Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 2. OKTOBER 1983 9 menn og málefni „Þau gæði, sem menn njota oft umfram ýmsa menn” ■ Á föstudaginn var dr. Gunnar Thoroddsen til grafar borinn. cn með honunt hvarf litríkur og virtur stjórn- málamaður af sjónarsviðinu. Margir hafa orðið til þess síðustu dagana að rekja kynni sín af Gunnari. rakið störf hans fyrir land og þjóð og lýst mann- kostum hans og hæfileikum. Við það skal engu bætt hér. Hins vegar þykir mér rétt að vitna hér lítillega í tvær ræður. sem Gunnar hélt sem forsætisráðherra. Hvernig þjóðinni hefur vegnað Þegar Gunnar Thoroddsen ávar'paði landsmenn sem forsætisráðherra 17. júní 1981, vakti hann athygli á nokkr- um meginmálum, sem væru til marks um, hvernig þjóðinni hefði vegnað frá endurreisn lýðveldis á íslandi. í upphafi sagði Gunnar: „Komið hafa þau timabil í sögu íslenskrar þjóðar, er framför hefur litil sem engin orðið, eða mönnum munað aftur á bak. Önnur tímaskeið hafa skilað þjóð- inni ágætlega áleiðis til frelsis, farsæld- ar og menningar. Stundum áttar fólk sig ekki á því til fulls, hver árangur hefur orðið af starfi og striti um árabil, fyrr en staldrað er við um stund og skyggnst um öxl.“ Síðan varpaði hann fram þeirri spurningu, hvernig þjóðinni hefði vegnað þann rúma þriðjung aldar, sem liðinn var frá því að lýðveldi var endurreistá íslandi.og svaraði þannig: „Lítum á fjögur meginmál. Á næstu árum eftir stofnun lýðveldis mótaði Alþingi stefnu í utanríkismál- um. I öryggis- og varnarmálum var ákveðin þátttaka Islands í varnar- handalagi vestrænna þjóða árið 1949 og varnarsamningur gerður 1951. Sú stefna er enn í góðu gildi og verður ckki frá henni hvikað. Annað meginmál er sú auðlind. sem fólgin er í fiskimiðum umhverfis Is- land . Fyrir aldarljórðungi höfðu út- lendir togarar lengi látið greipár sópa um hin íslensku mið, svo að fiskstofn- arnir voru aðframkomnir. En lýðveld- ið Island hefur fært út fiskveiðilög- söguna úr þrem sjómílum í tvö hundruð. Fiskimiðin eru komin undir íslensk yfirráð. Nú höfum við valdið yfir þeim, Islendingar, og skulum reyn- ast menn til að beita því bæði af kappi og forsjá. j þcssum átökum um stækkun land- helginnar létu íslendingar um hríð svo hressilega að sér kveða, að undir tók víða unt lönd. I>á er hið þriðja stórmál: Auðlind okkar í orku fallvatna og jarðhita. Við stofnun lýðveldis voru rafvirkj- anir á Islandi 26 megavött að afli, en eru nú 670 megavött. Virkjanir hafa meira en tuttugu og fimmfaldast að afli og orku. Um áraniótin 1943 og 1944 var Reykjavíkurborg að tengja hin lyrstu hús við hitaveituna. Nú hita nær eitt hundrað og sjötíu þúsund landsmanna hús sín með jarðhita. Stófelldar nýjar virkjanir standa fyr- ir dyrum. í fjóröa lagi nefni ég atvinnumál. Á þann veg hafa íslendingar staðið að uppbyggingu atvinnuvega í landinu, að við erunt laus við atvinnuleysi, meðan flestar grannþjóðir búa við þann vágest, sumsstaðar svo að geig- vænlegt er. Hinn árstíðabundni at- vinnuskortur á nokkrum stöðum á landinu, sumpart af vöidum veðurfars, og sumarvinna fyrir skólafólk, eru mál, sem sérstaklega þarf að huga aö.“ í þessum fáu orðum hefur Gunnar dregið úpp mynd af gjörbrevtingu íslenska þjóðfélagsins á fáeinum ára- tugum. Og það er ástæða til að vekja sérstaka athygli á því. að þetta er einmitt það tímabil sem hann var sjálfur í fylkingarbrjósti i íslenskum stjórnmálum - bæði í höfuðborginni og á alþingi og í ríkisstjórn. Hann á því sinn veigamikla þátt í þeim um- skiptum, sem hann var að lýsa. Aðstæður hér og hjá erlendum þjóðum I áramótaávarpi sínu þetta sama ár, 198.1, gerði dr. Gunnar Thoroddsen athyglisverðan samanburð á aðstæðum íslensku þjóðarinnar og ýmissa ann- arra jarðarbúa. Þar dró hann fram ýmis þau grundvallaratriði íslensks þjóðlífs, sem landsmenn taka gjarnan sem sjálfsögðum hlut, en sem eru síður en svo sjálfsagðir í veröldinni