Tíminn - 13.06.1986, Qupperneq 11

Tíminn - 13.06.1986, Qupperneq 11
Tíminn 15 Föstudagur 13. júní 1986 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllilllllllllllllllllllllllllllllllliilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllliilllllllllllllllllill^ Tímamynd-Pélur Eitt marka Valsstúlknanna í uppsiglingu. Þau urðu sex áúur en yfír lauk í gærkvöldi ísiandsmótið í knattspyrnu - 1. deild kvenna: Lauflétt hjá Valsstúlkum Valsstúlkurnar unnu léttan sigur í ÍBK í 1. deild kvenna á Valsvclli við Hlíðarenda í gærkvöldi. Lokatölur urðu 6-0 eftir að staðan í leikhlci Itafði verið2-0. Hera Ármannsdóttir var atkvæðamikil í leiknum og gerði þrennu. Kristín Arnþórsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir og Ingi- björg Jónsdóttir skoruðu einnig. í Kópavogi áttu UBK og Haukar að spila. Þar mætti dómari ckki fyrr en hálftíma of seint. Haukunum Iíkaði það ckki og vildu ekki spila. Varð úr að dómarinn flautaði leikinn af 1-0 fyrir Blika!! í fyrrakvöld unnu ÍA-stúlkurnar KR l-()meðmarki Karitas Jónsdótt- HM í knattspyrnu: Brassar í stuði - unnu léttan sigur á N-írum 3-0 og hafa ekki tapað stigi Brasilíumenn sýndu mikið sjálfs- traust og öryggi í leik sínum er þeir sigruðu N-íra 3-0 í lokaleik sínum í D-riðli. Þeir sýndu líka Zico. Hann kom inná í síðari hálfleik og virðist vera að ná sér af meiðslum sínum. Brassar hafa nú unnið alla leiki sína í riðlakeppninni og virðast verða sterkari með hverjum leik. Það var Careca sem skoraði tvívegis í gær en Josimar skoraði eitt ntarkanna. N-írar voru slappir og átti Pat „Spilum tii sigurs“ Sepp Piontek, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu sagði í Mexíkó í gær að Danir myndu spila til sigurs í leiknum gegn Þjóðverjum í dag. „Vissulega höfum við hugsað út í það hverjum við mætum annað væri fáránlegt. En ég get fullvissað þig um að við munum spila til sigurs þó eflaust verði Marokkó f höfðinu á leikmönnum," sagði Piontek. Geri Danir jafntefli eða vinni þá sigra þeir E-riðil og mæta Spánverj- um í 16-iiða úrslitum. Vinni þeir Spánverja mæta þeir hugsanlega Sovétmönnum. Það lið sem verður í 2. sæti í E-riðli leikur hinsvegar gegn Marokkó fyrst og ef sigur vinnst þá sennilega gegn Mexíkó. Virðist það auðveldari kostur fljótt á litið. ö Jennings, sem spilaði sinn 119. landsleik og varð 41 árs í gær ekki of góðan leik auk þess sem hann og miðverðir írska liðsins virtust vera á skjön hvor við annan. Mörkin tvö sem Careca gerði koma honum í hóp markahæstu manna með 3 mörk. Þess má geta að Brassar fengu ekki á sig mark í riðlakeppninni og mæta Pólverjunt í 16-liða úrslitunum. Opið kvennamót Fyrsta opna kvennamótið hjá Golfklúbbi Suðurnesja verður haldið í dag föstudaginn 20. júní og hefst kl. 16:00. Leiknar verða 18h. m/án forgj. Skráning í inótið verður í skólanum í síma 92-2908 fimmtud. 19. júní frá kl. 15.00- 21.00. Öll verðlaun eru gefín af KOSTA BODA og eru mjög vegleg. Meistaramótið Meistaramót Islauds í frjáls- íþróttum, fyrri liluti, fer fram á Laugardalsvclli 21.