Tíminn - 06.11.1983, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983
9
menn og málefni
Alþýðubandalagið er óhæft
til að verða f orustuf lokkur
■ Svavar Gestsson ræðir við Guðrúnu Heigadóttur
Dauf þingbyrjun
■ Fjórar vikur eru liðnar síðan Al-
þingi kom saman. Óhætt er að segja,
að sjaldan eða aldrei hefur verið eins
dauft yfir byrjun þings og að þessu
sinni.
Venjan er þó, að þingbyrjun sé
mjög lífleg á fyrsta þingi eftir kosning-
ar.
Það hefur aldrei komið til teijandi
brýnu á þinginu í þessar fjórar vikur.
Stjórnarandstaðan hefur verið sérlega
slöpp og bersýnilega skort sjálfstraust
og áhuga til þess að láta að sér kveða.
Mest áberandi hefur þó málefnafá-
tækt hennar verið. Alþýðuflokkurinn
hefur verið með nokkurn málaflutn-
ing, en næstum eingöngu gamlar
lummur frá fyrri þingum. Nýju flokk-
arnir hafa verið ennþá geldari.
Minnst hefur þó Alþýðubandalagið
náð sér á strik. Það er varla hægt að
segja að nokkuð hafi borið á þing-
mönnum Alþýðubandalagsins.
Helzt er það glíma þeirra Guðmund-
ar J. Guðmundssonar og Ragnars’
Arnalds um ferðina til New York, sem
vakið hefur athygli á því síðan þing
kom saman, að þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins væri til.
Ef til vill má finna eðlilega skýringu
á þessu. Þingmenn stjórnarandstöðu-
flokkanna finna, að þjóðin vill láta
ríkisstjórnina fá starfsfrið meðan
reynsla er að fást á því, hvort efnahags-
aðgerðir hennar bera tilætlaðan árang-
ur. Meðan það ástand varir, getur
verið rétt hjá stjórnarandstöðunni að
hafa hægt um sig.
Nýtt Alþýðubandalag
Þótt lítið fari fyrir Alþýðubandalags-
mönnum á þingi, er ekki hægt að
segja, að þeir séu með öllu útdauðir.
Þvert á móti er nú unnið að því í
kyrrþey að koma fleiri hækjum undir
Alþýðubandalagið, líkt og þegar Héð-
inn Valdimarsson var innlimaður í
Kommúnistaflokkinn og Hannibal
Valdimarsson í Sósíalistaflokkinn.
Ætlunin er að breyta lögum Alþýð-
ubandalagsins á landsfundi, sem hald-
inn verður síðar í þessum mánuði, á
þann veg að það verði bandalag fleiri
flokka, svipað því og þegar Sósíalista-
flokkurinn og Málfundafélag jafnað-
armanna stóðu að Alþýðubandalaginu
eftir innlimunina á Hannibal Valdim-
arssyni.
Markmiðið er að reyna að koma
stjórnarandstöðuflokkunum fjórum
undir merki Alþýðubandalagsins á
þennan hátt. Rökin eru þau, að þeir
geti myndað slíkt bandalag, þótt þeir
haldi áfram að starfa sjálfstætt.And-
staðan gegn ríkisstjórninni á að tengja
þetta bandalag saman.
Leiðtogar Alþýðubandalagsins gera
sér góðar vonir um að Bandalag jafn-
aðarmanna og Kvennalistinn gíni við
þessu agni. Síðar verði svo hægt að láta
þau renna saman við Alþýðubandalag-
ið, líkt og málfundafélag jafnaðar-
manna á sinni tíó. Vel gæti komið til
mála, að Alþýðubandalagið breytti
um nafn, enda nafnbreyting ekki ótíð
á þeim flokki.
Spurningin er hvort Alþýðuflokkur-
inn verður tilkippilegur til slíkrar sam-
vinnu. Hjá honum er farið að fenna í
spor þeirra Héðins Valdimarssonar og
Hannibals Valdimarssonar. Gott væri
fyrir Alþýðuflokkinn að rifja upp sögu
þeirra.
Viðvörun
Fyrir Alþýðuflokkinn, Bandalag
jafnaðarmanna og Kvennalistann er
ekki ófróðlegt að minnast þess, hver
urðu úrslit síðustu borgarstjórnarkosn-
inga í Reykjavík. Ósigur fráfarandi
borgarstjórnarmeirihluta þá stafaði
öðru fremur af því, að kjósendur litu
svo á, að forustan væri í höndum
Alþýðubandalagsins, þar sem það var
langstærst flokkanna, sem mynduðu
meirihlutann. Margir kjósendur óttuð-
ust, að áhrif Alþýðubandalagsins yrðu
of mikil af þessum ástæðum og yrðu
enn meiri, ef sami meirihluti héldist
áfram.
