Tíminn - 14.06.1986, Síða 3

Tíminn - 14.06.1986, Síða 3
Laugardagur 14. júní 1986 Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson: „Þetta gengur ekki, þetta er óþolandi“ - boðar hert viðurlög við skattsvikum „Þetta verður rætt og skoðað í tengslum við fjárlagagerðina og ég vona að eitthvað liggi fyrir nú fyrir haustið," sagði Steingrímur Her- mannsson þegar Tíminn spurði hann hvort aðgerða væri að vænta í hertri innheimtu skatta á næstunni. Stein- grímur hefur lýst því yfir að ein leiðin til þess að bæta stöðu ríkis- sjóðs í tengslum við gerð fjárlaga Borgarastyrjöld í Alþýðubandalaginu vegna Þjóðviljans: Svavar inn og margir út Það er nú orðið ljóst að Svavar Gestsson verður ritstjóri Þjóðviljans eftir helgi svo framarlega sem hann kærir sig um það. Vissir hópar innan Alþýðubandalagsins róa að því öll- um árum að koma honum þar inn og einhverjum af ritstjórninni út. Út- gáfustjórn Þjóðviljans kemur saman á mánudaginn og þá mun endanleg ákvörðun um þetta mál verða tekin. Svavar Gestsson hefur ekkert viljað tjá sig um þetta mál en hann sagði í samtali við Tímann á miðvikudaginn að hann mundi íhuga þetta mjög gaumgæfilega ef flokkssystkfni hans gengju á eftir honum. Á Þjóðviljanum eru menn með blendnar tilfinningar gagnvart Svav- ari sem hugsanlegum ritstjóra. Nokkrir blaðamenn, m.a. Óskar Guðmundsson og Sigurdór Sigur- dórsson, hafa lýst því yfir að þeir muni ganga út ef Svavar kemur inn. Fjölmiðlum hefur borist bréf sem tilgreint er að sé frá öðru starfsfólki Þjóðviljans en blaðamönnum. Þar er því lýst yfir að þetta fólk fagni því ef Svavar verði ritstjóri. Tímanum er kunnugt að margt af þessu fólki finnist sem verið sé að egna því gegn blaðamönnum í pólitískum leik, enda er þetta bréf ekki undirskrifað af persónum heldur einungis til- greint að það sé frá starfsfólki hinna ýmsu deilda. Tíminn hefur heimildir fyrir því að Guðrún Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarfélagiö: Einhugurum nýja stjórn Framhaldsaðalfundur Þróunarfé- lagsins var haldinn í gær, en eina hlutverk fundarins var að kjósa stjórn, varastjórn og endurskoðend- ur. Þessu var frestað á aðalfundi félagsins fyrir nokkru vegna óeining- ar um skipan stjórnarinnar. Aðeins kom fram ein tillaga á fundinum um skipan stjómar, en hana bám upp Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra, Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, og Björn Þórhallsson varaforseti ASÍ og fráfarandi for- maður stjórnar Þróunarfélagsins. í stjórn félagsins voru kjörnir sam- hljóða og án atkvæðagreiðslu: Dag- bjartur Einarsson sem er fulltrúi sjávarútvegs, Guðmundur G. Þórar- insson sem er fulltrúi ríkisins, Ólafur Davíðsson sem er fulltrúi iðnaðar- ins, Ólafur B. Thors sem er fulltrúi þjónustugreina, og Jón Sigurðarson sem er fulltrúi Sambandsins. Vara- menn voru kjörnir, Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðárbankans, Björn Jósef Arnviðarson og Valgerður Sverrisdóttir. Þjóðviljans og eiginkona Ásmundar Stefánsdóttur, hafi staðið á bak við þetta bréf. - gse fyrir næsta ár og til að vega upp á móti fjárlagahallanum í ár sé að herða innheimtu á sköttum og að sú leið verði reynd áður en hugað verður að öðrum tekjuöflunarleið- um. „Eftir þá skýrslu sem birt