Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 24
frámw SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 # < t m <m 1 \ aty.-j - Shirley borðar ávexti, grænmeti og baunir úr heilsubúðinni til að halda sálrænum sveiflum sínum nógu ofarlega. ■ Sálf ræðingurinn hennar Shirley MacLaine sagði henni eitt sinn að hún þjáðist af „ringul* reiðarþra“. Hvorki Shirley ne leikkonan, dans- arinn og rithöfundurinn þrættu fyrir það. Hún hefur oft komist, sjálfviljug, í hann krappan á 20 ára leit sinni um heiminn að því „hver ég er í raun og veru“. „Tvisvar sinnum var ég næstum dauð,“ segir hún, „en ég var aldrei hrædd við að deyja. Sú tilfinning var alls ráðandi að ef til vill gæfist mér ekki tími til að gera allt sem mig langaði til að gera.“ ^Hebminn er á barmi andlegrar endur f æðingar — segir leikkonan og rithöfundurinn Shirley MacLaine sem gengur nú á andlegum stigum 99 Þessi tilfinning var sem eins konar hugboð en nú hefur þetta meðfædda óttaleysi öðlast nýja merkingu fyrir Shirley. Hún útskýrir það þannig: „Sjáðu til, ég er farin að trúa því núna að dauðinn sé ekki til. Líkamar okkar eru einungis hús sem sálir okkar búa í. Þegar við yfirgefum efnislega líkama okkar verða sálirnar að orku, þar til við kjósum að holdgast á ný í annarri mynd. Það getur verið eftir hundrað ár eða jafnvel þúsund ár.“ Það er afar einbeitt- ur svipur á einlægu andliti leikkonunnar á meðan hún talar. „Fyrst maðurinn óttast ekkert jafn mikið og dauðann getum við tekið undir með Roosewelt sem sagði: „Við höfum ekkert að óttast nema óttann.“ Shirley hefur árum saman lagt stund á dulspeki og nýlega lýsti hún því yfir að hún sé „frumspekingur". Hún trúir ekki einungis á endurholdgun heldur er hún cinnig sannfærð um tilvist „ andlegra leiðbeinenda" sem tali til mannanna í gegnum miðla. Hún trúir einnig á drauga sem „hræðilega örvæntingarfull- ar og ruglaðar sálir,“ sem séu fastar á einhverju stigi á milli hinna efnislegu og andlegu heima. Shirley hafnaði aðalhlut- verkinu í kvikmynd Steven Spielbergs, Poltergeist, vegna þess að „ég kæri mig ekki um að kanna hinar dökku hliðar markaðarins, ég kýs fremur að halda áfram að vinna í „ljósinu“. Shirley viðurkennir einnig að fljúg- andi furðuhlutir séu farartæki með ofur gáfaðar geimverur innanborðs og álítur - þó það sé einungis tilgáta - að á jörðu niðri geti þær tekið á sig mannlega mynd. En hún veit að við getum rakið fyrri líf okkar, því að hún hcfur gert það sjálf. „Ég man mörg fyrri líf mín. Stundum var ég karlmaður, stundum kona,“ segir hún. „Ég bý yfir mjög sterkri minningu um það að hafa framið sjálfsmorð í einu af mínum fyrri lífurn." Hún fór til nálarstungusérfræðings sem aðstoðaði hana við að vekja upp minningarnar um fyrri lífin og við ert- ingu nálanna urðu „hinar sálrænu minningar of raunverulegar til að unnt væri að hafna þeim. Ég mundi ljóslega eftir því þegar ég bjó í Atlantis, hinni goðsögufrægu borg sem sökk til sjávar. Ég var karlmaður, góður kennari og mjög ástfanginn af konunni minni. Það var komið að lokum hinnar Atlantísku siðmenningar og risavaxnar öldurqar skullu yfir okkur. Ég var skelfingu lostinn. Ég gat ekki hugsað mér að drukkna svo ég framdi sjálfsmorð." Hún man ekki hvernig. „En ég man eftir því hvernig sál mín flaut yfir öldunum og sá hvernig þær hrifu með sér alla sem ég elskaði og gat ekki afborið að sjá farast." „Dóttir mín var móðir mín í fyrra lífi“ Shirley segir frá þessari reynslu sinni án allrar tilfinningasemi og í staðreynda- stíl. En um leið og hún lýkur máli sínu renna á hana tvær grímur. „Allt í einu fór ég að hugsa um hvernig þetta hljómar eiginlega. En það sem skiptir máli í þessu sambandi er það að manneskjan hefur þrjú vitundarstig. í jarðlífinu not- um við venjulega bara hugann og líkam- ann. Ég er hins vegar að kanna andann.“ Þessi ódrepandi forvitni hefur meira að segja haft áhrif á ástarsambönd hennar - og þau hafa verið mörg, þeirra á meðal við aðstoðarmann Dalai Lama í Tíbet („mjög kynferðislegt, reyndar".) „Öll mín ástarsambönd hafa verið mjög alvarleg á meðan þau entust," segir Shirley. „Ég álít kynlífið vera leið að andlegum þroska ef þú stundar það af ástúð og einlægni. En ég verð alltaf að gagnrýna, draga í efa og vita allt sem mennirnir hugsa, hvernig þeir finna til og hvers vegna. í staðinn segi ég þeim nákvæmlega hvað ég hugsa og hvers vegna.