Tíminn - 16.12.1983, Side 16

Tíminn - 16.12.1983, Side 16
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 „Ég var orðinn r ...... eitthvað stressaður... Þó var þetta ekki versti dagur lífs míns, né sá besti... aðeins venjulegur þriðjudagur hjá Jóni Ólafssyni“. (Tímamynd Ámi Sæberg) „Síðustu fimm mínúturnar fyrir útsendingu eru erfiðar ..." ■ Jón Ólafsson. Fæddur 25. febrúar 1963, því tvítugur að aldri. Student frá Versl- unarskóla íslands árið 1982. Reykvíkingur í húð og hár, malbiks- barn. Starfar nú sem blaða- maður á Tímanum, út- varpsmaður á Rás tvö, nemandi í Tónlistar- skóla FÍH, stjórnandi Verslunarskólakórsins og meðlimur í hljóm- sveitinni Toppmenn. - Sönnánægja! Ekkinemasjálfsagt! Minn er heiðurinn! Þessi svör var ég mcð á reiöum höndum er elskurnar þær Kristín og Bjarghildur báðu mig um að gera einum degi í lífi mínu skil. Hefur einhver gaman af að lesa það? Á maður nú allt í einu að fara að taka sjálfan sig alvarlega? Ég veit svei mér ckki. En eins og ég hóf þessi skrif mín - þá er það mér sönn ánægja, ekki nema sjálfsagt og heiðurinn er allur minn. Auðvitað velur maður einhvern dag þegar allt er í hers höndum hjá manni, allt í steik og maður kemur alls staðar of seint. Þá lítur út fyrir að maður hafi svo mikið að gera og þá hugsa vonandi margir: „Voðalega er hann Jón nú duglegur piltur. Greindur, geðþekkur og afkastamikill náungi". Ég ætla ekki að velja versta dag lífs míns, né þann besta, heldur bara ósköp venjulegan þriðjudag hjá Jóni Ólafssyni. Fyrir valinu verður þriðjudagurinn 6. des- ember, rigningardagurinn ógurlegi! Baráttan á baðherberginu... Ég vaknaði í fyrsta skipti kl. 7.00 held ég. Þá sofnaði ég aftur og svaf alveg til klukkan hálf-átta en þá fékk ég sinadrátt og öskraði sem mest ég mátti. Næsta k >rtérið fór ekki í morg- unleikfimi, enda geri ég hana aldrei. Svo lagði ég mig aftur. Auðvitað, ég átti það svo sannarlega skilið. Ég kom vekjaraklukkunni fyrir eins langt frá rúminu og hægt var án þess þó að yftrgefa herbergið. Þannig fyrirbyggi ég það að ég sofi yfir mig. Því þegar að klukkan hringir þá verð ég að standa upp til að slökkva á ófétinu því arna. Ég slökkti á klukkunni en hún rumdi fremur leiðinlega kl. 9.00. Þá steig ég þungbúnum, en þó ákveðnum og takt- föstum skrefum í átt að baðherberg- inu. Þegar inn í baðherbergið var komið fálmaði ég varlega eftir freist- andi tannburstanum sem stóð við hlið maka síns, hinnar geðþekku tann- kremstúbu. Égfórvarfærnum höndum um þetta lögulega par en lét síðan til skarar skríða og þá dugði engin miskunn. Ég dreif mig síðan í hinn þá nýjasta bolinn minn. Rásar tvö-bolinn sem ég fékk til afnota er ég hófstörf á Rás tvö. Ekki dugði að vera bara í bolnum, til þess var of kalt svo ég tók þá afdrifa- ríku ákvörðun að vera í buxum þennan rigningardag. aðeins frá, hringdu eftir 5. mín.“, „Gæturðu hringt síð.ar, hann er á fundi“, „Hún flutti út fyrir 12 árum“. Eitthvað á þessa leið voru flest svörin sem ég fékk. En rétt fyrir fjögur hafði mér Ioks tekist að ná í þá 12 sem ég vildi fá. Ég henti því í setningu til prentaranna þar sem þeir hlýddu auð- vitað á Heimaleikfimi Skagakvartetts- ins. Hljóp sem fætur toguðu út í Volkswageninn minn rauðaogbrenndi af stað. Ég átti nefnilega að vera mættur í Tónlistarskólann klukkan fjögur. Þar átti ég að sitja í hljómfræði tíma hjá Vilhjálmi Guðjónssyni, saxó- fón-, gítarleikara og yfirkennara skólans. Fuglavininum - og ekki síður mannvininum - geðprúða. í Tónó og rólegt kvöld... Nú var ég orðinn eitthvað stressaður þennan dag. Ég mætti aðeins of seint í tímann og var vondur við sjálfan mig. Ég þoli ekki óstundvísi og vil þess vegna vera stundvís sjálfur. En talandi um stressið þá er það bláköld stað- reynd að ég vinn einna best undir álagi („töff orðað“). Það er gaman í FÍH, hvort heldur er í píanótímum hjá húmoristanum Carli Möller eða í tónheyrn og hljómfræði. Þessi hljómfræðitími var þar engin undantekning. Það var líf og fjör í tímanum. Við vorum að spila útsetn- ingar hvor annars fyrir blásara og hljómsveit, tókum það upp og lærðum af eigin mistökum og annarra. Virki- léga gagnlegt. Villi lengi lifi: Húrra, húrra... Hljómfræðin var yfirstaðin klukkan sex og þá heimsótti ég mjög góða vinkonu mína og drakk þar Sinalco. Þurfti ég ekki að borga fyrir það en mikið var það Ijúft á bragðið. Þá fór ég heim til mín, sæll í bragði og léttur í lund eftir erfiðan dag að því er mér fannst. Ég átti nokkurn veginn alveg frí þetta kvöld. Þurfti ekki að fara á hljómsveitaræfingu með Topp- mönnum/Bringuhárunum, né vera með kóræfingu í Versló. Ég útsetti því dulítið fyrir kórinn, hlustaði og tók upp plötur, fór síðan að sofa. Að endingu... Af ásettu ráði get ég ekkert um hvers ég neytti þennan ágæta dag, né tel upp náðhúsferðir mínar. Þeir sem vilja fá upplýsingar um slíkt verða að bíða betri tíma, eða bara hringja í mig. ■ Það er gaman á „Rásinni". Hér sjást f.v. Jón Ólafsson (jól - í Tímanum), Þorsteinsson (1.94 á hæð) og i baksýn Guðlaugur Guðjónsson hljóðmeistari. Gaman á Rásinni... Ég átti að byrja í beinni útsendingu á Rás tvö klukkan tíu þennan dag ásamt vinum mínum Ásgeiri Tómassyni (ekki Tómasar í Tomma-hamborgurum), Páli Þorsteinssyni (hann er 1.94 á hæð, vissuð þið það og Amþrúði Karlsdóttur (mikil dúlla). Ekki dugði að mæta mikið seinna en kortér yfir níu, því það þarf ýmislegt að gera áður en farið er í „loftið" (leiðindaþýðing á „On the air“). Fyrst heilsum við hvort öðru í þó nokkurn tíma, samþykkjum klæða- burð hvert annars, því við viljum auðvitað vera fín í útvarpinu svo fólk haldi ekki að við séum ósnyrtimenni. Svo ákveðum við hvað hver á að segja í þættinum, tökum raddprufu og fleira merkilegt. Síðustu fimm mínúturnar eru erfiðar, þá þurfa allir allt í einu að fara á klósettið, og er í bígerð að koma upp svipuðu númerakerfi og viðgengst í Bílanaust og víðar. Svo byrjaði ballið og við vorum í óvenjuhressara lagi að þessu sinni og lékum við hvurn okkar fingur. Við vorum með þennan Morg- unþátt okkar til klukkan tólf á hádegi og þetta tekur dulítið á ef satt skal segja, en þetta er ferlega gaman . Andinn á Rás tvö er frábær og allir eru þar vinir eins og vera ber. Aðstaðan er til fyrirmyndar og kaffið ágætt. Brunaða Tímann... Ég fékk mér að borða í hádeginu þennan dag. Það er ekki alltaf sem það hefst, en nú var það bara harkan sem dugði. Ég sagði við sjálfan mig: „Jón ef þú borðar ekki núna, þá halda allir að þú leikir Gyðing í kvikmynd sem gerist í Auschwits fangabúðunum og það viltu ekki, væni?“ Ég var samþykk- ur sjálfum mér og fór því til elskulegrar ömmu minnar og fékk þar kjötbollur með hrísgrjónum og karrýsósu. Mikið leið mér vel á eftir. Svo smellti ég kossi á kinn hennar og náði svo í magnarann minn úr viðgerð (of smámunasamur?). Þegar ég hafði greitt viðgerðina tók ég eftir því hve ískyggilega þunnt veskið mitt var orðið. Ég strauk því bara blíðlega og reyndi að hughreysta. Arnþrúður Karlsdóttir (mikil dúlla), Páll (Tímamynd Róbert) Nú þurfti ég að bregða mér á Tímann og vinna hinn skemmtilega Getraunaleik sem er í umsjón minni. Þarf ég að vinna hann í síðasta lagi á þriðjudögum svo hann komist í mið- vikudagsblaðið. Varð ég því að fara bónarveg og biðja Pál, Ásgeir og Arnþrúði, þ.e. samstarfsfólk mitt í Morgunþættinum um frí eftir hádegi. Vaninn er nefnilega sá að við erum að vinna alveg til 5 eða 6 á daginn. Það er ekkert heiglum hent að þurfa að koma með nýja og ferska þætti fimm sinnum í viku. Jæja ég fór sumsé á Tímann til að vinna Getraunaleikinn. Þessi leikur er í því fólginn að ég hringi um allan bæ og fæ hina og þessa einstaklinga til að tippa fyrir mig um úrslit leikja í ensku knattspyrnunni. Þeir sem geta rétt, halda áfram, en hinir falla úr. Og auðvitað verða vegleg verðlaun til handa sigurvegaranum, þeim sem oft- ast getur tippað rétt. Ég var nokkuð lengi að þessu sinni. Mér gekk andsk... erfiðlega að ná í menn. „Hann er í mat“, „Hann skrapp

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.