Tíminn - 08.12.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 08.12.1983, Qupperneq 9
FIMMTIÍDÁGUR 8. DESÉMBÍfc Í98Í i á vettvangi dagsins Frumvarp félagsmálaráðherra um Húsnæðismálastofnun: Lán til húsnæðismála hækkuð og lánstíminn lengdur ■ Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra hefur lagt fram frumvarp um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Þar eru gerðar veigamiklar breytingar miðað við núgildandi lög. Lánin eru hækkuð, láns- tíminn lengdur og öll lán verða afborg- unarlaus fyrstu tvö árin eftir að þau eru tekin. í júní s.l. skipaði Alexander nefnd til að endurskoða lög um Húsnæðismála- stofnunina. Formaður hennar er Jóhann Einvarðsson. Er frumvarpið byggt á starfi þeirrar nefndar. 1 athugasemdum segir m.a. um frumvarpið: Nefndin hefur tekið mið af þeirri samþykkt er ríkisstjórnin gerði á fundi sínum þann 22. sept. s.l. varðandi hús- næðismál. Þá var samþykkt tillaga fé- lagsmálaráðherrá um eftirfarandi breyt- ingar á útlánareglum Byggingarsjóðs ríkisins frá 1. janúar 1984: „1. Öll lán hækki um 50%. 2. Nýbyggingalán til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn skulu greidd í tveim hlutum þ.e. fyrri hlutinn mánuði eftir fokheldisstig og seinni hlutinn sex mánuðum frá útborgun fyrri hlutans. Útborgun lána til annarra skal vera óbreytt frá því sem nú er. 3. Nýbyggingalán lengist úr 26 árum í allt að 31 ár. 4. Lán til kaupa á eldra húsnæði lengist úr 16 árum í allt að 21 ár. 5. Öll lán verði afborgunarlaus fyrstu tvö árin. 6. Gjalddögum húsnæðislána verði fjölgað í 4 á ári." Á sama fundi ríkisstjórnarinnar var ákveðið að hækka lán til nýbygginga og lán til kaupa á eldra húsnæði á árunum 1982 og 1983 um 50%, til þess að leysa ' úr fjárhagsvanda húseigenda. Þá var gert samkomulag við Samband við- skiptabanka og Samband sparisjóða um lengingu þeirra lána í 8 ár sem veitt höfðu verið til nýbygginga eða kaupa á húsnæði eftir 1. janúar 1981. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar- innar, að húsnæðislánakerfið verði eflt svo á næstu árum, að lánin geti numið allt að 80% byggingarkostnaðar eða kaupverðs íbúðar hjá þeim, sem eru að eignast íbúð í fyrsta skipti. Með hliðsjón af fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs taldi nefndin ekki efni til þess að leggja til að á næsta ári yrði gengið lengra en samþ. ríkisstjórnarinnar frá 22. sept. s.l. gerir ráð fyrir um lánveitingar úr honum. í þessu sambandi leggur nefndin áherslu á, að óraunhæft er að miða við lán Byggingarsjóðs eins, þegar lánshlut- fall er metið. Verulegur hluti af lánum lífeyrissjóða rennur til öflunar húsnæðis. Þá minnir nefndin á, að í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á „fjölbreyttari sparnaðarform fyrir al- menning, t.d. samningsbundinn sparnað, tengdan rétti til húsnæðislána.