-22. júní nk. Keppt verður í tugþraut karla og sjöþraut kvenna, 10 kílómetra hlaupi karla og 5 km kvenna, og 4x800 metra boðhlaupi karla. Mótið er að þessu sinni í umsjá frjálsíþróttadeiídar ÍR og þurfa þátttökutilkynningar að berast Jóhanni Björgvinssyni, Unufelli 33, eða skrifstofu FRÍ, á þar til gerðum keppnisspjöldum, í síð- asta lagi 18. júní nk. Þátttöku- tilkynningu fylgi þátttökugjöld, sem er krónur 200 á grein og 400 fyrir boðhlaup. HM í knattspyrnu: Caldere með tvö - í léttum sigri Spánverja á Alsír í grófum leik Spánverjar unnu Alsírbúa 3-0 í D-riðli í gærkvöldi og tryggðu sér þar með annað sætið í riðlinum og leik við sigurvegarana í E-riðli í 16-liða úrslitum HM í Mexíkó. Leikurinn í gær var grófur og ekki áferðarfallegur. Spánverjar voru þó mun betri og skoruðu öll mörkin í lciknum. Caldere skoraði tvívegis áður en Olaya bætti því þriðja við. Þessi úrslit senda Alsírbúa heim ásamt N-írunt en bæði liðin fengu eitt stig í riðlinum. Spánverjarsýndu í gær að þeir verða ekki auðsigraðir í 16-liða úrslitunum en líklegt er að þeir mæti Dönum. Markakóngar Markahæstu leikmenn á HM í Mexíkó fyrir leikina í dag (V- Þýskal. - Danmörk, Uruguay - Skotland). Elkjær Larsen og Altobelli með 4 mörk. Jorge Valdano, Gary Lineker, Careca með 3 mörk. HM í knattspyrnu: Hverjir mæta hverjum? - Mætast Brassar og Danir í úrslitaleik? Þaö er möguleiki Nú er nokkuð Ijóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum á HM í Mexíkó. í dag ræðst hvernig liðin raða sér í E-riðli en við munum gefa okkur að Danir vinni riðilinn, V- Þjóðverjar verði í öðru sæti og Uruguay verði í þriðja. Ef þetta verður þá raðast 16-liða úrslitin á þennan hátt: Mexíkó-Búlgaría spila á Aztec- leikvangnum í Mexíkó þann 15. júní og sama dag mætast f Leon Sovétrík- in og Belgía. Þann 16. júní spila síðan Argentína og Uruguay í Puebla og Brasilía mætir Pólverjum sama dag í Buadalajara. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní spila ítalir og Frakkar á Olympíu- leikvangnum í Mexíkó og Marokkó mætir V-Þjóðverjum í Monterrey. Að lokum spila 18. júní England og Paraguay á Aztecleikvangnum og Danmörk og Spánn í Queretaro. Hér er greinilega um margar frá- bærar viðureignir að ræða og verður gaman að fylgjast með þeim á skján- um hjá Barna Fel., en hann mun sýna alla leikina beint nema leik Marokkó og V-Þýskalands sem verður sýndur laugardaginn 21. júní.. Nú til að leika sér örlítið lengur þá ætlar Tíminn að í 8-liða úrslitunum leiki saman eftirtalin lið. Lesendur geta síðan spáð í áframhaldið eða sett önnur lið í sæti þeirra sem fyrir eru: Brasilía-Ítalía V-Þýskaland-Mexíkó Danmörk-Sovétríkin Argentína-England Það er sjálfsagt að halda enn áfram og nú er komið að undan- úrslitunum. Segjum bara svo að Argentína mæti Dönum og Brassar mæti V-Þjóðverjum. Þá er góður möguleiki á úrslitaleik á milli Dana og Brassa!!! Grænfoður heyog votney Rúlluvél frá CLAAS skarar framúr, einföld, örugg og bindur í fasta og vel gerða og jafna bagga, en það er sérstaklega þýðingarmikið. CLAAS baggarnir verða vel lagaðir og þéttir. Fyrirliggjandi R-34 baggastærð 1,2 x 0,9 m R-44 baggastærð 1,2 x 1,2 m. Öryggi í fóðuröflun Kaupfélögin /sbúnabardeild og ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.