við gengum um dimma rangala þarna niðri og var vægast sagt hálf óhugnanlegt þarna, sérstaklega þegar við stoppuðum í einu herberginu og okkur var sagt að- katakomburnar hefðu týnst í jarðskjál- fta, en fundist aftur. Gat ekki komið jarðskjálfti aftur? Það var í mér hál- fgerður beygur, einhver í hópnum varað tala um, hvort ekki væri best að snúa við. Þangað niður flúðu kristnir menn, þegar ofsóknirnar voru sem mestar, en þessi staður var friðhelgur, og þar voru þeir óhultir. Það var sannarlega magn- þrúngið andrúmsloft þarna niðri. Þegar við komum upp, keyrðum við eftir Via Appia, gamla veginn sem lá í suður. Margt hefur skeð við þennan veg t.d. allar þær krossfestingar, sem þar fóru fram. Pétur postuli flúði út á Via Appia, þegar hann var ofsóttur og þar vitraðist Kristur honum. Þar snéri hann við til að deyja píslarvættis dauða. Hann var krossfestur, en höfuðið snéri öfugt, að ósk hans. Við sáum gamalt baðhús sem nú er notað sem útileikhús á sumrin, núna var sýnt Svanavatnið, Toska og fl. sýningar. Við sáum rústir gömlu keisarahallarinn- ar. Ágústus bjó þar fyrstu og síðan aðrir keisarar. Næst komum við að Kolosseum. Er mikilfenglegt að koma inn í þetta stóra hringleikahús, sem byggt var á 1. öld e. K. Enn í dag eru íþróttaleikvangar byggðir upp á sama máta, því ekki hefur fundist annað betra fyrirkomulag. Þarna voru leikir og sýningar, t.d. var kristnu fólki kastað fyrir villidýr, sem voru svelt áður og gladiatorar voru láínir berjast við hvern annan og við hungruð villidýr. Þegar Kolosseum var vígt voru hátíðar- höld í 100 daga, nokkur þúsund dýr og fjöldi gladiatora voru drepin,- svona var grimmdin mikil, en fólkið heimtaði brauð og leiki. Forum Romanum Við komum að ForumRomanum,torg- inu sem er uppgrafið og eru sumar byggingar síðan f.K. Á þessu torgi er hægt -að segja að sé upphafið af okkar eigin menningu, því þarna voru lögin kveðin upp og alls konar mikilvægar ákvarðanir teknar. Það er ótrúlegt að sjá hvað hægt var að byggja mikil mannvirki á þessum dögum, hve mikla þekkingu, tækni og áræði menn höfðu. Á þessu torgi eru rústir af hofi Cesars, hofi Vestumeyjanna, höll Caligula, hofi Satúrnusar, hofi Vespasianusar og þing- hússins svo eitthvað sé nefnt, en mörg önnur mannvirki voru þarna, sem of langt er upp að telja. Við fórum um kvöldið til að sjá Róm að kvöldi. Fyrst komum við að Piassa Navona, sem einu sinni var leikvangur, sem Ágústus lét byggja. Nú er þarna fagurt torg, með stórum gosbrunni, sem á að vera dýrðaróður til vatnsins, sem upphaf lífsins. Gosbrunnurinn er eftir Bernini. Við keyrðum áfram og sáum risavaxið minnismerki um sameiningu Ítalíu, fors- etahöllina, Fountain de Trevi, þennan stærsta gosbrunn og áhrifamesta. Við sáum spönsku tröppurnar, sem eru fræg- ar fyrir stærð sína og glæsibrag. Þá var ógleymanlegur dagur að kvöldi kominn. Péturskirkjan Næsta morgun fórum við í Péturs kirkju, stærstu kirkju í Róm. Fyrst fórum við í Safn Vatikansins og síðan í Sixtinsku kapelluna, þar sem páfakjör fer fram. Að koma í Péturskirkju er ólýsanlegt með fáum orðum. Við gengum þarna um og horfðum á þessi miklu listaverk, og dáðumst að hverju mannshöndin og mannsandinn hafa áorkað. í Sixtinsku kapellunni eru verk eftir Michelangelo, sem hann málaði, þó hann teldi sig myndhöggvara. Það tók hann 4 ár að