umhverf- is okkur. Þessi kafli í áramótaávarpinu er þess eðlis að fyllilega er ástæða til að birta hann að nýju: Að líta á þau gæði sem menn hafa „Þaö er alltaf hollt, og ekki síst um áramót, að huga að því jöfnum hönd- um er vel gengur og hinu, sem á móti blæs. Um leiö og menn leiða hugann að því er þá vantar, og þcim óskum, sem þeir fá ekki fullnægt, er öllum gagnlegt að líta einnig á það sent menn hafa, þau gæði, sem menn njóta, oft umfrant ýmsa aðra ntenn. - í fjölntörgum þjóðlöndum býr frjálshuga og frjálsborið fólk við eymd og áþján, skort og skömmtun. Samtök þess bannfærð, fangelsanir að nætur- þeli, aftökur í dagrenning. Fyrir hverj- ar sakir? Ohlýðni við harðstjórn, and- mæli gegn ofbeldi. Á Islandi njótum við frelsis til orðs og athafna, gctum stofnað og starfrækt félög til hjálpar og líknar öðrum tnönnum, - til að vinna að áhugamál- um og gæta hagsmuna einkalífs, búum við löghelgað lýðræöi, samofið ís- lenskri þjóðarsögu og þjóðareðli. - Úti í heimi er andlegt frelsi víða fótuni troöið, frjáls hugsun kaffærð, mannhelgi svívirt. Þeim mönnum, sem eru svo djarfir að heimta, að stjórn standi við gerða milliríkjasamninga um mannleg réttindi, er varpað í dýflissur eða þeir læstir inni í vistarver- um vitfirringa. Á íslandi ríkir málfrelsi, funda- og félagafrelsi. Hér geta allir skammað alla. í fjölmiðlum ríkisins mega menn atyrða ríkisstjórn og ráðamenn að vild og gera það oft ómælt við mikinn fögnuð áheyrenda. - Mörg er sú þjóð, er þarf að búa við stjórn, sem fámennur, harðsnúinn hópur Itefur komið á fót í krafti innlends og erlends hervalds, og engin tök eru á að losna við slíka landsst jórn, þótt ntikill meirihluti þjóðar sé henni andsnúinn og vilji hana burt, veg allrar veraldar. Á Islandi ræður fólkið sjálft í al- mennum kosningum. Það getur losnað við ríkisstjórn, að minnsta kosti á fjögurra ára fresti og jafnvel oftar. En fólkið getur líka látið stjórn starfa áfram, ef það vill. - Víöa um lönd stynja milljónir manna undan atvinnuleysi. Fátt er ömurlegra atvinnuleysinu. Æskufólk, sem lokið hefur námi og undirbúningi undir lífsstarfið, hlaðið starfsorku og löngun til að vinna landi sínu og sjálfu sér gagn, fær mánuöum, misserunt og árum saman ekki handtak að vinna. Slíkt ástand er þyngra en tárum taki. Á íslandi erum við svo lánsöm að vera laus við atvinnuleysi. í nokkrum grcinum vantar fólk til starfa, hinsveg- ar er sumsstaðar árstíðabundinn at- vinnuskortur, eins og jafnan hefur verið á íslandi. Á því verður að reyna að finna lausn. - Við strendur sumra landa horfa menn með þungum hug á urin fiskimið, eydd af ofveiði og rányrkju útlcndra yfirgangsmanna eða af skammsýni landsmanna sjálfra. Hér heima höfum við íslendingar nú tekið sjálfir í okkar licndur yfirráö yfir öllum fiskimiðum, 200 mílur um- hverfis landiö. Nú stjórnum við veið- unum sjálfir, nú velturá okkur, hvern- ig til tekst. Um sumt hefur vel gengið. Þorskstofninn í heild og hrygningar- stofninn viröist fara vaxandi ár frá ári. Varöandi aðra stofna hefur útkoman verið lakari. Við verðum að læra af reynslu og vera menn til þess að stjórna vitlega þessum dýrmætu gæðum, sem okkur hefur nú auðnast að ná fullum umráöum yfir, en það var einn af liinum stóru áföngum í sjálf- stæöisbaráttu landsmanna. - I sumum olíulöndum standa mcnn á næstunni frammi fyrir þverrandi lindum, sem gefið hafa á undangengn- um árum gnótt fjár og auölegð. En menn eru þar á fullri ferð að ausa, af olíulindum, sem nægja í nokkur ár eða áratugi og endurnýjast ekki. íslendingar eiga þær auðlindir og auösuppsprettur, sem ekki þverra né þorna, meðan regn drýpur af himni á íslenska fold. Og stórvirkjanir og orkunýting eru stærstu viöfangscfni þjóðarinnar nú og á næstu áruin til aukinnar farsældar fyrir land og lýð. - Margar þjóðir hafa á undanförn- um árum þjáðst og þjakast af hörm- ungum hernaðarátaka: í Asíu, í