“ Eftir þessum þrem leiðum verður að afla fjár til húsnæðislánakerfisins til þess að ná því marki að lánin fari upp í 80% á næstu árum. Það var rætt í nefndinni, hvort tíma- bært væri að leggja tæknideild Húsnæðis- stofnunar niður. Samkomulag var um, að leggja það ekki til við endurskoðun húsnæðislaganna nú. Á hinn bóginn var nefndin sammála um, að nauðsynlegt væri að gera sérstaka úttekt á störfum tæknideildar og nauðsyn hennar. Fjárhagur Byggingasjóðs ríkisins Jafnhliða samningu þessa frumvarps hefur verið unnið að því að kanna áhrif tillagna þess á fjárhag Byggingarsjóðs ríkisins. Hefur verið stefnt að því, að unnt verði að fá fram sem skýrasta mynd af fjárhag sjóðsins til nokkuð langs tíma litið við þau skilyrði, sem honum eru mörkuð með tillögum frumvarpsins. Ekki hefur tekist að Ijúka þessu verki en að því er unnið og er þess að vænta að niðurstöður liggi fyrir á næstu vikum. Þær tillögur frumvarpsins um breyt- ingar á gildandi lögum, sem einkum skipta máli fyrir fjárhag Byggingarsjóðs ríkisins næstu árin, varða tekjuöflun hans og eru þær tvíþættar. Annars vegar er lagt til, að bundið verði í lögum að sjóðurinn njóti framlags á fjárlögum ár hvert er verði ekki lægra en 40% af áætluðum útlánum á fjárlagaárinu. Hins vegar eru gerðar tillögur um lengingu lánstíma, en það getur haft áhrif á tekur sjóðsins af veittum lánum næstu árin. í gildandi lögum er gert ráð fyrir, að fjár í Byggingarsjóð ríkisins skuli meðal annars aflað með árlegum framlögum úr ríkissjóði af laúnaskatti og öðrum til- teknum sköttum svo og með árlegum framlögum úr ríkissjóði samkvæmt fjár- lögum. I lögunum er ekki tiltekið hversu mikil þessi framlög skuli vera. í áður gildandi lögum um Húsnæðismálastofn- un ríkisins nr. 30/1970 var á hinn bóginn kveðið á um, að tekjur af launaskatti skyldu ganga til Byggingarsjóðs ríkisins. Launaskattur var fyrst upp tekinn á árinu 1964 og var þá 1% og rann allur til sjóðsins, en á árinu 1974 var launa- skattur í sjóðinn hækkaður í 2%. Sjóður- inn naut einnig tekna af byggingarsjóðs- gjöldum, af tekju- og eignarsköttum og aðflutningsgjöldum. I upphafi síðastliðins áratugar svaraði framlag ríkissjóðs til Byggingarsjóðs ríkisins til 45-50% af ráðstöfunarfé hans. Hlutfallið lækkaði í 40% árið 1973 en hækkaði aftur með hækkun launa- skattsins og var um 50% á árunum 1976-78. Árin 1979 og 1980 voru skatt- tekjur sjóðsins skertar samkvæmt heim- ildum í lánsfjárlögum en eftir gildistöku laga nr. 51/1980 varð framlag ríkissjóðs óbundið og ákveðið á fjárlögum. Við skerðinguna 1979 lækkaði framlag ríkis- sjóðs sem hlutfall af ráðstöfunarfé sjóðs- ins úr 49% 1978 í 39% og þetta hlutfall varð síðan 34% 1980, 16% 1981 og 19,5% 1982. Áætlað er að framlagið ncmi 26-27% af ráðstöfunarfé á þessu ári og er þá ekki tekið tillit til áformaðra, sérstakra og afturvirkra hækkana á útlánum áranna 1982 og 1983. Minnkun framlags ríkissjóðs til Bygg- ingarsjóðs hefur aðeins að litlu leyti verið mætt með aukningu tekna af eigin fé. Árin 1975-1978 var um 14-15% af ráðstöfunarfé sjóðsins af eigin fé hans, nettó, þ.e. af innkomnum afborgunum, vöxtum og verðbótum af veittum lánum að frádregnum greiddum afborgunum, vöxtum og verðbótum af teknum lánum. Tekjur af eigin fé jukust hins vegar um fjórðung að raungildi árin 1979-1981. Ráðstöfunarfé og útlán Byggingarsjóðs drógust mikið saman að raungildi milli áranna 1981 og 1982 (ráðstöfunarfé um 26% og útlán um 12%) og hlutfall eiginfjártekna af ráðstöfunarfé hækkaði því í 21,5% þrátt fyrir 12% samdrátt að raungildi. Árið 1983 er áætlað að tekjur af eigin