var rétt fyrir lok Alþingis þar sem segir að skattsvik séu eitthvað yfir 3 milljarðar, en þetta var ein ýtarleg- asta athugun sem á þessu hefur verið gerð, þá tel ég mjög ríka ástæðu til að leita allra leiða til að ná þessu inn. Það næst kannski aldrei allt, en ég er þeirrar skoðunar að stórhækka eigi viðurlög og jafnvel beita aðferðum eins og t.d. sviptingu verslunarleyfis og þess háttar ef um ítrekuð brot er að ræða. Þetta gengur ekki, þetta er óþolandi og ég held að það sé hægt að ná inn betur en gert hefur verið. Þótt margir fjármálaráðherrar úr mörgum flokkum hafi útaf fyrir sig haft uppi viðleitni til þess að ná þessum tekjumöguleika, þá held ég að hægt sé að gera ennþá betur,“ sagði Steingrímur. - BG VEIÐIHORNIÐ Stærsti flugulaxinn Stærsti ennþá flugulaxinn - Þórður Ásgeirsson forstjóri Olís hefur landað stærsta flugulaxinum sem Veiðihornið hefur frétt af í suntar. Fiskurinn sem vó 19,5 pund tók Þingeying í Hólmataglinu í Þverá í Borgarfirði fyrr í vikunni. Fiskurinn var grálúsugur og viður- eignin mjög fjörug að sögn Þórðar þegar Veiðihornið hafði samband við hann i gær. “Þetta var mjög góður dagur. Ég fékk tvo til viðbót- ar, sem voru einnig grálúsugir," sagði Þórður. Vel sat í laxinum og stóð viðureignin milli forstjórans og stórlaxins í rúmar fjörutíu og fimm mínútur, og hafði forstjórinn betur eins og áður sagði. Vel hefur veiðst í Þverá og Kjarrá það sem af er sumrinu. Liðlega 160 laxar eru komnir á land og flestir yfir tíu pund. Vart hefur orðið við smærri fisk síðustu daga. 14 punda múrinn Norðurá hefur heldur sett niður eftir góða byrjun. Áin er köld, og hefur hitastig vatnsins farið niður í þrjár gráður. Ríflega níutíu laxar eru komnir á land, og verður það að teljast frekar dræm veiði. Fimnt fjórtán punda laxar hafa veiðst en enn hefur engum tekist að ná til stærri fiska þó vitað sé að hugur flestra veiðimanna standi til þess. Níu punda urriði í Litluá Fyrstu níu dagana sem veitt var í Litluá í Kelduhverfi veiddust 850 silungar, mest urriðar. Fiskurinn er vænni nú en síðustu ár að sögn Margrétar Þórarinsdóttur veiði- varðar. Sá stærsti er níu punda urriði og einnig hafa veiðst tveir átta punda. Mikil ásókn er í veiði- leyfi í Litluá. Átján pundari úr Blöndu Veiði í Blöndu hefur verið góð, ef miðað er við byrjun síðustu ár. 38 laxar eru komnir á land. Þar af veiddust 18 í fyrradag og var sá stærsti 18 pund. Honum landaði Gestur Guðmundsson sem er ann- áluð aflakló að sögn Norðan- manna. Sigurður Kr. Jónsson á Blönduósi sagði í samtali við Veiði- hornið í gær að þetta væri dræm veiði miðað við hvernig það hefði gerst best. „Ég man þegar við opnuðum ána sumarið 1978, þá komu á land 56 laxar á fjórar stangir. Það er alvöru veiði sem hægt er að tala um.“ sagði Sigurð- Yfirheyrslur halda áfram yfir Hermanni Björgvinssyni Vitnaleiðslur eftir helgina „Hreint loft hrein samviska“ segir á skilti í dómsslnum Yfirheyrslur í máli ákæruvaldsins gegn Hermanni Gunnari Björgvins- syni héldu áfram í allan gærdag. Olöf Pétursdóttir sakadómari í Sakadómi Kópavogs yfirheyrð- Hermann. Bornar voru undir hann lögregluskýrslur sem innihalda fram- burð hans, og Ijósrit af tékkum frá viðskiptavinum hans og honum. All- ir tékkarnir voru bornir undir Herm- ann og hann staðfesti þá með þessum orðum: „Ég kannast við hann.