mála loftmyndirnar. Á veggnum bak við altarið, er málverk af dómsdegi, stórkostlegt verk. Þarna inni voru nokkur hundruð manns að skoða, og án þess að vita af var fólkið með hálfopinn munninn, af undrun og hrifn- ingu. Péturskirkjan sjálf er byggð á gröf Péturs postula. Hún er skreytt miklum listaverkum og höggmyndum. Ein högg- myndin er sérstaklega minnisstæð, af Jésú látnum og Maríu móður hans, myndin er eftir Michelangelo og heitir Pieta. Hann var aðeins 25 ára þegar hann gerði hana. Þarna er og stytta af Pétri postula. Allir sem koma í kirkjuna klappa eða kyssa á fót styttunnar og er fóturinn farinn að eyðast og orðinn þunnur eftir allt klappið. Þarna er högg- mynd eftir Bertel Thorvaldsen. Hann er eini lúterski maðurinn sem á listaverk í sjálfri Peturskirkjunni. Naut hann það mikillar virðingar, þegar hann dvaldi í Róm. Við fórum nokkur í lyftu upp á þakið á kirkjunni, en aðeins 4 úr hópnum fóru upp í sjálfan turninn. Þarna er mikilfenglegt útsýni yfir torgið og nág- renni kirkjunnar. Það hefði verið gaman að vera nokkra daga í Róm til að kynnast öllu betur, en það verður að bíða betri tíma. Síðan var haldið til baka og farið á leiðinni yfir háan fjallveg yfir Appenia- • fjöllin. Þar minnti vegurinn stundum á Vestfirði, vegna hæðarinnar, en ekki gróðurins. Þegar komið var yfir fjöllin tóku við lágvaxnar hæðir, með trjám og ökrum og landið mjög gróðursælt og friðsælt. Við komum þá til Gubbio sem er sérkennilegur gamall bær. Skammt frá honum komum við aftur innn á gamla Via Flaminina veginn og vorum þá búin að fara mikinn og merkilegan hring. San Marino Næsta dag hvíldum við okkur vel og lágum í sólbaði. Daginn þar á eftir fórum við til San Marino. Hlín var fararstjóri. San Marino, er minnsta sjálf- stæða ríki í heimi, stofnað af steinhög- gvaranum San Marino, um árið 300. e.K. og við það ár miða þeir tímatal sitt. í stimplinum í passanum stendur 1682. San Marino flúði þangað vegna ofsókna á kristna menn og stofnaði þetta ríki. Yfir landamærunum stendur „Velkomin til hinnar fornu j arðar frelsisins". Bærinn stendur á Títanófjalli og er dæmigerður fyrir hvernig menn vörðust áður fyrr. Þarna er hægt að hafa útsýni yfir allt nágrennið, og hægt að verjast ef árás var gerð. Lögin hafa lítið breyst siðan á 14. öld, og voru þá mjög lýðræðisleg. Ein- kunnarorð lýðveldisins er réttlæti og friður. Ríkið hefur svo að segja ekkert stækkað síðan á 15. öld. við saum þinghúsið og Maríukirkjuna, gengum um þröngar götur og skoðuðum í búðir. Þarna er margt á góðu verði, því það er mjög lítill söluskattur. Það er gaman að koma í þetta sjálfstæða litla ríki. Þá daga sem eftir voru, skiptumst við á að vera í sólbaði eða fara til gömlu Rimini borgarinnar. Þar eru fornar minjar, t.d. sigurbogi Ágústusar keisara frá árinu 27 f. K. og Tíberíusarbrúin, byggð árið 14. e.K. Hún er notuð enn og er mikil bílaumferð yfir hana. Þarna eru borgarmúrar frá þessum tíma, sem enn sjást rústir af, torg, hof og kirkjur sem fróðlegt er að sjá. Það eru sannarlega tveir heimar að fara í Riminiborgina og Ríministröndina, þar sem allt er stílað upp á sólböð og útiveru, en hvort hefur sína töfra. Aðalgatan á ströndinni skipt- ist niður í hótel, veitingahús, verzlanir og ýmislegt að skemmta sér við. Það er „luxus“ að liggja í sólbaði og reyna að gleyma öllum