Tíminn - 16.12.1983, Side 21

Tíminn - 16.12.1983, Side 21
jarðarfarir FOSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 t Móöir okkar Sigurlaug Sveinsdóttir frá Hiíð i Höröudal Litlagerði 3 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. des. n.k. kl. 13.30. Börnin FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. yUMFERÐAR RÁÐ Kirkjuritið Kirkjuritið 3. og 4. hefti 49. árg. er nýkomið út. A forsíðu er mynd af Marteini Lúther í tilefni 500 ára afmælis hans, og í ritinu er grein eftir dr. Gunnar Kristjánsson: Að finna Lúther o'g sjálfan sig., og einnig ályktun Prestastefnu 1983 um Lúthersárið. Sjónar- horn, en þar undir eru margar smágreinar, t.d. um Barnastarf og Æskulýðsstarf þjóð- kirkjunnar eftir sr. Agnesi M. Sigurðardótt- ur, og fl. Sagt er frá Prestastefnu 1983, herra Pétur Sigurgeirsson biskup skrifar frásógn- ina. Guðmundur Samúelsson arkitekt um kirkjubyggingar í Þýskalandi. Margt fleira efni er í ritinu, svo sem um kirkjulist, minningarorð um sr. Þorgrím V. Sigurðsson eftir dr. Jakob Jónsson, fréttir frá Prestafé- lagi íslands o.fl. - Sérrit um sjávarútvegsmál ■ Ritstjórnarspjall er um Gæðamál í brennidepli, þá er Ratsjá, og er fjallað um efni úr ýmsum áttum. Þátturinn Á döfinni er um stöðuná á Bandaríkjamarkaði, og hvort verðlækkunin á Bandaríkjamarkaði hafi verið nauðsynleg. Grein er um útgerð- ina, sem nefnist; Staðan er slæm í sjávarút- veginum þegar á heildina er litið. Sagt er frá notkun fiskikerja um borð í veiðiskipum og sýningu í Bella Center sýningarhöllinni í Danmörku, en þarvoru margar athyglisverð- ar nýjungar sýndar. Sagt er frá fiskveiðum og aflabrögðum. (smar nefnist nýtt innflutningsfyrirtæki, sem býður upp á byltingarkennd þráðlaus upplýsingatæki frá Noregi. Grein er í ritinu um skipasmíðar, og er þar sagt frá heimsókn í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi. Sagt er frá rekstri Farskips, og Skalla- gríms hf. Grein er í blaðinu um Hansastaðinn Hamborg og margar myndir þaðan. Margt fleira efni er í ritinu, en ritstjóri er Steinar J. Lúðvíksson. Frá sýningu á jólaskrauti o.fl. í Þjóðminjasafni. Bændajól og Borgarjól í forsal Þjóðminjasafnsins hefur starfsfólk þess sett upp dálitla sýningu á ýmsum smámunum, sem tengjast jólunum og eru í eigu safnsins sjálfs, Arbæjarsafns og einka- eign. Þar má nefna jólakort frá því um 1890-1950, jólaskraut frá því um 1920-1960, sýnishorn af heimagerðum jólatrjám og myndir af jólasveinum. Sýningin var opnuð almenningi á fimmtu- dagskvöldið 15. des. kl. 8.30. Þár ræddi Árni Björnsson þjóðháttafræðingur um breytingar (Tímamynd Ámi Sæberg) á íslenskum jólasiðum síðustu hundrað árin frá bændajólum til borgarajóla. Sýningin verður opin fram á þrettánda á venjulegum opnunartíma safnsins, þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30-16.00. þórhildur JL bhct islendingai kaupmánnahöfn Þórhildur, blað íslendinga í Kaupmannahöfn. 6. tbl. 1. árg., er komiðút. Mikill hluti af efni blaðsins er helgaður deilum íslendinga í Kaupnranna- höfn, sem ekki er auðvelt að henda reiður á fyrir ókunnuga. í blaðinu er viðtal við Hauk Dór myndlistarmann, sem nú hefur búsetu á gömlum búgarði í Danmörku ásamt fjöl- skyldu sinni. Sagt er frá Islendingablöðum í Skandinavíu, en auk Þórhildar eru gefin út 5 tímarit á vegum íslendinga f Skandinavíu. Bera þau ólík nöfn, en athygli vekur nafn það, sem (slendingafélagið í Óðinsvéum hefur valið sínu blaði. Það heitir Þuríður og er ekki ósennilegt að það komi Dönum 1 heldur undarlega fyrir sjónir!_ Hiynur, 4.-5. tbl. 31. árg., er kominn út. Að þessu sinni er blaðið aðallega helgað 10 ára afmæli LÍS. Skýrt er í máli og myndum frá 6. landsþingi LÍS, sem haldið var að Bifröst dagana 3. og4. sept. sl., en það var einnig 10 ára afmælishátíð LÍS. Þá er í blaðinu kynning á aðildarfélögum LÍS. Margt fleira efni er í blaðinu, en það er, eins og að líkum lætur, helgað íslenskum samvinnustarfsmönnum. Kveikt á jólatré í Hafnarfirði Frederiksberg, vinabær Hafnarfjarðar í Dan- mörku, hefur fyrir hver jól í rúman aldar- fjórðung sent Hafnfirðingum veglegt jólatré Jólatrénu frá Frederiksberg hefur verið kom- ið upp á Thorsplani við Strangdötu og ljós verða kveikt á því n.k. laugardag, þann 17. desember, kl. 16.00. Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir syngur jólalög. Sendifulltrúi Dan- merkur, frú Kersti Marcus, afhendir tréð og ung stúlka af dönskum og íslenskum ættum tendrar ljósin á jólatrénu. Einar i. Halldórs- son, bæjarstjóri, veitir trénu viðtöku fyrir hönd Hafnfirðinga. Jólasveinar verða á ferð um bæinn á laugardaginn frá kl. 13.00 og enda ferð sína við jólatréð á Thorsplani um kl. 16:20, þar sem þeir hoppa og dansa kringum tréð með börnum og fullorðnum. Kveikt á jólatré í Kópavogi Laugardaginn 17. des. kl. 16.00 vérður kveikt á jólatrénu í Kópavogi. Dr. Esbjörn Rosenbland sendiráðunautur mun afhenda tréð sem er gjöf frá vinabæ Kópavogs í Svíþjóð, Norrköping. Björn Ólafsson forseti bæjarstjórnar mun veita trénu viðtöku fyrir hönd bæjarbúa. Þá mun Skólahljómsveit Kópavogs leika og Samkór Kópavogs syngur nokkur lög. Jólasveiriar koma í heimsókn. Jólatrénu hefur verið valinn staður á Borgar- holtinu, þar sem það .hefur verið nokkur undanfarin ár. sundstadir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar I Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð I Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. I Vesturbæjarlaug I sima 15004, í Laugardalslaug í síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, álaugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9—13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími áþriðjud. ogfimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatimar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. ki. 14.30-18. Almennir saunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áaetlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 I apríl og sunnudögum Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 kvöldferðir á október verða — í maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvötdferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi simi 1095. Afgreiðsla Reykajvik, sími 16050. Sím- svari i Rvík, simi 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 Halldór Þorsteinsson, Stóragerði 34, Rcykjavík, sem andaðist 11. desember sl., verður jarðsunginn í dag kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Hans verður nánar getið í íslendingaþáttum síðar. ■ Baldvin Trausti Stefánsson, frá Stakkahlíð, afgreiðslumaður á Seyðis- firði verður jarðsunginn frá Fossvogska- pellu í dag. Minningarathöfn fer fram í Seyðisfjarðarkirkju í dag. flokksstarf Jólaalmanak SUF Dregið hefur verið í jólaalmanaki SUF. Eftirfarandi númer komu upp: 1. des. 2. des. 3. des. 4. des. 5. des. 6. des. 7. des. 8. des. nr. 2200 nr. 2151 nr. 4025 nr. 804 nr. 9206 nr. 1037 nr. 1613 nr.8173 9 des. 10. des. 11. des. 12. des. 13. des. 14. des. 15. des. 16. des. nr. 406 nr. 5912 nr. 4990 nr. 5944 nr.5498 nr. 8095 nr. 7456 nr. 6757 Jólahappdrætti ins 1983. Framsóknarflokks- Dregið verður í jólahappdrættinu á Þorláksmessu 23. þ.m. og drætti ekki frestað. Þeir sem fengið hafa heimsenda miða eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má skv. meðfylgjandi gíróseðli í næsta pósthúsi eða peningastofnun og einnig má senda greiðslur til skrifstofu happ- drættisins Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Borgnesingar-Nærsveitarmenn Spilum félagsvist í samkomuhúsi Borgarness töstudaginn 16. des. kl. 20,30, síðasta kvöld í 3ja kvölda keppni. Framsóknarfélag Borgarness Til sölu sem ný Olivetti rafmagnsritvél meö leiðrétt- ingaborða. Upplýsingar í síma 38614, e. kl. 17.00. mitlMtlHTIU Marteinn Lúlhor 1483 -1983 tímarit

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.