Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 26
frómro
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
■ Fjöldamorð í Adana 1915: Tyrkir standa yfir líkum Armena sem myrtir hafa verið. ■ Grímuklæddir armenskir hryðjuverkamenn í Líbanon. Róttækir Palestínumenn halda
hlifiskildi yfir þeim.
_____Hermdarverkasveitir Armena:_
Þær reka harma
1 ' —-T-—---—-------
Armema vegna
þj óðarmorðstilraiinar
Tyrkja árið 1915
■ Gamla konan liggur í rúmfletinu, lúin og lasburða. Röddin er lág og með
tilbreytingarlausum sönglandahljómi. Eigi að síður verður vart vaxandi
ákafa, því lengur sem hún segir frá.
„Ég bjó í Adana, þar til ég var orðin tíu ára. Einn daginn, vorið 1915, fengu
allir Armenar bréf, þar sem þeim var skipað að verða á burtu úr öllum
tyrkneskum borgum innan 24 stunda. Pabbi pakkaði saman öllum þeim
eigum okkar sem verðmæti var i. Daginn eftir rak lögreglan okkur á
járnbrautarstöðina. ■ Þar var okkur troðið í gripaflutningavagna ásamt
hestum og nautgripum. Við stóðum í þéttri þvögu og þama var grátur og
gnístran tanna.“
Ossana Markarian, sem nú er 78 ára,
hefur risið upp í rúminu. Hún þrýstir að
sér svæflinum, eins og hún vilji alls ekki
tapa takinu á honum. „Eftir lestarferð-
ina til Osmaniye," segir hún, „kölluðu
hermennimir til okkar: „Takið ekkert
með ykkur annað en það sem þið getið
borið. Þið verðið að ganga langa vega-
lengd héðan." Það varð ekki þverfótað
fyrir Armenum, því við vorum margar
þúsundir. Þá ráku þeir okkur áfram með
hestum vikum saman og við höfðum
ekkert fyrir augunum nema óbyggðirnar
og himinninn."
Yfir rúminu hennar hangir mynd sem
sýnir kirkju fyrir framan snæviþakið
Ararat-fjallið, hið heilaga fjall Armena.
Ofan úr horninu við dyrnar lítur Maríu-
mynd niður yfir herbergið umlukin
grænum, rauðum og bláum lömpum. Uti
má heyra múhameðska presta kalla til
guðsþjónustu. Beirut, höfuðborgLíban-
on, hefur nú í tugi ára verið heimkynni
Armenanna og samt finnst Ossana
Markarian að hún eigi hér ekki heima.
Hún á hvergi heima. Þeir heimahagar
sem hún unni voru lagðir í rúst.
Átu engisprettur
„Tyrkirnir gáfu okkur ekkert að
borða. Sá sem örmagnaðist var blátt
áfram látinn liggja. Við lögðum okkur
dauða asna til munns, til þess að hafa
eitthvað til að sefa sultinn. Við veiddum
engisprettur, sem komu í stórum flokk-
um og átum í örvæntingu okkar hrossa-
skít, drukkum hland úr kameldýrunum
og kúnum.
Ég sá eina móður stökkva fyrir björg
með börnin sín, því hún vildi ekki horfa
upp á að þau syltu til dauða. Ég heyrði
litla stúlku, sem var með taugaveiki,
segja við móður sína: „Þegar ég dey,
passaðu þá að það éti mig enginn. Bara
þú mátt borða af mér.“
Við drógumst æ lengra yfir óbyggðina
til austurs. Þegar við komum í búðirnar
„Der-es-Zor,“ varekki nema helmingur-
inn af fólkinu á lífi. Við urðum að grafa
stórar grafir og margir voru látnir stilla
sér upp á bakkanum. Þá sóttu Tyrkirnir
Araba, sem komu með stórar kylfur og
slógu Armenana í höfuðið aftan frá.
Fólkið datt dautt niður í skurðina.
