Tíminn - 08.12.1983, Side 2

Tíminn - 08.12.1983, Side 2
2______ fréttir FÍMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 „REIKNA EKKI MEÐ AD AUGLÝSA FYRIRTÆKH)” segir Sverrir Hermannsson, idnaðarráðherra, um „Málið er á viðræðustigi9 9 segir forstjóri Marbakka h.f. ■ „Ég mun leita heimildar á Alþingi, ef það nást samningar við þessa aðila, en ég reikna ekki með að auglýsa fyrirtæk- ið, því í bili hef ég mestan áhuga á því að samningar við Niðursuðuverksmiðj- una á ísaflrði og Marbakka takist. Það á alls ekkert uppboð að fara fram á Siglósfld, það á að gera það sem best kemur sér fyrir fyrirtækið og Siglu- fjörð,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðn- aðarráðherra í samtali við Tímann í gærkveldi, er hann var spurður álits á orðum Óttars Proppe, bæjarstjóra á' Siglufirði, þess efnis að hann teldi að iðnaðarráðherra þyrfti að leita heimildar Alþingis fyrir sölu á Siglósíld, og í framhaldi þess að auglýsa fyrirtækið til sölu. Iðnaðarráðherra sagði jafnframt að engin hætta væri á því að rekstur Sigló- síldar legðist niður á Siglufirði, þótt utanaðkomandi aðilar keyptu fyrirtæk- ið. Hann sagði jafnframt: „Siglfirðingar og bæjarstjórinn á Siglufirði verða ekk- Tekinn eftir innbrot ■ Ungur maður var handtekinn í fyrri- nótt fetir að til hans sást við innbort.í versluninni Gelli í Skipholti. Maðurinn hafði farið inn um glugga á versluninni og haft myndsegulbandstæki á brott með sér. Hann henti segulbandstækinu fljót- lega frá sér en náðist skömmu síðar og játaði þá innbrotið. ■ Ég hef ekkert um málið að segja, því það kemur engum þetta við á meðan að málið er á viðræðustigi“, sagði Jón Guðlaugur Magnússon, forstjóri Mar- bakka h.f. í Kópavogi, í samtali við Tíamnn í gær, en Marbakki er annað fyrirtækjanna tveggja sem nú standa í ■ Á fundi viðskiptaráðherra Norðurlandanna í Stokkólmi voru viðskipti íslands við hin Norður- löndin tekin á dagskrá samkvæmt sérstakri ósk íslendinga en gífur- legur halli hefur verið á yöru- skiptajöfnuðinum við þau mörg undanfarin ár, Fyrir nokkru kom fram sú hug- mynd af íslands hálfu að fengin yrði sérstök fjárveiting af fjárlögum Norðurlandaráðs til að standa samningaviðræðum um kaup á Siglósfld. Jón Guðlaugur sagði þó að ekki væru aðeins þessi tvö fyrirtæki saman í við- ræðum við fulltrúa iðnaðarráðuneytis, því ákveðnir Siglfirðingar væru með í dæminu einnig. -AB straum að hluta til af átaki til þess að efla kynningu og markaðssetn- ingu á íslenskum vörum og þjón- ustu á Norðurlöndunum. Ráðherrarnir lýstu sig allir sam- þykka þessu og er nú verið að undirbúa fjárveitingu af hálfu Norrænu ráðherranefndarinnar á næsta ári og aftur árið 1985. Mun viðskiptaráðuneytið og Norræna embættismannanefndin um viðskiptamál fylgja málinu eftir Siglósíld ert spurðir að þessu. Sala fyrirtækisins fer auðvitað eftir því hvaða atvinnuupp- byggingarmöguleikar á fyrirtækinu verða, en þeir hafa talað um að endur- nýja niðurlagningarlínuna, sem er ónýt og þeir hafa eindregið lýst því yfir að þeir myndu starfrækja fyrirtækið á Siglu- firði, sem ég legg auðvitað höfuðáherslu á.“ Þá var iðnaðarráðherra spurður hvers vegna ekkert samband hefði verið haft við Guðmund Skarphéðinsson á Siglu- firði, þar sem hann hefði lýst áhuga á því að kaupa fyrirtækið og sagði ráðherra þá: „Það hefur aldrei verið við mig talað um það, en það getur vel verið að maður athugi fleiri möguleika, ef þessir aðilar ganga úr skaftinu." Iðnaðarráðherra sagðist hafa fengið upplýsingar frá þessum fyrirtækjum sem eru að sækjast eftir því að kaupa Sigló- síld að Siglfirðingar væru með í þessum kaupum, og sagðist hann enga ástæðu hafa til þess að rengja það. -AB á næstu mánuðum í samstarfi við íslenska útflytjendur. Til undirbúnings fundi viðskipta- ráðherranna efndi Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra til fundar með íslensku sendiherrun- um á Norðurlöndunum og snerust umræðurnar á þeim fundi einnig um hvernig hægt væri að draga úr hinum mikla halla sem er á við- skiptum okkar við hin Norður- löndin. Hef ekkert heyrt frá ráðu- neytinu segir Gud- mundur Skarp- héðinsson á Siglufirdi, sem hafði lýst áhuga á kaup- um á Siglósíld ■ „Égsendi inn bréftil fjánnálaráðu- neytisins um það að ég óskaði eftir viðræðum þcgar að því kæmi að fyrir- tækið yrði selt, og mér var sagt að haft yrði samband við mig, þegar staðan væri þannig að fyrirtækið yrði selt, og að heimamenn væru ansi stcrkir í þeirri samningagerð,“ sagði Guð- mundur Skarphéðinsson á Siglufirði í samtali við Tímann í gærkveldi, en hann hefur óskað eftir viðræðum um að fá ásamt öðrum Siglfirðingum að kaupa Siglósíld, þegar fyrirtækið verð- ur selt. „Ég hef beðið eftir því að verða beðinn um að koma á fund vegna þessa máls,“ sagði Guðmundur, „en því miður hefur að ekki vcrið gert, og ég fregnaði það í gegnum síma 1 dag, að iðnaðarráðherra hefði í gær lýst því yfir á fundi, að fáir dagar væru í að gengið yrði frá sölu á Siglósíld.“ Guðmundur sagði Siglfirðinga leggja ríka áherslu á að fyrirtækið yrði selt Siglfirðingum, og þeim þætti kom- ið aftan að þeim, ef fyrirtækið yrði selt tveimur fyrirtækjum utan Siglufjarðar, án þess svo mikið að ræða málin við heimamenn. „Eins og málin standa í dag,“ sagði Guðmundur, „þá hef ég ekki talað eitt einasta orð við þá menn sem nú eru sagðir vera að kaupa fyrirtækið, og veit ekki hverjir þessir menn eru“. - AB. Hvar er láglauna- fólkið? — Kjararann- sóknarnefnd reynir að svara þeirri spurningu -GSH Frétt Rannsóknarlögreglunnar vekur deilur: Fundur viðskiptaráðherra Nordurlandanna í Stokkhólmi: ísland fái sér- staka f járveit- ingu til vöru- kynningar á Norðurlöndum ■ Frá fundi viðskiptaráðherra með norrænu sendiherrunum. „MERKINGU FRAMBURÐ- AR SNÚIÐ í ANDHVERFU” ■ Tímanum hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ástu Svavarsdóttur vegna fréttatilkynningar rannsóknarlögreglu ríkisins um mál Skafta Jónssonar, en Ásta var í lögreglubílnum sem Skafti var fluttur með frá Þjóðleikhúskjallaranum á lögreglustöð aðfaranótt 27. nóvember s.l. „Það er illt til þess að vita að rannsókn- arlögregla ríkisins, sem á að heita hlut- laus rannsóknaraðili í kærumáli Skafta Jónssonar, sendi frá sér fréttatilkynn- ingu sem svo augljóslega er skekkt öðrum málsaðila í hag, m.a. með því að tilgreina alls ekki framburð sjónarvotta að handtökunni. Minn framburður er til að mynda slitinn úr samhengi, augljóst dæmi um það hvernig nota má tilvitnanir til að merkingin nánast snúist í and- hverfu sína. Það er að vísu rétt að ég sá ekki nema lítinn hluta þess sem gerðist í lögreglubílnum, en maðurinn hefur önnur skilningarvit en sjónina, þar á meðal heyrn. Og þótt þess hafi ekki verið getið í umræddri fréttatilkynningu bar ég í yfirheyrslu hjá rannsóknarlög- reglunni að utan við bílinn heyrði ég dynki eða högg innan úr honum en þar var þá að minnsta kosti einn lögreglu- maður auk Skafta. Þegar inn í bílinn kom sá ég Skafta liggjandi á maganum og handjárnaðan fyrir aftan bak og yfir honum lögreglumann sein hélt honum niðri. Á leiðinni var hins vegar skuggsýnt í bílnum og auk þess skyggði sætisbakið á höfuð Skafta og efri hluta líkamans og ég sá því ekki hvað fram fór. Aftur á móti heyrði ég að í hvert sinn sem Skafti reyndi að reisa upp höfuðið í átt til konu sinnar, sem einnig reyndi að teygja sig í átt til hans (og sá því betur en ég það sem fram fór), keyrði lögreglumaðurinn hann niður aftur. Þessa vitnisburðar er að engu getið í fréttatilkynningu rann- sóknarlögreglunnar. Öll framganga lögreglunnar í þessu máli var hin harkalegasta og bar auk þess vott að hún mat ekki aðstæður sjálfstætt í upphafi og missti bæði stjórn á þeim og sjálfum sér. Með því er ekkert sagt um meðvitaðar líkamsmeiðingar en er það eðilegt að maður, sem er fullkom- lega rólegur þegar hann gengur frá manni, sé handtekinn formálalítið og komi heim tveim tímum seinna stórlega meiddur eftir viðskipti sín við lögregl- una?“ 7. desember 1983 Ásta Svavarsdóttir. ■ Kjararannsóknarnefnd hefur sent út spurningalista til 3500 manna í 6 verka- lýðsfélögum í Reykjavik og 8 utan Reykjavíkur. Þetta er 10% úrtak úr þessum stéttarfélögum þannig að í raun og veru er verið að skoða 35 þúsund manna hóp. Þarna er verið að reyna að finna þá hópa sem eiga í erfiðleikum. spurt er um kyn, aldur, aðalstarf, auka- starf, aukavinnu og aukatekjur, húsa- leigutekjur, tryggingarbætur o.s.frv. Þá er spurt um starf og tekjur maka til þess 'að finna út tekjur heimilisins. Á blaða- mannafundi sem Kjararannsóknarnefnd efndi til í gær þá lögðu fulltrúar launþega og atvinnurekenda áherslu á að niður- stöður úr þessari rannsókn yrðu gott fræðilegt innlegg í samningaviðræður, en upplýsingar á borð við þær sem leitað er eftir skortir mjög. Frestur til þess að skila er til 15. desember og því ættu niðurstöður að geta legið fyrir í lok janúar. BK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.