“ Þar sem málið er mjög viðamikið tekur það langan tíma í flutningi og vitnaleiðslur hefjast ekki fyrr en þann átjánda. Búist er við dómi rúmlega viku síðar. Hermann var mjög snyrtilegur þegar hann mætti í réttarsalinn í gærmorgun. Klæddur svartri þunnri sumarblússu með vfnrautt bindi og hvít og rauðröndóttri skyrtu. Hann virtist vera vel á sig kominn brúnn og sællegur. _ES Framtíðin á hjólum Hann minnir á eitthvað úr Tom Swift bókunum, þessi tilraunabíll frá Subarú, sem verður til sýnis hjá Ingvari Helgasyni um helgina. Svona bílar eru ekki fjöldaframleiddir enn, en hann er hér í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan Ingvar Helgason fór að flytja inn Subarubíla til íslands. Tímamynd: - Sverrir) Fjárlagahalli næstu 2-3 ár - fjárlagarammi fyrirliggjandi Friðrik Sophusson varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins segir í einu dagblaðanna í gær að ákveðnar hugmyndir hafi verið ræddar og samþykktar í ríkisstjórninni varð- andi fjárlagagerð fyrir næsta ár. Þegar Tíminn innti Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra nánar eftir þessum hugmyndum sagðist hann undrandi á því ef varafor-, maður Sjálfstæðisflokksins væri að tjá sig um þetta á opinberum vettvangi. Steingrímur sagði, að eins og venja væri á þessum árstíma hafi fjármálaráðherra lagt fram allra fyrstu hugmyndir um fjárlaga- •ramma og að þessar hugmyndir væru nú til meðferðar. Hann benti hins vegar á að þær væru algert trúnaðarmál enn sem komið væri og því ekki hægt að ræða þær í fjölmiðlum. Ráðuneytin væru búin að skila sínuni tillögum og ríkis- stjórnin að setja ákveðinn ramma. „Bæði fjármálaráðherra og ég höfum bent á, að þeim halla sem kom á fjárlögin í ár vegna aðgerð- anna í vetur verður ekki öllum náð niður strax á næsta ári, það tekur um 2-3 ár,“ sagði Steingrímur. Nú er Ijóst að hallinn á fjárlögum í ár verður eitthvað á þriðja milljarð, en áætlaður halli var 1,5- 1,6 milljarður. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann var um 6,6 milljarð- ar í apríllok, en mun í maílok hafa verið komin niður í 4,7 milljarða einkum vegna þess að þá kom inn erlent lán. Aðspurður um þennan yfirdrátt ríkissjóðs hjá Seðlabank- anum sagði Steingrímur að hann sveiflaðist alltaf talsvert til og að gert væri ráð fyrir að hann færi lækkandi seinni Filuta ársins. „Ríkissjóðurer með erlendar lántökur vegna ým- issa framkvæmda á vegum ríkis- sjóðs, þó ekki hafi verið tekin lán upp í hallann sem á honum er. Það er mjög erfitt að meta stöðu ríkis- sjóðs á líðandi stundu þar sem Seðlabankinn greiðir út fyrir ríkis- sjóð og síðan kemur kannski ein af þessum lántökum inn eftir nokkra daga og þá breytist staðan aftur,“ sagði Steingrímur ennfremur. Forsætisráðherra sagði aðspurð- ur að ekki væri ástæða til haust- kosninga. „Ég lít þannig á, að okkur beri rík skylda til þess að standa við þá samninga sem við gerðum í febrúar og sýna að við náum þeim markmiðum sem þar eru sett. Þetta merkir þó ekki að ég sé ragur við að ganga til kosn- inga í haust ef það yrði niðurstað- an, en ég vil nú heldur standa við gefin loforð," sagði Steingrímur að lokum. -BG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.