■ Ossana Markarian, sem nú er 78 ára, man eftir fjöldamorðunum 1915:
„Við drukkum hlandið úr kameldýrunum og kunum."
Flestar konurnar og stúlkurnar voru
teknar heim til ríkra Tyrkja. Sjálf var ég
flutt til 75 ára gamals hershöfðinga í
Aleppo. Hann átti tyrkneska konu og
fjórar armenskar stúlkur að hjákonum.
Loks í Iok fyrri heimsstyrjaldar þegar
Englendingarnir komu, gátum við
flúið.“
Á hverjum degi hittum við í Beirút
fólk sem kann að segja frá þessari
harmsögu Armena. Við féttum af manni
sem hélt út í sýrlensku eyðimörkina í því
skyni að afla upplýsinga um afdrif ætt-
menna sinna. Hann hitti að máli gamlan
Bedúína, sem vissi um fjölda staða, þar
sem fjöldamorð höfðu átt sér stað. Hann
leigði sér vélskóflu hjá ítölsku olíubor-
unarfyrirtæki og lét grafa upp þúsundir
af líkum.
Hatrið heldur
Armenum saman
í grennd við armensku kirkjuna
heimsækjum við minningarkapellu, þar
sem hauskúpur og bein minna á þessi
fjöldamorð. í Burdsch-Hamud, armena-
hverfi Beirút, hittum við engan einasta
mann, sem ekki á föður eða móður,
ömmu eða afa, sem létu lífið í þessum
harmleik.
Hatrið heldur Armenunum saman og
stjórnar tilfinningum þeirra og hefur
mótað daglegt tal þeiria. Þeir vita að
þjóð þeirra er dreifð og býr í 40 löndum.
En þjáningasaga þeirra er samt eins og
ósýnilegur tengiliður á milli þeirra.
í Beirút ber meira á vanmættinum og
reiðinni en nokkurs staðar annars staðar.
Héðan koma flestir armensku hryðju-
verkamennirnir, sem á undanförnum
árum hafa skelft allan heim með
sprengjutilræðum sínum og árásum. Síð-
ast létu þeir til sín taka fyrir fáeinum
vikum í Berlín. Þar sprakk sprengja í
„Maison de France" við Kúrfúrsten-
damm. Einn lést en 23 særðust. Verið
var að hefna sín á Frökkum, sem hneppt
höfðu armenska ofbeldismenn í fangelsi.
Einnig þeir ínbúar í Burdsch-Hamud
sem telja sig kristna ræða innfjálgir um
hefnd. Þeir ræða um valdbeitingu, og
þykir hún sjálfsögð leið til þess að ná
fram réttlætinu. Þeir hafa yfir armenskan
málshátt, sem á að afsaka hryðjuverkin:
„Enginn kemur með mjólkina, ef ekkert
grætur barnið."
Þögn í 50 ár
Sannleikurinn er sá að þeir hafa rétt
fyrir sér. Ef ekki væru sprengjuárásirnar
og dauðsföllin mundi enginn leiða hug-
ann að vandamálum Armena. í 50 ár
hefur heimurinn steinþagað um það sem
gert var á hluta Armena, um það leyti
sem Osmana-ríkið tyrkneska var að taka
andvörpin.
Þegar fyrir 2500 árum var svo að sjá
sem þau örlög væru búin Armenum að
verða fómarlömb fjandsamlegra herr-
aþjóða. Þeir bjuggu í austurhluta Tyrk-
lands við Ararat, Taums
og Kákasus, þar sem innrásarþjóðir
höfðu lagt leið sina um frá örófi
alda. Því var ríki þeirra aldrei viður-
kennt í raun og þeir voru fótum troðnir
og kúgaðir aftur og aftur, af Assýríngum,
AÍexander mikla, Rómverjum, býs-
anska ríkinu, Aröbum og loks Tyrkjum.
Þegar ríki Súltananna gekk til viðar,
voru Armenar haldnir þeirri fráleitu
blekkingu að nú mundu erlend ríki
koma þeim til hjálpar.