Tíminn - 13.06.1986, Síða 1
ISFILM H.F. mun gera barnamynd
fyrir sjónvarpiö í sumar. Verkiö var boðið
út og sóttu níu aðilar um en ísfilm var með
lægsta tilboðið rúma eina milljón króna.
Myndin heitir „Elías og Örninn" og hefur
Viðar Víkingsson gert kvikmyndahandrit-
iö eftir sögu Guðrúnar Helgu Sederholm.
Þórhallur Sigurðsson mun leikstýra.
MEIRIHLUTI hefur verið myndað-
ur í Vestmannaeyjum eftir að meirihluti
Sjálfstæðismannaféll þar í kosningunum.
Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Al-
bvðubandalaa hafa komið sér saman um
samstarf á þessu kjörtímabili. Páll Zoph-
oníasson mun gegna starfi bæjarstjóra
áfram fyrst um sinn.
HÆSTIRÉTTUR tekur fyrir í dag
mál Sigurðar Adolfs Frederiksen sem
dæmdur var til 17 ára fangelsisvistar fyrir
morð er framið var við Skemmuveg í
Kópavogi og íkveikju um borð í Boða GK
þar sem tvær manneskjur voru um borð.
Dómur Sigurðar er sá þyngsti er dæmdur
hefur verið síðan Geirfinnsmálið vartekið
fyrir.
STÓRBÓK Þórbergs Þórðarsonar
var mest selda sögubókin á Islandi í maí.
Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur yar mest selda barnabókin og
Fuglar íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson
var mest selda bókin í flokki annarra bóka
samkvæmt talningu Kaupþings er tekur
saman slíka lista mánaðarlega.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-
GRÓ, var kölluð út í fyrrinótt og beðin um
að flytja sjúkling frá Búðardal og til
Reykjavíkur. Þyrlan lenti við Borgarspítal-
ann 2 tímum og 20 mínútum eftir að ósk
um aðstoð barst stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar. Flugáhöfnin var ekki á vakt
en var ræst út og brást svo skjótt við eins
og tíminn gefur til kynna.
VISITALA framfærslu hækkaði um
0,66% í mánuði og er nú 170,16 stig.
Þetta samsvarar 23, 9% árshækkunar
miðað við síðustu 12 mánuði, 12,6%
miðað við síðustu þrjá mánuði og 8,2%
miðað við síðasta mánuð.
Af þessari hækkun stafa 0,2% af hækk-
un á verði matvara, einkum eggja og
mjólkurafurða, en að öðru leyti af verð-
hækkun ýmissa vöru og þjónustuliða.
PÁLL VALSSON fékk styrk úr
Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannes-
sonar prófessors. Páll vinnur nú að kandid-
atsritgerð um skáldskap Snorra Hjartar-
sonar og er þar fjallað um einkenni Ijóða
Snorra og hvaða nýmæli hann hefur fært
í íslenska Ijóðagerðagerð. Minningar-
sjóðurinn er eign Háskóla íslands.
SOLVEIG Georgsdóttir hefur verið
ráðin forstöðumaður Listasafns ASÍ. Sól-
veig er 36 ára gömul, þjóðhátta, list- og
fornleifafræðingur. Ellefu sóttu um þetta
starf sem Þorsteinn Jónsson gegndi áður.
PAN-HÓPURINN umdeildi hef-
ur nú verið sakaður um að stunda vændi
samfara sýningarstörfum. Bæði DV og
Helgarpósturinn segjast í gærhafaörugg-
ar heimildir fyrir þessu, og birta bæði
blöðin viðtöl við Hauk Haraldsson fram-
kvæmdastjóra hóþsins þar sem hann
tekur ekki ólíklega í það að útvega
rekkjunauta gegn gjaldi, bæði kvenkyns
og karlkyns.
JARÐBORANjR rikisins munu í
sumar aðeins bora fyrir Hitaveitu Reykja-
víkur á Nesjavöllum og er þar aðallega
um að kenna fjárskorti. Verkefni Jarðbor-
ana felast aðallega í því að bora eftir vatni
fyrir laxeldisstöðvar víða um land.
KRUMMI
Það væri næst að tala
um sögulegar ósættir
Alþýðubandalag-
Alþjóða hvalveiðiráðið:
Grænt Ijós gefið
á vísindaveiðar
Samkomulag náðist um tillögu
um tilhögun á sölu afurða hvala
sem veiddir eru í vísindaskyni á
fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í
gær. „Það varð samkomulag um
ályktun, sem við sættum okkur við
og gengur út á það að skorað er á
viðkomandi ríkisstjórnir með til-
vísun til 8. gr. stofnsamnings sem
kveður á um hvað skuli gera við
afurðirnar, að afurðimar af hval-
veiðum í vísindaskyni eigi fyrst og
fremst að nota til „staðarneyslu“
(local consumption)", sagði Hall-
dór Ásgrímsson í samtali við
Tímann í gær. Halldór sagði að
þetta setti á okkur þær skyldur, að
nota afurðirnar til „staðarnotkun-
ar“ að svo miklu leyti sem hægt
væri, en benti jafnframt á að ekki
hafi verið skilgreint nákvæmlega
hvað hugtakið „staðarneysla"
þýddi.
„Það verður að hafa í huga að
fellt var út ákvæði þar sem bannað
var að verslað yrði með þessar
afurðir á alþjóðlegum markaði, og,
málið verður að skoðast í því
ljósi,“ sagði Halldór ennfremur.