Afr- íku, í Suöur-Ameríku og fyrir liotni Miöjaröarhafs. Þau átök hafa leitt ineiri hörmungar yfir fólkið en orð fá lýst. Og nú hcfur vina- og viðskiptaþjóð okkar, Pólverjar, lent undir þeim járnhæl, sem molar allt það sem tengt er frelsi og mannhelgi. Til Pólverja heinist hugur okkar, samúð og fyrir- bænir í raunum þeirra, þessarar virtu þjóöar, sem um aldir hefur varðveitt frelsiscldinn í brjósti sér, þann eld, sem aldrei má slokkna. Við íslcndingar, friöelskir og vopn- lausir, höfum verið svo gæfusamir að vera lausir við slík ósköp. Við eigum þá ósk heitasta að stuðla aö friði. Við Elías Snæland 0 Jónsson, ritstjóri, skrifar leggjum því lið, að sainningar náist um gagnkvæman samdrátt vígbúnaöar með útilokun kjarnorkuvopna, og styðjum heilshugar sérhverja viðleitni í þá átt. Þannig njótum við Islendingar lýð- ræðis, mannréttinda, mannhelgi, frjálsrar menningar, atvinnu og ýmissa kosta, sem inörguin öðruni þjóðum er meinað að njóta. Nú er inörgum Islendiiigum svo farið, að hugur þeirra snýst öllu meira um það, er þeir ekki fá, en hitt sein þcir liafa. I fornum sögum segir svo frá nierkum landa okkar, að liann var þykkjuþungur sem aðrir íslendingar, og þótti illt, ef liann fékk eigi það er lianii beiddi. I karpi uni dægurinál, í óánægju yfir því að fá ekki einhverjar kjarahætur, sem menn telja að nágranninn njóti, meguni við aldrci missa sjónar af hinum dýrmætu grundvallargæöuin, í lífi mannanna, sem Islendingar góðu hcilli njóta." Verkefnin framundan Þessi samanburður dr. Gunnars Thoroddsen frá árinu 1981 á auðvitað enn erindi við okkur öll í dag, þegar ýmsir eru ósparir á stór lýsingarorð í garð stjórnvalda, sem eru að fást við alvarlegan efnahagsvanda. Það á við um þá, svo vitnað sé til dr. Gunnars, að „hugur þcirra snýst öllu meira um það, er þeir ekki fá, en hitt sem þeir hafa.“ En stór lýsingarorð, og pólitískur hávaði af því tagi, scm heyrst hefur úr sumum stjórnarandstöðubúðunum að undanförnu, eru auðvitað ekki til þcss faljin aö leysa vandamálin. Þau eru aðeins tilraun til þess að græða flokks- pólitískt á því, að aðrir stjórnmála- flokkar hafa tekið að sér það erfiða verkefni að vinna bug á óðaverðbólg- unni og byggja upp íslenskt atvinnulíf svo að hægt verði að auka aftur hagvöxt og bæta lífskjörin. Þetta er auðvitað geysilega erfitt verkefni, sem núverandi ríkisstjórn hefur einsett sér að leysa af hendi. Það liggja fyrir afdráttarlausar yfirlýsingar um, að ekki verði hvikað frá markaðri stefnu. Og Ijóst virðist að þeim markmiðum, sem sett hafa verið í verðbólgumálum, verði náð. Það eitt út af fyrir sig er mjög mikilsverður árangur. En það er síður en svo að ríkisstjórn og alþingismenn geti þar meö farið að slappa af. Það bíða margar óvinsælar ákvarðanir þess þings, sem kcmur saman eftir fáeina daga. Vegna efna- hagsástandsins verður hins vegar að taka þær ákvarðanir, hvað svo sem þrýstingi frá margvíslegum hagsmuna- aðilum líður. Það verður að laga til í ríkisrekstrinum, þar sem allir sem til þekkja virðast sammála um, að hægt sé að spara verulegar fjárfúlgur. Það verður að tryggja að þjóðin í hcild lifi í samræmi við það, sem hún aflar. Og það verður að sjá til þess, að þær byrðar, sem því fylgir, komi sem jafnast niður og eftir efnum og ástæð- um eftir því sem nokkur kostur er. I öllum þessum efnum verður að koma til forysta af hálfu ríkisstjórnar og alþingis, þannig að sá árangur, sem er að nást í baráttunni við óðaverð- bólguna, verði varanlegur. Það má ekki koma til þess, að þær fórnir. sem landsmenn hafa þurft að færa. vegna minnkandi þjóðartekna og baráttunn- ar við óðaverðbólguna, verði að engu í nýju verðbólgubáli. Það er mikill meirihluti landsmanna vafalaust sam- mála um, og verkefni forystumanna þjóðarinnar og hagsmunasamtaka hljóta að taka mið af því í nánustu framtíð. - ESJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.