Því fór að vísu fjarri, að Alþýðu-
bandalagið réði í borgarstjórnarmeiri-
hlutanum. Það varð að taka fullt tillit
til samstarfsflokkanna. Það tókst hins
vegar ekki að gera þetta nógu ljóst,
enda ráku hinir öflugu fjölmiðlar Sjálf-
stæðisflokksins óspart þann áróður, að
Alþýðubandalagið drottnaði með
harðri hendi íborgarstjórrrarmeirihlut-
anum.
Sá ótti, sem þannig skapaðist við
Alþýðubandalagið, átti mikinn þátt í
að afla fyrrverandi borgarstjórnar-
meirihluta óvinsælda. Margar konur,
sem höfðu hallazt að Alþýðubandalag-
inu, gerðu sér grein fyrir þessu, og
vildu því ekki lengur binda trúss við
það. Þetta varð upphaf kvennafram-
boðsins þótt fleira kæmi þar til sögu.
Gleggst kom þetta svo fram í sjálfum
borgarstjórnarkosningunum. Alþýðu-
bandalagið ekki aðeins stórtapaði
fylgi, heldur náði það einnig til sam-
starfsflokka þess í borgarstjórninni.
Framsóknarflokknum tókst að vísu að
halda velli, miðað við borgarstjórnar-
kosningarnar 1978, en rétti hvergi
nærri við, miðað við fyrri borgarstjórn-
arkosningar.
Að sjálfsögðu var það ekki eina
ástæðan, að margir kjósendur höfðu
vantrú á forustu Alþýðubandalagsins,
en hún var án efa mjög veigamikil.
Af þessu dæmi og raunar mörgum
fleiri má hiklaust draga þá ályktun, að
Alþýðubandalagið getur aldrei orðið
farsælt og sigurvænlegt sem forustu-
flokkur íhaldsandstæðinga. Því valda
ástæður, sem liggja í augum uppi og
óþarft ætti að vera að rekja hér.
Það er rétt, að það á ekki að vera
markmið umbótasinnaðs fólks að
kljúfa sig í marga flokka. Það er
verkefni, sem bíður síns tíma, að
sameina umbótaöflin. En ráðið til þess
er ekki að Kvennalistinn, Bandalag
jafnaðarmanna eða Alþýðuflokkurinn
kalli yfir sig sömu örlög og Málfunda-
félag jafnaðarmanna á sinni tíð. Pólit-
ísk örlög Héðins og Hannibals eiga að
vera til viðvörunar.
Tilboð
forsætisráðherra
Það lá fyrir áður en fulltrúar launa-
fólks gengu út á samráðsfundinum í
fyrri viku, að ríkisstjórnin var reiðu-
búin til viðræðu um breytingar á því
ákvæði efnahagslaganna, sem tak-
marka samningsréttinn til 1. febrúar,
ef það fengist tryggt á móti að ekki
kæmi til aðgerða, sem koma í veg fyrir
það takmark ríkisstjórnarinnar að ná
verðbólgunni niður í 30% á tímabilinu
til 1. febrúar.
í viðtali við Steingrím Hermannsson
forsætisráðherra, sem birtist hér í
blaðinu 26. f. m., segir um þetta á þessa
leið:
„Steingrímur sagði, að þjóðhags-
áætlun hefði verið skýrð í upphafi
fundarins, og þegar almennar um-
ræður hefðu hafizt, þá hefði Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ, krafizt svars
við þeirri spurningu hvort ríkisstjórnin
væri reiðubúin til þess að fella niður
ákvæðið um bann á samninga fram til
31. janúar, og sagðist forsætisráðherra
hafa svarað þeirri spurningu á sama
máta og hann hefði gert í þingræðu í
fyrradag, en þar sagðist hann telja
sjálfsagt að þingið skoðaði þann mögu-
leika, og að ríkisstjórnin legði áherzlu
á meginmarkmiðið, að koma verðbólg-
unni niður í 30%. Ef það væri tryggt,
þá teldi ríkisstjórnin vel koma til
greina athugun á breytingu sem þessa
á lögunum."
Þrátt fyrir þetta tilboð af hálfu
ríkisstjórnarinnar héldu fulltrúar laun-
þega sig fast við þann sýningarþátt að
ganga út af fundinum og hafna þannig
viðræðum um breytingu á lögunum,
sem þeir töldu þó að væri aðalatriðið.
