Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1983, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöidsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Neyöarráðstafanirnar þjóðarnauðsyn ■ Mjög eru skiptar skoðanir um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, enda eru þær afar róttækar og eiga sér ekki fordæmi í íslensku efnahagslífi. Þegar nú líður að hausti eru fyrstu merki um góðan árangur að koma í ljós. Verðhækkanir eru að mestu stöðvaðar og gengi hefur verið stöðugt síðan það var lækkað í vor. Verðbólgan er á hraðari niðurleið en menn þorðu að vona fram eftir sumri. Vextir hafa verið lækkaðir og verðtryggð lán eru ekki lengur eins ógnvekjandi fyrir skuldara og áður var. Efnahagslífið stefnir í jafnvægisátt. Það hefur einkum verið gagnrýnt að ekkert hafi verið gert nema rýra kjör launþega og banna verkföll. Eftir því sem á líður beinist gagnrýnin einkum að því síðarnefnda og er af andstæðingum stjórnarinnar talið brot á lýðréttindum. Tómas Árnason alþingismaður fjaliar um þessi mál í grein í Austra og segir þar m.a.: „íslendingar hafa lifað við 40-„60% verðbólgu í fjölda ára. Af ýmsum ástæðum var verðbólgan komin yfir 100% í sumar, sérstaklega eftir að ýmsar leiðréttingar höfðu verið gerðar á rekstrartekjum opinberra þjónustufyrirtækja. Þjóð sem ekki getur lengur endurnýjað skipastólinn vegna verðbólgu, en hefur 77% af gjaldeyristekjum sínum frá sjávarútvegi, verður að gera róttækar ráðstafanir til lækkunar verðbólgu. Þjóð, sem ekki getur lengur tryggt að unga fólkið megni að byggja yfir sig, verður að taka til nýrra ráða, en verðbólgulausnir eru ávísun á unga fólkið og framtíðina. Þjóð, sem er að kafna í erlendum skuldum vegna þess að hún hættir að spara þar sem verðbólgan eyðir sparnaði og lifir auk þess um efni fram, verður að taka sig á. Þessi þrjú einföldu og skýru dæmi nægja til að sýna fram á réttmæti ráðstafana ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Neyðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru þjóðarnauðsyn, sem aðeins ríkisvaldið hefur tök á að beita og verður að beita, þegar við liggur að atvinnulífið stöðvist vegna verðbólgu.“ Síðar í grein sinni víkur Tómas að því hvað sé lýðræði: „Það heyrist talsvert talað um að það sé ekkert lýðræði fólgið í því að ríkisstjórnin geri ráðstafanir í efnahagsmálum. En hvað er hæft í þessu? í fyrsta lagi má nefna fjölmörg dæmi, þar sem ríkisstjórnir í lýðræðislöndum hafa gripið til svipaðra aðgerða, þegar þjóðarnauðsyn hefur krafist þess. Það má benda á áætlun norsku Alþýðuflokksstjórnarinnar um verð- og launastöðvun í miklu lengri tíma en hér hefur verið gert. Það má nefna ráðstafanir sem stjórn Frakklandsforseta gerði fyrir skömmu síðan og mörg fleiri dæmi þess að gripið hefur verið til slíkra ráðstafana um sinn á viðsjálverðum tímum, þegar þjóðarnauðsyn hefur krafist. Enginn hefur talað um það að verið væri að afnema lýðræði. En í þessari umræðu allri er nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir því hvað er lýðræði. Hvernig á að skilgreina lýðræði? Það eru allskonar kenningar á lofti um þetta efni. Ég vil skilgreina lýðræðið þannig að það sé stjórnarform þar sem meirihluti þjóðarinnar ræður málum hennar í samræmi við reglur, sem settar hafa verið um kosningar til þjóðþings og til fram- kvæmdavalds þar sem þannig háttar. Það er það sem gerst hefur hér á landi. Þjóðin kaus í vor í almennum þingkosning- um fulltrúa til Alþingis til þess að stjórna málefnum sínum. Og það er í fyllsta samræmi við lýðræði að meirihluti þessara fulltrúa hefur nú gert ákveðnar ráðstafanir, sem eru bráðn- auðsynlegar og til þess eins gerðar að forða voða. Það er fróðlegt að fylgjast með skrifum Alþýðubandalags- ins og tali um þessi mál, sérstaklega með tilliti til þess að Alþýðubandalagið hafði það að kosningaprógrammi að setja á neyðaráætlun í efnahagsmálum.“ Þær neyðarráðstafanir sem gerðar hafa verið eru ekki til þess að klekkja á þjóðinni heldur til að vernda hagsmuni hennar og efnahagslegt sjálfstæði. OÓ ■ Topol í hlutverki Tevje í nýrri uppfærslu á Fiðlaranum á þakinu í London. Molar um leikhúslíf og frumsýningar i London F JÖR FÆRIST ÁVALLT í LEIKHÚSLÍF Á HAUSTIN. Það á líka við í borgum, þar sem leiklistin er rekin af krafti allt árið um kring, svo sem í London. Þannig var í þeim mánuði, sem nú er nýliðinn, fjöldi frumsýninga í London, auk þess sem ótal margar aðrar sýningar, sem sumar hverjar hafa gengið í mörg ár, halda áfram sigurgöngu sinni. Það er kannski rétt í upphafi þessa stutta spjalls um leiksýningar í London að rifja upp, hvaða leikrit það eru, sem hafa verið sýnd oftast samfellt þar í borg og eru enn í gangi. Þar slær enginn við „Músagildru" Agötu Christie, sem enn er sýnd í St. Martins leikhúsinu. Þetta er 31. leikárið, en það er auðvitað algjört met. Þann 1. september síðastliðinn voru sýningar á verkinu þar orðnar 12.802 talsins. “Músagildran" er að sjálfsögðu glæpaleikrit, eða þriller eins og það heitir víst nú til dags, en það leikrit, sem gengið hefur næstlengst í London, er gamanleikur sem heitir „No Sex Please - We’re British", en það mætti kannski útleggja á íslensku: „Ekkert kynlíf, takk - við erum bresk“! Þetta gamanleikrit um bresk svefnherbergismál hefur verið á fjölunum í London í 12 ár samfleytt, og sýningar þann 1. september orðnar 4.998 talsins. Næst í röðinni yfir langlífar uppsetningar í London er söngleikurinn „Evita“ eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber undir leikstjórn Harold Prince. Þessi söngleikur um ævi Evu Peron, sem eitt sinn var mjög dýrkuð í Argentínu og er víst reyndar enn, hefur verið sýndur samfellt í fimm ár í London. Fjöldi sýninga var 2.180 þann 1. september síðastlið- inn. „The Buisness of Murder'* er í fjórða sæti (1.020 sýningar 1. sept). Þar er um að ræða þriller eftir Richard Harris. Bráðskemmtilegur söngleikur er svo í fimmta sæti. Það er „Cats“ eða „Kettir" (979 sýningar 1. sept.), sem var frumsýndur árið 1981. Höfundur tónlistarinnar er Andrew Lloyd Webber, sá hinn sami og samdi tónlistina við „Evitu“ og „Jesus Christ Superstar“ og fleiri verk, en textar eru eftir T.S. Eliot. Þetta eru sem sé þau fimm verk, sem lengst hafa gengið í London. Meðal þeirra leikrita, sem koma í næstu fimm sætunum eru tvö sem íslendingar fá að kynnast í vetur. Annað þeirra er „Children of a Lesser God“, eftir Mark Medoff, en það fjallar um mállausa og heyrnarlausa stúlku og verður sett á svið í Iðnó í vetur. Hitt er „Noises Off“, sem þegar hefur hafið göngu sína í Þjóðleikhúsinu undir heitinu „Skvaldur". F RUMSÝNINGARNAR í SEPTEMBERMÁNUÐI VORU SAMBLAND AF SÍGILDUM VERKUM OG NÝJUM LEIKRITUM. Fyrir utan leikrit Shakespeares, sem auðvitað eru alltaf á fjölunum einhvers staðar í London, má sérstaklega nefna nýja sýningu, sem byggð er á skáldsögu Dostojevsky „Glæpur og refsing". Bretarnir hafa við þessa sýningu fengið leikstjóra og leikmyndasmið frá Taganka leikhúsinu í Moskvu en leikendur eru allir breskir og fer Michael Pennington með hlutverk Raskolnikovsk. í Barbican menningarmiðstöðinni var leikrit Bulgakovs um Moliere frumsýnt í september. Á öðrum stað var eitt frægasta verk Tennessee Williams - „A Streetcar Named Disire" eða „Sporvagninn Girnd“ - sett á svið. Bættust þau í hóp ýmissra annarra þekktra leikrita heimsbókmenntanna, sem fyrir voru, svo sem „A Moon for the Misbegotten“ eftir Eugene O’Neill, „A Patriot for Me“ eftir John Osborne, „Pétur Gaut“ eftir Henrik Ibsen og „The Winslow Boy“ eftirTerence Rattigan. SöNGLEIKIR VIRÐAST FYLLILEGA HALDA STÖDU SINNI í ENSKU LEIKHÚSLÍFI OG FÆRAST í AUKANA EF EITTHVAÐ ER: Sumir vinsælustu söng- leikirnir hafa reyndar síðustu árin átt upptök sín í London og farið þaðan til annarra landa, m.a. á Broadway. En þegarlitið er á þá söngleiki, sem nú eru sýndir í London, þá sést að enn er innflutningurinn frá Bandaríkjunum í fyrirrúmi. Ýmsir gamlir og vinsælir söngleikir hafa þannig verið settir á svið í London upp á síðkastið. „Fiðlarinn á þakinu" var t.d. nýlega frumsýndur þar á ný, og það er sjálfur Topol sem leikur Tevje gamla í þessari sýningu. „Singin’in the Rain“, gamall bandarískur söngleikur, hefur einnig nýlega verið frumsýndur í London með Tommy Steele (ef einhver man eftir honum) í aðalhlutverkinu, auk þess sem hann leikstýrir sýningunni. Af öðrum bandarískum söngleikjum má nefna „Guys and Dolls“, sem reyndar er á vetrardagskrá Þjóðleikhússins okkar, og „The Pirates of Penzance" eða „Sjóræningjamir frá Pen- zance". Þá hefur „Bugsy Malone" verið settur á svið í London og er það byggt á hinni þekktu kvikmynd Alan Parkers með sama nafni, en hún er reyndar á dagskrá sjónvarpsins okkar um þessar mundir. -ESJ Tommy Steele og Danielle Carson í söngleiknum „Singin’in the Rain' sem nýlega var frumsýndur í London.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.