fé aukist um 15% í krónum en það svarar til þriðjungs samdráttar að raungildi. Skýringin á aukningu tekna af eigin fé árin 1979-1981 er hin mikla breyting á lánskjörum, sem varð á árunum næstu á undan. Árið 1974 var farið að verðtryggja lán Byggingarsjóðs að hluta. Upphaflega voru lánin verð- tryggð að 3/io, en hlutfallið var hækkað í 4/io af veittum lánum frá miðju ári 1975 og í Vm árið 1978. Nafnvextir þessara iána voru upphaflega 5,25% að meðtal- inni 0,25% þóknun til veðdeildar Lands- banka Islands en voru hækkaðir á áföng- um í 9,75% - árið 1978 og verkaði sú hækkun á lán veitt frá árinu 1974. Til frekari skýringar má nefna, að venjuleg byggingarlán til 26 ára, veitt á tímabilinu frá miðju ári 1974 til jafniengdar 1975, eru verðtryggð að 3/io og bera 9,75% nafnvexti, en meðalraunvextir þessara kjara yfir allan lánstímann eru um ló% í 30-40% verðbólgu. Lán til 26 ára, veitt á tímabilinu frá miðju ári 1975 til 1. maí 1978, eru verðtryggð að 4/io og bera 9,75% nafnvexti og bera á sömu forsend- um jákvæða meðalraunvexti sem nema um 215%, en 26 ára lánin sem veitt voru frá 1. maí 1978 til miðs árs 1979 og eru verðtryggð að 6/io, bera raunvexti, sem eru að meðaltali 5-5'/5% á ári yfir allan lánstímann, miðað við 30-40% árlega verðbólgu. Frá 1. júlí 1979 var hins vegar farið að verðtryggja lánin að fullu miðað við byggingarvísitölu og nafnvext- ir ákveðnir 2% auk 0,25% þóknunar. Frá vori 1982 hafa veitt nýbyggingarlán verið verðtryggð miðað við lánskjara- vísitölu en vextir eru hinir sömu, en lánskjaravísitalan var raunar tekin upp gagnvart nýjum lánaflokkum eftirgild- istöku laga nr. 51/1980. Vaxtakjör Hin mikla hækkun raunvaxta, sem ' varð með uptöku verðtryggingar lána árið 1974, breytingar verðtryggingar- hlutfallsins 1975 og einkum þó 1978 og hækkun nafnvaxta á þessu tímabili, . hlaut að laga stöðu sjóðsins til muna en áður hafði sjóðurinn búið við neikvæðan vaxtamun á veittum lánum og teknum lánum. Vaxtalækkunin 1979 veikti stöðu sjóðsins og skapaði neikvæðan vaxtamun á ný. Fram til ársins 1973 var Atvinnu- leysistryggingarsjóður helsti lánveitandi Byggingarsjóðs, en frá og með árinu 1974 hefur hann tekið meiri hluta lána sinna hjá lífeyrissjóðum og lántökur hjá Atvinnuleysistryggingasjóði hafa minnkað úr því að vera fimmtungur af ráðstöfunarfé 1971 í 10% síðastliðin tvö ár. Frá upphafi hafa lán tekin hjá Atvinnuleysistryggingasjóði verið með sömu kjörum og til jafnlangs tíma og nýbyggingarlán Byggingarsjóðs til ein- staklinga. Skuldabréf þau sem lífeyris- sjóðirnir hafa keypt, hafa hins vegar verið til 15 ára, fullverðtryggð og borið 3,25-5% ársvexti. Vextirnir voru 5% árið 1974, en á skuldabréfum sem keypt voru frá miðju ári 1975 til jafnlengdar 1980 eru vextirnir 4%, síðan voru þeir lækkaðir í 3,25% en hækkaðir á ný í 3,5% í mars 1982. Nú býr Byggingar- sjóður ríkisins því aðeins við hagstæðan vaxtamun gagnvart lífeyrissjóðum af Iánum veittum tímabilið 1. maí 1978 til 1. júlí 1979, en munur kjaranna á veittum og teknum lánum fyrir og eftir þann tíma er Byggingarsjóði afar óhag- stæður. Þetta skýrir hvort tveggja, vax- andi tekjur af eigin fé árin 1979-1981 og þá lækkun sem verður frá og með árinu 1982. Önnur skýring á samdrætti eiginfjár- tekna, nettó, er hin mikla aukning á lántökum Byggingarsjóðs frá og með árinu 1979 sem afleiðing af skerðingu ríkissjóðsframlagsins. Tekin lán (skyldu- spamaður frátalinn) stóðu undir fjórð- ungi af ráðstöfunarfé árin 1977 og 1978, þriðjungi 1979, 40% 1980, 63% 1981 og 51% 1982. Árlegar lántökur sjóðsins jukust alls um 140% að raungildi frá árinu 1978 til ársins 1981, en urðu síðan 40% minni að raungildi 1982 en árið áður. Árið 1983 er áætlað að lántökur verði 5% minni að raungildi en árið 1982 ef ekki er tekið tillit til þeirra sérstöku og afturvirku hækkana útlána, sem nú hafa verið ákveðnar. Til þess að Ijúka þeirri lýsingu á ' fjármögnun Byggingarsjóðs ríkisins, sem hii'hefurveriðgefin,er rétt að geta fjaröflunar af skyldusparnaði. Skyldu- sparnaður, nettó, þ.e. innkomið skyldu- sparnaðarfé að frádregnum greiddum af- borgunum, vöxtum og verðbótum, hefur verið afar breytilegur frá einu ári til annars. Síðastliðin sex ár hefur hann yfirleitt numið 8-13% af ráðstöfunarfé. Árið 1982 nam skyldusparnaður, nettó, 29 milljónum króna eða 8% af ráðstöf- unarfé en er áætlaður lækka mjög mikið á árinu 1983. Sem fyrr segir er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að í lögunum verði framlag ríkissjóðs ákveðið að lágmarki 40% af áætluðum útlánum ár hvert. Þetta hlut- fall er lægra en það var yfirleitt á áttunda áratugnum en mun hærra en það hefur verið árið 1980-1983. Ljóst er, að sú aukning á framlagi ríkissjóðs, sem í þessu felst, miðað við síðastliðin fjögur ár. hefur mjög hagstæð áhrif á stöðu Byggingarsjóðs. Á hinn bóginn benda þær tölur um fjármögnun sjóðsins, sem hér hafá verið raktar, til þess að fram- vindan árin 1980-1983 hafi verið sjóðn- unt afar óhagstæð og er líklegt að þess muni gæta um alllangan tíma. Því er óvíst, að það framlag, sem gert er ráð fyrir að ríkissjóður leggi sjóðnunt til að lágmarki, sé nægilegt til þess að koma sjóðnum á réttan kjöl á ný. Til þess kann að þurfa meira fé, enda hlýtur viðreisn sjóðsins að vera eitt meginmarkmið fyrir ákvarðanir um þau skilyrði sem sjóðnum verða búin næstu árin. Til lengri tíma litið ætti það að vera keppikefli, að sjóðurinn byggist upp og verði þess smám saman megnugur að standa undir auknum lánveitingum til húsnæðisöflun- ar almennings. Eitt meginvandamálið við starfsemi Byggingarsjóðs nú er hinn mikli munur sem er á kjörum veittra lána úr sjóðnum og þeirra lána, sem tekin eru úr lífeyris- sjóðnum. Nefna má, að á árinu 1983 er áætlað að veitt verði lán til nýbygginga að fjárhæð 285 milljónir króna cn lán- tökur hjá lífeyrissjóðum eru áætlaðar nema 220 milljónum króna. Samkvæmt gildandi lögum eru nýbyggingarlán af- borgunarlaus fyrsta árið og bera þá aðeins vexti, sem nema 2% til Bygging- arsjóðs. Reiknað á föstu verðlagi ættu. tekjur sjóðsins af þeim nýbyggingarlán- um sem veitt hafa verið á þessu ári, að nema 5,7 milljónum króna árið 1984 en heildarárgreiðsla af þessum lánum yrði 14.6 milljónir króna árið 1985 og síðar. Greiðslur af 220 milljón króna lánum frá lífeyrissjóðum munu hinsvegarnema 19,1 milljón króna á ári, eða þriðjungi hærri fjárhæð en árgreiðslan af 285 milljón króna veittum