Undirstaða
kjarasamninga
Með þessari útgöngu hafa verið
tafðar um sinn nauðsynlegar viðræður
ríkisstjórnarinnar og stéttasamtaka um
stöðu þjóðarbúsins og framtíðarhorf-
ur, en þetta er grundvöllur raunhæfra
samninga um kjaramál. Þegar hann er
fundinn, er fyrst hægt í alvöru að ræða
um þau meginmarkmið, sem hljóta að
vaka fyrir launþegum, en þau eru
þessi:
í fyrsta lagi að tryggja atvinnuörygg-
ið eftir því sem kostur er.
1 öðru lagi að tryggja kaupmátt
launanna, en það verður ekki gert með
krónutöluhækkunum, sem koma á
stað nýrri verðbólguskriðu.
í þriðja lagi að bæta kjör láglauna-
fólks, m.a. með jöfnum kjaranna.
Það er afleiðing af útgöngu laun-
þegafulltrúanna, að viðræður um þessi
stærstu hagsmunamál launafólks geta
ekki farið fram að sinni.
Reynslan sýnir ótvírætt, að aðilar
vinnumarkaðarins þurfa ríflegan tíma
til viðræðna um kjarasamninga, og þó
einkum um þann grundvöll, sem samn-
ingarnir verða að byggjast á, en það er
afkoma aivinnuveganna og aðgerðir
ríkisvaldsins á sviði fjárfestingar,
skattamála og verðlagsmála, svo að
nokkuð sé nefnt. Þess vegna þarf
ríkisvaldið að koma inn í viðræður um
þessi mál, eins og forsætisráðherra
hefur stefnt að með samráðsfundun-
um.
Iðulega hefur komið til stór verkfalla
vegna þess, að alvarlegar viðræður
stéttarfulltrúanna hafa ekki hafizt fyrr
en á síðustu stundu.
Þess ber því fastlcga að vænta, að
forustumönnum Iaunþega snúist hugur
og þeir geri sér Ijóst, að mikilvægara er
að hefja viðræður um undirbúning
nýrra kjarasamninga en að iðka leik-
sýningar.
Leppríki
Það voru hörmulcg tíðindi fyrir
lýðræðisríkin, sem eru í bandalagi við
Bandaríkin, þegar fréttir bárust af því,
að bandarískur her hefði gert innrás á
Grenada.
Með því var sýnt, að Bandaríkin
virða ekki sjalfstæði þjóða, þegar
stjórn þeirra býður svo við að horfa.
Gagnrýni sú, sem Bandaríkin hafa
réttilega haldið uppi á yfirgangs- og
ofbeldisstefnu Sovétríkjanna, hcfur
orðið fyrir miklum hnekki. Þeim ferst
ekki eins að gagnrýna hana og áður.
Þótt innrás Bandaríkjanna væri
hörmulegur atburður, er þátttaka litlu
smáríkjanna á Karíbahafi í henni
ennþá hörmulegri.
Slík ríki ættu að telja það markmið
sitt, að sjálfstæði ríkja væri haldið í
heiðri. Það samræmist ekki slíkri af-
stöðu að auðvelda yfirgangssömu stór-
veldi innrás með því að tengja nafn sitt
við hana.
Þessi ríki hafa hins vegar sína af-
sökun. Þau eru öll efnahagslega háð
Bandaríkjunum. Flest þeirra hafa lít-
inn eða engan efnahagslegan
grundvöll, enda flest.orðið til á þann
hátt, að gömlu nýlenduveldin hafa
ekki viljað hafa af þeim fjárhagslega
byrði. Þau verða því að treysta á
Bandaríkin.
Þetta sýnir það ljóst, hversu fjár-
hagslegt sjálfstæði er mikilvægt. Pólit-
ískt sjálfstæði er oftast ekki nema
nafnið eitt, ef það byggist ekki á
fjárhagslegu sjálfstæði.
Þetta mætti vera fslendingum um-
hugsunarefni. Erlendar skuldir þeirra
eru orðnar svo miklar, að lítið má út
af bera, t.d. vegna aflaleysis og tíma-
bundins markaðshruns, ef þjóðin á
ekki að verða fjárhagslega ósjálfstæð.
Hiklaust má fullyrða, að þessi hætta
muni stórmagnast, ef núverandi ríkis-
stjórn tekst ekki að ná þeim árangri í
efnahagsmálum, sem hún stefnir að.
íslendingar þurfa að skilja hversu
mikið er í húfi. Annars getur beðið
þeirra svipað hlutskipti og smáríkj-'
anna á Karíbahafinu.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar