Tíminn - 18.12.1983, Síða 34

Tíminn - 18.12.1983, Síða 34
 34 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 ■ Enginn maður var sjáanlegur við hálfbyggðu íbúðarblokkina, þar sem byggingarverkamennirnir voru löngu flúnir. Baddawi, hinsta vígstöð Arafats foringja Palestínuaraba hafði lengi legið undir stöðugri stórskotahríð. Hver sem gat leitaði skjóls í kjöllurum húsa eða flúði upp í fjalllendið norðan við Líban- on. Tveir litlir vörubílar, annar rauður en hinn blár, koma þjótandi að blokkinni og á pallinum tróna eldflaugar. Þeir nota stigana, sem enn er ekki búið að setja þrepin á, sem veg er þeir aka eftir upp á sjöttu hæðina. Ökumennirnir eru sár- ungir. Þaðan skjóta þeir eldflaugum sínum í suðurátt þar sem sveitir upp- reisnarmannsins innan PLO, Abu Mussa, hafast við og herja á Baddawi. Ungu ofurhugarnir, sem fremur má kalla börn en karlmenn, eru í hópi leifa þess liðsafla sem Arafat hefur yfir að ráða. Arafat ræður yfir um 1000 inönnum, sem hann notar til að vcrjast þeim 15.000 mönnum sem eru á bandi samsærisforingjans. „Þeir lauga hendur sínar í blóði barna okkar og kvenna,“ segir Arafat, þar sem hann er kominn í sjálfheldunni. „Fyrr dey ég, en að ég gefi mig þeim á vald.“ Meira en 1000 manns, þar á meðal fjöldi barna, lést í átökunum á milli Palestínumanna á dögunum. Eftir að menn Arafats bjuggust um íTripoli, sem er næst stærsta borgin í Líbanon, líktist baráttan meir fjöldaslátrun en nokkru öðru. Um það bil 50 sprengikúlunt rigndi á hverri mínútu yfir stöðvar Arafats við höfnina. Tugir þúsunda af íbúum Tripoli reyndu að flýja blóðbað- ið. Að vísu hefur fjöldi fyrirmanna, svo sem páfinn, Honecker og forystumenn Evrópuráðsins í Brússel reynt að hafa þau áhrif á Hafez Assad í Sýrlandi að lífi Arafats verði þyrmt, - þótt ljóst megi verða að pólitískur ferill hans sé allur. Fyrir skemmstu var hann óumdeildur talsmaður 4-5 milljóna Palestínuaraba. Eftir að hann tók þá áhættu að ræða við stjórnarandstöðumenn í ísrael og sendimenn Bandaríkjanna, vakti hann grunsemdir meðal fylgismanna hins rót- tæka Abu Mussa. „Við viljum vopnaða frelsisbaráttu," er kjörorð Abu Mussa. En hvort hann h'efur óskorað fulltingi þeirra sem hann segist berjast fyrir liggur honum víst í léttu rúmi, - til dæmis þcirrar 1.2 milljónar Palestínu- manna sem búa á hernámssvæði ísraels- manna á Vesturbakkanum og á Gaza- svæðinu. „Bræður berjast gegn bræðrum, þeir drekkja palestínsku byltingunni í blóði. „Khaled Hassan situr í litlu arkitekts- skrifstofunni sinni í bænum Ramallah á vestur-bakkanum. Klukkustundumsam- an hefur hann fylgst með arabiskum og ísraelskum fréttum af átökunum í tveim- ur sjónvarpstækjum. Þarna birtist Abu Mussa, fullur sigur- vissu. Með tilstyrk sýrlenskra vopna og lybiskra peninga hefur hann haft yfir- höndina sl. sex mánuði. Arafat kom líka á skjáinn þar sem hann sat í hinsta vígi sínu í Baddawi og þreyttri röddu sór hann að Sýrlendingar skyldu ekki lifa þann dag að sjá ósigur hans. Kahled Hassan, synir hans og menn úr nágrenninu sitja við sjónvarpstækin og koma ekki upp orði fyrir æsingi. Aðeins af og til heyrist einhver heita á Allah að láta reiði sína koma yfir vitfirringana. • ■ 'Jr i-r j. jg K j \ gg- j I J f

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.