áhyggjum og amstri dagsins. Hlusta og horfa á hið fjölbreytta mannlíf í kring. Allt er iðandi af lífi, fólk gangandi, í boltaleik, börn að byggja úr sandi, fólk á fótstign- um bátum og seglbrettum. Lengra út á sjónum eru vélbátar og stór skip, alltaf eitthvað að ske. Sá sem einu sinni fer á sólarströnd og kann að meta það, þráir alltaf að komast aftur, til að geta hvílst og slappað af. Starfsfólk Samvinnuferða- Landsýn sinnti sínum störfum mjög vel. Við þökkum aftur kærlega fyrir ó - gleymanlega ferð. Gleymdu þér í nokkm daga í Glasgow. Frabær helgarfetö fyrir aðeins 8.202.- krónur Borg í næsta nágrenni Þú átt kost á ódýrri og ánægjulegri skemmtiferð til Glasgow. Ef til vill þeirri bestu, sem þú hefur farið hingað til. Eftir tæplega 2ja klukkustunda flug lendir Flug- leiðaþotan á flugvellinum rétt fyrir utan Glasgow og þú ert kominn inn í eina af skemmtilegustu borgum Evrópu áður en þú veist af. Sjötíu skemmtigarðar í borginni við ána Það hefur átt sér stað gjörbylting í Glasgow. Borgin er hrein, lífleg og nýtískuleg. Um leið heldur hún hinu gamla og rótgróna yfirbragði með byggingarstíl Viktoríutímabilsins, stórkost- legum safnbyggingum, listasöfnum, bókasöfnum, fallegri dómkirkju í gotneskum stíl, köstulum og sveitasetrum í næsta nágrenni. Hvorki meira né minna en 70 lystigarðar setja lit á umhverfið, og ekki má gleyma göngubrautinni meðfram ánni Clyde, sem teygir sig 5 km frá miðborginni út í sveitina. Ef þú vilt tilbreytingu, þá er önnur stórkostleg borg í aðeins klukkustundar fjarlægð, ef ekið er eftir næstu hraðbraut, - Edinborg. Þar geturðu skoðað heimsfrægan kastala um leið og þú lítur við í verslunum Princes Street, verslun- argötu sem á sér fáa líka. Verslanaparadís Eins og þú getur ímyndað þér, vilja Skotarnir gera góð kaup - og þú auðvitað líka. Þess vegna eru verslanir Glasgowborgcu- sérstaklega vel úr garði gerðar. í Glasgow eru fjölmargar verslunargötur, margar hverjar þeirra eru göngugötur með fal- legum blómaskreytingum og nægum tækifærum til að tylla sér niður og njóta umhverfisins. Fáar borgir bjóða fjöíbreyttara skemmtanalíf Skoska óperan, ríkishljómsveitin og ballettinn eru auðvitað í Glasgow. Skoski fótboltinn á líka sína aðdáendur. Skotar eiga Evrópumeistaraliðið 1983 og landsvöllur Skotlands er í Glasgow við Hamp- den Park. Fimm hörku fótboltalið með Celtic og Rangers í broddi fylkingar hafa aðstöðu í borginni. í Glasgow eru nýtísku kvikmyndahús, leikhús og söngleikjahús. Þar eru fjölleikahús og látbragðs- leikir, kabarettar, næturklúbbar, dansstaðir og diskótek. í Glasgow er úrval prýðilegra veitinga- staða með skoskum nautakjötsréttum, ítölskum, frönskum, indverskum og austurlenskum matseðl- um. Flugleiðir Það tekur tæplega tvær klukkustundir að fljúga frá Reykjavík til Glasgow með Flugleiðum, sem fljúga alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga (þriðjudaga og laugardaga frá og með 1. nóvem- ber) til Glasgow. FLUGLEIÐIR Stt Gott fólk hjá traustu félagi M. Ókeypis bæklingur á íslensku Hafðu samband við söluskrifstofu Flugleiða, um- boðsmann eða ferðaskrifstofu og fáðu ókeypis eintak af bæklingi breska ferðamálaráðsins um Glasgow og nágrenni borgarinnar. Hann er stút- fullur af nytsamlegum upplýsingum og litríkum ljósmyndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.