Tillagan var samþykkt sam-
hljóða þegar hún var loksins borin
fram, en áður höfðu miklar umræð-
ur átt sér stað á göngum og lokuð-
um fundum.
Aðspurður sagði Halldór að eng-
in raunveruleg umræða hafi átt sér
stað á fundinum sjálfum um rann-
sóknaráætlun Islendinga, mestur
tíminn hafi farið í þessa tillögu sem
að lokum hafi verið samþykkt.
Ýmis mál liggja enn fyrir fundin-
um, en um þau mun ekki vera
neinn ágreiningur og er búist við
að fundarstörfum ljúki um hádegis-
bilið í dag, föstudag.
Sá sérstæði atburður gerðist á
fundinum í gær að bandaríski vís-
indamaðurinn Roger Payne, sem
sat fundinn sem fulltrúi eyríkisins
Barbuda & Antigua, var rekinn af
fundinum. Hann reyndist ekki hafa
fullnægjandi umboð stjórnar Bar-
buda & Antigua. Payne neitaði
hins vegar að víkja úr sæti sínu
þrátt fyrir eindregin tilmæli forseta
og samdóma álit fundarins. Málið
var leyst á þann hátt eftir að hlé
hafði verið gert á fundinum að
hann fékk að sitja sem fulltrúi
ýmissa vísindastofnana sem hafa
áheyrnarfulltrúa á fundinum.
-BG
Hljómsveitin The Shadows hélt sína fyrstu tónleika hérlendis í gærkvöldi í veitingahúsinu Broadway, en hún niun halda eina sex tónleika á vegum
Listahátíðar og Ólafs Laufdal áður en hún hverfur aftur heim til Englands. The Shadows gcrðu það gott hér á árum áður bæði einir sér og með Cliff
Richard, og þeir gerðu það líka gott í gærkvöldi og léku á gítarana sína undir áköfum fagnaðarlátum áhorfenda. Á myndinni má sjá þá Bruce Welch,
Hank Marvin höfuðpaur og aðalgítarleikara og Wayne Dobson sem ekki er alvöru skuggi enda spilar hann á bassa. Tímamynd-Péiur
Ritstjórn Þjóðviljans
er föst ofan í skúff u
„Ef Svavar Gestsson verður
ritstjóri Þjóðviljans þá tel ég að
það væri mjög góöur kostur fyrir
blaðið og hreyfinguna vegna þess
að ég hef trú á því að hann hafi
þá þjóðfélagslegu yfirsýn og víð-
sýni til að bera að hann geti lyft
Þjóðviljanum upp úr þeirri
þröngsýni sem hefur einkennt
hann að undanförnu," sagði Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ,
er Tíminn leitaði álits hans á
hugmynd innan Alþýðu-
bandalagsins um að gera flokks-
formanninn að ritstjóra.
Ásmundur sagði að Þjóðviljinn
hefði að undanförnu ekki verið
það málgagn fyrir hreyfinguna er
honum væri ætlað. Ritstjórn hans
hefði einungis túlkað sjónarmið
einangraðs hóps innan flokksins
og ekki gert eðlilega grein fyrir
þeim hugmyndum og umræðum
sem uppi eru í hreyfingunni. Og
þar sem núverandi ritstjórn virtist
ekki geta lyft sér upp fyrir skúffu-
barminn og litast um væri annað-
hvort að fá þar inn fólk úr öðrum
skúffum flokksins eða að fá þar
mann í ritstjórastól sem gæti
tryggt það að fleiri raddir heyrð-
ust í blaðinu.
Aðspurður um afstöðu
blaðamanna Þjóðviljans sagði
Ásmundur að Þjóðviljinn væri
málgagn ákveðinnar hreyfingar
og það konri því fleirum en
blaðamönnum blaðsins við hvað
gerist á blaðinu.
Ásmundur lýsti furðu yfir því
er Tíminn hafði eftir áhrifamanni
innan Alþýðubandalagsins í gær
en sá kom fram með þá kenningu
að Ásmundur væri að koma höggi
á Svavar með því að ota honunt
í ritstjórastólinn því Svavar fengi
með því á sig svip Stalíns. Ás-
mundur sagðist ekki sjá neitt
rökrænt samhengi í þessu og taldi
Ijóst að þessi maður væri snældu-
ruglaður.
Fundur í útgáfustjórn Þjóðvilj-
ans verður haldinn á mánudaginn
og þá mun koma í ljós hvort
Svavar muni taka áskorun flokks-
systkyna sinna um að taka sæti
ritstjóra blaðsins. Hver svo sem
niðurstaða þess fundar verður er
ljóst að þeir félagar í Alþýðu-
bandalaginu sem hafa lýst
óánægju sinni með ritstjórn Þjóð-
viljans munu ekki sætta sig við
hana óbreytta.
Blaðamenn Þjóðviljans héldu
fund í gærmorgun þar sem þeir
fjölluðu um stöðuna. Enginn
blaðamanna lýsti yfir ánægju
sinni með hugsanlega inngöngu
Svavars en margar óánægjuradd-
ir heyrðust og gáfu nokkrir blaða-
menn það í skyn að þeir myndu
ganga út ef flokkurinn sendi þeim
nýjan ritstjóra.
Átökin um Þjóðviljann eru nú
komin upp á yfirborðið eftir að
hafa kraumað undir niðri um
langan tíma og sýnt er að þau
muni riöla ýmsu innan Alþýðu-
bandalagsins.
- gse