lánum. Ljóst sýnist, að ekki gengur til lengdar að % útlána sjóðsins séu fjármagnaðir mcð lífeyrissjóðslánum við þann vaxtamun sem hér um ræðir. Hvort tveggja er því nauðsynlegt, að stefnt verði að því að sjóðurinn styðjist í minna mæli en undanfarin ár við lántökur sem þessar og að kjör á veittum lánum og teknum verði endurskoðuð. Þrenns konar tillögur um lánakjör í frumvarpi þessu eru gerðar þrenns konar tillögur', sem varða lánskjör. I fyrsta lagi er lagt til að vextir veittra lána verði ákvarðaðir af ríkisstjórn en ekki fastbundnir í lögum eins og nú er, og jafnframt verði vextir á skuldabréfum breytilegir. í öðru lagi verði lánstími lengdur, úr 26 árum í 31 ár hvað varðar nýbyggingarlán, en úr 16 árum í 21 ár hvað varðar flest önnur lán. í þriðja lagi er lagt til að lán verði afborgunarlaus í tvö ár í stað eins árs nú. í tveimur síðari liðunum, sem hér um ræðir, felst að lánskjör vcrði rýmkuð fyrir lántakendur en það hefur í för með sér skerðingu á árlegum tekjum sjóðsins af eigin fé. Scm dæmi má taka árgreiðslu af 620 þúsund króna nýbyggingarláni, en það er núverandi lánsfjárhæð samkvæml öðrum staðli húsnæðismálastjórnar að viðbættri50% hækkun.sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að taki gildi frá ára- mótum. Árgreiðsla af því láni (að írátal- inni 0,25% þóknun) nemur samkvæmt gildandi lögum um 31.750 krónum en lækkaði í um það bil 28.400 krónur eða um 10% viðþað að lánstími væri lengdur um 5 ár, cn vextir héldust óbreyttir. Munurinn yrði mestur á öðru ári hvers láns, eftir tillögum frumvarpsins um tvcggja ára afborgunarlaust tímabil, því í stað venjulegrar árgreiðslu koma 12.400 króna vextir. Væru vextir hins vegar hækkaðir í 3% á ári, svo dæmi sé tekið, næmi vaxtagreiðsla af þessu láni 18.600 krónum fyrstu tvö árin en eftir það yrði árgreiðsla af láninu um 32.300 krónur. Ymis rök hníga að því að lengja þann tíma eftir lánveitingu sem lán eru afborgunarlaus, svo og því að æskilegt sé að dreifa afborgunum yfir langt tíma- bil. Á hinn bóginn má sú rýmkun lánskjara, sem felst í tillögum frum- varpsins um þetta efni, ekki verða til þess að rýra tekjur Byggingarsjóðs óhóf- lega og tefja þannig fyrir nauðsynlcgri uppbyggingu hans. Því kann að vcra nauðsynlegt að hækka vexti af lánum sjóðsins, að minnsta kosti um sinn, meðan á þeirri uppbyggingu stendur. Áhersla skal á það lögð að í þeirri könnun á fjárhag Byggingarsjóðs ríkis- ins, sem lokið verður við á næstunni, verður meðal annars fjallað um áhrif þeirra tillagna um breytingar á láns- kjörum svo og um áhrif mishárra vaxta á fjárhag Byggingarsjóðs. Áhrif lánskjarabreytinganna á hag lántakenda má sjá af eftirfarandi yfirliti um vaxtagreiðslur og árgreiðslur af 620 þúsund króna láni eftir gildandi lögum og eftir tillögum frumvarpsins miðað við mismunandi ársvexti. Lánstími 26 ár 31 ár Ársvextir Greiðslur í krónum 2,25% 2,25% 2.50% 2.75% 3,0% Á 1. ári 13.950 13.950 15.500 17.050 18.600 Á 2. ári . 32.696 13.950 115.500 17.050 18.600 Á 3. ári og síðar Greiðslubyrði: . 32.696 29.339 30.313 32.311 á ársfjórðungi . . 8.174 7.335 7.826 8.078 á mánuði . . . 2.725 2.445 2.526 2.609 2.693

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.