“ Shirley álítur að þegar við endurhold- gumst, „gcrum við það í ákveðnum tilgangi, við teiknum okkar eigin sviðsmynd, ráðum því meira að segja hvaða konu við fæðumst." Hún álítur að einkabarn hennar, hin 23ja ára gamla Stephanie Sachiko (sem þýðir „hamingjusamt barn“) hafi líkast til verið móðir hennar í fyrra lífi. „Sachi heldur það líka“. Sachiko sem nú er leikkona og býr í grennd við móður sína í Kaliforníu, er afurð eina hjónabandsins sem Shirley hefur gengið í, en hún var gift framleiðandanum Steve Parker. Það var fremur óvenjulegt hjónaband - Par- ker bjó í Japan með Sachi á meðan kona hans sinnti frama sínum og ferðaðist - og því lauk endanlega með skilnaði, vegna þess að, eins og Shirley segir nú varlega: „Það var bara tími til kominn". Shirley viðurkenndi að skoðanir henn- ar á sálinni geti lent í mótsögn við skoðanir hennar á fóstureyðingum. Ef sálin vclur sér móðurlíf myndi fóstureyð- ing þá ekki reka hana á brott gegn vilja sínum? „Mér hefur reynst þessi spurnig erfið," svarar hún. „Sem kvenréttinda- kona hef ég ætíð haldið fram rétti konunnar yfir sínum eigin líkama. Ég las því kenningar heilags Ágústínusar og kirkjunnar og fann þar það svar að hin almenna regla sé sú að sálin gangi ekki inn í líkamann fyrr en á þriðja mánuði. Þessi kénning heilags Ágústínusar og kirkjunnar hjálpuðu mér þannig að leysa þennan heimspekilega vanda.“ Hún hikar andartak. „En ég get í rauninni ekki slegið neinu föstu. Ég vildi frekar láta hverja konu takast á við þetta andlega vandamál." Hvað ef hún væri komin þrjá mánuði á leið og vildi ekki eignast barnið? „Það væri vandamál," segir hún, „en ég myndi vona að ég væri svo meðvituð að láta svona nokkuð ekki gerast. I rauninni er þetta spurning um að vera meðvituð. Það er málið." Er hún ekki með öllum mjalla? Þó að Shirley MacLaine hljómi öðru- vísi þessa dagana lítur hún ekkert öðru- vísi út. Hún er enn að dansa og enn er hún ákveðin í að halda áfram að dansa og leika, núna er hún einmitt að leika í myndinni „Terms of Endearment " með Jack Nicholson og í bígerð er að hún leiki í söngleik á Broadway. En um þessar mundir beinist öll athygli hennar að því að kynna nýju bókina sína, Out on a Limb. Sú bók greinir frá langri leit hennar að frumspekilegum sannleika. Og þar eð hún líður sjálfri sér ekki að kasta höndum til hlutanna hefur hún verið að endurrita og snurfusa bókina síðustu fjögur árin. Ólíkt fyrri bókum hennar, Don’t Fall Off the Mountain og You Can Get There From Here, verður nýja bókin væntanlega mjög umdeild. Það þurfti talsvert hugrekki til að skrifa bókina vegna þess að hún gæti hæglega snúið tryggum aðdáendum leikkonunnar gegn henni. „Einn vina minna'er í miklu uppnámi vegna þess sem Stendur í bókinni,“ segir hún. „Hann segist vera hræddur um að sumir muni halda að ég sé ekki með öllum rnjalla." Trúuðu fólki gæti orðið sérstaklega bilt við lestur bókarinnar því að Shirley greinir frá andlegum verum sem hafi talað til hennar eftir dulrænum leiðum en Biblían heldur því fram að maðureigi ekki að vera að hafa afskipti af öðrum andlegum verum en Guði. En Shirley, sem er fædd babtisti segist svo sannar- lega ekki vera að setja út á kirkjuna. „Ég tel að þeir sem tilheyra einhverjum hinna æðri trúarbragða séu á réttri leið. „En þegar ég hugsa um allt það blóð sem úthellt hefur verið í nafni hinna ýmsu trúarbragða vegna þess að hver um sig telja sig ein þekkja réttu leiðina til Guðs - hvort sem það eru múslimir, hindúar eða kristnir menn - get ég ekki annað én mótmælt. Ég held að rétta leiðin sé sú að finna guðdóminn í sjálfum ser, vegna þess að hvert og eitt okkar er endurspegl- un Guðs.“ Ein af nýju kenningunum hennar Shirleyar - sem hún viðurkennir að er erfið til daglegs brúks - er sú að á endanum sé hvorki til neitt rétt né rangt: í næsta lífi verður fólk að bæta fyrir það sem það gerði af sér í þessu lífi eða fyrra lífi. „Auðvitað verður að taka morðingja úr umferð til þess að vernda samborgara hans en í víðari skilningi er hann sjálfur sinn eigin dómari," segir hún. „Það er ekki auðvelt fyrir mig að ástunda þá kenningu Búddismans að maður eigi að blessa óvin sinn, en ég reyni að dæma ekki vegna þess að ég vil ekki verða dæmd.“ Þegar Shirley var spurð að því hvað hún myndi gera ef nauðgari réðist á hana, sagði hún: „Ég hef borið þessa spurningu undir andlega leiðtoga mína og þeir segja að svarið sé að bregðast við með solar plexus en ekki huganum. Þú smitar frá þér eins mikilli ást, birtu og samúð og þú getur upphugsað og þannig reynirðu að koma í veg fyrir ofbcldi." „Jafnvel þessi mýfluga hefur sál“ Hún minntist kvöldverðar með ind- verska forsætisráðherranum Nehru: „Ég sló mýflugu af öxlinni á mér og Nehru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.